Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 27
þann skóla síðan. Hún hefur verið formaður ferðanefndar Ferðafélags Íslands frá 2004 og varaforseti FÍ frá 2006. Nú er hún leiðsögumaður í nokkrum ferðum á hverju ári fyrir Ferðafélagið. Auk þess hefur hún far- ið með nokkra hópa á ári á vegum Bændaferða í göngu- og rútuferðir um Færeyjar, Þýskaland, Austurríki, Suður-Tíról, Ítalíu og Korsíku. „Leiklistin hefur alla tíð verið mér hvort tveggja í senn atvinna og áhugamál. Að því slepptu snýst mitt helsta áhugamál um göngur og úti- vist, um hálendi Íslands og íslenska náttúru. Við hjónin gerðumst Horn- strandafarar fyrir nokkrum áratug- um og eignuðumst þar öflugan vina- hóp fyrir lífið. Auk þess höfum við skólasysturnar úr Versló haldið hóp- inn í gegnum lífið, en við höldum upp á 50 ára stúdentsafmæli nú í ár. Þær eru góðar systur sem gott er að eiga að. Svo datt ég inn í dásamlegan leik- fimihóp í Kramhúsinu fyrir 30 árum og þar er nú aldeilis hópur sem fyllir árin með lífi. Þar er dansað og sprikl- að, stappað og teygt eins og lungun leyfa allan veturinn undir styrkri stjórn Hafdísar Árnadóttur. Á sumr- in göngum við saman á vit náttúrunn- ar við hvert tækifæri.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Gísli Már Gíslason, f. 8.1. 1947, verkfræðingur og bókaútgefandi. Foreldrar hans: Ráðhildur Árnadóttir, f. 24.6. 1917, d. 14.1. 1997, húsfreyja í Vestmanna- eyjum, síðar í Reykjavík og Gísli Þor- steinsson, f. 23.6. 1906, d. 10.7. 1987, framkvæmdastjóri í Vestmanna- eyjum. Þau skildu. Börn Sigrúnar og Gísla Más eru 1) Kári Gíslason, f. 10.11. 1969, skipu- lagsstjóri í Borgarleikhúsinu, en kona hans er Hjördís Björg Tryggvadóttir sálfræðingur og þeirra dætur eru Halla, f. 1993, sýningarstjóri í Wales, og Katla. f. 2007, og 2) Vala Gísladótt- ir, f. 9.9. 1980, kennari í Árbæjar- skóla, Reykjavík en maður hennar er Þórður Örn Kristjánsson líffræð- ingur og synir þeirra eru Fróði, f. 2002, og Óðinn, f. 2005. Albróðir Sigrúnar er Pétur, f. 4.4. 1942, flugstjóri í Lúxemborg. Bróðir Sigrúnar, sammæðra, er Sigurjón Magnússon, f. 19.1. 1955, rithöfundur Foreldrar Sigrúnar: Sigrún Pét- ursdóttir, f. 31.8. 1920, hótelstýra og síðar ráðskona á Bessastöðum, og Valberg Gíslason, f. 14.6. 1918, d. 8.6. 2012, matsveinn í Reykjavík. Þau skildu. Sigrún Valbergsdóttir Soffía Zóphaniasdóttir húsfr. á Brekku og Ölduhrygg í Svarfaðardal Sigfús Björnsson bóndi á Brekku í Svarfaðardal Guðrún Kristjana Sigfúsdóttir húsfreyja á Sauðárkróki Sigrún Pétursdóttir ráðskona á Bessastöðum Pétur Sigurðsson tónskáld og húsasmiður á Sauðárkróki Ingibjörg Halldórsdóttir húsfr. á Geirmundarstöðum Sigurður Sigurðsson b. á Geirmundarstöðum í Skagafirði Jóna Gísladóttir húsfr. í Hafnarfirði Guðmundur Friðrik Sigurðsson endurskoðandi í Hafnarfirði Axel Jónsson veitingamaður í Reykjanesbæ Ragnheiður Jónsdóttir húsvörður Öldrunar- miðstöðvar