Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Svo kann aðfara að 4.mars nk.
muni þykja nokk-
uð eftirminnilegur
þegar horft verður
um öxl til nútíma-
sögu Evrópu.
Þjóðverjar kusu
til þings í september á síðast-
liðnu ári. Þeir hafa átt í ógn-
arbasli með stjórnarmyndun
allar götur síðan. Megin-
ástæðan er sú að þýskir jafn-
aðarmenn fengu þá sínar
verstu kosningar fram að
þessu. Og flokkur Merkel
kanslara kom einnig mjög illa
frá þeim. Jafnaðarmenn
kenndu því um í kjölfarið að
þeir hefðu verið of lengi í sam-
steypustjórn með Kristilega
bandalaginu, svo fáir sæju
lengur mun á flokkunum og
þeim hefði verið hegnt fyrir
það.
Nýr formaður flokksins,
Martin Schulz, hafði lýst yfir
tvennu. Hann væri algjörlega
andvígur því að samstarfið við
Kristilega yrði endurnýjað og
hann bætti því við að aldrei
kæmi til greina að hann tæki
sæti ráðherra í stjórn undir
forystu Merkel.
Kanslarinn hóf stjórnar-
myndun við Frjálslynda og
Græna en sú lota endaði með
því að upp úr slitnaði og ekk-
ert útlit var fyrir það að sá
þráður yrði tekinn upp aftur.
Þá voru aðeins tveir kostir til,
að mati formanns SPD. Að
flokkur hans bryti odd af sínu
oflæti og og kyngdi honum
ásamt fyrri yfirlýsingum
Schulz sjálfs, nú þegar nauð-
syn þjóðar hrópaði á það. Hinn
kosturinn væri að efna hið
fyrsta til nýrra kosninga.
Seinni kosturinn gæti að
mati formannsins leitt til mik-
illa stjórnmálalegra vandræða
í Þýskalandi og þar með í
ESB. Hluti þeirra vandræða
myndi lýsa sér í því að AfD,
Nýr kostur fyrir Þýskaland,
myndi nær örugglega auka
fylgi sitt verulega en hann var
orðinn þriðji stærsti flokkur
Þýskalands eftir kosningarnar
í september.
Martin Schulz lagði því til
að jafnaðarmenn myndu kanna
til þrautar hvort þeir gætu
knúið fram umtalsverðar
breytingar á stefnu sitjandi
ríkisstjórnar. Tækist það, að
mati flokksforystunnar, myndi
nýr stjórnarsáttmáli, sem end-
urspeglaði umbreytingarnar,
lagður í dóm 400.000 meðlima
Jafnaðarmannaflokksins.
Allt minnti þetta dálítið á
það þegar að Cameron ætlaði
með samningum að stórbæta
stöðu Breta í ESB fyrir þjóð-
aratkvæðið um „brexit“.
Cameron kom nánast tóm-
hentur frá viðræðum við stór-
vesírana í Brussel
og Berlín. For-
sætisráðherrann
reyndi sem hann
gat að tala þetta
smælki upp en það
gerði illt verra.
Flokkar Merkel
og Schulz náðu
niðurstöðu um stjórnarsátt-
mála þótt álitamál sé hversu
mikið kjöt sé á því beini. Yfir-
stjórn krataflokksins sam-
þykkti að mæla með því við
flokksmenn að þeir samþykktu
nýja stjórnarsáttmálann. Í
kjölfarið missti Schulz það út
úr sér að hann stefndi nú að
því að verða utanríkisráðherra
í stjórn Merkel kanslara. Þá
varð fjandinn laus í flokknum.
Flokksformaðurinn sá sitt
óvænna þegar honum varð
ljóst að flokksmenn myndu
aldrei samþykkja sáttmálann
með brostið loforð hans um
sæti í stjórn Merkel í fartesk-
inu. Hann át þessa tilkynningu
ofan í sig á nýju hraðameti í
þýskum stjórnmálum. Það
dugði honum til lífs í fáeina
daga en þá sagði Schulz af sér
formennsku í flokknum, eftir
fremur óglæsilegan feril, svo
ekki sé meira sagt.
Nú er kosningin um sátt-
málann hafin í Jafnaðar-
mannaflokknum. Flokksfor-
ystan talar ákaft fyrir
samþykkt hans og segir afleið-
ingarnar háskalegar verði
hann felldur.
Nýjasta könnunin um fylgi
flokka í Þýskalandi sýnir að
AfD mælist nú annar stærsti
flokkur Þýskalands með krata
í þriðja sæti þótt munurinn sé
lítill.
