Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Eggert
Fríður leikhópur Andri Páll Guðmundsson sem töfradrengurinn Pétur Pan (í grænum bol) og Agnes Emma
Sigurðardóttir sem Vanda ( í rauðum bol) ásamt nokkrum sem leika, syngja og dansa í leiksýningunni.
leikstjórinn algjörlega hverjir kom-
ast að sem leikarar og dansarar,“
segir Emilíana, sem sjálf lék í sýn-
ingunni Kalli og súkkulaðiverk-
smiðjan, sem leikfélagið setti upp í
skólanum í fyrra og var líka í leik-
stjórn Andreu Aspar.
Allir jafnir
Þótt Emilíana leiki stórt hlut-
verk í leiksýningunni sem framleið-
andi saknar hún þess pínulítið að
fara ekki með hlutverk á sviðinu í ár.
Hún er á síðasta ári á leiklistarbraut,
stefnir á leiklistarnám í Bandaríkj-
unum og finnst fyrrnefndur leikritsá-
fangi að vonum með þeim skemmti-
legri, sem völ er á í skólanum.
„Maður kynnist ótrúlega mörgum
krökkum og það er ótrúlegt hvað
þetta ferli kemur öllum saman, hvort
sem þeir hafa hlutverk á sviðinu eða
að raða stólum úti í sal. Allir eru jafn-
ir og bera virðingu hver fyrir öðr-
um.“
Fremst meðal jafningja eru þó
óneitanlega Andri Páll Guðmunds-
son, sem leikur Pétur Pan og Agnes
Emma Sigurðardóttir sem Vanda,
bæði á leiklistarbraut. Að sögn Emil-
íönu sóttu óvenjulega margir um
hlutverk í ár og því fór Andrea Ösp
þá leið að skrifa fleiri hlutverk í leik-
sýninguna en til stóð í upphafi. En
ekki aðeins sóttu margir nemendur
um hlutverk leikara heldur líka lærð-
ir leikarar og leikstjórar um leik-
stjórastólinn.
„Við tókum marga í viðtöl og
viðruðum nokkrar hugmyndir. Þegar
við nefndum Pétur Pan við Andreu
Ösp lifnaði yfir henni, enda kom í ljós
að hún var með sjúklega mikið af
hugmyndum um uppfærslu. Hún
lýsti þeim á þann hátt að við urðum
einfaldlega öll ástfangin af verkinu
og ákváðum að setja það upp undir
hennar stjórn.“
Fyrir alla fjölskylduna
Emilíana segir ekki hafa komið
annað til greina en að setja upp fjöl-
skylduvæna sýningu. Þótt Pétur Pan
þeirra í FG sé ekki nákvæmlega eins
og hann birtist í sögunni, sem flestir
þekkja, né heldur hinar söguhetjurn-
ar og söguþráðurinn, fullyrðir hún að
áhorfendur á öllum aldri muni hafa
gaman af. „Okkar uppfærsla er fal-
leg saga um vináttu. Nýir karakterar
eru kynntir til sögunnar, til dæmis
frumbyggjar, sem búa í stórum ís-
jaka. Þótt Krókur, erkióvinur Péturs
Pan, týndu krakkarnir, sjóræningj-
arnir og fleiri séu á sínum stað mun
ýmislegt koma á óvart,“ lofar Emil-
íana.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Pétur Pan birtist fyrst 1902 í
bókinni The Little White Bird
eftir James Matthew Barrie.
Seinna var sá hluti sem Pétur
Pan kemur við sögu gerður að
leikriti sem sett var upp í Lond-
on 1904. Eftir að höfundurinn
endurskrifaði verkið og gaf út
sem barnabók hefur Pétur Pan
komið í mörgum útgáfum, leik-
gerðum, söngleikjum, teikni-
myndum og bíómyndum.
Pétur Pan býr í Hvergilandi
þar sem tíminn líður ekki og því
heldur hann eilífri æsku. Hann
fer fyrir hópi stráka sem kalla
sig Týndu drengina og getur
heimsótt mannheima að vild.
Venjulega fer hann með álfinum
Skellibjöllu. Hann kynnist
Vöndu og bræðrum hennar í
einni ferðinni þegar hann lendir
vandræðum með skuggann sinn
og laumar sér inn um gluggann
til þeirra. Vanda og bræðurnir
fara síðan með honum til
Hvergilands þar sem þau lenda
í ýmsum ævintýrum, þau
hitta t.d. indíána, hafmeyjar og
sjóræningja. Í sögulok snúa
Vanda, bræður hennar og Týndu
strákarnir aftur heim til sín, því
þau þurfa að halda áfram lífi
sínu og fullorðnast. Pétur Pan
verður eftir í Hvergilandi.
Margar út-
gáfur
SAGAN AF PÉTRI PAN
Eftir frumsýningu 21. febrúar,
fer söngleikurinn Pétur Pan í al-
mennar sýningar í sal FG, Urðar-
brunni. Fyrsta sýning er kl. 18,
sunnudaginn 25. febrúar. Nánari
upplýsingar og miðasala: www.en-
ter.is
„ …enda kom í ljós að
hún [Andrea Ösp, hand-
ritshöfundur og leik-
stjóri] var með sjúklega
mikið af hugmyndum
um uppfærslu.“
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt ís-
lenskrar menningar sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum
1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda
muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkost-
urinn fer sístækkandi og samanstendur að mestu leyti af nytjamunum
og/eða skrautmunum.
S kál úr steinleir eftir Guð-nýju Magnúsdóttur leir-listakonu er einn þeirrahluta sem flokkast geta
hvort tveggja sem nytjahlutur og
skraut.
Í Hönnunarsafninu er skálin
skráð með eftirfarandi hætti:
Skál
Guðný Magnúsdóttir (1953)
Djass, 2000
Skál
Steinleir
Gjöf frá hönnuðinum 2002
Skálin er úr seríu sem listakonan gerði um árabil og kallaði djass,
nánar tiltekið Módern djass því listamaðurinn vísar til lita og lína mód-
ernismans í verkunum. Tuttugu árum áður hafði Guðný gert aðra seríu
með sama nafni en í öðrum litaskala, í jarðarlitum og formum sem hún
tengdi uppruna djasstónlistarinnar í Afríku. Djass er heildarheiti leir-
munanna.
Íslensk hönnun Hönnunarsafn Íslands
2000 Skál úr djass-
seríu eftir Guðnýju
Magnúsdóttur
Ljósmynd: Andrew Murray
Tyrkneski fatahönnuðurinn Bora
Aksu, sem býr og starfar í London,
vakti athygli árið 2002 með fyrstu
fatalínunni sem hann kynnti á tísku-
sýningu eftir útskrift frá Central
Saint Martins-lista- og hönnunar-
skólanum í London. The Guardian,
The Daily Telegraph og fleiri blöð
hylltu hann sem stjörnu sýningar-
innar og tískutvíeykið Dolce og Gabb-
ana mun hafa keypt af honum nokkr-
ar flíkur sér til innblásturs.
Rómantískur fatnaður, þó á stund-
um með örlítið drungalegu ívafi, hef-
ur allar götur síðan verið aðalsmerki
Aksu. Og er ennþá eins og sjá má á
þessum dúllulegu pífukjólum, sem
hann sýndi á fyrsta degi Tískuvik-
unnar í London sl. föstudag, haust-
vetur 2018.
Tískuvikan í London, haust-vetur 2018
Dúllulegir pífukjólar
AFP