Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Bandaríska þrasssveitin Slayer
mun koma fram á Secret Solstice
tónlistarhátíðinni sem fram fer 21.-
24. júní í Laugardal.
Hljómsveitin hefur verið lengi
að, var stofnuð í Kaliforníu árið
1981 af gítarleikurunum Kerry
King and Jeff Hanneman og telst
ein áhrifamesta þrass- og málm-
sveit rokkssögunnar, hefur haft
mikil áhrif á dauðarokkið, svo
dæmi sé tekið og margar eru sveit-
irnar sem sótt hafa í sarp hennar.
Hljómsveitin telst einn af fjórum
máttarstólpum þrassins en hinir
þrír eru Metallica, Megadeth og
Anthrax. Nú skipa hljómsveitina
fyrrnefndur King, söngvarinn og
bassaleikarinn Tom Araya, tromm-
arinn Paul Bostaph og gítarleikar-
inn Gary Holt.
Tónleikarnir hér á landi eru liður
í tónleikaferðalagi Slayer sem er
það síðasta sem sveitin leggst í og
má því búast við rækilegri þrass-
skellingu í Laugardalnum.
Slayer kemur fram á Secret Solstice
AFP
Vígalegur Tom Araya á tónleikum
með Slayer í Las Vegas í fyrra.
Kvikmyndin um Svarta par-dusinn, Black Panther, erenn ein ofurhetjumyndinúr smiðju Marvel, byggð
á persónum og teikningum þeirra
Stan Lee og Jack Kirby. Að vanda
birtist Lee í örsmáu og spaugilegu
hlutverki, líkt og hann hefur gert í
hverri einustu Marvel-mynd. En
Black Panther er ekki eins og hver
önnur ofurhetjumynd þó margt eigi
hún sameiginlegt með þeim fjöl-
mörgu sem á undan hafa komið og
ástæðurnar eru nokkrar.
Í fyrsta lagi er þetta fyrsta ofur-
hetjumyndin sem skartar nær ein-
göngu þeldökkum leikurum og það
fyrst núna árið 2018, ótrúlegt en satt.
Ofurhetjuheimurinn er hvítur karla-
heimur og maður getur rétt ímyndað
sér gleði þeldökkra bíógesta sem
loksins fá að sjá þeldökka hetju í
ofurhetjumynd af dýrustu gerð sem
er að auki hin prýðilegasta skemmt-
un. Í öðru lagi er Black Panther búin
að slá met hvað varðar aðsókn yfir
frumsýningarhelgi þegar kemur að
kvikmynd eftir þeldökkan leikstjóra
og það rækilega því aðsóknin fór
langt fram úr björtustu vonum spá-
manna. Og í þriðja lagi stenst hún
svo Bechdel-prófið (eða svo sýndist
rýni) en það segir til um birtingar-
mynd kvenna í kvikmyndum en til að
standast það þarf kvikmynd að upp-
fylla þrjú skilyrði: að í henni séu að
minnsta kosti tvær nafngreindar
konur, að þær tali saman og þá um
eitthvað annað en karlmenn. Kven-
persónur eru vel mótaðar og sterkar
í myndinni og jafnmikilvægar fram-
vindu sögunnar og karlpersónurnar
og er það sannarlega jákvætt en því
miður sjaldgæft fyrir þessa gerð
kvikmynda.
Einhvers staðar las ég að það
þætti sérstaklega mikil áhætta í
Hollywood að gera svo dýra kvik-
mynd byggða að stóru leyti á menn-
ingarheimi þeldökkra og að framleið-
endur hefðu tekið mikla áhættu
þegar þeir ákváðu að gera Black
Panther. Sem er stórskrítið þegar
litið er til þess að Marvel-myndir eru
hvað líklegastar af öllum Hollywood-
myndum til að mala gull og það sýnir
ekki mikla trú á bíógestum að halda
að þeir forðist kvikmyndir með þel-
dökkum leikurum í aðalhlutverkum.
Sem leiðir hugann að álíka for-
dómum í garð kvenkyns leikstjóra
eða vantrú á þeim og um leið að ann-
arri ofurhetjumynd, Wonder Wom-
an, sem sló í fyrra aðsóknarmet þeg-
ar kemur að kvikmynd eftir
kvenleikstjóra og var auk þess af
mörgum gagnrýnendum talin ein
besta kvikmynd ársins.
Töframálmur og töfraseyði
Black Panther segir af prinsinum
T’Challa sem krýndur er konungur
snemma í myndinni eftir andlát föður
síns. T’Challa ríkir yfir Wakanda,
vellauðugu og háþróuðu landi í
Afríku (og er ekki til í alvörunni) sem
falið er umheiminum með leyndar-
hjúp og virðist því á yfirborðinu
vanþróað og fátækt. Djúpt í jörðu
eru miklar námur með harðasta
málmi heims, víbraníum, sem býr
auk þess yfir töframætti sem gert
hefur Wakanda að útópísku hátækni-
samfélagi. T’Challa er ekki aðeins
konungur heldur einnig Svarti pard-
usinn, ofurmáttugur riddari réttlæt-
isins sem sækir mátt sinn í seyði
töfrablóms. T’Challa býr yfir lipurð
kattarins og ofurmannlegum styrk,
íklæddur glæsilegum og
víbraníum-þræddum pardusgalla.
