Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 4
Guðni Einarsson gudni@mbl.is S tærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ís- land, svo vitað sé, kom á land á dögunum. Það var áhöfnin á Hornafjarðarbátnum Sigurði Ólafssyni SF 44 sem veiddi fisk- inn á föstudag í síðustu viku. Fiskurinn fékkst út af Ingólfs- höfða í troll. Fisksölufyrirtækið North Atlantic á Ísafirði keypti sandhverfuna á fiskmarkaði á Höfn á sunnudaginn var. Hún vigtaði 12 kíló og var 82 senti- metra löng. „Við fengum það staðfest hjá Hafrannsóknastofnun að þetta væri stærsta sandhverfa sem veiðst hefði við Ísland,“ sagði Víðir Ísfeld Ingþórsson, fram- kvæmdastjóri North Atlantic. Sandhverfan var send vestur á Ísafjörð þar sem hún var vigtuð, mæld og ljósmynduð. „Við vildum sjá sandhverfuna. Þetta er nokkuð sem maður sér mögulega einu sinni á ævinni. Það er sjaldgæft að sjá sand- hverfu hér á landi, en 12 kílóa og 82 sentimetra langa sand- hverfu? Það er ólíklegt að mað- ur sjái svoleiðis fisk aftur á æv- inni,“ sagði Víðir. North Atlantic er heildverslun með fisk og selur veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu ferskt sjávarfang. „Við höfum gott auga fyrir gæðum og erum naskir á að verða okkur úti um það sem þykir sérstakt og fá- gætt. Það lá beinast við að við eignuðumst þennan fisk. Þetta er okkar sérsvið,“ sagði Víðir. Hann sagði að Leifur Kolbeins- son, matreiðslumeistari í Mar- shallhúsinu og Kolabrautinni í Hörpu, hefði fengið sandhverf- una. Hún var afhent honum á miðvikudaginn var í Reykjavík. „Þeir sem vilja smakka þenn- an fágæta og fræga fisk ættu að vera vakandi fyrir því þegar stór og góð sandhverfa veiðist næst,“ sagði Víðir. Hann sagði að margir fiskisælkerar teldu sandhverfu vera besta fisk í heimi, „Rolls Royce fiskanna“, eins og Víðir orðaði það. Áferðin á holdinu er sérstök, ekki ósvip- uð og blanda af góðum þorsk- hnakka og skötusel. Sand- hverfan er feitur flatfiskur og sú sem hér um ræðir var í mjög góðum holdum. Víðir sagði ekki óalgengt að kíló af sandhverfu- flökum seldist á í kringum fjög- ur þúsund krónur í nágranna- löndunum. Hann vildi ekki gefa upp hvað stóra sandhverfan kostaði. Stórar sandhverfur fágætar Rifja má upp að trollbáturinn Frár VE fékk 11 kílóa og 78 sentimetra langa sandhverfu út af Ingólfshöfða í september 2013. Hún komst í blöðin. Þá var haft eftir Hafrannsókna- stofnun að eitt dæmi væri um lengri sandhverfu. Sú veiddist einnig á Frá VE við Ingólfs- höfða í september 1974. Hún var 79 sentimetra löng og 11 kíló. Af þessu má ætla að stórar sandhverfur haldi sig út af Ing- ólfshöfða, en þær eru sjaldgæfar eins og dæmin sanna. Ljósmynd/North Atlantic Sandhverfan Sigurður Ólafsson SF veiddi nýlega stærstu sandhverfu sem fengist hefur við Ísland. Hún veiddist við Ingólfshöfða. Stærsta sand- hverfa sem veiðst hefur við Ísland Áhöfnin á Sigurði Ólafssyni SF frá Hornafirði veiddi nýlega sandhverfu við Ingólfshöfða sem var 12 kíló og 82 sentímetra löng Morgunblaðið/Árni Sæberg September 2013 Geir Vilhjálmsson fisksali í Fiskbúðinni Hafberg með þriðju stærstu sandhverfu sem hér hefur verið veidd, vigt- uð og mæld. Hún var 11 kílóa þung, 78 sentimetra löng og 58 sentimetra breið. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Farið er að sjá fyrir endann á smíði ísfisktogaranna Breka VE og Páls Pálssonar ÍS í Kína að sögn Sigur- geirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmda- stjóra Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem á Breka VE. Skipin voru tekin í þurrkví nýlega og botnhreinsuð fyrir afhendingu og heimsiglingu. Sigurgeir sagði að skipin yrðu í samfloti á leiðinni heim. Líklega myndu þau sigla vest- ur frá Kína og fara í gegnum Súez- skurðinn og Miðjarðarhafið á leið sinni til Íslands. Áður var hugmynd- in að skipin sigldu austur yfir Kyrra- haf og í gegnum Panamaskurð inn í Atlantshaf áleiðis heim. Austurleiðin er um viku lengri sigling en vestur- leiðin sem líklega verður farin. Eftir heimkomuna verður milli- dekkið á Breka VE búið aðgerðar- búnaði áður en hann fer á veiðar. Sigurgeir reiknaði með að uppsetn- ing búnaðarins gæti tekið 4-6 vikur. Skipin hafa farið í reynslusigling- ar og veiðarfæraprófanir. Þá komu upp ýmsir smáhnökrar, eins og vænta mátti. Sigurgeir sagði það ekkert til að hafa áhyggjur af. Þau atriði voru sum löguð í Kína og öðr- um verður kippt í liðinn hér heima. Áramót í Kína nálgast Vinnslustöðin keypti gamla Pál Páls- son ÍS og gaf honum nafnið Sindri VE. Sigurgeir sagði að Sindri yrði í rekstri þar til nýr Breki VE yrði kominn í fulla virkni. Bæjarins besta ræddi við Einar Val Kristjánsson, framkvæmda- stjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., sem á Pál Pálsson ÍS. Þar kom fram að 16. febrúar verða áramót í Kína. Ár hanans kveður og ár hunds- ins gengur í garð. Einar Valur sagði að efnahagslífið í Kína færi í hæga- gang í kringum áramótin og taldi hann að það gæti haft einhver áhrif á afhendingu skipanna. Samið var um smíði skipanna í byrjun júní 2014 og þá gert ráð fyrir að þau yrðu afhent 2016. Skipin voru sjósett 19. apríl 2017. Verkfræðistof- an Skipasýn hannaði skipin sem eru um 50 metra löng og 16 metra breið. Sér fyrir endann á smíði togaranna Breka VE og Páls Pálssonar ÍS Breki VE Búið er að prófa Breka VE og Pál Pálsson ÍS og gera veiðarfæraprófanir. Það styttist í að skipin leggi af stað í siglinguna heim til Íslands. Teknir í þurrkví og botnhreinsaðir fyrir afhendinguna Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.