En það er einmitt 4. mars
nk. sem niðurstaðan um sátt-
málann verður kunngerð. Og
þannig vill til að einmitt það
sama kvöld liggja úrslit í
ítölsku þingkosningunum
fyrir. Skoðanakannanir eru
bannaðar á Ítalíu síðustu tvær
vikur fyrir kosningar. Þær síð-
ustu sem fengust birtar benda
eindregið til þess að flokkar
hægra megin við miðju ásamt
flokkum sem tortryggja ESB
og evru muni vinna. Verði það
niðurstaðan má ætla að for-
kólfar ESB sofi stopult þá
nótt. Ítölsku úrslitin munu þá
bætast við stjórnmálalega
veikleika í forysturíki sam-
bandsins, Þýskalandi, og vax-
andi óánægju í ýmsum ríkjum
sambandsins.
Sumir ítalskir fréttaskýr-
endur reyna nú eins konar
fyrirbyggjandi áfallahjálp og
benda á að kosningaloforð og
stjórnmál eftir kosningar séu
iðulega mjög fjarskyldir ætt-
ingjar á Ítalíu. Spurningin er
hvort það haldreipi hafi ekki
svipaðan styrk og vel soðið
spaghettí.
Hinn 4. mars kjósa
Ítalir og þann dag
verður ljóst hvort
þýskir kratar sam-
þykki, með ólund þó,
samstarf við Merkel}
Horft til 4. mars
Í
maí 2014 samþykkti Alþingi ályktun
um að stefna í vímuefnamálum skyldi
endurskoðuð í því augnamiði að veita
ætti neytendum vímuefna aðstoð og
vernd og standa vörð um félagsleg
réttindi þeirra og aðstandenda þeirra. Á grund-
velli tillögu Alþingis var unnin skýrsla um
stefnumótun á þessu sviði. Í skýrslunni komu
fram tillögur að aðgerðum í tólf liðum. Í fyrsta
lagi voru lagðar til breytingar á lögum sem
miða að því að draga úr refsinæmi vímu-
efnaneyslu, í öðru lagi tillögur um skaðaminnk-
andi aðgerðir, í þriðja lagi tillögur um eflingu
meðferðarúrræða vegna vímuefnavanda og í
fjórða lagi eru tillögur sem miða að því að við-
halda þeim góða árangri sem náðst hefur í for-
varnarstarfi undanfarin ár. Aðgerðirnar sem
lagðar eru til heyra undir málefnasvið nokk-
urra ráðuneyta, meðal annars dómsmálaráðuneytis og
heilbrigðisráðuneytis.
Aðgerðir í anda skaðaminnkunar fela í sér viðurkenn-
ingu þess að fjöldi fólks heldur áfram að nota vímuefni
þrátt fyrir forvarnir og aðgerðir sem miða að því að koma í
veg fyrir áframhaldandi notkun vímuefna. Skaðaminnkun
gagnast fólki sem notar vímuefni, fjölskyldum þeirra,
nærsamfélagi notandans og samfélaginu í heild og áhersl-
an er að fyrirbyggja skaða fremur en að fyrirbyggja sjálfa
notkun vímuefnanna. Markmiðið er einnig að tryggja að
fólk sem notar vímuefni njóti réttarins til bestu mögulegu
heilsu miðað við aðstæður, og þar með góðrar heilbrigð-
isþjónustu, félagslegrar þjónustu og grund-
vallarmannréttinda.
Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í heil-
brigðisráðuneytinu við framkvæmd aðgerða
sem lagðar voru til í fyrrnefndri skýrslu og
lúta að skaðaminnkun. Undirbúningur að opn-
un neyslurýma fyrir langt leidda vímuefna-
neytendur er til dæmis hafin, en rökin fyrir
sérstökum neyslurýmum byggjast á því að
þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að
etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og
heilsuspillandi aðstæður sem valda enn meiri
skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel
dauða. Markmiðið er því fyrst og fremst að
tryggja öryggi neytenda eins og kostur er. Þá
er unnið að útfærslu á þeirri tillögu, sem lýtur
að aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nála-
skiptaþjónustu, innan ráðuneytisins, í sam-
starfi við sóttvarnalækni og Landspítalann, auk þess sem
ég tel mikilvægt að tekin verði upp skaðaminnkandi nálg-
un í fangelsum.
Það er mikilvægt að tryggja að allir njóti jafns aðgangs
til heilbrigðisþjónustu, burt séð frá þjóðfélagsstöðu. Sér-
taklega mikil hætta er á því að ýmiss konar jaðarhópar, til
að mynda vímuefnaneytendur, verði undir í þessu sam-
hengi og skaðaminnkandi aðgerðir eru til þess fallnar að
tryggja betri heilbrigðisþjónustu og þar með grundvall-
armannréttindi allra.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Grundvallarmannréttindi allra
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Dómstóll í Belgíu hefurskipað Facebook aðhætta að safna upplýs-ingum um notendur sína
og hegðun fólks á netinu. Niður-
staða dómstólsins er sú að vinnsla
Facebook á persónuupplýsingum
hafi verið óheimil samkvæmt lögum
um persónuvernd þar í landi. Face-
book hefur safnað upplýsingum um
hegðun einstaklinga og venjur á net-
inu, jafnvel einstaklinga sem ekki
eru skráðir notendur á samfélags-
miðlinum vinsæla. Þetta gerir Face-
book á öðrum vefsíðum en þeirra
eigin.
