Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Þessum vegum verður lokað
2. „Fólk noti hyggjuvitið“…
3. Vara við „veðurhvelli“
4. Óskar eftir aðstoð …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Norræn kvikmyndahátíð hefst á
morgun í Norræna húsinu og stendur
yfir til 27. febrúar. Markmið hátíðar-
innar er að kynna breitt úrval vand-
aðra kvik- og heimildarmynda frá
Norðurlöndunum og verða 15 myndir
sýndar. Opnunarmyndin er The
Square sem hlaut Gullpálmann í
Cannes í fyrra sem besta kvikmyndin.
Frekari upplýsingar um dagskrána
má finna á nordichouse.is.
Frítt í bíó á Norrænni
kvikmyndahátíð
Sellóleikarinn Þórdís Gerður Jóns-
dóttir og hljómsveit hennar halda tón-
leika í kvöld kl. 21 í Björtuloftum í
Hörpu og eru þeir hluti af tónleikaröð
Jazzklúbbsins Múlans. Flutt verða
verk sem Þórdís samdi á árunum
2013-2015 með það að markmiði að
finna sellóinu hlutverk sem leiðandi
hljóðfæri í djassi og spunatónlist og
nálgast djass og spuna líkt og um
klassíska kammertónlist væri að
ræða. „Það er gert með því að æfa út
frá þeirri hugmynd að ekkert hljóðfæri
sé á nokkrum tímapunkti mikilvægara
en annað, sama hvað á það er spilað
og hvort á það er spilað, og að sama
skapi að laglínur, spuni, undirspil og
þagnir hafi jafnmikið vægi,“ segir um
þá nálgun í tilkynningu. Með henni sé
reynt að ná því fram að spuni hljómi
eins og skrifuð tónlist og að skrifuð
tónlist hljómi eins og spuni.
Auk Þórdísar leika á tón-
leikunum Andri Ólafsson
á kontrabassa,
Guðmundur Pét-
ursson á gítar,
Matthías Hem-
stock á slagverk
og Steingrímur
Karl Teague á
píanó.
Nálgast djass og
spuna eins og klassík
Á fimmtudag Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur
hægara og léttskýjað norðaustantil. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Á föstudag Gengur í suðaustanstorm eða -rok með úrkomu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr há-
degi, en áfram stormur austanlands fram á kvöld og mikil rigning
suðaustantil. Hiti víða 2 til 7 stig.
VEÐUR
Stjarnan, sem leikið hefur
til úrslita um Íslandsmeist-
aratitil kvenna í handbolta
síðustu fimm ár í röð, verð-
ur ekki með í úrslitakeppni
Olís-deildarinnar í ár. Þetta
varð ljóst í gærkvöld þó að
enn séu þrjár umferðir eftir
af deildinni, en Stjarnan
tapaði naumlega fyrir topp-
liði Vals í gær. ÍBV fer í úr-
slitakeppnina en liðið hefur
verið á góðu flugi og vann
Selfoss í gær. »2
Óspennandi tíma-
mót Stjörnunnar
„Logi er mikil fyrirmynd og maður
sem ungir menn sem eru að stíga sín
fyrstu skref með landsliðinu eiga að
horfa upp til. Frábær ferill hjá honum
og það verður virkilega gaman að
spila með honum um
næstu helgi. Ég er
vinur hans og stoltur
af því að hafa spilað
með honum,“ segir
Jón Arnór Stef-
ánsson um Loga
Gunnarsson
sem kveður
körfubolta-
landsliðið
um kom-
andi helgi.
»4
Fyrirmynd sem ungir
menn eiga að horfa til
Ef marka má úrslit leikja rússneska
liðsins SKIF Krasnodar í Áskorenda-
bikar karla í handknattleik til þessa
er auðvelt að draga þá ályktun að
Eyjamenn eigi góða möguleika á að
slá liðið úr keppni. ÍBV dróst í gær
gegn Krasnodar í átta liða úrslitum
keppninnar og gæti með sigri farið á
sömu slóðir og Valsmenn gerðu síð-
asta vor. »4
ÍBV á ágæta möguleika
gegn Krasnodar
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í
raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu
og síðustu vinnuvikunni hjá rafverk-
takafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi
í samvinnu við Raftækniskólann og
fara héðan reynslunni ríkari um
helgina. „Þetta hefur verið frábært í
alla staði,“ segir Matteüs Abdalla,
einn Hollendinganna.
