Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er auðvelt að finna til ástleysis í
dag. Reyndu að fá tíma í einrúmi til að velta
vöngum yfir breytingum á starfi eða búsetu
sem framundan kunna að vera.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að þú standir ekki í vegi
fyrir metnaðarfullum tilburðum samstarfs-
manns þíns. Hömlur, byrðar og skyldustörf
hvíla þungt á honum um þessar mundir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hlutur sem þú hélst að þú hefðir
gengið frá fyrir fullt og fast kemur aftur í bak-
ið á þér með óvæntum hætti. Góður und-
irbúningur tryggir farsæla framkvæmd.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér býðst að freista gæfunnar og
taka áhættu sem ætti ekki að koma að sök ef
þú bara leggur ekki allt þitt undir. Undirbúðu
þig vel og þá mun allt ganga upp.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú reynir verulega á forystuhæfileika
þína. Fólk leyfir þér að ráða ferðinni, því þú
virðist vita hvað þú ert að gera. Byrjaðu bara
og þá kemur restin af sjálfu sér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er gott að ræða við maka og
nána vini um framtíðaráform. Hlutirnir eru í
góðu lagi, þótt þeir séu ekki alfullkomnir.
Gamall vinur gæti orðið á vegi þínum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú eru viðsjárverðir tímar í fjármálum
svo þú þarft að bregðast hart við til að tapa
ekki. Burt með glundroðann, í hvaða mynd,
sem hann kann að birtast.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert fullur af orku og veist ekki
alveg hvernig þú átt að þér að vera. Færni þín
í samskiptum er nú í hámarki og þú átt auð-
velt með að sannfæra aðra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhverjum liggur verulega á í
dag og er fullur óþolinmæði í garð þeirra sem
ekki ná að fylgja eftir. Spenna hefur verið að
byggjast upp innra með þér og þú þarft að fá
útrás fyrir hana.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er sérkennileg staða, þegar
ókunnugir vilja taka meira mark á þér en þínir
nánustu. Eitthvað tengt fjölskyldunni kemur
þægilega á óvart.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þess að vinnufélagar þínir
hafi ekki neitt upp á þig að klaga. Misstu ekki
móðinn, brátt styttir upp og þá ert þú í góð-
um málum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hlustaðu því vel á líkama þinn og
leggðu þig fram um að rækta líkama og sál.
Mundu hin fleygu orð: Langferð byrjar með
litlu skrefi.
Ármann Þorgrímsson vísaði tilorða biskups í Leirnum á
mánudag þar sem hann segir að
við verðum að fara varlega í að
banna með lögum siðvenjur ann-
arra trúarbragða og er þá sér-
staklega að tala um gyðingdóm og
íslam:
Fornum hefðum fylgja vil
og fagna ef til þess kæmi,
en ýmislegt ég ekki skil,
umskurð tek sem dæmi.
En fleira þarna finna má,
frjálst er íslams sonum,
við það sjálfsagt Agnes á,
að eiga hóp af konum.
Friðrik Steingrímsson svaraði úr
Mývatnssveit:
Margir sinni löngun leyna,
lítil hrösun marga hendir,
segjast bara eiga eina
eru þó við fleiri kenndir.
Jón Arnljótsson sagði:
Ég held að þetta gæti verið gaman
og gengið án þess valda neinum raun-
um,
ef þeim kæmi ágætlega saman
og ynnu líka fyrir góðum launum.
Ingólfur Ómar rifjar upp gömul
sannindi:
Mannsævin er misjafnleg,
margir um villu hnjóta.
Aðrir ganga auðnuveg
ólán síður hljóta.
Jón Gissurarson segir frá því á
Boðnarmiði að fyrir nokkrum dög-
um hafi hann verið að moka snjó af
dyrapallinum við íbúðarhúsið á
Víðimýrarseli. Kom þá eftirfarandi
vísa upp í huga hans:
Lífið gjarna lán mér bjó,
lukkustandi nærður.
Mokar af palli miklum snjó
maður silfurhærður.
Hafsteinn Reykjalín Jóhann-
esson veltir vöngum yfir náttúru
Íslands:
Ísland er landið sem ekki mér bregst,
þótt eldfjöllin stundum hér gjósi.