„Facebook upplýsir okkur ekki
nægjanlega um þessa upplýsinga-
söfnun, hvers konar gögnum er
safnað, hvað fyrirtækið gerir við
þessi gögn og hversu lengi það
geymir þau. Að auki hefur það ekki
aflað samþykkis okkar til að safna
og geyma allar þessar upplýsingar,“
segir í niðurstöðu dómsins sem
breska blaðið Guardian greinir frá.
Einnig var greint frá þessum úr-
skurði á vef Persónuverndar.
Dómstóllinn úrskurðaði að
Facebook skyldi eyða öllum gögnum
sem það hefði safnað ólöglega í
Belgíu. Ef fyrirtækið verður ekki við
því verða lagðar dagsektir á það.
Nema þær 250 þúsund evrum sem
jafngildir ríflega 31 milljón íslensk-
um krónum. Dagsektirnar geta farið
upp í 100 milljónir evra bregðist fyr-
irtækið ekki við.
Þriggja ára barátta í Belgíu
Yfirvöld í Belgíu hafa barist
gegn þessari gagnaöflun Facebook
síðustu þrjú árin. Þá höfðuðu þau
mál gegn Facebook fyrir að brjóta
gegn persónuverndarlögum Belgíu
og Evrópusambandsins. Dómstóll
úrskurðaði belgískum yfirvöldum í
hag og bannaði Facebook að skrá-
setja hegðun fólks sem ekki notaði
miðilinn. Facebook áfrýjaði í byrjun
árs 2016 á þeim grundvelli meðal
annars að belgísk yfirvöld hefðu
ekki lögsögu fyrir fyrirtækinu þar
eð höfuðstöðvar þess væru í Dublin.
Facebook hafði sigur í þeirri lotu en
úrskurðurinn fyrir helgi þýðir að
belgísk yfirvöld hafa aftur náð yf-
irhöndinni í þessari baráttu.
Í fyrra lagði persónuvernd-
arstofnunin í Frakklandi dagsektir á
Facebook fyrir brot gegn þarlend-
um lögum um persónuvernd. Þetta
var ákveðið eftir frumkvæðisúttekt
sem persónuverndarstofnanir í
Belgíu, Hollandi, Spáni og Þýska-
landi réðust í til að kanna hvort
Facebook uppfyllti lög og reglur um
persónuvernd. Franska stofnunin
taldi til að mynda að Facebook hefði
safnað upplýsingum um kynhegðun
notenda sinna í þeim tilgangi að
birta þeim sérsniðnar auglýsingar.
Sektað og harðlega gagnrýnt
Um þessar mundir er sótt að
Facebook beggja vegna Atlantshafs-
ins. Rætt er um það að beita sam-
keppnislögum í Bandaríkjunum til
að sporna við yfirgangi stóru tækni-
fyrirtækjanna. Hér í Evrópu eru
Belgar ekki þeir einu sem láta sig
Facebook varða. Í Þýskalandi hefur
fyrirtækið nýlega mátt sæta sektum
fyrir að dreifa hatursáróðri. Víða
hefur Facebook verið gagn-
rýnt fyrir að beita sér ekki
nógu hart gegn útbreiðslu
falsfrétta og að taka á
öfgaefni. Þá hefur fyr-
irtækið einnig verið
gagnrýnt og mátt
sæta sektum fyrir
misnotkun á not-
endaupplýs-
ingum spjall-
forritsins
WhatsApp.
Sekta Facebook fyrir
ólöglega gagnasöfnun
AFP
Facebook Samfélagsmiðillinn hefur kortlagt hegðun einstaklinga á net-
inu, jafnvel þeirra sem ekki eru skráðir notendur Facebook.
Ný persónuverndarlöggjöf mun
taka gildi 25. maí næstkomandi
í Evrópu. Vernd persónuupplýs-
inga er talin hluti af EES-
samningnum og því mun lög-
gjöfin verða tekin upp hér á
landi.
Þessi nýja persónuverndar-
löggjöf mun hafa mikil áhrif á
fyrirtæki eins og Facebook sem
gætu þurft að borga háar sektir,
gerist þau brotleg við löggjöf-
ina. Fyrirtækið hefur lýst því yf-
ir að það muni bregðast við
þessum breytta veruleika.
„Við erum að útbúa nýtt tól
sem gerir fólki kleift að
stjórna sínum persónu-
upplýsingum,“ segir Sheryl
Sandberg, framkvæmda-
stjóri hjá Facebook, en tól
þetta á að auka gagnsæi
og hjálpa fólki að taka
upplýstar ákvarðanir um
það hvaða persónu-
upplýsingar það
lætur af
hendi.
Breytingar á
Facebook
NÝ LÖGGJÖF Í EVRÓPU
Sheryl Sandberg