Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í september síðastliðnum fékk Alex- ander Dan Vilhjálmsson þær fréttir að breski bókaútgefandinn Gollancz vildi gefa fyrstu bók hans út, ævin- týrasöguna Hrímland (e. Shadows of the Short Days) ásamt sjálfstæðri framhaldsbók. Ekki lítið afrek það, og hvað þá þegar haft er í huga að þegar Alexander fór með Hrímland á milli útgefenda á Íslandi fúlsuðu þeir allir við verkinu svo hann varð að gefa bókina út sjálfur. Hjá Gollancz verður Alexander ekki í amalegum félagsskap en þetta rótgróna forlag, sem í dag er dóttur- félag Orion Publishing Group og franska útgefandans Hachette, hef- ur m.a. gefið út verk höfunda á borð við George Orwell, Kingsley Amis, Anthony Price og George R.R. Martin. Hrímland kom út árið 2014 og sendi Alexander þýðingu á fyrstu köflum bókarinnar til Gollancz í árs- byrjun 2016. „Ég hafði gælt við þá hugmynd að þýða Hrímland á ensku og notaði það sem leið til að sparka í rassinn á sjálfum mér að Gollancz var með opinn innsendingartíma í janúar 2016. Ég sendi þeim sýnis- horn og heyrði svo ekkert frá þeim næstu mánuði og steingleymdi þessu síðan enda hafði ég gefið mér að fyrst ekkert heyrðist frá þeim hefðu þau ekki áhuga.“ Átti eftir að klára þýðinguna Óvæntur tölvupóstur barst síðan um miðjan ágúst í fyrra frá einum af ritstjórum útgáfufélagsins og segir Alexander að það hafi tekið sig smá- stund að átta sig á erindinu. „Ég fékk síðan vægt taugaáfall þegar ég sá að hann bað um að sjá afganginn af bókinni, því ég hafði ekki sinnt því að þýða hana frekar. Eftir að ég sendi fyrstu kaflana bugaðist ég hreinlega, enda hafði ég eytt fjórum árum í að skrifa Hrímland og koma bókinni á framfæri. En nú var ég þess fullviss að mér hefði tekist að klúðra stóra tækifærinu enda ekki von á góðu þegar útgefandi biður um handrit og grípur í tómt.“ Alexander taldi vænlegast að vera heiðarlegur: „Ég sagði ritstjóranum hvernig á öllu stóð, og að ég hefði þurft að halda áfram með líf mitt og skrifa eitthvað nýtt í stað þess að djöflast áfram með þessa bók sem ég hélt að enginn vildi. Ég bað um mis- kunn og tækifæri til að þýða aðeins meira til að skila inn.“ Skemmst er frá því að segja að ritstjórinn sýndi Alexander mikinn skilning. „Hann skildi afstöðu mína mjög vel og gaf mér frest fram í byrjun september til að þýða meira. Hann vildi samt ekki að ég keyrði mig út við að klára handritið enda var ekki enn ljóst hvort ég fengi inni hjá þeim,“ segir Alexander sem not- aði allan þann frítíma sem hann hafði í seinni helmingi ágústmán- aðar til að þýða. „Ég byrjaði að þýða um leið og ég kom heim úr vinnu, og fór á fætur kl. hálfsex á morgnana til að þýða áður en vinnudagurinn hófst. Ritstjórinn bað mig líka um stutta samantekt á öðrum verk- efnum mínum og í hálfgerðu flippi læt ég hann vita af að ég væri með framhald af Hrímlandi í bígerð.“ Fann eftirsóttan umboðsmann Í september hafði Gollancz tekið ákvörðun: fyrirtækið vildi ekki bara gefa út Hrímland heldur framhalds- söguna líka. Alexander fór sér samt í engu óðslega og lét á reyna að hafa samband við umboðsmann til að semja um samningstilboðið. Lítill tími var til stefnu og sendi Alexand- er fyrirspurn á aðeins einn stað; til Jennifer Jackson hjá Donald Maass Literary Agency. „Hún hefur undir sínum væng topphöfunda sem ég ber mikla virðingu fyrir og ég taldi að það myndi verða besta niður- staðan fyrir mig að komast að hjá henni. Ég sendi Jennifer skeyti á miðvikudegi og hún notar helgina til að lesa handritið yfir. Viku frá því að ég hef samband býður hún mér að koma í kúnnahópinn. Var fargi af mér létt enda tók hún að sér að semja við Gollancz, og fékk það m.a. í gegn að ég myndi halda útgáfurétt- inum á Íslandi. Að fá umboðsmann er yfirleitt fyrsta skrefið sem er stig- ið erlendis og oft það erfiðasta, og eru það umboðsmennirnir sem senda handritin á forlögin og sjá um samningana. Ég er mjög þakklátur fyrir að geta unnið áfram með Jenni- fer að næstu útgáfum.