Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
hrædd við að tjá sig. Hún hvatti
okkur til að rökstyðja mál okkar
og kappræddi við okkur um
stjórnmál og dægurmál. Ef eitt-
hvert systkinanna endar í
stjórnmálum í framtíðinni höfum
við því nú þegar hlotið afar góða
rökræðuþjálfun. Hún hefði
reyndar sjálf líklega átt heima í
stjórnmálum. Amma var enda
alltaf tilbúin í að gerast tals-
maður þeirra sem minna mega
sín sem kristallaðist í fallegu
sambandi hennar við dýr. Amma
elskaði dýr og dýr elskuðu
ömmu. Minnst tveir nágranna-
kettir gerðu sig heimakomna í
Ystabænum sem var vel skilj-
anlegt enda ógleymanlega hlý-
legur staður. Þegar amma síðan
flutti í Mjóddina bar hún ábyrgð
á því að hrafnar hverfisins hefðu
alltaf nóg að éta.
Amma var stórkostlegur
gestgjafi. Bjór, vín og sælgæti
var oft dregið fram til þess að
fullkomna hina notalegu stemn-
ingu og hún eyddi miklum tíma
í eldhúsinu án þess að léleg sjón
og göngugrind trufluðu ferlið.
Engu máli skipti hversu miklum
mat við torguðum, alltaf endaði
máltíðin með spurningu hennar:
„Ætlið þið ekki að borða neitt?“
Einn af mörgum kostum
ömmu var hinn oft á tíðum sót-
svarti húmor hennar; nægilega
svartur til að hægt var að fara
hæfilega yfir strikið með henni.
Bæði fékk maður leyfi til að
gera grín að henni og hún gerði
sömuleiðis grín að okkur. Hlyn-
ur fékk til að mynda eitt sinn
það hlutverk að keyra hana út á
flugvöll einn morguninn, en svaf
yfir sig og jólagjöfin það árið
var að sjálfsögðu stærðarinnar
vekjaraklukka.
Ein okkar allra sterkasta
æskuminning tengist heimili
ömmu og afa í Ystabænum.
Húsið og garðurinn var ævin-
týraveröld sem var alltaf opin
fyrir leik okkar frændsystkin-
anna. Í Ystabæ mátti allt. Við
horfðum á bíómyndir á morgn-
ana og borðuðum cheerios og
kókópöffs í öll mál.
Við minnumst álfasteinsins,
rabarbarans, rifsberjarunnans,
Snotru, torfbæjanna, eltinga-
leikjanna, Svarta Skugga, gróð-
urhússins með reykingalyktinni
og sólpallsins.
Amma var með sérstaklega
gott minni og við drukkum í
okkur sögur hennar úr sveit-
inni; af áhugaverðu fólki hún
hafði rekist á á lífsleiðinni og
stöðum sem voru henni mik-
ilvægir; af lífsháttum og fram-
andi siðum. Hún mundi allt; ör-
nefni, nöfn og atburðarás.
Amma var vinur okkar og fé-
lagi sem hafði góða nærveru og
var full af hlýju. Söknuðurinn er
gífurlegur en óteljandi minning-
ar okkar um hana koma til með
að fylgja okkur út allt lífið.
Daníel Jakobsson, Hlynur Örn
Jakobsson, Sólveig Jakobs-
dóttir.
Hún amma talaði mikið um
dauðann og nefndi ósjaldan að
hennar tími kæmi fljótlega. Slík
ummæli hlutu þó ekki mikinn
hljómgrunn hjá fólkinu í kring-
um hana. Sú gamla var þó alltaf
fljót af þeirri skoðun sinni enda
var alltaf nóg fram undan hjá
henni. Hún ætlaði sér sko að
vera viðstödd fyrir næstu utan-
landsferð, útskriftarveislu,
brúðkaup, fermingu og þar
fram eftir götunum. Hún hafði
nefnilega alltaf eitthvað til að
lifa fyrir og hlakka til og þar
var sennilega hápunkturinn fjöl-
margar skemmtilegar veislur
þar sem hún gat skálað fyrir
gleðistundum við sitt fólk. Var
hún alla tíð vel inni í hlutunum,
var mikill samfélagsrýnir og
naut þess til hins ýtrasta að
rökræða málefni líðandi stund-
ar. Af okkar hálfu var það
ómetanlegt að frumburðurinn
okkar, Einar Örn, sem fæddist í
desember, skyldi fá að hitta
langömmu sína og að hún hafi
fengið að njóta þess með okkur
þegar við fögnuðum brúðkaupi
okkar sumarið 2016.
