Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 16
Fjármálalæsi er grunnfærni F jármálalæsi er grunnfærni sem er mikilvæg samfélagi okkar. Ljóst er að gott fjármálalæsi skilar sér í betri ákvarðanatöku einstaklinga í fjármálum og stuðlar að fjármálastöðugleika. Markmiðið er að efla fjármálalæsi til þess að einstak- lingar séu í betri aðstöðu að meta fjárhags- legastöðu sína og taka upplýstar ákvarðanir í kjölfarið. Lífsgæði verða meiri og því er mikilvægt að auka veg fjármálalæsis í ís- lenska menntakerfinu. Nýverið tók ég því þá ákvörðun að Íslandi yrði með í valkvæðum hluta PISA-könnunar- innar árið 2021 sem snýr að fjármálalæsi. PISA er umfangsmikil alþjóðleg langtíma- rannsókn á vegum Efnahags- og fram- færastofnunarinnar á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúrufræði og læsi á stærðfræði. Auk þessara kjarnagreina geta löndin valið um að taka þátt í nokkrum viðbótarkönnunum sem eru annaðhvort í formi spurningalista eða prófs. Fjármála- læsi er eitt af þessum valkvæðu sviðum og hefur verið í boði síðan árið 2012. 15-18 lönd hafa tekið þátt í þeim hluta PISA-könnunarinnar. Tilgangur þessa hluta PISA er að meta hæfni nemenda til að beita fjármála- legri þekkingu sinni og leikni í raunverulegum að- stæðum, þar með talið að taka fjármálalegar ákvarð- anir. Það er mikilvægt að búa börnin okkar undir þátttöku í sífellt flóknari heimi, þar sem örar tækni- breytingar og breytileg neyslumynstur eru hluti af daglegi lífi fólks. Við höfum séð hraða þróun í verslun og fjármálaþjónustu þar sem neytendum býðst að greiða fyrir vörur og þjónustu á fjölbreyttari máta en áður hefur þekkst. Með nokkrum aðgerðum í snjallsímanum geta neytendur til dæmis hækkað yfirdráttarheimildina, skipt greiðslukortareikningnum og keypt varning með mismunandi greiðslumiðlunum. Það eru óneitanlega margvísleg þægindi sem fylgja þjónustu sem þessum en áskoran- irnar eru sömuleiðis af ýmsum toga. Þæg- indin geta verið skammvin ef greitt aðgengi að lánsfé verður til þess að fólk steypir sér í óhóflegar skuldir umfram greiðslugetu. Ungt fólk þarf að læra að stjórna áhættu, vera í stakk búið til að gera áætlanir til framtíðar, geta greint mismunandi valkosti í fjár- málum. Skynsamlegar ákvarðanir í fjármálum á fyrri árum æviskeiðsins geta skilað sér margfalt til baka inn í efri árin. Það er þess vegna sem ég legg jafn ríka áherslu á að prófa fjármálalæsi ungs fólks með jafn viðamiklum hætti og PISA-prófin eru. Þannig fáum við líka samanburð á hvar æska okkar stendur í fjármála- læsi miðað við önnur ríki. Fjármálalæsi er mikilvæg grunnfærni í hverju þjóðfélagi og við ætlum okkur að efla þá grunnfærni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svisslendingarganga aðkjörborðinu fjórða næsta mán- aðar og taka af- stöðu til þess hvort leggja eigi af það gjald sem íbúarnir greiða til að halda uppi svissneska ríkis- útvarpinu og -sjónvarpinu, SRG, en gjaldið stendur undir 3⁄4 rekstrarkostnaðarins. Þessi systurstofnun Ríkisútvarpsins íslenska hefur sætt harðri gagnrýni á liðnum árum, meðal annars fyrir aukin umsvif og fyrir að draga taum þeirra sem eru vinstra megin við miðju stjórnmálanna. Þessi gagnrýni kemur Íslendingum ekki á óvart, enda á hún einnig við hér og hið sama á raunar við víðar þar sem ríkið stundar um- fangsmikinn útvarps- og sjón- varpsrekstur. Erfitt hefur þó reynst að hreyfa við þessum stofnunum og stjórnmálamenn hafa óttast að ræða um það sem aflaga hef- ur farið hjá ríkisútvörpum, enda eiga þeir mikið undir því að verða ekki fyrir reiði þess- ara miðla sem víðar en hér á landi hika ekki við að misbeita áhrifum sínum. Þrátt fyrir þetta hefur Sviss- lendingum tekist að koma því á dagskrá hvort landsmenn skuli neyddir til að greiða fyrir þjón- ustu ríkismiðils hvort sem þeir nota hann eða ekki og jafnvel þrátt fyrir að vera ósáttir við það hvernig honum er beitt. Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine fjallaði í gær um væntanlega kosningu og sagði að skoðanakannanir bentu til að ríkismiðillinn héldi velli, en jafnframt að ljóst væri að ekki yrði haldið áfram eins og ekk- ert hefði í skorist. Eitt af því sem skipti máli í því sambandi væri að nú væri þegar í undirbún- ingi að setja í þjóð- aratkvæði tillögu um að lækka út- varpsgjaldið um helming ef hin nær ekki fram að ganga. Ætla má að sú tillaga eigi mun meiri möguleika, enda hefur sú sem nú liggur fyrir verið gagnrýnd fyrir það meðal annars að ganga of langt, en síður fyrir að engu megi breyta. Yfirmaður SRG virðist átta sig á að fólk er ósátt við að þurfa að greiða útvarpsgjaldið, ekki síst ungt fólk sem nýtir þjónustuna lítið sem ekkert, og segir að framundan séu um- bætur hjá ríkismiðlinum. Þar verði öllum steinum velt við. Meðal þess sem útlit er fyrir að verði endurskoðað er sá fjöldi rása sem SRG býður upp á og auk þess er útlit fyrir að ríkis- miðillinn muni stilla sig um að bjóða upp á auglýsingar á net- inu og muni ekki nota netið til annars en að birta þætti úr út- varpinu og sjónvarpinu. Með þessu mun SRG til dæmis ganga skemur en Ríkisútvarp- ið, sem hefur gengið æ lengra í fréttaflutningi á netinu í sam- keppni við einkarekna miðla sem þar eru fyrir og geta ekki farið óboðnir í vasa almenn- ings. Hver sem niðurstaðan verð- ur í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sviss eftir tæpar tvær vikur verður athyglisvert að fylgjast með þróuninni þar í landi. Og það verður líka fróðlegt að sjá hvort Ríkisútvarpið horfir til þess sem á sér stað í Sviss, ekki síst viðhorfs ríkismiðilsins til þeirrar gagnrýni sem fram hef- ur komið, eða hvort gagnrýn- inni verður áfram mætt með af- neitun og yfirlæti. Svisslendingar kjósa bráðlega um framtíð ríkisútvarps og -sjónvarps} Mikilvæg kosning Ítalir, Þjóð-verjar, Bretar og Frakkar áttu hliðarfund með Írönum á al- þjóðlegu örygg- isráðstefnunni í München um helgina. Ástæðan er sú að Íranar hafa verið að færa sig upp á skaftið í Mið- Austurlöndum eftir að gerður var við þá kjarnorkusamningur og losað um viðskiptabann og eignir þeirra erlendis. Þessar eignir, sem voru gríðarlegar, hafa verið notaðar til að fjármagna Hezbollah og aðra hryðjuverkastarfsemi, en Íranar hafa beitt slíkum hópum fyrir sig líkt og málaliða- sveitum til að hafa áhrif á gang mála, einkum í Sýrlandi og Jemen. Íran er mikið og vaxandi vandamál og fátt bendir til að úr því muni draga á næstunni. Fundur Evrópuríkjanna fjögurra með Íran er liður í því að reyna að knýja fram breytingar og fá með því Trump, forseta Bandaríkjanna, til að kasta ekki kjarnorku- samningnum, sem hann hefur bent á að hafi verið ógæfuspor. Ef takast á að koma í veg fyrir að Íran valdi meiri vanda í Mið-Austurlöndum er nauð- synlegt að Evrópuþjóðirnar sendi skýr skilaboð um að breyting verði að verða á fram- göngu íranskra stjórnvalda. Gerist það ekki verða Banda- ríkin að standa vaktina ein, sem er mun lakari kostur. Það verður engin breyting hjá Írönum nema þeim séu send skýr skilaboð} Vaxandi vandamál STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslenskir landshlutar komamjög vel út í samanburði áefnahagslegri og félagslegristöðu og horfum fyrir ein- staka landshluta. Höfuðborgar- svæðið lendir í fjórða sæti og Vest- firðir fikra sig