“ Bók Alexanders var sú eina sem var valin úr nærri tvö þúsund hand- ritum sem bárust Gollancz í þessu holli. „Oft eru engin handrit valin þegar útgáfan er með opinn inn- sendingartíma, en ástæðan fyrir því að það tók svona langan tíma að fá svar er að farið er mjög rækilega yf- ir hvert handrit og höfundunum sent bréf með ítarlegri útskýringu á því hvers vegna verkinu var hafnað. Þegar handrit er valið til útgáfu er það kynnt í öllum deildum innan fyrirtækisins, og þurfa allir að vera sammála um að gefa græna ljósið.“ Fyrirframgreiðslan frá Gollancz dreifist á næstu tvö árin og eru út- borganir háðar ákveðnum skilyrðum um framvindu skrifanna. Alexander segir upphæðina ekki duga til að lifa af en svo heppilega vildi til að í fyrra hreppti hann þriggja mánaða lista- mannalaun til að vinna að annarri bók sinni, Vættum, á íslensku, og sex mánaða laun á þessu ári fyrir Vætti og Hrímlands-tvíleikinn. Hann getur því látið enda ná saman. „Annars væri ég í tómu tjóni enda krefjast væntanleg skrif mikillar vinnu.“ Shadows of the Short Days á að koma út á ensku í febrúar 2019, og framhaldsbókin ári síðar. Ritstjórar Gollancz vinna núna að því að fara vandlega yfir handritið og segist Al- exander eiga von á stóru skjali á næstunni með fyrstu athugasemd- um og leiðréttingum. Íslenskur galdraheimur En um hvað fjallar svo bókin, og hvers vegna var henni ekki betur tekið hjá íslenskum útgefendum? Hrímland er furðusaga fyrir full- orðinn lesendahóp (e. adult fantasy) sem gerist í heimi þar sem goð- sagna- og kynjaverur eru til í raun og veru, og þjóðsögur renna saman við Ísland nútímans. „Lesendur ættu að þekkja ýmsar tilvísanir, eins og t.d. í aðalsöguhetjurnar Sæmund og Garúnu. Sæmundur er galdra- maður, lærði við Svartaskóla sem er háskólastofnun á Hrímlandi, en er líka dópisti og þykir vera með hættulegar hugmyndir um galdur. Garún fylgir ekki jafn náið nöfnu sinni úr þjóðsögunum, en hún er myndlistarkona, dóttir huldukonu og manneskju og jaðarsett í sam- félaginu. Hún er líka byltingarsinni, notar seiðmagnaða spreymálningu til að mála graffítí-verk sem hafa áhrif á umhverfi sitt, og hún hefur einsett sér að gera hvað sem þarf til að hrinda af stað byltingu í Reykja- Íslensk fantasía seld út í heim  Útgáfufélagið Gollancz í Bretlandi bauð Alexander að gefa bæði út fyrstu bók hans og óskrifaða framhaldssögu 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 »Á laugardag opnaði Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona sýningu í Listamenn gallerí við Skúlagötu, á nýjum málverkum og skúlptúrum. Hulda er einn fjögurra listamanna sem voru í lið- inni viku tilnefndir til Íslensku myndlistarverð- launanna og margir komu við á laugardag, sam- fögnuðu listakonunni og virtu ný og hressileg verkin fyrir sér. Í flestum tekst Hulda á við konur og kvendorm með einum eða öðrum hætti, á sinn tjáningarríka og litaglaða hátt. Einnig eru nokur abstraktverk á sýningunni en Hulda segir þau líka vera kvenleg, með mjúk form og hreyfingar. Hulda Vilhjálmsdóttir opnaði sýningu Gleði Listakonan og Ármann Reynisson vinjettuskáld brostu breitt. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.