Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 42. tölublað 106. árgangur
LEIÐSÖGN UM
GALDRA, GLÆPI OG
GLÆFRAKVENDI
ÍSLENSKUR
GALDRA-
HEIMUR
LEIKSÝNINGIN
HÁPUNKTUR
SKÓLAÁRSINS
FANTASÍUBÓKMENNTIR 26 PÉTUR PAN Í FG 12RÁÐHERRA VÍSAÐI VEGINN 29
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við
Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær
mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum á
Richter-kvarða. Ármann Höskuldsson eldfjalla-
fræðingur segir í samtali við Morgunblaðið að
atburðarásin sé mjög óvenjuleg. Hrinan hafi
staðið yfir lengi og verið mjög þétt. Hún hófst
14. febrúar síðastliðinn og hefur verið nær lát-
laus síðan.
„Ef ég ætti heima á Húsavík tæki ég allt brot-
hætt niður úr hillum á meðan þetta gengur yfir,“
segir Ármann. „Á þessu svæði hefur verið beðið
í meira en hundrað ár eftir stórum skjálfta,“
bætir hann við.
Ármann útilokar ekki að spennan sem þarna
fær útrás um þessar mundir færist í aðrar
sprungur á svæðinu í kjölfar þessarar miklu
hrinu.
Í gær mældust á einum sólarhring um 1.800
skjálftar á svæðinu. Til samanburðar má nefna
að í hefðbundinni viku mælast á bilinu 300 til 500
skjálftar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. Í
apríl 2013 urðu einnig miklar hræringar við
Grímsey í kjölfar skjálfta af stærðinni 5,5 á
Richter.
Náttúruvársérfræðingar fylgjast grannt með
gangi mála.
Hrinan mjög óvenjuleg
Ekkert lát á jarðskjálftunum við Grímsey Lengi beðið eftir stórum skjálfta
Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til að gæta að brothættum munum
Jarðskjálftahrina
» Hræringarnar byrjuðu 14. febrúar.
» Skjálftarnir hafa verið óvenjuöflugir.
» Gæti verið fyrirboði stærri viðburða.
MMikil spennulosun nyrðra »2
Könnun sem rannsóknarfyrirtækið
Zenter gerði fyrir Samtök verslunar
og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæp-
ur þriðjungur landsmanna segist
bera lítið eða ekkert traust til versl-
unar á Íslandi. Þá sögðu um tuttugu
prósent svarenda að á heildina litið
væri upplifun þeirra af verslun hér á
landi neikvæð. Andrés Magnússon,
framkvæmdastjóri SVÞ, bendir á að
samkvæmt könnuninni séu þó 66-67%
landsmanna jákvæð gagnvart at-
vinnugreininni. Hann segir einnig
rétt að skoða niðurstöður könnunar-
innar í ljósi þess að hún fór fram
skömmu eftir að tveir erlendir versl-
unarrisar, Costco og H&M, hófu
starfsemi á Íslandi og að í kringum
það skapaðist töluverð neikvæð um-
ræða um íslenska verslun.
„Fáar ef nokkrar atvinnugreinar
hafa þurft að þola jafnmikið neikvætt
umtal – meira að segja á vettvangi
stjórnmálanna – og hefur íslensk
verslun átt á brattann að sækja í um-
ræðunni undanfarin misseri,“ segir
hann og minnir á að af þeim sem tóku
afstöðu sögðust nær tveir þriðju bera
fullkomið, mikið eða eitthvert traust
til verslunar á Íslandi, og rúm 78%
sögðu upplifun sína af íslenskri versl-
un jákvæða eða hvorki né. »14
Verslun
mætir
mótbyr
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verslun Neikvæð umræða var um ís-
lenska verslun er Costco var opnað.
Þriðjungur lands-
manna neikvæður
Tíðin hefur verið rysjótt undanfarið og lítið lát virðist vera á umhleyp-
ingum. Í dag er gert ráð fyrir sunnanátt, 13 til 18 m/s, en hvassara verður
á Snæfellsnesi, vætusamt og hitastigið 2 til 8 stig. Á morgun gerir veður-
spáin ráð fyrir því að vindur snúist til suðvesturs og verði 10 til 18 m/s og
él. Heldur verður hægara og léttskýjaðra á Norðaustur- og Austurlandi.
Víða vægt frost og hiti rétt yfir frostmarki með suður- og vesturströndinni.
Kalt en fallegt vetrarveður
Morgunblaðið/Eggert
Silja Dögg
Gunnarsdóttir,
fyrsti flutnings-
maður frumvarps á
Alþingi um að gera
umskurð á drengj-
um refsiverðan,
segist hafa vonast
til þess að þjóð-
kirkjan tæki af-
stöðu með börnum
og frelsi þeirra og öryggi frekar en
trúarbrögðum. Agnes M. Sigurðar-
dóttir, biskup Íslands, lýsti í gær
andstöðu við samþykkt frumvarps-
ins. Samtökin Siðmennt styðja það
aftur á móti. Málið hefur vakið mikla
athygli erlendis. »4
Vonaði að kirkjan
stæði með börnum
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
St. Jósefsspítali mun hýsa lífs-
gæðasetur, gangi hugmyndir
starfshóps á vegum Hafnarfjarðar-
bæjar eftir.
Hafnarfjarðarbær keypti St.
Jósefsspítala af ríkinu á síðasta ári
og skipaði í kjölfarið starfshóp til
þess að koma með tillögur að notk-
un húsnæðisins. Hugmynd um lífs-
gæðasetur varð ofan á. Til þess að
það verði að veruleika þarf að
leggja í 200 milljóna króna kostnað
við lagfæringar á húsinu.
Gert er ráð fyrir því að aðstaða í
húsinu verði leigð út og rekstur
hússins verði sjálfbær þegar það
verður komið í fullan rekstur. Lífs-
gæðasetrinu er ætlað að efla
Hafnarfjörð sem heilsubæ. Hug-
myndir eru um að samkomustaður
verði í kapellunni, tilraunaeldhús í
kjallaranum og myndlistarkennsla í
skurðstofum. »10
Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala með
myndlist í skurðstofum og tilraunaeldhúsi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt hlutverk Líf mun færast á ný í hús-
næði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu hafa frá því í byrjun desember
borist tæplega 50 tilkynningar um
innbrot í heimahús. Mál þessi hafa
verið mikið í umræðunni að undan-
förnu og hefur verið talað um far-
aldur, þótt fjöldinn sé ekki langt yf-
ir meðaltali síðustu tólf mánaða.
„Sum þessara mála eru þegar
upplýst og við gerum okkur vonir
um að upplýsa fleiri á næstunni,“
segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfir-
lögregluþjónn í samtali við
Morgunblaðið. Vegna fjölgunar
verkefna lögreglu segir hann æski-
legt að efla styrk almennu löggæsl-
unnar svo sem með því að bæta við
þriðja útkallsbílnum sem gerður er
út frá lögreglustöðinni sem þjónar
Kópavogi og Breiðholti. Slíkt þýði
hins vegar að fjölga þurfi um tíu
lögreglumenn, sem kosti um 180
milljónir króna á ári. »6
Fjölgun um einn hóp á lögregluvaktinni
myndi kosta 180 milljónir króna árlega
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Lögreglan Mikið álag er meðal annars
vegna fjölda innbrota á síðustu mánuðum.