Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 24

Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 ✝ Linda Antons-dóttir fæddist 11. desember 1973. Hún lést á Landspítalanum eftir skammvinn veikindi 10. febr- úar 2018. Foreldrar hennar eru hjónin Anton Kristinsson og Sólveig G. Gunnarsdóttir. Synir Lindu eru Andri Már Helgason, f. 11. apríl 1994, sambýliskona hans er Ragna Lind Rúnars- dóttir, og Ævar Þór Helgason, f. 18. desember 2000. Útför Lindu fer fram frá Selja- kirkju í dag, 21. febrúar 2018, klukkan 13. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Lífið er stundum óskiljanlegt og hlutir gerast sem enginn skilur. Þannig var það þennan stormasama febrúardag þegar Toni frændi hringdi í okkur og tilkynnti okkur andlát Lindu dóttur sinnar. Linda frænka, lítið ljóshært stelpuskott sem hafði frá unga aldri sterkar skoðanir á hlut- unum. Frænka sem var ein- staklega frændrækin og alltaf var gaman að hitta. Frænka sem kom með foreldrum sínum vestur í Stykkishólm í heim- sókn til okkar þegar við vorum yngri, broshýr með lífið fram- undan. Frænka sem eignaðist drengina sína tvo. Frænka sem fór of fljótt og skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni. Við vottum Tona frænda, Sonný og augasteinunum henn- ar Lindu, þeim Andra Má og Ævari Þór, og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Minningin um góða frænku lifir. Brimrún, Heiðrún og Kristín Höskuldsdætur. Ég verð eilíflega þakklát fyr- ir að við Linda frænka mín skyldum endurnýja kynnin fyr- ir réttum áratug. Linda var með stórt hjarta sem sló hraðar í kringum börn enda hópuðust frændsystkinin í kringum hana á ættarmótunum. Linda hlust- aði á börnin, sem hlustuðu til baka á sannar sögur hennar og ævintýri. Alltaf var sama stó- íska róin yfir Lindu, þar sem hún sat með enn eitt listaverkið á prjónunum og talaði við börn- in eða sagði þeim sögur. Linda var góður hlustandi – hún var hugsi og tranaði sér ekki fram en hún var ákveðin og fylgdi eigin sannfæringu. „Rauðhausarnir“ var orðið sem Linda notaði um sig og drengina sína sem voru henni allt. Hún var vakin og sofin yfir velferð þeirra og áhugamálum. Þegar Andri Már kynntist Rögnu varð Ragna eins og dótt- ir Lindu. Svona var Linda. Fjölskyldan var henni allt. Í Lindu bjó stórkostleg söng- kona. Linda hafði einstaklega fallega, djúpa og sterka rödd sem við fengum að njóta á ætt- armótunum. Hvort heldur var í kirkjunni á Ingjaldshóli, í stof- unni á Fögruvöllum eða í partí- tjaldinu í garðinum á Fögru- völlum – röddin greip okkur öll. Falleg, djúp og sterk söngrödd Lindu mun ekki hljóma á ætt- armótum á Hellissandi oftar og ættarmótin verða ekki söm án hennar. Eftir lifir falleg minn- ing frænku minnar, einstaklega góðrar og hlýrrar manneskju sem elskaði fjölskylduna sína. Mína innilegustu samúð sendi ég frændum mínum Andra Má og Ævari Þór, Rögnu tengdadóttur Lindu og elsku Tona og Sonný, foreldr- um Lindu. Lífið verður öðruvísi án Lindu. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hjartans þökk fyrir allt og allt, elsku Linda. Kær kveðja, þín frænka Huldís. Með elsku Lindu okkar lifð- um við, gáfum, nutum og þáð- um. Við upplifðum lífið saman, eins og það var okkur best og líka þær stundir sem það virtist okkur verst. Við þrjár vorum eitt, „Skytturnar“, „Stuðnings- félag foreldra óþolandi ung- linga“ eða „Haltur leiðir blind- an“, allt eftir því hvaða verkefnum lífið hafði úthlutað okkur þá stundina. Linda var ekki ein af þeim sem þurftu að leita að hæfileik- unum sínum. Hún var góð í öllu, framúrskarandi góð í öllu, hún var snillingur. Linda gerði allt sem hún tók sér fyrir hend- ur 120% og ef hún gat ekki tek- ið hlutina alla leið og helst tals- vert lengra sleppti hún þeim frekar. Líklega mætti segja að Linda hafi lifað lífinu í „öðru veldi“, bæði það sem hún gerði og það sem hún gerði ekki. Eitt var þó alltaf öruggt, ef einhver af fólkinu hennar þurfti á henni að halda var alveg sama hvað þurfti til og hvar Linda var stödd, hún var til staðar fyrir sína „í öðru veldi“. Linda fékk líka ríflegan skerf af bæði láni og óláni í líf- inu. Sína mestu gæfu sagði hún alltaf vera að eiga bestu for- eldra í heimi og svo seinna að eignast synina. Linda lagði sig líka alla fram við uppeldið og var þeim jafnt foreldri og vinur. Hún tók þátt í lífi þeirra og áhugamálum en kynnti þeim líka það sem var henni mik- ilvægast. Til dæmis spilaði hún tölvuleikina og tónlistina þeirra og vinir strákanna voru engu minni vinir Lindu. Hún var far- in að lesa heimsbókmenntir fyr- ir þá áður en þeir byrjuðu í grunnskóla og þá jafnt á ensku sem íslensku. Tónlistin var líka stór partur af Lindu og þeim hæfileikum og áhuga gaf hún strákunum einnig mikla hlut- deild í. Hún spilaði sjálf bæði á píanó og gítar og hafði einstaka söngrödd. Minningarnar eru margar enda höfum við fylgst að í 22 ár. Öll faðmlögin, enginn hefur, eða mun nokkurn tíma gefa betri knús en Linda. Allir „að- alfundirnir“ okkar, þar sem vandamál og sigrar hvunndags- ins voru brotnir til mergjar milli lagna í Scrabble. Engin þörf á að fletta upp í orðabók ef orðin þóttu vafasöm, við höfð- um Lindu. Allar veislurnar þar sem Linda toppaði síðustu tertu í hvert einasta skipti. Linda að leiðrétta ófáar mál- fræðivillur undirritaðra, gafst aldrei upp. Linda að laga tölv- urnar okkar á meðan við héld- um að stærð minniskubba mældist með reglustiku. Síðast en ekki síst voru jólin, Linda hlakkaði ekki bara til jólanna heldur hlakkaði hún til að hlakka til jólanna. Við stríddum henni stundum á því að hún væri með „O.C.D.“ eða Obsess- ive Christmas Disorder. Það lýsir henni vel því Linda kunni sannarlega að njóta, gefa, þiggja og lifa. Í dag kveðjum við Lindu okkar í síðasta sinn, lífið heldur áfram að „gerast“ og við vin- konurnar og fjölskyldan hennar þurfum að takast á við það án Lindu. Elsku Anton og Sólveig, Andri Már, Ragna og Ævar Þór, minningarnar eru svo dýr- mætar og missirinn svo mikill. Við eigum eftir að sakna Lindu á hverjum degi um ókomin ár. Það mun enginn nokkurn tíma geta fyllt upp í það rými sem Linda átti í tilveru okkar, því Linda var einfaldlega einstök. Meira: mbl.is/minningar Lilja Emilía Jónsdóttir og Valdís Halldórsdóttir. Linda Antonsdóttir ✝ Margrét fædd-ist í Vest- mannaeyjum 16. september 1942. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 6. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Einar Bjarnason skip- stjóri, f. 1907, d. 1994, og Kristjana Friðjóns- dóttir húsmóðir, f. 1914, d. 1995. Bróðir Margrétar var Hjalti, f. 1938, d. 2013. Eldri systir Margrétar er Svala, hún er samfeðra. Margrét ólst upp í Vest- mannaeyjum og síðar Hafnarfirði þar sem hún átti sín börn og bjó um langa hríð. Hún giftist Herði Run- ólfssyni verka- manni og átti með honum börnin Þröst, f. 1965, Kol- brúnu Jönu, f. 1969, Hildi Örnu, f. 1973, og Runólf, f. 1974. Áður átti hún Einar Kristján, f. 1960. Margrét og Hörður skildu og hún tók sam- an við Guðbrand Geirsson og bjó með honum lengstum í Borgarnesi og nágrenni. Guð- brandur lést á síðasta ári. Börn Einars eru Svanhildur, f. 1985, Elmar Aron, f. 1988, Davíð Snær, f. 1994, og Elín Dagmar, f. 2002. Sambýliskona Einars er Jóhanna Erla, f. 1963, hennar börn eru Arn- aldur Birgir, f. 1980, Andri Freyr, f. 1984, og Sigrún María, f. 1986. Börn Þrastar eru Eyrún, f. 1991, og Njáll, f. 1994. Eigin- kona Þrastar er Kristín, f. 1966. Börn Kolbrúnar Jönu eru Linda Rut, f. 1985, Walter Thor, f. 1990, Kristjana María, f. 1996, og Alexandra Sif, f. 2004. Sambýlismaður Kol- brúnar er Guðmundur Walter Aasen, f. 1969. Börn Hildar Örnu eru Katrín Ósk, f. 1995, María Rós, f. 2003, og Hörður Arnar, f. 2006. Sambýlismaður Hildar er Einar Jón, f. 1967. Runólfur átti dóttur, Kol- brúnu Söru, f. 1990, d. 2014. Útför Margrétar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 21. febrúar 2018, klukkan 14. Elsku mamma. Ég kveð þig úr fjarska. Við vorum ekki náin samkvæmt nú- tíma skilgreiningu. Þú varst bara nýorðin 18 þegar ég kom í heiminn. Þú varst í skammar- krók á Sigló, þar áttir þú að verða að konu, herðast og ná átt- um. Pabbi var á sama aldri, ég var ekki velkominn við þessar aðstæður. Þú varst hugguleg og hvers manns hugljúfi en jafn- framt brothætt og auðveld bráð. Pabbi var rekinn í burtu, fyrsta ástin útilokuð. Kannski mótaði þetta framtíð sem var þyrnum stráð. Mamma kynntist Herði Run- ólfssyni fljótlega eftir þetta og hófu þau sambúð og bjuggu lengstum á Merkurgötunni í Hafnarfirði. Eignuðust þau Þröst, Jönu, Hildi og Dúdda á næstu 10 árunum. En lífið var ekki dans á rósum og óregla í bland markaði fram- tíðarsporin. Ég alinn upp hjá afa og ömmu, verndaður, á meðan þú baslaðir áfram. Árin liðu, lífið áfram erfitt og svo kom skilnaður þegar börnin voru enn ung, þú fórst í drauma- meðferðina á Freeport og kynntist þar þriðju ástinni, ást sem entist fram á síðasta dag. Guðbrandur Geirsson, eða Lalli eins og hann var alltaf kall- aður, var sú ást. Hann var meitl- aður í sama stein og þú. Bæði voruð þið yndislegar manneskj- ur en óreglan er kvikindi sem engu eirir og baslið hélt áfram. Lalli var Borgnesingur og þangað var förinni heitið með nýja drauma í farteskinu. Þetta var fyrir 1980 og þið á besta aldri. Lalli var viðskiptasinnað- ur, honum í blóð borið. Margt var brallað, bílar seldir, hús og tæki innflutt og bara hvaðeina sem gaf í aðra hönd. Stundum tókst vel til og uppbygging hröð en jafnharðan kom helvítis kvik- indið og braut niður girðingar og mannlega reisn. Börnin stækkuðu og stofnuðu fjölskyldur. Barnabörnin hrúg- uðust upp en við vorum dreifð og samskiptin ekki næg. Stund- um gerist þetta bara og alltaf sér maður slíkt eftir á og hefði viljað hafa öðruvísi. Hildur syst- ir var þó stoð og stytta mömmu og Dúddi bjó hjá þeim síðustu árin og var til halds og trausts. Lalli veiktist 2007 og var ekki starfhæfur eftir það, honum