í Hafnarfirði Gróa Gísladóttir húsfreyja í Blönduholti í Kjós Jóhanna Jóhannsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Lilja Guðmundsdóttir húsfr. í Kópavogi Guðmundur J. Hallvarðsson tónlistarkennari og Hornstrandajarl Friðrik Gíslason fyrrv. skólastjóri Hótel- og veitingaskólans Halldór Viðar Pétursson bryti og matsveinn í Kópavogi Kolbrún Halldórsdóttir leikona og fyrrv. alþm. Jónea Sigurveig Jónsdóttir húsmóðir í Rvík Rannveig Guðbjörg Magnús dóttir húsfr. í Rvík Steinunn Birna Ragnars dóttir óperu stjóri Halldór Sigurðsson sparisjóðsstjóri Borgarnesi Hreinn Halldórsson frkvstj. á Hvammstanga Halldór Hreinsson frkvstj. Fjallakofans Björk Halldórsdóttir húsfr. í Borgarnesi Sigurður Hafstað sendiherraIngibjörg Hafstað kennari í Rvík Sigríður Hafstað húsfr. á Tjörn í Svarfaðardal Árni Hjartarson jarðfr. í Rvík Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur í Rvík Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. í Vík í Skagafirði Gíslína Gísladóttir starfsm. Bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja í Nýjabæ í Grindavík Jón Jónsson bóndi í Nýjabæ í Grindavík Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Gísli Gíslason bakari í Hafnarfirði Halldóra Ögmundsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Gísli Sveinsson sjómaður í Hafnarfirði Úr frændgarði Sigrúnar Valbergsdóttur Valberg Gíslason matsveinn í Reykjavík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður verð 149.000,- Matthías Ingibergsson fædd-ist í Kirkjuvogi í Höfnum21.2. 1918. Foreldrar hans voru hjónin Ingibergur Þorkelsson byggingameistari, og Sigurdís Jóns- dóttir. Ingibergur var sonur Þorkels Jónssonar, bónda í Smjördölum, og Sigríðar Magnúsdóttur húsfreyju, frá Vola, en Sigurdís var dóttir Jóns Ólafssonar, bónda á Þaravöllum, og Sesselju Þórðardóttur. Sigurdís var systir Jónínu, móður Jóns V. Jóns- sonar, forstjóra í Hafnarfirði. Önnur systir Sigurdísar var Sigríður, amma Jóns Böðvarssonar, ritstjóra Iðnsögu Íslands, en bróðir Sigur- dísar var Ólafur Hvanndal, fyrsti prentmótasmiður hér landi. Eiginkona Matthíasar var Katla Magnúsdóttir sem lést 2016, dóttir Magnúsar Björnssonar náttúru- fræðings og Vilborgar Þorkels- dóttur. Börn Matthíasar og Kötlu: Freyja Vilborg lyfsali, Þór, Guðrún Edda, lengi aðstoðarstúlka tannlæknis, og Sif tannlæknir. Matthías lauk stúdentsprófi frá MR 1939, var við nám í Laugaveg- sapóteki 1939-42, lauk Exam. pharm. prófí frá Lyfjafræðingaskóla Íslands 1942, stundaði nám við Philadelphia College of Pharmacy and Science 1942-43 og lauk þaðan B.Sc.-prófi 1943. Matthías var lyfjafræðingur í Laugavegsapóteki 1944-52, for- stöðumaður Selfoss Apóteks 1952- 68, og lyfsali í Kópavogsapóteki á ár- unum 1969-93. Matthías var m.a. formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, Apó- tekarafélags Islands, Tónlistar- félags Árnessýslu og Framsókn- arfélags Selfoss. Hann var enn fremur formaður Kjördæmissam- bands framsóknarfélaganna í Suður- landskjördæmi í nokkur ár, var varaþingmaður Sunnlendinga og sat um hríð á þingi. Hann var ritstjóri, framkvæmdastjóri og ábyrgðar- maður vikuritsins Þjóðólfs á Selfossi um árabil. Matthías lést 28.6. 