Morgunblaðið - 21.02.2018, Blaðsíða 12
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Þessi stóri söngleikur hefuraldrei verið settur upp áÍslandi en Vala Kristín Eiríksdóttir, leikstjóri
sýningarinnar, þýddi handritið og
Birkir Blær Ingólfsson þýddi söng-
textana. Við stækkuðum verkefnið í
ár, höfum 40 manna sviðslistahóp og
sýnum söngleikinn í stóra sal Há-
skólabíós,“ segir Máni Huginsson,
formaður nemendamótsnefndar
Verslunarskóla Íslands um árlegan
viðburð skólans að setja upp söng-
leik.
„Það er miklu tjaldað til og í ár
sýnum við söngleikinn Framleið-
endurnir (e. The Producers) eftir
Mel Brooks sem
er grínsöng-
leikur. Söngleik-
urinn er mjög
vinsæll Broad-
way-söngleikur,
frá árinu 2001 en
hann byggist á
samnefndri bíó-
mynd frá 1968
sem endurgerð
var árið 2005,“
segir Máni sem segir söngleikinn
snúast um endurskoðandann Leu
Bloom sem ætlar að setja upp versta
söngleik í sögu Broadway með fram-
leiðandanum Max Bialystock til
þess að svindla á skattinum og
græða pening. Þau fara og finna
versta söngleikinn, versta leikstjór-
ann og leikarana til að setja upp
skothelt flopp.
Máni segir að áhorfendur séu
gríðarlega hrifnir af söngleiknum og
gefi honum góð ummæli.
„Páll Óskar, söngvari og núver-
andi leikari í Borgarleikhúsinu, gaf
okkur A plús, fimm stjörnur, fullt
hús. Hann sagði þetta ótrúlegt þrek-
virki og ótrúlegt afrek, í sama
streng tók Lee Proud, danshöf-
undur hjá Borgarleikhúsinu og víð-
ar,“ segir Máni stoltur af þessu
stóra verkefni Verslunarskólans.
Undir þetta getur blaðamaður tekið
sem sá fimmtu sýningu verksins.
Í viðtölum við leikarana sjálfa í
sýningarskrá lýsa þeir söngleiknum
sem mögnuðum, stórfenglegum,
stórkostlegum og skrautlegum. Við
þetta má bæta fjörugur, húmor-
ískur, glamúr, metnaðarfull söng-
og dansatriði, kraftur, gleði, sjálfs-
Hæfileikabúnt hjá
Verslunarskólanum
Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýn-
ingin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda
og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway.
Gleði, glamúr, drama, ádeila, dans og söngur einkenna sýninguna. Allt sem lýtur
að sýningunni er Verslunarskólanum til sóma og vel þess virði að sjá sýninguna.
Skemmtun Agla Briet leikur hina sænsku Ullu og gerir það vel. Mörg atriði
söngleiksins eru sprenghlægileg en einnig er að finna í honum ádeilu.
Fjölhæf Nemendur Verslunarskólans, sem settu á fjalirnar söngleikinn
Framleiðendurnir, voru fullir sjálfstrausts á sviðinu og höfðu vel efni á því.
Ljósmyndir/Stefanía Elín Linnet
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
TOYOTAHILUX DOUBLE CAB
nýskr. 06/2007, ekinn 207 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur, pallhús. Verð 2.390 þkr.
TILBOÐSVERÐ 1.990.000 kr. Raðnúmer 257492
M.BENZ SPRINTER 316D L2H1
03/2012, ekinn aðeins 97 Þ.km, dísel, beinskiptur.
Verð 2.590.000 kr. +vsk.
Raðnúmer 257463
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
VWTRANSPORTERDOUBLE CAB SYNCRO
nýskr. 10/2006, ekinn 217 Þ.km, dísel, 6 gírar.
TILBOÐSVERÐ 890.000 kr.
Raðnúmer 257052
RENAULTMASTER DCI125 L2H2
nýskr. 01/2015, eknir 47-57 Þ.KM, dísel, 6 gíra.
Verð frá 2.750.000 kr. + vsk.
Raðnúmer 257494
FORD TRANSIT 350 TREND L3 FWD
nýr og ókeyrður dísel, 6 gíra.
Verð 4.490.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257474
- Eigum von á 4wd bílum!