hrakaði hægt og rólega og lést hann í fyrra. Baráttuþrek mömmu dvínaði mjög eftir frá- fall Lalla og eftir spítalavistir og rannsóknir kvaddi hún á Akra- nesi núna í byrjun febrúar. Hún var undir þetta búin og södd líf- daga, ekki nema 75 ára. Ég veit ekki hversu sátt hún var við lífshlaupið, hún var nefnilega mikill gleðigjafi, bar sig vel og jafnan glöð og kát, yndisleg manneskja með gott hjartalag. Hún náði ekki að hitta öll barnabarnabörnin sín, sá þau bara á myndum. Vildi hún kannski hafa lifað annars konar lífi. Takk, mamma, fyrir allt sem við áttum saman. Þinn Einar Kristján. Margrét Einarsdóttir Fallin er frá ynd- isleg og góð kona, Kristín Stefánsdótt- ir, en hún var alltaf kölluð Stína. Foreldrar mínir þekktu vel Stínu og Egil eiginmann hennar enda voru þau búsett í Vestmannaeyj- um eins og foreldrar mínir. Þegar ég hóf nám í Kennaraskólanum var ég svo lánsöm að þessi hjón tóku mig að sér. Öll fjögur náms- árin mín var ég meira og minna á heimili Stínu og það var eins og mitt annað heimili. Þessi hjón reyndust mér afskaplega vel og ég var eins og ein af fjölskyld- unni. Það var alltaf líf og fjör í kring- um Stínu og mjög gestkvæmt á heimilinu. Allir voru velkomnir og hún var alltaf tilbúin að hjálpa ef einhver átti erfitt. Það lék allt í höndum Stínu hvort sem það var að prjóna, sauma eða elda mat. Þau hjónin voru mikið fjöl- skyldufólk og ég minnist margra Kristín Stefánsdóttir ✝ Kristín Stef-ánsdóttir (Stína) fæddist 21. febrúar 1925. Hún lést 3. febrúar 2018. Kristín var jarð- sungin 15. febrúar 2018. ánægjustunda með Stínu og Agli og börnum þeirra. Stína var trúuð kona, sem trúði á Guð sinn og sýndi það í verki. Hún var dugleg að sækja kirkju sína með fjöl- skyldunni og var vel lesin í Biblíunni, en Aðventkirkjan var hennar kirkja. Stína var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hún var ávallt mikil Eyjakona og fylgdist með gangi mála þar. Það getur reynst ungu fólki erfitt að dveljast burtu frá sinni heimabyggð og fjölskyldu, ein í Reykjavík. Það var mín gæfa að Stína opnaði heimili sitt fyrir mér, þrátt fyrir stóra fjölskyldu. Í hjarta mínu er ég viss um að ég hefði ekki lokið námi nema fyrir velvilja Stínu og hennar fólks sem tók mér sem einni úr fjöl- skyldunni. Nú hefur þessi fallega og góða kona kvatt okkur, en góðar minn- ingar lifa. Ég kveð Stínu full þakklætis fyrir alla þá velvild sem hún og hennar fjölskylda sýndu mér. Sendi fjölskyldunni mínar samúðarkveðjur. Ásta Arnmundsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÞORLEIFSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlandsbraut 22, fyrir umhyggju og góða umönnun síðustu árin. Unnur Halldórsdóttir (Lilla) Anna Pálína Jónsdóttir Hörður Sigurðsson Halldór Þór Jónsson Anna Valgarðsdóttir Hulda Hrönn Jónsdóttir Ragnar Ragnarsson Jóna Bára Jónsdóttir barnabörn og langafabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA BRYNJÓLFSDÓTTIR, áður til heimilis að Langagerði 28, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 13. Kristinn Á. Guðjónsson Ómar Kristinsson Kristín Geirsdóttir Hörður Kristinsson Rut María Jóhannesdóttir Pálmi Kristinsson Salóme Tynes Svandís Kristinsdóttir Sveinn Bragason Reynir Holm barnabörn og barnabarnabörn Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.