Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 reginn.is reginn@reginn.is Sími: 512 8900 AÐALFUNDUR REGINS HF. VERÐUR HALDINN 14. MARS 2018 Stjórn Regins hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, miðviku- daginn 14. mars 2018 og hefst stundvíslega kl. 16:00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 15. gr. sam- þykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum. 6. Tillögur til breytinga á samþykktum, ef einhverjar hafa borist. 7. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins þess efnis að við greinina bætist heimild til stjórnar félagsins til að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 270.943.956 að nafn- verði í því skyni að efna kaupsamninga og kauptilboð sem félagið hefur gert. Um er að ræða samninga vegna fyrirhugaðra kaupa á 45% hlut í FM-hús ehf. en fyrir á Reginn hf. 55% hlut í félaginu. Einnig vegna samninga um kaup á dótturfélögum FAST-1 slhf. þ.e. HTO ehf. og FAST-2 ehf. Stjórn skal heimilt að nýta heimild þessa í einu lagi eða í hlutum. Forgangsréttur hluthafa mun ekki gilda um hið nýja hlutafé og mun tillagan fela í sér heimild til stjórnar félagsins að ráðstafa hlutafénu til að efna framangreindar skuldbindingar. Framangreind heimild stjórnar skal falla niður þann 1. nóvember 2018. 8. Kosning félagsstjórnar. 9. Kosning endurskoðanda. 10. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil. 11. Önnur mál. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Óskað er eftir að umboð berist Regin fyrir dagsetningu aðalfundar á reginn@reginn.is og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa. Einnig er fundarmanni heimilt að framvísa umboði við mætingu á aðalfund en þá skal þess gætt að mæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboð m.t.t. gildis þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en tvær vikur eru til aðalfundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til 18. gr. samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess, www.reginn.is/fjarfestavefur. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um. Varðandi heimild til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar við kjör stjórnarmanna vísast til 23. gr. samþykkta félagsins, en krafa um það skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir hluthafafund. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins. Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt samþykktum félagsins ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst sjö sólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 7. mars 2018. Framboðum skal skila á skrifstofu Regins hf. í Smáralind, 1. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann, sbr. 14. gr. samþykkta félagsins. Gögn vegna fundarins eru aðgengileg á skrifstofu félagsins í Smáralind, 1. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi og á vefsvæði tengdu aðalfundi á heimasíðu félagsins, www.reginn.is/fjarfestavefur, en endanleg dagskrá og tillögur verða aðgengilegar a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundur félagsins verður án pappírsgagna. Kópavogur, 20. febrúar 2018. Stjórn Regins hf. 21. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.13 100.61 100.37 Sterlingspund 140.42 141.1 140.76 Kanadadalur 79.77 80.23 80.0 Dönsk króna 16.684 16.782 16.733 Norsk króna 12.866 12.942 12.904 Sænsk króna 12.541 12.615 12.578 Svissn. franki 107.93 108.53 108.23 Japanskt jen 0.9392 0.9446 0.9419 SDR 145.62 146.48 146.05 Evra 124.28 124.98 124.63 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.6678 Hrávöruverð Gull 1337.4 ($/únsa) Ál 2265.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.96 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Um 45% af veltunni á hlutabréfa- markaði í gær voru vegna kaupa Marels á eigin bréfum. Marel keypti eigin bréf fyrir um 1,9 milljarða króna til þess að geta uppfyllt kauprétti stjórnenda fé- lagsins. N1 hækkaði um 1,6% og Hagar um 1,4%. Eik lækkaði um 1,4% og Ice- landair Group um 1,2%. Kaup á eigin bréfum 45% af markaðnum þessu ári og löndin fluttu til Banda- ríkjanna á árinu 2017. Markmiðið er að bandarískur áliðnaður nýti 80% af afkastagetu, en nýtingin er nú um 40%. Hefði veruleg áhrif Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sem er í eigu Century Aluminium, stærsta álframleiðanda í Bandaríkjunum, segir í samtali við Morgunblaðið að sér lítist vel á fréttirnar, en markaðurinn brást við með því að gengi Century hækkaði um 8,3% á hlutabréfamarkaði síðast- liðinn föstudag þegar tillagan var birt. „Ef þetta gengur eftir þá myndi þetta hafa veruleg jákvæð áhrif á þá sem framleiða og selja ál innan Bandaríkjanna,“ sagði Ragnar. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bandaríska viðskiptaráðuneytið gaf á dögunum út tillögur um setningu nýrra tolla á innflutning alls áls til Bandaríkjanna. Tillögurnar tengj- ast varnarhagsmunum Bandaríkj- anna, að landið geti til framtíðar framleitt ál á heimamarkaði og sé sjálfu sér nægt með þá framleiðslu. Ef af verður er um að ræða 7,7% toll á allan álinnflutning frá öllum löndum til Bandaríkjanna, eða 23,6% toll á allar slíkar vörur frá Kína, Hong Kong, Rússlandi, Vene- súela og Víetnam. Þá er möguleiki að settur verði innflutningskvóti á öll lönd önnur en þessi fimm sem nefnd voru hér á undan, sem kveð- ur á um jafn mikinn innflutning á Century Aluminium rekur þrjár álverksmiðjur í Bandaríkjum og selur alla framleiðsluna þar innan- lands. Að auki rekur fyrirtækið Norðurál á Grundartanga, sem og rafskautaverksmiðju í Hollandi. Norðurál selur alla sína framleiðslu til Evrópu. Móðurfélag Norðuráls hækkaði verulega vegna fréttar um nýja tolla  Tillögurnar tengjast varnarhagsmunum Bandaríkjanna  Norðurál selur framleiðsluna til Evrópu Ragnar bendir á að í janúar í fyrra hafi ríkisstjórn Bandaríkj- anna lagt fram kvörtun á vettvangi World Trade Organisation, WTO, varðandi ólöglegar niðurgreiðslur Kínverja á aðföngum til álfram- leiðslu, en það er talin óeðlileg íhlutun á markaðnum. Undir þær kvartanir hafi ESB, Kanada, Rúss- land og Japan tekið. Samkvæmt frétt frá evrópsku ál- samtökunum hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti frest til 19. apríl nk. til að taka ákvörðun í tollamál- inu. Í fréttinni segir einnig að sam- tökin leggist gegn tillögunum og telji að betri leið gegn offramboði á markaðnum, sérstaklega frá Kína, sé langtímalausn eins og myndun Alþjóðasamtaka álfyrirtækja innan G20 ríkjaráðsins. Ál Century Aluminium er stærsti framleiðandinn á áli í Bandaríkjunum. Fjöldi bílaleigubíla yfir hásumarið í fyrra var 25 þúsund og jókst um 20% á milli ára. Á sama tíma fjölgaði ferðamönnum um rúm 24%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Ergo, dótturfélagi Íslandsbanka, sem ann- ast fjármögnun á bílum og atvinnu- tækjum. Bílaleiguflotinn hefur fimmfaldast að stærð frá árinu 2007 og nálgast það að nema um 10% af bílaflota landsins. Gert er ráð fyrir um 11% fjölgun ferðamanna á árinu 2018, en óljóst hvort bílaleiguflotinn muni halda áfram að stækka eða standa í stað. Fjöldi bílaleigufyrirtækja jókst einnig og fyrirtækin stækkuðu. Það voru um 113 rekstraraðilar á mark- aðnum á síðasta ári, samanborið við 104 árið áður, en þó með mismikil umsvif. Þannig voru aðeins 42, af þessum 113 sem voru skráðir, með 50 bíla eða fleiri í rekstri. Það er næstum því tvöföldun frá árinu 2014 þegar það voru aðeins 23 fyrirtæki sem féllu undir þessa stærðarflokk- un. Miðað við fjölda bíla eru það allra stærstu rekstraraðilarnir sem eru ráðandi, en samtals eiga tíu stærstu fyrirtækin um 75% af öllum bílum sem eru í bílaleiguflotanum. Sé litið til 20 stærstu fyrirtækjanna þá eiga þau um 88% af bílaleiguflotanum og því er ljóst að það sem eftir stendur, eða 12%, skiptist á milli margra minni fyrirtækja. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fjölgun Ferðamönnum fjölgaði hraðar en bílaleigubílum í fyrra. Bílaleigubílum fjölgaði um 20%  Voru 25 þúsund yfir hásumarið Ranghermt var í frétt í Morgun- blaðinu í gær að hagnaður Bílaum- boðsins Öskju, umboðsaðila KIA og Mercedez Benz, hefði dregist saman á milli áranna 2015 og 2016. Rétt er að hagnaðurinn jókst um 117 millj- ónir króna á milli ára og nam 317 milljónum króna árið 2016, en fréttin sneri að því að keppinautar hefðu sýnt Honda-umboðinu áhuga. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Hagnaður Öskju jókst LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.