Þetta er í fyrsta sinn sem svona
tenging á sér stað í íslenskum iðnaði
í samvinnu við Raftækniskólann, en
nemar í skólanum fá svipuð tækifæri
í Hollandi í kjölfarið.
Raftækniskólinn hefur verið í
samstarfi við þýskan skóla í 11 ár, en
það hófst með þriggja landa sam-
vinnu Íslands, Þýskalands og Finn-
lands. Til að byrja með voru íslensku
nemendurnir í skóla og á vinnumark-
aði ytra í þrjár vikur en undanfarin
ár hafa þeir verið eina viku í vinnu og
aðra í skóla. Auk þess hefur verið
samvinna við skóla í Álaborg í Dan-
mörku síðan í fyrra og meðal annars
hafa skólar í Madríd, Noregi og á
Kanaríeyjum óskað eftir samstarfi.
Vel heppnað samstarf
Valdemar Gísli Valdemarsson,
skólastjóri Raftækniskólans, segir
að talsmenn skólans hafi kynnst
Bert van Lenthe, sem sér um erlend
samskipti hjá skólanum ROC van
Twente í Hengelo í Hollandi, fyrir
um tveimur árum, og í kjölfarið hafi
verið ákveðið að fara í svokallað
Erasmus+ samstarf. Hann hafi farið
með fimm nemendur til að taka þátt í
alþjóðlegri drónakeppni á vegum
ROC í maí í fyrra og síðan hafi fyrr-
nefndir þrír nemendur hollenska
skólans komið hingað. Fimm til sex
nemendur fari svo til ROC og verði í
tvær vikur í vor. „Þetta samstarf
kemur öllum hlutaðeigendum til
góða,“ segir Valdemar og leggur
áherslu á að Hollendingarnir séu
sérstaklega samvinnuþýðir og nái
vel saman við Íslendingana.
„Svona samvinna við Raftækni-
skólann hefur ekki verið áður í ís-
lenskum iðnaði, svo ég viti,“ segir
Helgi Rafnsson, framkvæmdastjóri
Rafholts. Strákarnir hafi tekið þátt í
verkefnum sem fyrirtækið hafi unnið
að undanfarnar vikur, meðal annars í
Bláa lóninu og hjá Icelandair. „Þetta
hefur gengið mjög vel,“ áréttar
Helgi.
Matteüs Abdalla, Casper Toes og
Robbin Peezenkamp eru yfir sig
ánægðir með að hafa valið að fara til
Íslands en þeim stóð einnig til boða
að fara til Spánar eða Portúgals. „Ís-
land er öðruvísi og sérstakt,“ út-
skýrir Matteüs Abdalla.
Strákarnir hrósa vinnufélögunum
og segja að samstarfið hafi gengið
vel. „Við tölum saman á ensku og það
er ekkert mál,“ segir Matteüs.
Þeir hafa haft tækifæri til þess að
sjá sig um, hafa farið „gullna hring-
inn“ og í fjallgöngu. Þeir segjast
vera vanir snjó og kulda og veðrið
hafi ekki komið þeim á óvart. „Við
vorum viðbúnir og tókum með okk-
ur hlý föt,“ segir Matteüs. „Mig
hefur lengi langað til þess að sjá
norðurljós og fékk óskina upp-
fyllta.“
Norðurljós og rafiðnaður
Raftækniskólinn
og Rafholt ryðja
nýja braut með
Hollendingum
Morgunblaðið/Hari
Í Hafnarfirði Frá vinstri: Matteüs Abdalla, Helgi Rafnsson, Casper Toes og Robbin Peezenkamp.
Hjá Icelandair Hollensku rafvirkjanemarnir vinna við flughermi.