Elsku amma, takk fyrir
dásamlegar minningar úr Ysta-
bæ, takk fyrir fjölmargar
skemmtilegar samræður í gegn-
um tíðina og hláturinn sem við
deildum. Takk fyrir að leyfa
okkur að skutla þér heim eftir
matarboð sem þú hélst alltaf að
væri rosaleg kvöð og vesen fyr-
ir okkur. Takk fyrir að vera frá-
bær fyrirmynd og síðast en ekki
síst takk fyrir að vera svona
góð amma.
Skál fyrir þér!
Sunna Dögg, Gísli og
Einar Örn.
Elsku fallega amma okkar er
farin, en þær yndislegu minn-
ingar sitja nú eftir og fer maður
ósjálfrátt að rifja upp hversu
mikil forréttindi það voru að fá
að kynnast henni. Við kynntumst
„ömmu í Ystabæ“ þegar við vor-
um einungis 8 og 4 ára og þvílíkt
sem tekið var vel á móti okkur,
enda fljótlega óskað eftir því að
fá að kalla hana ömmu. Hún var
alltaf glöð að sjá okkur enda hef-
ur hún upp frá því verið sönn
amma. Það var svo gaman að
heimsækja ömmu og afa í Ysta-
bænum enda bæði svo skemmti-
leg og alltaf mesta fjörið þar. Afi
lumaði alltaf á góðgæti úr utan-
landsferðum þeirra og amma
alltaf tilbúin að spjalla. Veisl-
urnar hjá þeim svo skemmti-
legar og höfum við saknað þeirra
mikið eftir að afi lést og amma
flutti úr Ystabænum. Eftir það
var hún amma í Mjóddinni.
Amma var eldklár kona og
með einstakt minni sem breytt-
ist ekkert með aldrinum. Hún
hafði mjög mikla réttlætis-
kennd, var mikil fyrirmynd og
mismunaði engum. Það fengu
allir að finna það. Hún naut
þess mest að gleðja aðra og
eyddi litlu í sjálfa sig. Hún var
mikill húmoristi og gerði óspart
góðlátlegt grín að sér og öðrum
og hlógum við mikið með henni,
hún hlustaði á útvarp Sögu alla
daga og var inni í öllu tengdu
pólitík og þjóðfélaginu í heild.
Það var endalaust hægt að
spjalla við hana um allt og
ekkert.
Það var mjög margt í hennar
fari sem við getum tileinkað
okkur inn í framtíðina, svona
amma vill maður vera. Hún var
svo mikil fyrirmynd. Það verður
erfitt að sjá á eftir henni en á
sama tíma gott að vita að nú líð-
ur henni vel og er komin til afa
Hreins.
Svona sjáum við ömmu og við
munum ávallt elska ömmu í
Ystabæ/Mjóddinni.
Berglind og Þóra.
Elsku amma mín, ég trúi
ekki að þú sért búin að kveðja
þennan heim. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið að eiga þig
sem ömmu. Betri ömmu er ekki
hægt að hugsa sér. Þú varst
ekki bara amma mín, heldur
einnig besta vinkona mín. Ég
gat alltaf leitað til þín með allt,
þú kenndir mér svo mikið um
lífið sem ég hefði annars farið á
mis við. Takk fyrir allar góðu
stundirnar, amma mín, ég man
hvað það var gaman þegar við
elduðum saman og spjölluðum
um alla heima og geima. Það
var svo gaman þegar við fórum
öll til Spánar sumarið 2015,
enda elskaðir þú sólina, birtuna
og hitann.
