Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 23
árin. Ég veit bara að það hefur verið
mikið að gera hjá mér í langan tíma
og annríkið verður stöðugt meira, ef
eitthvað er, þegar maður ætti ein-
mitt að vera farinn að draga saman
seglin og taka lífinu með svolítið
meiri ró.
Nú er nýlokið stórri sýningu sem
haldin var í Berlín frá því í nóvember
og fram í janúar, og síðan verður
önnur sýning opnuð hér í Amst-
erdam hinn 3. mars næstkomandi. Á
næsta ári er svo fyrirhuguð stór yfir-
litssýning sem mun ferðast eitthvað
um. Það er alltaf heilmikið stúss í
kringum þetta og í mörg horn að líta
eins og þú skilur.“
Mikið hefur verið ritað um verk
Hreins, m.a. gaf Mál og menning og
Listasafn Íslands út bók um hann og
nú er í vinnslu stór bók um hann.
Verkum Hreins er oft lýst svo að
þau séu björt og létt, ljóðræn, ein-
læg, heimspekileg og fjalli gjarnan
um óáþreifanleg og hugræn fyrir-
brigði: „Ég hef auðvitað heyrt ýmiss
konar skilgreiningar á því sem ég hef
verið að fást við í gegnum árin og um
það hef ég í rauninni ekkert að segja.
Ég vil alls ekki skilgreina þessi verk
mín sjálfur. Það er ekki í mínum
verkahring. Þó að ýmsir sjái ástæðu
til að ræða um heimspekilega skír-
skotun í verkum mínum, þá er ég alls
ekki heimspekingur í hefðbundnum
skilningi þess orðs. Ég vinn bara mín
verk og læt svo aðra um að fjalla um
þau. Það er ekki mín deild.“
En eru einhverjar sýningar fyrir-
hugaðar á Íslandi á næstunni?
„Það eru alltaf einhverjar hug-
myndir í gangi en ekkert sem hefur
verið endanlega ákveðið eins og
stendur. Ég var með sýningu, ásamt
öðrum, í Ásmundarsal fyrir einu og
hálfi ári. En þá kom ég síðast til Ís-
lands. Ég vonast til að komast aftur
til Íslands áður en langt um líður en
ég er ekki eins duglegur að ferðast
og ég var áður.“
Meðan blaðamaður er að ræða við
listamanninn í síma er ljóst að eitt-
hvað mikið er á seyði í kringum
hann. Glaðværð og skvaldur heyrist
stöðugt meira í gegnum símann: „Ég
veit nú eiginlega ekki mitt rjúkandi
ráð. Hér er kominn hópur fólks til að
samfagna afmæli mínu sem er nú
reynar ekki fyrr en á morgun. Ég
átti ekki von á þessum mannfögnuði
enda var víst ætlunin að koma mér á
óvart.
En þó þetta sé auðvitað skemmti-
leg uppákoma þá er þetta líka í aðra
röndina svolítill terrorismi. Ég held
við verðum því að fara ljúka þessu
spjalli því ég verð auðvitað að reyna
að sinna þessu góða fólki sem hér er
allt í einu mætt til að gera mér glað-
an dag.“
Fjölskylda
Hreinn var kvæntur Hlíf Svavars-
dóttur, f. 24.12. 1949, ballettdansara,
en þau skildu.
Bræður Hreins eru Baldur, f. 5.12.
1930, fyrrv. bóndi á Bæ í Miðdölum í
Dalasýslu, og Bragi, f. 30.7. 1934, raf-
virkjameistari í Reykjavík.
Foreldrar Hreins voru Friðfinnur
Sigurðsson, f. 6.4. 1900, d. 1970,
bóndi í Bæ í Miðdölum, og kona
hans, Elín, f. 13.8. 1899, d. 1991, hús-
freyja í Bæ.
Hreinn
Friðfinnsson
Herdís Ólafsdóttir
húsfr. í Stóra-Skógi í Miðdölum
Magnús Bjarnason
b. í Stóra-Skógi
Hugborg Magnúsdóttir
húsfr. á Skörðum
Guðmundur Íkaboðsson
b. á Skörðum í Miðdölum
Elín Guðmundsdóttir
húsfr. í Bæ Halldóra Benediktsdóttir
húsfr. á Saurstöðum í
Haukadal
Íkaboð Þorgrímsson
b. á Saurstöðum
Bergur Bjarnason
sjóm. og smiður í
Grindavík
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Vilhjálmur Bergsson
listmálari
Bjarni Bjarnason b. að
Hellnafelli í Grundarfirði
Baldur
Friðfinnsson b.
í Bæ í Miðfirði
Bragi Friðfinnsson
rafvirkjam. í
Hafnarfirði
Friðsemd
Íkaboðs-
dóttir húsfr.
