Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
M
eðal þess sem fríversl-
unarsamningur Evr-
ópusambandsins við
Kanada, sem tók gildi
í lok september á síð-
asta ári, tekur til eru viðskipti með
sjávarafurðir. Við gildistöku hans
féllu niður tollar Evrópusambands-
ins af um 96% allra tollskrárnúm-
era Evrópusambandsins á kan-
adískar sjávarafurðir og á næstu 3
til sjö árum verður það sem eftir
stendur einnig afnumið.
Þannig er stefnt að því að út-
flutningur á kanadískum sjávaraf-
urðum til Evrópusambandsins
verði 100% tollfrjáls þegar upp
verður staðið, samkvæmt því sem
fram kemur á vefsíðu ríkisstjórnar
Kanada þar sem fjallað er um
tækifæri kanadískra útflutnings-
fyrirtækja þegar kemur að útflutn-
ingi sjávarafurða til sambandsins.
Nútíma fríverslunar-
samningur af annarri kynslóð
Fríverslunarsamningurinn, sem
nefndur hefur verið CETA
(Comprehensive Economic and
Trade Agreement), mun enn frem-
ur á heildina litið afnema tolla á
98% tollskrárnúmera í milliríkja-
viðskiptum á milli Evrópusam-
bandsins og Kanada. Undirbún-
ingur fyrir samninginn hófst fyrir
um áratug en viðræðurnar lágu
niðri á köflum meðal annars vegna
gagnrýni sambandsins á selaveiðar
kanadískra frumbyggja. Í kjölfar
gildistökunnar hefur samningurinn
verið í samþykktarferli hjá öllum
ríkjum Evrópusambandsins.
Fríverslunarsamningur Evrópu-
sambandsins og Kanada er af svo-
kallaðri annarri kynslóð og nær
þannig ekki aðeins til vöru-
viðskipta líkt og reglan var hér áð-
ur heldur einnig þjónustuviðskipta,
opinberra útboða, höfundarrétt-
armála, öryggisstaðla, vörumerk-
inga og annarra atriða sem máli
skipta í milliríkjaviðskiptum í dag.
Slíkir víðtækir fríversl-
unarsamningar eru allajafna sú
leið sem ríki heimsins fara í dag
þegar kemur að því að tryggja
hagsmuni sína með samningum um
milliríkjaviðskipti. Þar á meðal öfl-
ugustu efnahagsveldi heimsins eins
og Kína og Bandaríkin. Þá hafa
bæði Fríverslunarsamtök Evrópu
(EFTA, sem Ísland á aðild að, og
Evrópusambandið lagt áherslu á
slíka samninga í seinni tíð.
Bæði ferskar og fullunnar
Tollar á kanadískar sjávarafurðir
inn á innri markað Evrópusam-
bandsins voru fram að gildistöku
fríverslunarsamningsins allt að
25% og eru enn á bilinu 7,5%-25% á
þeim afurðum sem eftir standa og
tollar verða teknir af á næstu ár-
um. Þar verða hins vegar í boði
tollkvótar þar til tollar hafa að
fullu verið afnumdir á þær afurðir.
Það sem er einna athyglisverðast
frá íslenskum sjónarhóli er að
samningurinn nær bæði til sjáv-
arafurða sem eru fullunnar og
þeirra sem eru það ekki.
EES tryggir ekki fullt tollfrelsi
Viðskipti Íslands við Evrópusam-
bandið byggjast sem þekkt er eink-
um á samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið (EES), en eins og
til að mynda kemur fram í nýlegri
skýrslu utanríkisráðuneytisins um
útgöngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu „tryggir EES-samning-
urinn ekki fullt tollfrelsi í við-
skiptum með sjávarafurðir.“
Tíundað er einnig í skýrslunni að
tollar við innflutning sjávarafurða
til ríkja Evrópusambandsins séu
misháir eftir því um hvers kyns af-
urð sé að ræða: „Tollar eru al-
mennt séð hærri á mikið unnar
sjávarafurðir en þær sem minna
eru unnar.“ Einnig segir að þær
sjávarafurðir sem meðal annars
bera tolla inn á innri markað sam-
bandsins séu til dæmis afurðir úr
laxi, makrílafurðir (fyrir utan fryst
makrílflök), flestar síldarafurðir
og ýmsar afurðir af þorski, ýsu,
lúðu og ufsa.
Rækja, þorskur og makríll
Meðal þeirra sjávarafurða sem
urðu tollfrjálsar við gildistöku frí-
verslunarsamnings Evrópusam-
bandsins og Kanada er rækja.