Þú varst svo hjartahlý og góð
manneskja og barst alltaf hag
allra í fjölskyldunni fyrir
brjósti. Dætur mínar Elsa og
Emilía elskuðu þig svo mikið og
hlökkuðu alltaf svo til að fara til
langömmu, enda var það lýsandi
fyrir þig, amma, að finnast mað-
ur vera svo velkominn til þín,
þú tókst alltaf svo vel á móti öll-
um og varst svo gestrisin. Ekki
vantaði veitingarnar hjá þér,
amma, þú vildir alltaf að allir
væru saddir og sælir. Sævari
manninum mínum fannst svo
gaman að ræða við þig um
stjórnmál, enda vissir þú allt
sem hægt var að vita um stjórn-
mál og lást ekki á skoðunum
þínum.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur
horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín
lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð
í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið
þitt bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Elsku amma, ég sakna þín
svo sárt, ég mun sakna þín
hvern einasta dag, allt til enda
veraldar. Þakklæti er mér efst í
huga fyrir alla góðu stundirnar
með þér. Takk fyrir allt, ég
elska þig, amma, hvíl í friði.
Þín
Dagný.
væru nú reyndar 16 ár síðan við
fluttum varstu svo hissa að þú
misstir pítsusneiðina þína á
diskinn og hlóst. Það var alltaf
gaman hjá þér.
Mér finnst sorglegt að hugsa
til þess að ég eigi ekki eftir að
tala við þig aftur og hlæja með
þér aftur og knúsa og kyssa þig
aftur. En ég vona að þú hafir
það gott þar sem þú ert núna.
Eins og þú sagðir alltaf: „Þú
ert fullgóð.“ Ég elska þig enda-
laust.
Þín
Erna.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund. Ég kveð þig með
minninguna um ömmu sem öll
börn ættu að fá að njóta. Minn-
ingarnar eru margar og tengjast
ófáar fyrstu kynnum mínum af
ólíkum upplifunum. Fjöruferðir,
sundlaugaferðir í Laugardalinn
eða Vesturbæinn, með ís eða
pylsu á eftir, „náttfatamið-
nætur“-göngutúrar í móanum
nálægt Melási í Garðabæ og svo
mætti lengi telja. Þú kynntir
mér Elvis Presley þegar ég,
sennilega ekki nema 8-9 ára
gamall, spurði hvort þú ættir
eitthvert rokk til að setja á
plötuspilarann.
Þú varst mikil tilfinningavera
og sýndir hvernig þér leið. Lífið
var ekki alltaf sældin ein og
ótímabært fráfall afa Magnúsar
var erfiður kafli í þínu lífi. En
þú komst yfir það og einnig það
þegar þú misstir Þórhildi dóttur
þína, sem hafði verið þér svo ná-
in í meira en fjörutíu ár.
Við áttum margar góðar
stundir saman og það var
ánægjulegt að hafa tök á að
hjálpa þér með minni viðvik eft-
ir að ég var sjálfur kominn með
bílpróf og bíl. Það var ekki alltaf
auðvelt að stoppa þig í að brölta
upp á loft og koma sumar- og
vetrardekkjum upp og niður, en
sem betur fer lærðirðu að þiggja
hjálp við það með tímanum, þótt
þú vildir síst af öllu vera til
óþæginda.
Þú varst boðin og búin að
keyra mig í sveitina í fyrsta
skiptið sem ég fór þangað að
vinna og áttir stóran þátt í að
kenna mér svo ólíka hluti sem
að lesa og synda skriðsund.
Ég var heppinn að eiga þig að
og get vel unnt þér að vera
komin á næsta áfangastað, eftir
að halla fór undan fæti í heilsu-
fari þínu.Ég vona að þú hafir
með árunum náð að fyrirgefa
mér vegna athugasemdar sem
ég lét falla um eldhúsgólfið hjá
þér, sennilega þegar ég var sex
eða sjö ára gamall – það fylgdi
okkur einhvern veginn alla tíð
síðan, auðvitað á jákvæðu nót-
unum.
Hvíl í friði, elsku amma Nóra.
Ari Sverrisson.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til ömmu Nóru.
Dyrnar voru opnar, það borgaði
sig að koma fyrir eða eftir að
Guiding Light var sýnt í ríkis-
sjónvarpinu. Alls ekki á meðan,
þá var amma að fylgjast með
nýjustu ævintýrum Spaulding-
fjölskyldunnar í Ameríku.
Heima hjá ömmu var margt að
skoða, herbergin mörg og
myndaalbúmin virtust óteljandi.
