Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Rétta
þjálfunin
sem veitir vellíðan!
Fáðu vetrarkortið hjá okkur!
Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar
Danadrottningar, var jarðsunginn frá kirkjunni
við Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gær.
Athöfnin var fremur fámenn og eingöngu fyrir
fjölskyldu, vini og nokkra útvalda fulltrúa
danska ríkisins. Hundruð stilltu sér upp fyrir ut-
an kirkjuna og vottuðu þannig konungsfjölskyld-
unni virðingu sína. Hinrik prins lést 13. febrúar
síðastliðinn.
AFP
Hinrik Danaprins kvaddur með látlausri athöfn
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Minnst 190 manns, þeirra á meðal
nokkrir tugir barna, hafa týnt lífi í
árásum hersveita sem hliðhollar eru
stjórn Bashars al-Assads Sýrlands-
forseta á héraðið Ghouta þar í landi.
Árásirnar hófust seint á sunnudag.
Nærri 900 manns eru sagðir hafa
særst í átökunum.
Fréttaveita Reuters segir herinn
beita loftárásum með orrustuþotum
sínum, eldflaugaárásum og stór-
skotaliðssveitum. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa kallað eftir tafarlausu
vopnahléi á svæðinu og segja átökin
nálgast það að verða stjórnlaus eftir
að aukin harka færðist í árásirnar.
Neyð fólks mikil á svæðinu
Uppreisnarsveitir andvígar Assad
forseta tóku völdin í austanverðu
Ghouta-héraði árið 2012. Leggja
stjórnvöld í Damaskus nú mikla
áherslu á að endurheimta svæðið
sökum mikillar nálægðar við höfuð-
borgina.
Breska ríkisútvarpið (BBC) segir
árásir hersins meðal annars hafa
eyðilagt matvöruframleiðslu fyrir al-
menning á svæðinu, vöruskemmur
og ýmis önnur hús sem hýsa mat-
væli. Neyð fólks er því mikil.
Þá má reikna með enn frekara
mannfalli þar sem illa gengur að
veita særðum nauðsynlega heil-
brigðisþjónustu, en sjúkrahús eru
mörg hver illa farin eftir átökin.
„Margir íbúar neyðast nú til þess
að leita skjóls með börnum sínum í
kjöllurum húsa eða neðanjarðar-
byrgjum,“ hefur BBC eftir starfs-
manni mannúðarsamtaka sem starf-
andi eru í Ghouta.
Mikið manntjón í árásum
Hátt í 200 manns hafa látið lífið í hörðum átökum frá því á sunnudag Íbúar
neyðast nú til að leita skjóls neðanjarðar Útlit er fyrir enn frekara mannfall
AFP
Hryllingur Ungur drengur fær
læknisaðstoð eftir árás hersins.
Úsbeskur hælisleitandi, sem játað
hefur fyrir rétti í Stokkhólmi að hafa
vísvitandi ekið á vegfarendur í mið-
borg Stokkhólms í apríl á síðasta ári,
segist hafa gert það til að hefna fyrir
þátttöku Svía í baráttunni gegn Ríki
íslams og vegna þess að hann sé
hlynntur tilvist kalífadæmis. Fimm
létu lífið í árás Akilov og tíu særðust.
„Ég gerði þetta vegna þess að mig
verkjar í hjarta mitt og sál vegna
allra þeirra sem þjáðst hafa vegna
loftárása ríkja NATO,“ sagði mað-
urinn, sem heitir Rakhmat Akilov,
fyrir rétti í gær. Er það fréttavefur
Sky sem greinir frá þessu.
Akilov, sem verður fertugur í dag,
var synjað um hæli í Svíþjóð árið
2016. Hann lýsti yfir stuðningi við
Ríki íslams þegar hann gerði árásina
í Stokkhólmi en samtökin lýstu þó
aldrei yfir ábyrgð á verknaðnum.
Varpar sýn á róttæka hegðun
Akilov er sagður hafa undirbúið
árásina í þrjá mánuði áður en hann
lét til skara skríða. Hans Ihrman,
saksóknari í málinu, segir réttar-
höldin munu auka skilning fólks á því
hvernig einstaklingur tekur upp og
tileinkar sér róttæka hegðun og
hvernig þeir sem tilheyra jaðarhópi
samfélagsins eru líklegri en aðrir til
að tileinka sér slíka hegðun.
Saksóknarar segjast ætla að fara
fram á það að Akilov verði dæmdur í
ævilangt fangelsi og að honum verði
vísað frá Svíþjóð. Að jafnaði jafngild-
ir ævilangur dómur 16 ára fangelsi í
Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að rétt-
arhöldin standi fram í maí nk. og að
dómur verði kveðinn upp í júní.
Þeir sem létu lífið í árásinni voru
þrír Svíar, þeirra á meðal ellefu ára
stúlka, 41 árs breskur karlmaður og
31 árs belgísk kona.
Vildi hefna fyrir
aðgerðir NATO
Segist vera
hlynntur tilvist
kalífadæmis
AFP
Ódæðismaður Rakhmat Akilov
var leiddur inn í dómsal í járnum.
Blandaðar her-
sveitir undir
stjórn tyrkneska
hersins munu á
næstu dögum
hefja umsátur
um sýrlenska
bæinn Afrin í
norðurhluta
landsins. Frétta-
veita Reuters greinir frá þessu
og vitnar til ummæla Receps Ta-
yyip Erdogan, forseta Tyrklands.
Komandi hernaðaraðgerð er
sögð vera nauðsynlegur liður
þegar kemur að því að halda
vopnuðum sveitum Kúrda (YPG)
frá landamærum Tyrklands, en
Tyrkir segja YPG vera útibú
Verkamannaflokks Kúrdistans
(PKK) sem lengi hefur barist hart
fyrir sjálfstæði Kúrdahéraða í
Tyrklandi.
Tyrkneski herinn hóf fyrir
nokkrum vikum að gera árásir á
liðsmenn YPG og fékk til þess að-
stoð frá sýrlenskum uppreisnar-
mönnum. Fyrirséð er að átökin
harðni enn frekar, en YPG segj-
ast eiga von á aðstoð frá sýr-
lenska stjórnarhernum á næst-
unni.
SÝRLAND
Umsátur Tyrkja
hefst innan skamms
Þýska tánings-
stúlkan Linda
Wenzel, sem
strauk að heiman
í þeim tilgangi að
ganga til liðs við
Ríki íslams, hef-
ur verið dæmd í
sex ára fangelsi
og er henni gert
að taka út dóm sinn í fangelsi í Írak.
Þýskir miðlar greina frá því að
dauðarefsing sé í Írak við því að
ganga til liðs við hryðjuverka-
samtök, en sökum ungs aldurs
sleppur Wenzel með fangelsisvist.
Wenzel, sem nú er 17 ára gömul,
lét tæla sig til liðs við Ríki íslams er
hún var 15 ára og var hún hand-
tekin í fyrra í gamla bænum í borg-
inni Mosúl.
ÍRAK
Þýskur táningur í
sex ára fangelsi