upp um 17 sæti. Þetta eru m.a. niðurstöður skýrslu rannsóknarstofnunarinnar Nord- Regio um stöðu Norðurlandanna undir yfirskriftinni State of the Nordic Region 2018. Var hún gefin út á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar í síðustu viku. Horft til tveggja ára breytinga Samkvæmt skýrslunni eru lands- hlutarnir á Norðurlöndum 74, þar af 8 á Íslandi. Færeyjar og Græn- land eru flokkuð sem einn lands- hluti. Við samanburðinn á stöðu norrænu landshlutanna er horft til breytinga sem orðið hafa á síðustu tveimur árum hvað varðar þróun íbúafjölda og samsetningu, atvinnu- stig og þátttöku á vinnumarkaði og þróun hagvaxtar. Níu þættir eru mældir sem fá ákveðið vægi við út- reikninga sem samanburðurinn byggist á. Vestfirðir, sem mælast lægst ís- lenskra landshluta, eru í 24. sæti. Staða Vestfjarða hefur þó breyst talsvert frá síðustu mælingu, en svæðið hækkar um 17 sæti sem set- ur það efst af fimm hástökkvurum milli mælinga ásamt Vesturlandi, sem hækkar um 21 sæti og Norður- landi vestra, sem hækkar um 18 sæti. Í skýrslunni er tekið fram að Vesturland hafi bætt við sig stigum á öllum þeim þáttum sem mældir eru og var sérstaklega sterkt þegar kemur að atvinnuþátttöku og hag- rænum atriðum. Það er þó sam- merkt með öllum íslensku svæð- unum að þau hafa hækkað talsvert frá fyrri mælingu. Höfuðborgarsvæði norrænu ríkjanna mælast öll í efstu sæt- unum, Stokkhólmur vermir for- ystusætið en Kainuu-svæðið í Finn- landi rekur lestina. Hagvöxtur mestur á Íslandi „Ferðaþjónustan hefur vissulega haft jákvæð áhrif á lífskjör á Ís- landi, en ekki má hins vegar líta framhjá því að í rótgrónum undir- stöðuatvinnugreinum eru umsvif sjávarútvegsins mikil sem og í orku,“ er haft eftir Sigurði Inga Jó- hannssyni, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, á vef ráðuneytis- ins þar sem skýrslan er kynnt. Hann er jafnframt samstarfsráð- herra Norðurlandanna og tók þátt í fundi ráðherranna í síðustu viku. Í skýrslunni er að auki að finna yfirgripsmiklar upplýsingar um at- vinnulíf, menningu og mannlíf á Norðurlöndunum, auk umfjöllunar um lífhagkerfið, menningu og staf- ræna væðingu velferðarkerfis. Sér- staka athygli vakti hve íslenskir landshlutar koma vel út í norræn- um og evrópskum samanburði um núverandi og mögulega framþróun og vöxt. Íslendingar sækja mest í bíó Meðal þess sem fram kemur er að Íslendingar sækja kvikmynda- hús meira en aðrir Norðurlanda- búar en Finnar og Svíar sækja mest bókasöfn og opinber söfn. Hagvöxtur, þ.m.t. vöxtur kaup- máttar, hefur verið mestur á Ís- landi á Norðurlöndum á síðustu ár- um. Þá er atvinnuþátttaka, bæði almennt og sérstaklega kvenna mest á Íslandi á Norðurlöndum og mun meiri en að meðaltali í Evrópu. Koma vel út í nor- rænum samanburði Ljósmynd/Af vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Norrænt Samstarfsráðherrar Norðurlanda funduðu í Stokkhólmi. Á næsta ári tekur Ísland við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Margot Wallström, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sem jafnframt er norrænn samstarfsráðherra, stýrði fundi norrænu samstarfs- ráðherranna í Stokkhólmi. Rætt var meðal annars um fjárveitingar til norræns samstarfs á næsta ári, um nýja norræna samstarfs- áætlun um málefni norðurskauts- ins fyrir árin 2018 til 2021, og um sameiginlegt kynningarstarf Norðurlandaríkjanna á sviði menningar, matvæla, loftslags- mála og fleiri mála þar sem nor- rænu ríkin hafa sameiginlega margt fram að færa. Ræddu fjárveitingar NORRÆNT SAMSTARF Samstarf Fjölmörg mál voru rædd á fundinum í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.