Þegar T’Challa fréttir af því að
helsti óvinur ríkisins, vopnasalinn
Ulysses Klaue, hafi stolið víbraníumi
og ætli sér að selja hæstbjóðanda
reynir hann að klófesta hann með að-
stoð hershöfðingja síns, hinnar vopn-
fimu Okoye og fyrrverandi unnustu
sinnar og núverandi njósnara, Nakiu.
Klaue rennur þeim úr greipum þegar
illmennið Killmonger kemur til sög-
unnar, fyrrum sérsveitarmaður úr
Bandaríkjaher sem myrt hefur
hundruð manna til þess eins að æfa
sig fyrir mikilvægasta morðið af öll-
um, á sjálfum konungi Wakanda.
Killmonger birtist óvænt í Wakanda
og þykist eiga harma að hefna. Hann
skorar konunginn á hólm og hyggst
hrinda af stað heimsuppreisn allra
þeirra sem eru af afrískum uppruna
með því að útvega þeim háþróuð
vopn frá Wakanda. Með þeirri
heimsstyrjöld skal hefnt fyrir þræla-
hald og kúgun hinna hvítu á þeldökk-
um í aldanna rás (og þarna má sjá
tengingu við Svörtu pardusana,
herskáa hreyfingu sem barðist fyrir
réttindum blökkumanna í Bandaríkj-
unum fyrir um hálfri öld). Já, sagan
er stórfurðuleg enda er þetta ofur-
hetjumynd og varla hægt að gera
kröfu um raunsæi.
Veisla fyrir augu og eyru
Black Panther er mikil sjónræn
veisla og þá bæði þegar kemur að
búningahönnun, þar sem leitað er
fyrirmynda í klæðum afrískra ætt-
bálka, og tölvuteikningum sem eru
fyrirferðarmiklar, eins og gefur að
skilja. Bardaga- og hasarsenurnar
eru listilega útfærðar og þá sér-
staklega þegar tveir takast á og án
nokkurra tölvubrellna. Konurnar
gefa körlunum ekkert eftir og fá að
sýna bardagafimi sína, sumar vopn-
aðar spjótum en aðrar ekki. Minnist
rýnir þessi ekki að hafa séð jafn
óárennilegan flokk kvenna og líf-
varðasveit konungsins. Fer þar
fremst í flokki leikkonan Darai Gur-
ira í hlutverki hershöfðingjans
Okoye og Óskarsverðlaunaleikkonan
Lupita Nyong’o gefur henni lítið eftir
í hlutverki Nakiu. Letitia Wright er
líka skemmtilega baldin í hlutverki
prinsessunnar Shur, systur T’Challa,
sem er ekki bara hörð í horn að taka
heldur einnig snillingur þegar kemur
að hönnun háþróaðra tóla og tækja.
Leikarar standa sig allir vel og gam-
an að sjá Andy Serkis loksins í hold-
inu til tilbreytingar en ekki sem
tölvuteiknaðan djöful eða simpansa.
Sá kann sig nú vel í hlutverki ill-
mennis og hefur útlitið með sér.
Tónlistin er svo sérkapítuli en hún
er bæði óvenjuleg, flott og grípandi
miðað við þennan flokk kvikmynda
og heiðurinn af henni á einn vinsæl-
asti rappari heims, Kendrick Lamar.
Þess má geta að platan með tónlist-
inni úr Black Panther situr nú í efsta
sæti bandaríska plötulistans og hana
má nálgast á Spotify.
Og þá er komið að göllum mynd-
arinnar sem eru nokkrir. Sá fyrsti að
gripið sé til þeirrar klisju að syndir
feðranna séu ástæða þess að menn
verði illmenni eða taki rangar
ákvarðanir. Öllu má klína á pabbana
að venju. Þá skortir líka tilfinnanlega
spaug inn á milli dramatískra atriða
og hasarsena, til að létta aðeins á frá-
sögninni og undir lokin kemur heldur
löng og langdregin bardagasena þar
sem vígbúnir nashyrningar (!) koma
meðal annars við sögu og gefa manni
vænan kjánahroll.
Að öllu samanlögðu er Black
Panther þó fínasta afþreying og
skemmtilega furðulegur bræðingur
sem aðdáendur Marvel hljóta að taka
fagnandi.
Óárennilegar Lífvarðasveit konungsins í Wakanda með yfirmann sinn Okoye (Darai Gurira) í broddi fylkingar.
Svartar hetjur
Smárabíó, Sambíóin og
Laugarásbíó
Black Panther bbbbn
Leikstjóri: Ryan Coogler. Handritshöf-
undar: Ryan Coogler og Joe Robert
Cole. Aðalleikarar: Chadwick Boseman,
Lupita Nyong’o, Michael B Jordan,
Letitia Wright, Danai Gurira, Daniel Kal-
uuya, Martin Freeman og Andy Serkis.
Bandaríkin, 2018. 134 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 10.30Sýnd kl. 10.15 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 5.15, 7.50, 10.10 Sýnd kl. 8Sýnd kl. 8 - FORSÝNING
SÉRBLAÐ
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 16. mars
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 12. mars.