2000. Merkir Íslendingar Matthías Ingibergsson 95 ára Árni Guðmundsson 85 ára Arnþór Kristján Jónsson Gerður Erla Tómasdóttir Sigurgeir Garðarsson 80 ára Ragnar Gunnarsson 75 ára Helga S.A. Ingimundardóttir 70 ára Carol Anne Butler Guðlaugur H. Sigurgeirsson Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir Jón Þórisson Óskar Magnússon Sigrún Valbergsdóttir Valgeir Hjartarson Þórdís Sigurðardóttir 60 ára Auður Magnúsdóttir Gunnar Haraldsson Heimir Freyr Hálfdanarson Jóhanna Kristinsdóttir Jón Ketilsson Matthildur Guðmannsdóttir Sigríður Róbertsdóttir Sigrún H. Pálsdóttir Sveinn Haukur Sigvaldason 50 ára Bára Agnes Ketilsdóttir Bergþóra Eiríksdóttir Einar Einarsson Garðar Tryggvason Guðmundur Örn Óskarsson Helga Guðmundsdóttir Hildur Sigurðardóttir Hjálmar Heimisson Inga Lára Sigurjónsdóttir Ingi Berg Ingason Ingibjörg M. Ingibergsdóttir Jón Þorvaldur Heiðarsson Óðinn Sigtryggsson Svandís Ragnarsdóttir Vigdís Klara Aradóttir 40 ára Artur Zdanowicz Atli Björn Eiríksson Ása Dóra Garðarsdóttir Charlotta Björk Steinþórsdóttir Dariusz Andrzej Dybowski Eiður Magnússon Elva Rósa Skúladóttir Eva Björk Sveinsdóttir Helga Ágústsdóttir Jóhann Teitur Maríusson Róbert Bragason Sigþór Viðar Ragnarsson Sonja Hvidbro Sveinn Oddur Sigurðsson Valgeir Einar Ásbjörnsson Þorgeir Símonarson Þórður Sævarsson 30 ára Daníel Snær Hólmgrímsson Henný Lind Halldórsdóttir Robert Grzegorz Babiak Slawomir Cwalina Til hamingju með daginn 40 ára Þórður ólst upp á Akranesi, býr þar, lauk MSc-prófi í íþrótta- og heilsufræði frá HÍ, er stofnandi og þjálfari Klifurfélags ÍA og starfar við Barnaspítalann. Maki: Valgerður Jóns- dóttir, f. 1976, söngkona og tónmenntakennari. Barn: Sylvía Þórðardóttir, f. 2006. Foreldrar: Sævar Guð- jónsson, f. 1956, og Þur- íður Þórðardóttir, f. 1954. Þórður Sævarsson 40 ára Valgeir ólst upp í Ytri-Skjaldarvík í Hörg- ársveit, býr á Akureyri, lauk sveinsprófi í vél- virkjun og vélstjórn og er iðnstúdent og vélfræð- ingur. Dóttir: Anna Margrét Val- geirsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Harpa Hrafns- dóttir, f. 1960, verslunar- maður á Akureyri, og Ás- björn Árni Valgeirsson, f. 1958, verslunarmaður hjá Líflandi á Akureyri. Valgeir Einar Ásbjörnsson 40 ára Sveinn ólst upp á Hrófá, er matreiðslumað- ur og starfar við Kópa- vogsskóla. Maki: Erla Jóna Gísla- dóttir, f. 1982, vinnur við leikskóla. Börn: Carmen Rut, f. 2000; María Björg, f. 2006, og Gísli Gunnar, f. 2012. Foreldrar: Sigurður Gunnar Sveinsson, f. 1954, og Ragnheiður Ingi- mundardóttir, f. 1955. Sveinn Oddur Sigurðsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.