í Heyholti í
Borgarfirði
Sólveig
Jóhanns-
dóttir
húsfr. í
Rvík
Guðmundur J.
Guðmundsson
alþm. og form.
Dagsbrúnar
Gunnar
Örn Guð-
munds son
héraðs-
dýra-
læknir á
Hvann eyri
Loftur Magnússon
b. í Gröf í Miðdölum
Yngvi Loftsson
múrarameistari
í Kópavogi
Sólrún Yngvadóttir leikkona
Óskar Loftsson
byggingameistari í Kópavogi
Skarphéðinn Pálmason fv.
menntaskólakennari í Rvík
Guðmundur Pálmason
jarðeðlisfr. og forstöðum.
jarðhitadeildar
Orkustofnunar og
skákmeistari
Ólafur Pálmason
Mag.art. Í Reykjavík
Guðrún
Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur Hjartarson
seðlabankastjóri
Emil Hjartarson í
TM-húsgögnum
Pálína Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Ragnheiður Jósúadóttir
húsfr. á Gilsbakka
Bjarni Jónsson
b. og hagyrðingur á Gilsbakka í Miðdölum
Ingibjörg Bjarnadóttir
húsfr. í Bæ
Sigurður Jósúason
b. í Bæ
Sigríður Samúelsdóttir
húsfr. í Bæ
Jósúa Jósúason
b. í Bæ
Úr frændgarði Hreins Friðfinnssonar
Friðfinnur Sigurðsson
b. í Bæ í Miðdölum í Dölum
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
90 ára
Sigurður Ólafsson
Trausti Eyjólfsson
85 ára
Auður Birna Egilson
Baldur Ingvarsson
Guðmundur Vilhjálmsson
Hrefna Lárusdóttir
Ólafía Lárusdóttir
Solveig M. Þorbjarnardóttir
80 ára
Birgir Sigurjónsson
Elsa Svandís
Valentínusdóttir
Stefán Gylfi Valdimarsson
75 ára
Birgir Sigurðsson
Guðrún Ólafsdóttir
Kristmar J. J Arnkelsson
Sigríður Magnúsdóttir
Sigurður Benjamínsson
70 ára
Ingibjörg S. M.
Gunnlaugsdóttir
Jensína S. Guðmundsdóttir
Magnús Jónsson
Sigrún Jónatansdóttir
Þórunn Þórhallsdóttir
60 ára
Björn Grétarsson
Dóra Vilhelmsdóttir
Erling Ruben Gígja
Guðbirna K. Þórðardóttir
Guðrún Halla Jónsdóttir
Hörður Hjartarson
Jónína Gíslína Daníelsdóttir
Kristján Guðmundur
Jóakimsson
Kristján Þór Sigfússon
Ómar Stefán
Guðmundsson
Sigurpáll Bergsson
Stanislavas Stundze
50 ára
Anna Sigríður Árnadóttir
Anzela Tsistjakova Níelsson
Gunnlaugur Þór Ævarsson
Helga Björg Jónasardóttir
Margrét Auður
Þórólfsdóttir
Marija Stela Rudzioniene
Svandís Hallbjörnsdóttir
Þorgeir Guðfinnsson
40 ára
Agata Iwona Platek
Anna Steinunn Jónasdóttir
Birgir Björn Sævarsson
Guðrún Magnúsdóttir
Jón Heiðar Andrésson
Krzysztof Józef Krajewski
Krzysztof Uscio
Miroslav Sapina
Viðar Pálsson
Virna Liza Baric Chavez
Xuewen Zhong
30 ára
Arna Ingimundardóttir
Einar Einarsson
Elvar Geirsson
Elvar Þór Þorleifsson
Hjörtur Ólafsson
Hugrún Árnadóttir
Ilona Malgorzata Bachorz
Ivan Martinez Gutierrez
Karol Czartoryjski
Lára Guðmundsdóttir
Óttar Örn Jónsson
Piotr Pawel Wodzinski
Rafal Kozlowski
Rafn Helgason
Siggeir Örn Steinþórsson
Sólrún Tinna Grétarsdóttir
Viktoría Lýðsdóttir Hirst
Vladislavs Nikitins
Til hamingju með daginn
40 ára Jón er Reykvík-
ingur og er fjallaleið-
sögumaður og rekur
fyrirtækið Asgard Beyond
ásamt öðrum.
Maki: Ásdís Dögg Ómars-
dóttir, f. 1981, fram-
kvæmdastjóri Asgard.
Sonur: Askur Emil, f.
2010.
Foreldrar: Andrés B. Sig-
urðsson, f. 1947, fram-
kvæmdastjóri Bræðranna
Ormsson, og Erla Hafliða-
dótir, f. 1947, bús. í Rvík.
