Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS 19. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.91 100.39 100.15 Sterlingspund 140.69 141.37 141.03 Kanadadalur 80.09 80.55 80.32 Dönsk króna 16.761 16.859 16.81 Norsk króna 12.887 12.963 12.925 Sænsk króna 12.586 12.66 12.623 Svissn. franki 108.45 109.05 108.75 Japanskt jen 0.9422 0.9478 0.945 SDR 145.74 146.6 146.17 Evra 124.85 125.55 125.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.417 Hrávöruverð Gull 1358.6 ($/únsa) Ál 2163.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.66 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ný könnun sem rannsóknarfyrir- tækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hefur leitt í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Ís- landi. Þá sagði um fimmtungur svarenda að á heildina litið væri upplifun þeirra af verslun hér á landi neikvæð. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri SVÞ, bendir á að samkvæmt könnuninni séu þó 66- 67% landsmanna jákvæð gagnvart atvinnugreininni. Hann segir einn- ig rétt að skoða niðurstöður könn- unarinnar í ljósi þess að hún fór fram skömmu eftir að tveir erlend- ir verslunarrisar, Costco og H&M, hófu starfsemi á Íslandi og að í kringum það skapaðist töluverð neikvæð umræða um íslenska verslun. Álíka vinsæl og ferðaþjónusta „Fáar ef nokkrar atvinnugreinar hafa þurft að þola jafnmikið nei- kvætt umtal – meira að segja á vettvangi stjórnmálanna – og hefur íslensk verslun átt á brattann að sækja í umræðunni undanfarin misseri,“ segir hann og minnir á að af þeim sem tóku afstöðu sögðust nær tveir þriðju bera fullkomið, mikið eða eitthvert traust til versl- unar á Íslandi, og rúm 78% sögðu upplifun sína af íslenskri verslun jákvæða eða hvorki né. Andrés segir könnunina byggjast á sambærilegri rannsókn systur- samtaka SVÞ í Noregi og mælist meiri jákvæðni í garð verslunar hér á landi en þar. „Í samanburði við aðrar atvinnugreinar kemur versl- un líka ágætlega út; nýtur álíka já- kvæðs viðhorfs og ferðaþjónustan og mun betra viðhorfs en fjármála- geirinn. Er áhugavert að verslun skuli mælast jafnhátt og ferðaþjón- usta enda nýtur sú atvinnugrein mikils meðbyrs, hefur skapað í kringum 40% af nýjum gjaldeyr- istekjum frá 2012 og hér um bil annað hvert nýtt starf sem verður til á Íslandi hefur verið starf í ferðaþjónustu. Verslunarfyrirtæki mega vel við una að vera á svipuðu róli og ferðaþjónustan hvað viðhorf almennings varðar.“ Fannst hafa verið okrað Hrannar Már Gunnarsson, lög- fræðingur hjá Neytendasamtökun- um, gerir þann fyrirvara við niður- stöður könnunar SVÞ að svarhlut- fallið hafi verið nokkuð lágt, eða 57%. Hann segist líka gruna að ef könnunin hefði verið framkvæmd um mitt síðasta síðsta ár hefði út- koman orðið enn verri fyrir ís- lenska verslun: „Víða mátti greina það viðhorf hjá fólki að því þótti sem verslanir hefðu verið að okra á þeim, enda gerðist það í aðdrag- anda komu Costco að margir gátu allt í einu lækkað hjá sér verð tölu- vert. Í tilviki dekkjasala lækkaði verð jafnvel um 50-60% á einu bretti.“ Að mati Hrannars er niðurstaða könnunarinnar ekki góð fyrir ís- lenska verslun og væri vert að fylgja henni eftir með ítarlegri rannsókn til að sjá hvað það er sem veldur óánægju um það bil þriðj- ungs landsmanna. „Hjá Neytenda- samtökunum er upplifun okkar að íslensk verslun sé góð þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini, og þegar upp koma vandamál eru selj- endur vöru og þjónustu almennt mjög fúsir til að leysa úr þeim. Sennilegra er að hátt verðlag skýri viðhorfið að hluta enda fólk í vax- andi mæli farið að gera verðsaman- burð við útlönd og samanburðurinn ekki Íslandi í hag.