Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 44. tölublað 106. árgangur
SÖNGLEIKURINN
FRAMLEIÐEND-
URNIR Á SVIÐ
ÓLAFÍA OG
VALDÍS KEPPA
Í ÁSTRALÍU
ÞJÓÐLAGATÓNLIST
SEM ER OPIN
FYRIR SPUNA
ÍÞRÓTTIR INGI BJARNI 30VERSLUNARSKÓLINN 12-13
Ágúst Ingi Jónsson
Höskuldur Daði Magnússon
Knattspyrnusamband Íslands
hyggst á næstunni fara í víking á
samfélagsmiðlunum Facebook,
Twitter og Instagram. „Við hyggj-
umst sækja umtalsvert fleiri fylgj-
endur á stóra markaði, ekki bara í
Evrópu heldur meðal annars einnig
í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir
Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ.
Vegna þessa verkefnis í Kína hef-
ur sambandið ráðið kínverska skrif-
stofu í London. Ómar segir að
markmiðið sé að gera Knatt-
spyrnusambandið betur í stakk búið
eftir úrslit heimsmeistaramótsins í
Rússlandi í sumar til þess að sækja
samstarfsaðila í þessum löndum og
þar með fjármagn.
„Samfélagsmiðlar eru orðnir svo
stór hluti af því sem fyrirtæki vinna
með að þegar fyrirtæki hafa sam-
band við okkur og vilja ræða mögu-
legt samstarf, hvort sem það er
bandarískt, kínverskt eða evrópskt,
er undantekningarlaust spurt hvert
fylgið sé á samfélagsmiðlum og til
hversu margra þau geti náð með því
að vera í samstarfi við okkur,“ segir
Ómar.
Hann segir að lykilatriði í sókn á
samfélagsmiðlum sé að geta boðið
áhugavert og innihaldsríkt efni, sem
veki athygli á landi og þjóð og ís-
lenskri knattspyrnu. Erlendis sé
hreinlega hrópað á meira efni og
fyrirspurnir berist frá öllum heims-
hornum.
FIFA byrjað að rukka
Stuðningsmenn íslenska landsliðs-
ins óskuðu eftir tæplega 53 þúsund
miðum á leiki liðsins á HM í Rúss-
landi. Ljóst er að færri munu kom-
ast á leikina en vilja. Til að mynda
er aðeins reiknað með að Íslend-
ingar fái 3.200 miða á leikinn gegn
Argentínu í Moskvu.
Tilkynnt var að FIFA hygðist
byrja að skuldfæra kort vegna miða-
kaupa í gær. Öll miðakaup á þessu
miðasölustigi verða kláruð fyrir 12.
mars næstkomandi.
Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur
Sókn Knattspyrnusambandsins á samfélagsmiðlum Fyrirspurnir berast frá öllum heimshornum
Morgunblaðið/Golli
Ísland á HM KSÍ hyggst sækja sér nýja fylgjendur á samfélagsmiðlum víða
um heim. Landsliðsstrákarnir verða á stóra sviðinu í Rússlandi í sumar. MKSÍ í víking... »14
Svo mikið snjóaði í Tasiilaq í Austur-Grænlandi í gær
að heimamenn þurftu að moka sig út úr húsum. Tasiil-
aq, áður Ammassalik, er stærsta þéttbýlið í Austur-
Grænlandi og búa þar rúmlega 2.000 manns. Næsti
flugvöllur er í Kulusuk, en þangað er flogið reglulega
frá Íslandi. Milli Tasiilaq og Kulusuk er um tíu mínútna
flug með þyrlu. Flugvöllurinn í Kulusuk er mikilvægur
varaflugvöllur fyrir marga flugvelli í Grænlandi.
Mikið hefur snjóað í Austur-Grænlandi undanfarna daga
Morgunblaðið/RAX
Táningarnir brostu í snjónum í Tasiilaq
„Það verður að teljast afar ólíklegt að
það komi faraldur, en þó gætu komi
upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur
Guðnason sótt-
varnalæknir um
mikla fjölgun
mislingasmits-
tilfella í Evrópu á
síðasta ári. Í
skýrslu Alþjóða-
heilbrigð-
ismálastofnunar-
innar (WHO)
kemur fram að
fjöldi mislinga-
smitaðra í Evrópu
hafi ríflega fjórfaldast í fyrra frá
árinu 2016. Fjöldi smitaðra árið 2016
var 5.273 en fjölgaði í 21.215 árið
2017.
Þórólfur segir að í flestum tilvika
hafi verið um óbólusetta einstaklinga
að ræða sem undirstriki mikilvægi
bólusetningar. „Hér á landi eru um
90-95% einstaklinga bólusettir og
þátttakan því viðunandi. Það gerir
það að verkum að líkur á faraldri hér
eru afar litlar. Í löndum, þar sem
smitið er hvað algengast, er ekki eins
mikið um bólusetningar og því tals-
vert meira um smit,“ segir Þórólfur
og bætir við að mislingar séu bráð-
smitandi sjúkdómur sem í sumum til-
vikum getur reynst lífshættulegur.
„Þetta er einn mest smitandi sjúk-
dómur sem vitað er um. Flestir sem
smitast af honum sleppa ágætlega en
svo eru aðrir sem hafa hlotið alvar-
legar afleiðingar eða dáið. Líkur á
dauða eftir mislingasmit eru á bilinu
0,1% til 1%,“ segir Þórólfur, en skv.
skýrslu WHO létust 35 manns í Evr-
ópu á síðasta ári af völdum mislinga.
aronthordur@mbl.is
Ekki
hætta á
faraldri
Mislingasmit hefur
fjórfaldast í Evrópu
Þórólfur
Guðnason
Sporðamælingar Jöklarannsókna-
félags Íslands sýna að íslensku jökl-
arnir halda áfram að hopa. Tuttugu
jöklar af þeim 25 sem voru mældir í
haust hafa hopað. Þar á meðal eru
flestir þeir sporðar stóru jöklanna
þriggja sem mældir voru. Tvær
mælingar sýna að jöklar eru að
ganga fram, þær eru hluti mælinga
í Skeiðarárjökli og Heinabergsjökli
og einn jökull, Grímslandsjökull,
stendur í stað. Ekki náðist mæling á
tveimur stöðum vegna snjóa og
fljótandi ísjaka á lóni. »4
Sporðar tuttugu
jökla hopa en tveir
ganga fram
Morgunblaðið/RAX
Kvíárjökull Brotnað hefur úr skriðjökl-
inum sem gengur fram úr Öræfajökli.
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti breytt deiliskipulag lóðar-
innar Borgartún 24 í gær. Mun þar
hefjast uppbygging 65 íbúða sunn-
an við Höfða gegn mótmælum íbúa
á svæðinu. Arnar Þór Stefánsson,
lögmaður hjá LEX, kom mótmæl-
um fyrir hönd húsfélags Mánatúns
7 til 17 á framfæri í bréfi til skipu-
lagsfulltrúa þar sem hann sagði að
fyrirhugaðar skipulagsbreytingar
á svæðinu væru í andstöðu við lög
og brytu gegn lögvörðum hags-
munum íbúa Mánatúns. Hafa íbúar
meðal annars lýst yfir áhyggjum
með þann bílastæðaskort sem nú
þegar er á svæðinu og er sagt að
íbúar í Borgartúni 24 muni leggja í
þau bílastæði sem nú eru á lóð
Mánatúns og segja íbúar að ekkert
sýnilegt mat hafi verið lagt á þenn-
an þátt málsins. »10
Grænt ljós á háhýsi
gegn mótmælum íbúa