Uppáhaldsmyndin mín var göm-
ul mynd af ömmu með
Hollywoodstjörnu. Var það
Clark Gable, Tyrone Power eða
einhver annar? Aðalatriðið við
myndina var þó að á henni leit
amma út eins og Hollywood-
stjarna sjálf. Það var eins og
hún ætti ævintýralega fortíð og
þessi mynd væri það eina sem
eftir lifði.
Það var þó allt ævintýri
heima hjá ömmu Nóru. Háa-
loftið var auðvitað mest spenn-
andi, líklega vegna þess að mað-
ur mátti helst ekki fara þangað.
Þar var alltaf hægt að finna eitt-
hvað nýtt og líklega leyndust
einhvers staðar frekari vísbend-
ingar um Hollywood-árin henn-
ar ömmu. Helsti fjársjóðurinn
var raunverulegur sjóræningja-
fjársjóður, gamla myntsafnið
hans afa Magnúsar, fjölmargar
krukkur fullar af gömlum smá-
peningum og vindlakassi fullur
af seðlum. Við amma töluðum
oft um það hvers konar fjár-
sjóðskistu við ættum að smíða
fyrir fjársjóðinn og hvar við
gætum síðan grafið hann.
Amma talaði oft um afa
Magnús, hún var sannkallaður
„hopeless romantic“ eins og þeir
segja í Ameríku. Ástin var eins
og í Gone with the Wind sam-
kvæmt ömmu; eilíf og ósigrandi.
Það mátti enn finna fyrir nær-
veru afa í húsinu, pípan hans
var enn á sínum stað og myndir
af honum víðsvegar um húsið. Í
hvert sinn sem hún horfði á
mynd af afa urðu augun dreym-
in og hún gleymdi sér eitt
augnablik. „Bjútíið mitt,“ sagði
hún þá og horfði út í tómið. Eft-
ir að hann dó var hún alltaf á
leiðinni til hans. Það liðu næst-
um þrjátíu ár en nú verður
amma aftur hjá afa. Enda dugir
ekkert annað fyrir svona „hope-
less romantic“ eins og hana.
Sturla Óskarsson.
Elskulegur eiginmaður minn,
VILHJÁLMUR GUÐBJÖRNSSON,
lést 13. febrúar.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 15.
Þorgerður Baldursdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÓLÖF SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést fimmtudaginn 8. febrúar. Útförin fer
fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 22.
febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða.
Ingibjörg J. Ingólfsdóttir Hreinn Björnsson
Magnús F. Ingólfsson Hlíf Björnsdóttir
Kristrún Halla Ingólfsdóttir Daníel R. Elíasson
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma, langamma og langalangamma,
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
lést miðvikudaginn 14. febrúar á
Landspítalanum Fossvogi.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn
27. febrúar klukkan 13.
Jón Gunnar Ottósson Margrét Frímannsdóttir
Gunnhildur Ottósdóttir
Bryndís Ottósdóttir Kristján Árni Baldvinsson
Guðbjörg Ottósdóttir Björg Guðrún Gísladóttir
Ari Viðar Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LAUFEY JÚLÍUSDÓTTIR,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 12. febrúar.
Nanna Aðalheiður Þórðardóttir
Gerður Þórðardóttir
Bergvin Magnús Þórðarson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA SIGURLÁSDÓTTIR,
Fossvegi 10, Selfossi,
lést á heimili sínu 10. febrúar sl.
og verður jarðsungin fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 14 frá
Selfosskirkju.
Gestur Haraldsson Kristbjörg Óladóttir
Erla Haraldsdóttir Kristinn Bjarnason
Sigþór Haraldsson
Birgir Haraldsson Margrét Auðunsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTHILDUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi 11. febrúar.
Ólafur Þ. Harðarson Hjördís Smith
Sigrún Á. Harðardóttir
Tryggvi Harðarson Edda S. Árnadóttir
Ragnhildur G. Harðardóttir Sigurður G. Þorláksson
Elín Soffía Harðardóttir Sigurjón Gunnarsson
Kristín Bessa Harðardóttir Bjarni Sigurðsson
Guðrún Harðardóttir Tryggvi Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar