Morgunblaðið - 21.02.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertson
aronthordur@mbl.is
Mikil reiði ríkir meðal íslenskra rit-
höfunda vegna fjölda íslenskra bóka
sem nú standa til boða á hljóð- og
rafbókaáskriftarveitunni Storytel,
án heimildar höfunda. Rithöfundarn-
ir telja að með þessu sé verið að
brjóta útgáfusamninga höfunda um
sölu til áskriftarveitna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun Sigríður Rut Júlíus-
dóttir, lögmaður Rithöfundasam-
bandsins, birta Félagi íslenskra
bókaútgefanda og Storytel bréf
þessa efnis í dag. Í bréfinu verður
þess krafist að allar bækur sem ekki
hefur fengist heimild frá höfundum
til að birta á vef Storytell skuli fjar-
lægðar af áskriftarveitunni sem allra
fyrst.
Nú þegar hefur fjöldi íslenskra
höfunda óskað eftir því að bækur
þeirra verði fjarlægðar af síðu
áskriftarveitunnar.
Óánægja með þóknun
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er forsaga málsins sú að í
samningi milli útgefenda íslenskra
rithöfunda og hljóðbókaveitunnar
Skynjunar, sem nýverið var keypt af
Storytel, er lítið tæpt á streymi bóka
og sölu til áskriftarveitna.
Rithöfundarnir meta það svo að
ekkert samkomulag er viðkemur
sölu til áskriftarveitna sé í gildi og
þeir hafa því krafist þess að bæk-
urnar verði fjarlægðar þar til nýtt
samkomulag náist við Storytel.
Þá hefur Morgunblaðið heimildir
fyrir því að mikil reiði hafi blossað
upp meðal ákveðins hóps innan Rit-
höfundasambandsins þegar spurnir
fengust af því hvaða verð Storytel
greiddi höfundum fyrir bækurnar.
Að mati rithöfundanna er verðið sem
fyrirtækið reiðir fram langt frá því
að vera ásættanlegt.
FÍB ekki heyrt af málinu
Heiðar Ingi Svansson, formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda,
segist ekki hafa heyrt af málinu.
„Þetta er mál sem ég þyrfti að kynna
mér betur. Þá sérstaklega ef þetta
kemur útgáfusamningum við þar
sem það er eitthvað sem lögfræðing-
ar okkar þyrftu að ná að kynna sér
áður en ég tjái mig,“ segir Heiðar og
bætir við að hann muni fara betur yf-
ir málið þegar erindið berist form-
lega til hans. »30
Reiði ríkir meðal rithöfunda
Telja útgáfusamninga höfunda brotna vegna bóka sem til boða standa án þeirra
leyfis Krefjast þess að bækurnar verði fjarlægðar af nýrri áskriftarveitu
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta er veðurhvellur sem við sjáum
ekki á hverju ári,“ segir Elín Jóhann-
esdóttir, veðurfræðingur á Veður-
stofu Íslands, um veðrið á höfuðborg-
arsvæðinu fyrripart dags.
Veðurstofan sendi í gær frá sér app-
elsínugula viðvörun fyrir höfuðborg-
arsvæðið, Suðurland, Faxaflóa,
Breiðafjörð og Norðurland vestra.
Gul viðvörun er í gildi alls staðar ann-
ars staðar á landinu, en spáð er allt að
23-28 m/s og snjókomu og slæmu
skyggni í efri byggðum og austur frá
Reykjavík.
Þá er búist við því að hviður geti
orðið allt að 40 m/s á Reykjanesbraut
um klukkan 8 og fram yfir klukkan 10
á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Þá
er foktjón afar líklegt og ferðalög
mjög varasöm meðan á veðurofsanum
stendur, en á heimasíðu Vegagerðar-
innar kemur fram að Reykjanesbraut
auk annarra vega verður lokuð fyrri-
part dags.
Elín segir að veðrið muni ganga
hratt yfir, en búist er við er að veðrið
verði verst frá klukkan 7 til 14 í dag.
Hún biður fólk að sýna skynsemi á leið
til vinnu í dag. „Fólk verður að nota
hyggjuvitið en það eru líkur á því að
umferðin verði hæg og því færri sem
eru á vegunum því betra,“ segir Elín.
Börn fari ekki án fylgdar
Í tilkynningu sem Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins sendi frá sér í gær
kemur fram að foreldrar og forráða-
menn séu beðnir um að fylgjast vel
með veðri og veðurtilkynningum í
dag. Sökum þess að Veðurstofan
hækkaði viðvörunarstig höfuðborgar-
svæðis upp í appelsínugult í gær virkj-
aði Slökkviliðið svokallaða tilkynningu
eitt. Þar eru foreldrar hvattir til að
fylgja börnum í skólann, en sam-
kvæmt veðurspá Veðurstofunnar mun
veðrið byrja að versna smám saman
frá klukkan 8. „Veður getur seinkað
ferðum nemenda til skóla á morgun.