Jón Heiðar
Andrésson
30 ára Einar er frá
Heiðarbrún í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi og býr
þar. Hann er pípulagn-
ingamaður og vinnur hjá
Veitanda í Birtingaholti.
Maki: Aðalheiður Einars-
dóttir, f. 1991, leiðbein-
andi í leikskóla og tamn-
ingamaður.
Foreldrar: Einar Guðna-
son, f. 1961, rekur bif-
reiðaverkstæði, og Sigrún
Símonardóttir, f. 1962,
sér um heimaþjónustu.
Einar
Einarsson
30 ára Elvar fæddist í
Danmörku og ólst upp í
Lemvig til tólf ára aldurs
og býr núna í Garðinum.
Hann er þjónustustjóri hjá
IGS í flugafgreiðslu.
Maki: Elísabet Guðjóns-
dóttir, f. 1990, vinnur í
apóteki.
Dóttir: Íris Erla, f. 2016.
Foreldrar: Þorleifur Guð-
jónsson, f. 1951, sjómað-
ur, búsettur í Keflavík og
Jóhanna Hilmarsdóttir, f.
1956, búsett í Garði.
Elvar Þór
Þorleifsson
Rachel Megan Thorman hefur varið
doktorsritgerð sína í efnafræði við Há-
skóla Íslands. Heiti ritgerðarinnar er
Víxlverkan lágorkurafeinda við tvo ólíf-
ræna málmkomplexa sem notaðir eru
við rafeindadrifna útfellingu með
skörpum rafeindageislum: (3-C3H5)
Ru(CO)3Br og (5-Cp)Fe(CO)2Mn
(CO)5. Leiðbeinandi var Oddur Ingólfs-
son, prófessor í efnafræði við raunvís-
indadeild Háskóla Íslands.
Örprentun með skörpum rafeinda-
geisla (e. Focused Electron Beam In-
duced Deposition, FEBID) er aðferð þar
sem rafeindahvötuð efnahvörf eru not-
uð til að fella út hreina málma úr málm-
lífrænum sameindum, svokölluðum for-
verasameindum. Með þessari tækni má
með beinum hætti mynda þrívíða
strúktúra á nanóskala á ójöfn yfirborð,
sem býður upp á gríðarmikla möguleika
í örtækni. FEBID er þó enn sem komið
er haldið annmörkum: hreinleikinn er
takmarkaður vegna ófullkomins niður-
brots forverasameindanna og upp-
lausnin er takmörkuð vegna útfellinga
utan rafeindageislans. Fjöldi lágorku-
rafeinda losnar fyrir hverja rafeind úr
rafeindageislanum sem rekst á yfir-
borðið og sýnt hefur verið fram á að
slíkar lágorkurafeindir valda niðurbroti
á forverasameindum í FEBID.
Þvergeislatilraunir, þar sem sam-
einda- og rafeinda-
geislar mætast undir
réttu horni, geta
sýnt fram á hvaða
lágorku-raf-
eindadrifin efna-
hvörf skipta máli í
FEBID. Eitt ferlið
kallast rjúfandi raf-
eindarálagning (e. Dissociative Electron
Attachment, DEA). Annað kallast rjúf-
andi jónun (e. Dissociative Ionization,
DI). Í DI rofna vanalega fleiri en eitt
efnatengi. Þessi tvö ferli, DEA og DI, eru
tvö af nokkrum lágorkuferlum sem hafa
líklega mest áhrif á FEBID.
Í þessu doktorsverkefni voru árekstr-
ar lágorkurafeinda við málm-lífrænar
FEBID-forverasameindir rannsakaðir
m.t.t. bæði DEA og DI. Þessar mælingar
voru notaðar til að meta líkurnar á að
þessar sameindir séu hentugar sem for-
verar í FEBID. Auk þess var skammta-
fræðilegum útreikningum beitt til að fá
betri innsýn í hvarfganga niðurbrot-
anna. Tvær sameindir voru skoðaðar,
þ.e. (3-C3H5)Ru(CO)3Br og (5-Cp)Fe
(CO)2Mn(CO)5. Sú fyrrnefnda var valin
því hún inniheldur þrjár tegundir tengla,
þ.e. -tengda, carbonyl-hópa og halíð-
hóp. Niðurbrot þessara tengla voru met-
in innbyrðis og því var hægt að áætla
hvernig hver og einn hentar í FEBID.
Rachel Megan Thorman
Rachel Megan Thorman er frá bænum Mahwah í New Jersey. Hún útskrifaðist
frá Princeton-háskóla árið 2011 með BS-gráðu í efnafræði og viðbótardiplóma í
efnisfræðum. Hún er núna nýdoktor við John Hopkins-háskóla.
Doktor
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.