Bæði frosin og fullunnin (elduð og
pilluð rækja í neytendapakkn-
ingum). Tollar voru áður 12% á
frosinni rækju og 20% á fullunn-
inni rækju frá Kanada á markað
sambandsins. Stærstur hluti þeirr-
ar rækju sem unnin er hér á landi
er flutt inn frá Kanada líkt og fram
kemur í skýrslu utanríkisráðu-
neytisins en mikil breyting gæti
orðið þar á með mögulegum frí-
verslunarsamningi Kanada og
Bretlands sem komið hefur til tals
á milli fulltrúa ríkjanna tveggja.
Einnig falla tollar strax niður
við gildistöku fríverslunarsamn-
ings Evrópusambandsins og Kan-
ada á frosinni og ferskri hörpu-
skel, þurrkuðum og söltuðum
þorski, frosinni síld, frosnum mak-
ríl og bæði ferskum og fullunnum
laxi svo dæmi séu tekin. Eftir sjö
ár verða til að mynda frosin þorsk-
flök einnig algerlega tollfrjáls inn
á markað Evrópusambandsins sem
og bæði reykt og fersk silungsflök.
Hafa landað betri samningi
Þannig er ljóst að þegar kemur að
beinum tollum hefur stjórnvöldum
í Kanada tekist að semja um betri
aðgang að innri markaði Evrópu-
sambandsins fyrir kanadískar
sjávarafurðir en Íslendingar og
Norðmenn njóta í gegnum EES-
samninginn, en aðgangurinn að
markaði sambandsins fyrir sjáv-
arfang hefur lengi verið talinn einn
helsti kosturinn við aðild Íslands
að samningnum. Þannig er frí-
verslunarsamningur Evrópusam-
bandsins og Kanada líklegur til
þess að leiða til aukinnar sam-
keppni við kanadísk útflutnings-
fyrirtæki. Jafnvel þó að íslenskum
stjórnvöldum tækist að tryggja
sambærileg kjör fyrir íslensk fyr-
irtæki.
Sem fyrr segir er fríversl-
unarsamningurinn á milli Kanada
og Evrópusambandsins í staðfest-
ingarferli hjá ríkjum sambandsins
en ekki er reiknað með öðru en að
öll ríkin muni samþykkja hann.
Ljóst er að jafnvel þó að svo fari
liggur fyrir að Evrópusambandið
er reiðubúið að fallast á fullt toll-
frelsi fyrir innfluttar sjávarafurðir.
Að minnsta kosti þegar kemur að
víðtækum, tvíhliða fríversl-
unarsamningum.
Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir
Fríverslunarsamningur
Kanada við Evrópusam-
bandið tryggir kan-
adískum sjávarafurðum
mun betra aðgengi en
Íslendingar njóta í gegn-
um EES-samninginn.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Á rækjuveiðum Meðal þeirra sjávarafurða sem urðu tollfrjálsar við gildistöku fríverslunarsamnings ESB og Kanada er rækja.
„Við tókum þetta mál upp við Evr-
ópusambandið á fundi í nóvember
og erum að fara að hitta þá aftur
núna í byrjun
þessa árs. Það á
bara eftir að
festa fundartím-
ann. Það er auð-
vitað orðið svo-
lítið sérstakt
þegar Kanada
hefur betri að-
gang fyrir sjáv-
arafurðir en
EFTA/EES-
ríkin.Við erum að
sækja á þá með þetta,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra í samtali við 200 mílur,
spurður út í þá staðreynd að frí-
verslunarsamningur Kanada og Evr-
ópusambandsins felur í sér mun
betri aðgang fyrir kanadískar sjáv-
arafurðir að innri markaði sam-
bandsins en Ísland hefur í gegnum
EES-samninginn.
Spurður hvers vegna ekki hafi
verið þrýst á um betri kjör fyrir ís-
lenskar sjávarafurðir inn á markað
Evrópusamandsins, meðal annars í
ljósi skýrslu utanríkisráðuneytisins
frá því í nóvember um útgöngu
Bretlands úr sambandinu, þar sem
rætt er um möguleikann á að ná
betri kjörum fyrir íslenskar sjávar-
afurðir en felast í EES-samningnum
í gegnum fríverslunarsamning við
Breta, segir Guðlaugur Þór að ljóst
sé að ekki hafi verið samið um betri
kjör til þessa í gegnum EES-samn-
inginn, sem væntanlega sé vegna
þess að Evrópusambandið hafi ekki
verið til tals um slíkt hingað til.
„Þegar Bretarnir fara út er ljóst
að það opnast nýir möguleikar
varðandi breska markaðinn. Það
breytir því ekki að við munum halda
áfram að sækja á Evrópusamandið
hvað þetta varðar. Það er augljóst
að við höfum ekki fengið það í gegn
til þessa,“ segir Guðlaugur Þór.
Spurður hvað verði ef Evrópu-
sambandið situr við sinn keip og
neitar að veita Íslendingum betri
aðgang að innri markaðnum með
sjávarafurðir sínar með hliðstæðum
hætti og sambandið hefur samið
um við Kanada segir hann:
„Það liggur fyrir að Evrópusam-
bandið hefur opnað á betri kjör
Kanada inn á innri markað sinn og í
stað þess að líta á það sem ógn
verðum við bara að líta á það sem
tækifæri. Þetta er þá tækifæri fyrir
okkur til að fá sambærileg kjör. Við
munum í það minnsta láta á það
reyna. En þetta er ástæða þess að
ég hef lagt mikla áherslu á fríversl-
unarsamninga. Við erum auðvitað í
alþjóðlegri samkeppni, við erum út-
flutningsþjóð og þurfum að gæta
hagsmuna okkar alls staðar. Við
tókum málið upp við Evrópusam-
bandið í nóvember og munum fylgja
þessu eftir, en það þarf auðvitað
tvo til að semja.“
Málið tekið upp við ESB
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Sjötíu ný fiskiskip hafa á síðustu
fimm árum bæst við fiskveiðiflota Ís-
lendinga, átta skuttogarar, 37 vél-
skip og 25 opnir bátar. Alls voru 53
þessara skipa smíðuð á Íslandi og
eru þau öll úr trefjaplasti og undir
30 brúttótonnum. Togararnir voru
allir með tölu smíðaðir í Tyrklandi,
ásamt fjórum af þeim sjö vélskipum
sem voru yfir 1.000 brúttótonnum,
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu Íslands.
Þegar rýnt er í tölur stofnunar-
innar má sjá að flest fiskiskip voru
með skráða heimahöfn á Vest-
fjörðum í árslok 2017, alls 394 skip,
en það eru 24% fiskiskipaflotans.
Næstflest, eða alls 290 skip, höfðu
heimahöfn skráða á Vesturlandi eða
17,9%. Fæst skip, 74 talsins, voru
með skráða heimahöfn á Suðurlandi
eða 4,6% af heildarfjölda fiskiskipa.
Flestir opnir bátar voru á Vest-
fjörðum, samtals 231, og á Vestur-
landi en þar voru 163. Vélskip voru
einnig flest á Vestfjörðum, 160 tals-
ins, en fæst á höfuðborgarsvæðinu
þar sem 42 voru skráð.
Opnum bátum fækkaði um 15
Sex nýir togarar voru smíðaðir árið
2017, þar af fjögur systurskip.
Heildarstærð togaraflotans var
61.841 brúttótonn í árslok 2017 og
hafði aukist um 9.425 tonn frá árs-
byrjun. Opnir fiskibátar voru alls
842 og samanlögð stærð þeirra 4.154
brúttótonn. Opnum fiskibátum
fækkaði um 15 milli ára og saman-
lögð stærð þeirra minnkaði um 112
brúttótonn.
Flest fiskiskip með
heimahöfn fyrir vestan
Fjöldi fiskiskipa eftir landshlutum 2017 Fiskiskipaflotinn í árslok 2017
200
150
100
50
0
Opnir fiskibátar Vélskip* Togarar
Höfuð-
borgar-
svæðið
Vestur-
land
Vestfirðir Norð-
urland
vestra
Norð-
urland
eystra
Austur-
land
Suður-
land
Suðurnes
Vestfirðir
Flest fiskiskip með skráða
heimahöfn í árslok 2017.
394 skip eða 24%fiskiskipaflotans.
Norðurland eystra
Flestir togarar eða
11 með skráða heimahöfní árslok 2017.
Suðurland
Fæst skip með skráða heimahöfn.
74 fiskiskip eða 4,6%fiskiskipaflotans.
1.621 fiskiskip var á skráhjá Samgöngustofu.
44 togarar var heildarstærðtogaraflotans.
842 opnir fiskibátar.Samanlögð
stærð þeirra var
4.154 brúttótonn.
735 vélskip*. Samanlögðstærð þeirra var um
92.460
brúttótonn.Fjöldi
Samanlögð stærð togaraflotans var
61.841 brúttótonn í árslok 2017
*Vélskip eru öll yfirbyggð skip önnur en skuttogar-
ar, en í þeim flokki eru nokkur skip sem eru stærri
en stærstu skuttogararnir. Heimild: Hagstofan