Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
með öllum póstum, sem eru býsna
margir þegar ráðist er í sýningu af
þessari stærðargráðu.
Flottir, listrænir stjórnendur
„Leikfélagið hefur í vetur staðið
fyrir alls konar viðburðum innan
skólans til að afla fjár fyrir leiksýn-
inguna, sem er mjög dýr, aðallega
vegna þess að við réðum til okkar
flotta listræna stjórnendur,“ segir
Emilíana og telur upp þá helstu:
„Andrea Ösp Karlsdóttir skrifaði
handritið og leikstýrir, Sævar Sigur-
geirsson og Baldur Ragnarsson
sömdu tónlist og texta, Berglind
Rafnsdóttir og Berlind Ýr Karls-
dóttir dansana og Hákon Hákonar-
son er ljósameistari. Einnig fengum
við smiði til að byggja mjög glæsi-
lega sviðsmynd, sem einn nemand-
inn, Steinunn Anna Svavarsdóttir,
málaði og útfærði í smáatriðum. Sjö
nemendur á hönnunarbraut hönnuðu
og saumuðu alla búningana, sem
engir tveir eru eins, og förðunin var
alfarið í höndum nemenda.“
Leikfélagið Verðandi í FG hefur
frá árinu 1999 sett upp leikrit og
söngleiki, sem jafnan hafa verið há-
punktur skólaársins. Í skólanum eru
leiklist, hönnun, myndlist og fata- og
textílhönnun sérsvið á mismunandi
listnámsbrautum. „Leikritið er
áfangi, sem gefur fimm einingar, og
allir mega sækja um þátttöku. Þótt
allir geti tekið þátt í uppfærslunni
með einum eða öðrum hætti ræður
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Nokkuð langt er um liðiðsíðan Pétur Pan steig áleikhúsfjalirnar hér álandi. Tuttugu ár eftir
því sem næst verður komist og þá í
Borgarleikhúsinu. Þótt leikhúsgestir
hafi elst um jafnmörg ár gegnir öðru
máli um Pétur Pan, sem er síungur
og heldur sínum eilífa æskublóma
hvað sem á dynur og tímanum líður.
Því er engin hætta á að hann vaxi
upp úr hlutverki sínu. Og nú er hann
kominn aftur á kreik, ásamt Vöndu
vinkonu sinni, álfinum Skellibjöllu og
fleiri karakterum í söngleiknum Pét-
ur Pan í uppfærslu Leikfélagsins
Verðandi í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ, þar sem hersingin hefur
æft af kappi frá því í október.
Frumsýningin, sem er partur af
árshátíð skólans, stendur fyrir dyr-
um og síðan á annan tug sýninga fyr-
ir almenning frá 25. febrúar til 22.
mars. „Hátt í eitt hundrað nemendur
af öllum brautum skólans koma að
sýningunni og öllu verður tjaldað til,“
segir Emilíana Wing, formaður leik-
félagsins. „Um þrjátíu leikarar og
dansarar, tæknimenn, sviðsmenn,
búningahönnuðir, förðunarfólk og
leikhúsliðar, sem afgreiða í sjopp-
unni, raða stólum og þess háttar,
bera sýninguna uppi,“ heldur hún
áfram. Hennar hlutverk sem fram-
leiðandi er að hafa yfirsýn og umsjón
Strákurinn sem vex
aldrei upp úr hlutverkinu
Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi set-
ur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt
hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan,
þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Aðrir hafa
unnið bak við tjöldin að búningum, förðun, sviðs-
mynd, uppröðun stóla og ýmsu tilfallandi.
Hlutverk Andrea Ösp Karlsdóttir leikstjóri, Emilíana Wing, formaður Leik-
félagsins Verðandi, og Berglind Ýr Karlsdóttir, annar tveggja danshöfunda.
Frumbyggjar Í einum hópnum eru frumbyggjar sem búa í stórum ísjaka.
Nonnabækurnar og nostalgían nefnist
erindi sem Helga Birgisdóttir ís-
lenskufræðingur heldur kl. 17 á morg-
un, þriðjudaginn 20. febrúar, í Bóka-
safni Kópavogs, 1. hæð í aðalsafni.
Helga fjallar um Nonnabækurnar og
ferðalög höfundarins, Jóns Sveins-
sonar (1857-1944), bæði um Ísland og
meginland Evrópu. Hún staldrar sér-
staklega við aðdráttarafl Nonnabók-
anna, veltir fyrir sér vinsældum þeirra
og hugtakinu „nostalgía“, sem er for-
tíðarþrá á okkar ylhýra máli. Viðburð-
urinn er liður í erindaröðinni Barna-
bókin í 100 ár á aðalsafni Bókasafns
Kópavogs í febrúar. Aðgangur ókeypis
og allir velkomnir.
Barnabókin í 100 ár
Nonni og Manni Ágúst Guðmunds-
son leikstýrir Garðari Thór Cortes í
sjónvarpsþáttum frá 1988 sem
byggðust á Nonnabókunum.
Nonnabækur
og nostalgía
Morgunblaðið/Eggert
Skellibjalla Heiða Rún Jónsdóttir leikur litla álfinn, Skellibjöllu.
Öfugt við suma full-
orðna eru margir
krakkar alveg í skýj-
unum yfir snjónum
sem liggur yfir öllu
þessa dagana. Snjór-
inn getur verið þeim
uppspretta mikillar
gleði og alls konar
skemmtilegra leikja.
Til dæmis má byggja
sér snjóhús og jafnvel
fá fjölskylduna til að
taka þátt í bygging-
arstarfinu.
Í Útilífsbók fjölskyldunnar eftir þær
Pálínu Ósk Hraundal og Vilborgu Örnu
Gissurardóttur eru nokkur góð ráð og
jafnframt bent á að snjórinn sé bestur
ef hægt er að skera hann í kubba og
kubbarnir haldast saman þegar þeim
er staflað.
„Snjóhús eru byggð þannig að snjó-
kubbunum er raðað upp hring eftir
hring, sífellt smærri og smærri kubb-
um sem ná að lokum saman. […] Gott
er að grafa niður við innganginn til
þess að tryggja það að kalda loftið
komist ekki auðveldlega inn í húsið og
hlýja loftið komist ekki út.“
Einnig er hægt að byggja einfaldari
snjóhús, en þegar upp er staðið skipt-
ir leikgleðin meira máli en notagildið.
Úti er alltaf að snjóa … Sussum og sussum og róa …
Morgunblaðið/Kristinn
Mikið að gera Ungur byggingarmeistari.
Snjóhús til fyrirmyndar
Á Fjölskyldustund
í Borgarbókasafn-
inu Spönginni
verður krílafimi kl.
14-15 á morgun,
þriðjudaginn 20.
febrúar. Boðið er upp á fræðslu og
leikfimi fyrir ungbörn þar sem aðal-
áherslan er á að undirbúa þau fyrir
næstu skrefin í lífinu með leik, tónlist
og söng.
Með því að örva og styrkja ungbörn
er hægt að hafa áhrif á hvernig
taugakerfi þeirra þróast og bæta at-
hygli þeirra og minni, auk þess sem
hreyfigetan virðist verða meiri. Valný
Óttarsdóttir, iðjuþjálfi, ungbarna-
sundskennari og stofnandi Krílafimi,
annast námskeiðið, sem er ætlað
þriggja til 18 mánaða börnum.
Borgarbókasafnið Spönginni
Krílafimi með
fræðslu og leik