Dr. Elisabeth Klatzer, hagfræðingur og
sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn, er
fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK,
Rannsóknastofnunar í jafnréttis-
fræðum, og UNU-GEST, Jafnréttis-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á
vormisseri 2018. Hún flytur fyrirlestur
sinn, Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda:
Skattaréttlæti og kynjajafnrétti, í fyr-
irlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl.
12 - 13 á morgun, fimmtudaginn 22.
febrúar.
Dr. Klatzer starfar sem rannsakandi,
fyrirlesari, alþjóðlegur ráðgjafi og
aktívisti fyrir femíníska hagstjórn,
efnahagsstefnu og kynjaða fjárlaga-
gerð. Hún er með doktorspróf í póli-
tískri hagfræði frá Vínarháskóla í
Austurríki og meistarapróf í stjórn-
sýslufræðum frá Harvard-háskóla.
Klatzer hefur gefið
út mikið af efni á
sínu sviði.
Femínískir hag-
fræðingar og
aktívistar hafa
beint sjónum að
opinberum fjár-
málum og efna-
hagsstefnu sem
lykilatriðum í að
ná fram jafnrétti
og mannréttindum. Í fyrirlestrinum
ræðir Klatzer m.a. um framþróun og
áskoranir í innleiðingu kynjaðrar hag-
stjórnar og fjárlagagerðar (KHF) með
tilliti til mannréttindaskuldbindinga
að því er varðar opinber fjármál.
Fyrirlesturinn er á ensku og er öll-
um opinn.
Fjórði fyrirlestur RIKK og UNU-GEST á vormisseri 2018
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Jafnrétti Konur hafa í áranna rás þurft að grípa til ýmissa ráða til njóta sömu
réttinda og karlar. Kvennafrídagurinn á Íslandi árið 1975 verður lengi í minnum
hafður og þótti býsna róttækt úrræði á sínum tíma.
Skattaréttlæti og kynjajafnrétti
Elisabeth
Klatzer
Áföll geta haft margvíslegar afleið-
ingar sem vandasamt er að sjá fyrir.
En hvernig er gott að bregðast við
þeim? Gunnar Hersveinn, rithöf-
undur og heimspekingur, og Edda
Björk Þórðardóttir, sem er doktor í
lýðheilsuvísindum og með bakgrunn
í sálfræði, spá í málið í heimspeki-
kaffi í Borgarbókasafninu Gerðu-
bergi kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn
21. febrúar.
Það er mikilvægt að við hugum
vel að okkur sjálfum eftir hvers
kyns áföll. Stuðningur ástvina skipt-
ir einnig miklu máli, að vera virkur
hlustandi og að sýna skilning og
samkennd. Spyrja má: Hvaða gildi
koma helst við sögu í kringum
áföll?
Gunnar og Edda Björk munu ræða
um áföll og afleiðingar þeirra og
velta fyrir sér hvernig hægt er að
bregðast við þeim á uppbyggilegan
hátt og hvaða gildi ber helst að efla.
Heimspekikaffið í Gerðubergi hef-
ur verið vinsælt undanfarin misseri,
en þar er fjallað á mannamáli um
það hvers konar líferni er eftirsókn-
arvert. Gestir taka virkan þátt í um-
ræðum og hafa margir fengið gott
veganesti eftir kvöldin og hugðar-
efni til að ræða frekar.
Gunnar Hersveinn hefur umsjón
með heimspekikaffinu og leiðir gesti
í lifandi umræðu um málefnin. Hann
hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor
– gildin í lífinu. Edda Björk starfar
sem nýdoktor við Læknadeild Há-
skóla Íslands og sinnir þar kennslu
og rannsóknum. Helstu rannsóknir
hennar eru á sviði áfallafræða.
Heimspekikaffi í Borgarbókasafninu í Gerðubergi
Hvernig er hægt að bregðast við
áföllum á uppbyggilegan hátt?
Spá í málin Gunnar Hersveinn og
Edda Björk Þórðardóttir ræða um
áföll og afleiðingar.
Máni
Huginsson
Framtíðarleikarar Rán í hlutverki Leu Bloom, Ingi Þór í hlutverki Max
Bialystock og Berglind í hlutverki Francesku Liebkind léku frábærlega.