“ Inngrip stjórnvalda hækka verðið Andrés segir verslun á Íslandi almennt standa sig mjög vel, og að það séu fyrst og fremst aðgerðir stjórnvalda sem valdi því að ekki sé hægt að bjóða sambærilegt verð og í nágrannalöndunum. Munar þar mest um tollavernd og aðra vernd sem landbúnaðurinn nýtur. „Styrking krónunnar og afnám tolla hefur valdið því að heilt yfir hefur verð á innfluttum vörum far- ið lækkandi, neytendum til hags- bóta. „Aftur á móti glímir verslunin við að verð á innlendri vöru fer hækkandi en þær vörur mynda um 60-70% af dæmigerðri innkaupa- körfu viðskiptavina hjá stórmörk- uðunum,“ útskýrir hann. „Þrátt fyrir það hefur staða neytenda sjaldan eða aldrei verið sterkari og varð til dæmis mikil kaupmáttar- aukning á síðasta ári enda stóð verð í stað á meðan laun hækk- uðu.“ Þriðjungur neikvæður í garð íslenskrar verslunar  Kemur betur út en verslun í Noregi og mælist álíka vel og ferðaþjónustan Rannsókn á ímynd verslunar á Íslandi Fullkomið/mikið traust Eitthvert traust Lítið/ekkert traust Veit ekki/svara ekki Jákvæð upplifun Hvorki né Neikvæð upplifun Veit ekki/svara ekki Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi? Hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi? Heimild: Könnun Zenter rannsókna fyrir Samtök verslunar og þjónustu 4.-18.12. 2017. Svarfjöldi: 1.038. Svarhlutfall: 57%. 52,5% 13,7%30,0% 38,2% 40,0%20,5% Andrés Magnússon Hrannar Már Gunnarsson Svo virðist sem góðar tölur úr bandaríska smásölugeiranum hafi dregið úr áhyggjum fjárfesta í lið- inni viku og snúið við þeirri miklu lækkun sem varð á hlutabréfaverði í byrjun mánaðarins, að því er Reu- ters greinir frá. S&P 500 vísitalan hækkaði um 4,3% í vikunni, og er það mesta hlutfallslega hækkun hennar síðan í janúar 2013. Vantar þó enn um 5% upp á að vísitalan nái því meti sem slegið var 26. janúar. Vikuhækkun Dow Jones- vísitölunnar var 4,25% sem er besta vikan síðan í nóvember 2016. Nas- daq styrktist um 5,31% í viðskiptum vikunnar og þarf að leita allt aftur til desember 2011 til að finna betri viku. S&P var 2,732,22 stig í lok föstu- dags, Dow Jones 25.219,38 stig og Nasdaq 7.239,47. ai@mbl.is Besta vika S&P í fimm ár AFP Uppsveifla Hækkunin var hröð í liðinni viku. Frá NYSE. Atvinna Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefur ráðlagt for- seta landsins að leggja „í það minnsta“ 24% toll á kínverskt stál og 7,7% toll á kínverskt ál. Donald Trump hefur frest fram í apríl til að ákveða hvort tollarnir verða lagðir á. Ross tjáði fjöl- miðlum á föstu- dag að tillögur hans byggist á rannsóknum sem benda til að auk- inn innflutningur á málmum ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Kína framleiðir 10% af því áli sem Bandaríkin flytja inn og 2% af stálinu. Framleiðslugeta Kína hef- ur aukist hratt og ýtt niður verði. Að sögn FT hefur Trump ítrek- að gefið til kynna að hann vilji leggja á tolla til að vernda inn- lenda framleiðslu. Á fundi sem hann átti með þingmönnum í síð- ustu viku kvaðst Trump vera þess fullviss að verndartollar myndu „skapa fjölda starfa“. Gaf hann lít- ið fyrir þau rök að reynslan sýndi að aðgerðir af þessum toga gerðu meira ógagn en gagn með því að hækka innkaupakostnað banda- rískra fyrirtækja. Wang Hejun, viðskiptaráðherra Kína, sagði ógn við þjóðaröryggi vera of víðtæka skilgreiningu sem auðvelt væri að misnota. Sagði hann einnig að ef Bandaríkin beittu úrræðum sem sköðuðu kín- verska hagsmuni yrði gripið til viðeigandi ráðstafana. ai@mbl.is Kína hótar að svara ál- og stál- tollum  Von gæti verið á 24% og 7,7% tollum Wilbur Ross

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.