Skólar eru opnir, en mikilvægt er að
foreldrar gæti þess að yngri börn fari
ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við
í efri byggðum og þar sem börn þurfa
að fara yfir opin svæði á leið sinni í
skóla. Með yngri börnum er hér átt
við 12 ára og yngri.“
Í kjölfar tilkynningar Veðurstof-
unnar sendi WOW air frá sér tilkynn-
ingu þess efnis að farþegar félagsins
mættu búast við röskunum á flugáætl-
un yfir daginn. Farþegar eru beðnir
um að fylgjast náið með skilaboðum
og tölvupóstum frá flugfélaginu fram
að brottför. Þá segir ennfremur í til-
kynningunni að farþegum sem eiga
bókað flug árla morguns sé ráðlagt að
mæta snemma í flugstöðina í dag þar
sem fyrr verði farið í loftið en upp-
haflega hafi verið áætlað.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að félagið
muni ekki bregða á sama ráð og
WOW air og flýta brottför véla frá
Keflavíkurflugvelli. Farþegar séu þó
beðnir um að fylgjast vel með veðri og
tilkynningum um brottfarar- og
komutíma frá flugfélaginu. „Við erum
að vonast til þess að þetta veður komi
það seint að áætlun standist, það er
staðan núna,“ sagði Guðjón í samtali
við mbl.is í gær.
Hvellurinn nær hámarki fyrripartinn
Gert er ráð fyrir að flugáætlanir raskist Hviður ná allt að 40 metrum á sekúndu á Reykjanesbraut
Morgunblaðið/Ófeigur
Stormur Fólk er hvatt til að sýna varúð í veðurhamnum sem gengur yfir.
Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálf-
stæðisflokksins og borgarfulltrúar
Samfylkingar, Bjartrar framtíðar,
Vinstri grænna, Pírata og Fram-
sóknar og flugvallarvina, lögðu fram
tillögur um úrbætur á Vesturlands-
vegi á Kjalarnesi á fundi borgar-
stjórnar í gær. Fyrirhugaðar úr-
bætur á Vesturlandsvegi voru
teknar af samgönguáætlun við lok
árs 2016 og sagði Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri að óvissa væri
um hvort verkefnið yrði sett á
næstu samgönguáætlun. Það þyrfti
því að þrýsta á ríkisvaldið til að
tryggja að verkefnið yrði sett á
áætlun. Sagði Dagur að það væri
nauðsynlegt að borgarstjórn myndi
sammælast um að senda áskorun til
Alþingis enda verði ekki farið í
verkefnið nema það sé sett á fjár-
lög.
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði
að það væru kærkominn tímamót að
menn væru að sammælast í borg-
arstjórn, eitthvað sem hefði mátt
gerast miklu fyrr. Ákveðið var á
fundinum að freista þess að sameina
tillögurnar tvær og koma málinu í
gegn undir sameinaðri tillögu með
þverpólitískri sátt. Tókust borgar-
fulltrúarnir á um ástæður þess að
ekki hefði verið farið í úrbætur á
veginum fyrr og hvort ábyrgðin á
þeim drætti lægi hjá borgarstjórn-
armeirihlutanum eða hjá Alþingi.
Virtust þó allir fulltrúar sammála
um að setja þrýsting á verkefnið og
að lokum var ákveðið að sameina til-
lögurnar tvær. mhj@mbl.is
Sammæl-
ast um
Vestur-
landsveg
Tvær tillögur um
úrbætur lagðar fram
Morgunblaðið/Ómar
Borgarstjórn Kjartan Magnússon
flutti tillögu Sjálfstæðisflokksins.
Þrátt fyrir rysjótt tíðarfar hefur veðrið leikið við landann inni á milli. Það
átti við í gær þegar ferðamenn lögðu leið sína að Daníelsslipp í Reykjavík.
Þar stendur hin tignarlega Gullborg sem Binni í Gröf stýrði um langt ára-
bil. Rétt utar liggja við bryggju lóðsinn Magni og hinn goðsagnakenndi Óð-
inn sem í áratugi gætti landhelgi landsins og hinna gjöfulu fiskimiða sem
Binni og fleiri aflaklær hafa sótt verðmæti í um langan aldur.
Sjóminjasafnið laðar ferðamenn til sín að vetri jafnt sem sumri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óðinn og Gullborg vekja eftirtekt