Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Loftpressur - stórar sem smáar
Vöðva eða
liðverkir?
Voltaren Gel er bæði
verkjastillandi og
bólgueyðandi
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afsláttu
r
af 100g
og 150
g
Voltare
n Gel
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Voltaren Gel - njótum
þess að hreyfa okkur
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Skeljungur rak í 60 ár, eða allt frá
árinu 1927, innflutningsbirgðastöð
fyrir olíur á umræddri lóð. Starfsem-
in uppfyllti frá upphafi og á hverjum
tíma lög og reglur hvað rekstur og
mengunarvarnir snertir. Ekki er
vitneskja um nein slys eða óhöpp á
starfstíma birgðastöðvarinnar, sem
valdið hafi mengun innan eða utan
stöðvar.“
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu sem Skeljungur sendi frá sér í
tilefni af frétt í Morgunblaðinu í gær
um jarðvegsmengun á fyrrverandi
lóð Skeljungs í Skerjafirði.
Fram kemur í tilkynningunni að
þegar lóðin var seld Reykjavíkur-
borg, árið 1998, gekk Skeljungur frá
lóðinni í samræmi við kaupsamning.
Við söluna hafi svæðið verið skil-
greint sem útivistarsvæði í samræmi
við gildandi aðalskipulag og lóðin því
seld sem slík.
Ljóst sé nú að fyrirhugað er að
reisa íbúðabyggð á svæðinu fyrir allt
að 1.400 íbúðir, auk 20.000 fermetra
atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
Verðgildið verulega aukið
Gangi þau áform eftir þá feli sú
breyting á nýtingu lóðarinnar í sér
verulega aukið verðgildi lóðarinnar
auk hugsanlega strangari krafna til
ástands hennar.
„Kalli breyting á nýtingu lóðarinn-
ar á hreinsun á lóðinni er Skeljungur
boðinn og búinn til að veita Reykja-
víkurborg aðgang að sérfræðingum
sínum við mat á hvaða aðgerðir sé
rétt að ráðast í ef þörf krefur, líkt og
í öðrum málum er snúa að olíumeng-
un,“ segir í tilkynningunni.
Í skýrslu frá árinu 1998 um for-
rannsókn á jarðvegsmengun á Skelj-
ungslóðinni er vitnað í kaupsamning
Reykjavíkurborgar og Skeljungs.
Samkvæmt 5. grein kaupsamnings-
ins skal embætti borgarverkfræð-
ings standa að rannsókn á ástandi
lóðarinnar.
Þar segir: „Leiði rannsókn
borgarverkfræðings í ljós að nauð-
synlegt sé að fjarlægja jarðveg
vegna mengunar eða gera ráð-
stafanir hennar vegna mun Skelj-
ungur hf. gera það á sinn kostnað,
enda sé mengun meiri en eðlilegt
getur talist miðað við þá starfsemi
sem verið hefur á lóðunum undan-
farna áratugi.“
Segja enga vitneskju
um mengunaróhöpp
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Reykjavíkurflugvöllur Myndin er frá miðri síðustu öld. Olíubirgðastöð
Skeljungs í Skerjafirði má sjá fyrir miðri mynd, vinstra megin.
Skeljungur reiðubúinn að veita borginni aðgang að sér-
fræðingum sínum verði ráðist í hreinsun lóðar í Skerjafirði
„Þetta er smá tilraunastarfsemi
hjá okkur. Við prófuðum þessar
merkingar á tveimur bílum og
ætlum að sjá hvernig mönnum
líst á þetta,“ segir Kári Gunn-
laugsson yfirtollvörður.
Embætti tollstjóra fékk tvo
nýja Skoda Octavia-bíla um ára-
mótin og fengu þeir öðruvísi
merkingar en tíðkast hafa til
þessa.
„Þessar merkingar eru meira í
stíl við það sem tíðkast í Bret-
landi og á Norðurlöndum. Við
höfum verið með svarta hliðar-
rönd á bílunum til þessa en nú er-
um við með stærri fleti og litirnir
eru gulur og svartur. Þetta er að-
allega gert til að bílarnir verði
auðþekkjanlegir,“ segir Kári.
Hann segir að tollstjóraembættið
eigi um 15-20 Skoda Octavia-bíla
og þeir séu flestir merktir emb-
ættinu, fyrir utan hundabílana
eins og hann kallar þá.
„Nú munum við leggjast aðeins
yfir þetta og sjá hvernig mönnum
líst á. Ef ánægja er með þessar
merkingar höldum við áfram
næst þegar við endurnýjum bíl-
ana. Við reynum að hafa bílana
okkar ekki eldri en 5-6 ára, þeir
þurfa að vera í góðu lagi.“
Fleiri embætti hyggja á breyt-
ingar á bílaflota sínum á næst-
unni. Embætti ríkislögreglustjóra
er að undirbúa kaup á átta Volvo
V90 Cross Country-bílum. Verða
þeir merktir með öðrum hætti en
tíðkast hefur með lögreglubíla
hér á landi. Merkingarnar verða
bláar og gular, stærri fletir en
við eigum að venjast og nokkuð í
líkingu við merkingar á lög-
reglubílum í nágrannalöndunum.
Unnið er að hönnun þessara
merkinga. Búast má við að bílar
þessir verði teknir í notkun í
næsta mánuði. hdm@mbl.is
Bílar tollstjóra
í nýjum búningi
Ljósmynd/Tollstjóri
Breyting Útlit bílanna er mjög
frábrugðið fyrri útfærslum.