Alltaf nýtt veðurfar á okkur leggst,
þó enginn það beinlínis kjósi.
Það getur verið vandasamt að
rata og greina rétt frá röngu.
Benedikt Jóhannsson yrkir:
Í villum leitum vega hér
þótt viðmið dofni bæði og hverfi.
Lygasaga er sögð var mér
var sannleikur í dulargervi.
Og lygin oft í leynum er
þótt lúmsk hún oss um heiminn teymi,
silkimjúk hún sýnist þér
sem sannleiksboðinn helgi eini.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af umskurði og fjölkvæni
„NÆST MUNTU KANNSKI HUGSA ÞIG
TVISVAR UM ÁÐUR EN ÞÚ SAMÞYKKIR
FRÍ 30 DAGA PRUFURÉTTARHÖLD.“
„VIÐ ÁTTUM Í SMÁERFIÐLEIKUM VIÐ AÐ
NÁ ÞESSUM BLETTI ÚR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þú átt athygli
hans óskipta.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TYGG TYGG
TYGG TYGG
TYGG TYGG
TYGG TYGG
TYGG TYGG
TYGG TYGG
ER ÞETTA ÞAÐ SEM
ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ?
ERTU AÐ ÆFA ÞIG
AÐ TYGGJA?!!
ÞAÐ VERÐUR
OPNAÐ NÝTT
HLAÐBORÐ
NIÐRÍ BÆ
Í DAG!
ÉG ER SVO SAMMÁLA
ÞÉR, BRÓÐIR!
ÉG VIL HELST KONUR MEÐ
LANGAN, GRANNAN HÁLS!
Kunningi Víkverja á iðulega erinditil Vestmannaeyja og telur það
ákveðinn galla á þessum ferðum þótt
ekki sé stórvægilegur hversu mikil
óvissa getur ríkt um að hann komist
til baka á tilsettum tíma.
x x x
Um helgina fór kunninginn einusinni sem oftar til Eyja. Á
sunnudag tók hann Herjólf til baka
og var siglingin tíðindalaus. Í Þor-
lákshöfn hugðist hann taka strætó
til Reykjavíkur og dreif sig á stoppi-
stöðina. Á meðan hann beið óku far-
þegar frá borði og ferjan tæmdist.
Að hálftíma liðnum fór kunninginn
og nokkrir farþegar aðrir sem biðu
með honum að ókyrrast því að eng-
inn kom vagninn.
x x x
Kom þá í ljós að ferðum strætóhafði verið aflýst vegna ófærð-
ar. Þetta kom sér vitaskuld illa fyrir
þá farþega, sem ekki voru á bíl. Einn
þeirra brá meira að segja á það ráð
að fara aftur um borð og taka ferj-
una til baka. Sá farþegi átti ekki í
nein hús að venda.
x x x
Það var ef til vill ekki ljóst þegarferjan sigldi af stað að ferðum
strætó til Þorlákshafnar hefði verið
aflýst, en var örugglega vitað meðan
á siglingunni stóð. Víkverji furðar
sig á því farþegum skuli ekki til-
kynnt um slíkt því það getur verið
óþægilegt fyrir farþega að vera
strandaglópar.
x x x
Hefði kunningi Víkverja vitað afþessu hefði hann hæglega getað
fengið far í bæinn með einhverjum
um borð. Þegar hann hafði orð á
þessu við starfsmenn ferjunnar var
því svarað til að hér væri um sitt
hvort fyrirtækið að ræða og því bæri
engin skylda til að láta farþega vita.
x x x
Kunningi Víkverja sagðist viljakoma samgöngum við Eyjar í
lag og kraftarnir yrðu betur nýttir í
að bæta þjónustuna en tuð og þras
um aukaatriði eins og hvað ferjan
eigi að heita: „Hún má heita Gilitrutt
fyrir mér.“ vikverji@mbl.is
Víkverji
Játið að Drottinn er Guð, hann hefur
skapað oss og hans erum vér, lýður
hans og gæsluhjörð.
(Sálm: 100.3)