Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is V erkefni sem skoðar stofn- erfðamengjafræði þorsk- fiska með mikla frjósemi hlaut á dögunum öndveg- isstyrk úr Rann- sóknasjóði Vísinda- og tækniráðs. Styrkurinn nemur 50 milljónum króna á ári í þrjú ár en rannsókn- inni er stýrt af Einari Árnasyni, prófessor í þróunar- og stofn- erfðafræði við Háskóla Íslands. Hann segir markmiðið með verkefninu að leita svara við nokkrum meginspurningum um hvernig lífverur með mikla frjó- semi æxlast. Þorskurinn getur eignast mikinn fjölda afkvæma enda eru á bilinu 4-7 milljónir eggja í eggjasekk þorskhrygnu, en aðeins agnarlítið brot eggjanna verður að fullvöxnum fiskum. „Við höfum þá tilgátu að þorsk- urinn æxlist með því sem kallað er „happdrættis-æxlun“, þar sem til- tölulega fáir einstaklingar eiga meirihluta þeirra afkvæma sem komast á legg. Dreifingin er eins og í lottói þar sem sárárafáir vinna stóra vinninginn og bónusvinn- ingana en meirihlutinn situr uppi tómhentur,“ útskýrir Einar. „Hin kenningin er sú að æxlunin sé til- viljanakennd og venjuleg dreifing (svk. Poisson-dreifing) á af- kvæmum frá einni kynslóð til ann- arrar. Það er hinsvegar ekki hægt að meta afkvæmafjölda hverrar hrygnu beint. En æxlunin skilur eftir sig fótspor í erfðamengi líf- veranna. Greining á slíkum spor- um í erfðamenginu mun koma með svarið.“ „Ein af forsendum líkana sem stuðst er við er að stofninn sé stöðugur í stærð kynslóð eftir kyn- slóð. Við munum lyfta þessum for- sendum og smíða líkön um venju- bundna æxlun með stofnvexti og bera saman við líkön um happ- drættisæxlun með stofnvexti,“ seg- ir Einar. Alltaf nýir vinningshafar Að sögn Einars er ekki aðeins áhugavert vísindalegt viðfangsefni að skilja æxlun þorsksins betur, heldur geti bætt þekking á þessu sviði hjálpað til að bæta verndun og nýtingu auðlindarinnar. „Hug- myndin um happdrættisæxlun kemur upphaflega frá bandaríska fræðimanninum George Williams sem var mikill Íslandsvinur, starf- aði hjá Hafró um skeið og skrifaði bók sem heitir á ensku Sex and Evolution, eða Þróun kynæxlunar. Eitt af því sem er áhugavert við tilgátuna er að sú arfgerð þorsks sem kann að hafa vinninginn eitt árið mun ekki endilega verða ofan á næsta árið. Hann kenndi arf- gerðina við grísku goðsögnina um Sísifus: stofninn mun í sífellu búa til nýja vinningsgerð, rétt eins og Sísifus sem velti upp á hæð steini sem valt ætíð niður aftur.“ Það má hrekja eða staðfesta þessa kenningu með erfðameng- isgreiningu og munu Einar og samstarfsfélagar hans raðgreina erfðamengið úr um það bil 2.000 þorskum. Sýnishornin sem notuð verða í rannsókninni voru tekin úr netaröllum Hafrannsóknastofn- unar á þriggja ára tímabili, annars vegar á hrygningarslóðum að vori, og svo aftur í haustralli. „Sýnin eru úr fiskum sem búið er að ald- ursgreina og mæla á allan hátt og því ágætar árgagnaupplýsingar í gagnasafninu eins og það er í dag.“ Alþjóðlegt samstarf Stór hópur fólks frá fjölda rann- sókna- og fræðastofnana leggja verkefninu lið. Auk Einars er teymið skipað Katrínu Halldórs- dóttur sérfræðingi á sameinda- stofu á meinafræðideild á Land- spítala, Bjarka Jónssyni Eldon og Wolfgang Stephan hjá Nátt- úruminjasafninu í Berlín og Alison Etheridge sem starfar hjá töl- fræðideild Oxford-háskóla í Bret- landi. Kaliforníuháskóli í Berkeley og New York Genome Center eru samstarfsaðilar, sem og Harvard- háskóli, Warwick-háskóli, Tækniháskólinn í Berlín og Ecole Polythecnique í París. Auk þess að skoða hvernig æxl- un þorsksins er háttað verður erfðamengi ólíkra þorskstofna rannsakað til að greina betur dreifingu, landnám og blöndun stofnanna. Verða m.a. skoðuð sýni úr þorskum í Kyrrahafi, Barents- hafi, Atlantshafi og stofnum sem lifa undir íshellunni á norð- urheimskautinu. Einar ítrekar að bætt þekking á æxlun þorskfirska geti verið mjög verðmæt, sér í lagi ef nýta má þekkinguna til að efla stofnana enn frekar. „Þorskur og skyldar teg- undir eru mikilvægar veiðitegundir jafnt í Atlantshafi og Kyrrahafi og veiða t.d. Bandaríkjamenn í kring- um 1,5 milljónir tonna árlega af al- askaufsa sem er systurtegund atl- antshafsþorsksins. Við skiljum samt enn ekki nógu vel hvað gerir þessum tegundum mögulegt að vera svona frjóar og fylla hafið. Við væntum þess að geta varpað ljósi á það með þessum rann- sóknum.“ Leita svara við mikilvægum spurningum um æxlun þorsks Hópur alþjóðlegra vís- indamanna mun, undir íslenskri leiðsögn, rað- greina erfðamengi 2.000 þorska. Verkefnið hlaut stóran styrk. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fengur Mikilvægt er að skilja æxlun þorsksins sem best enda verðmæt tegund. Mynd úr safni af línuveiðum. Morgunblaðið/RAX Ráðgáta Hugsanlegt er að þorskurinn æxlist þannig að tiltölulega fáir einstaklingar eigi meirihluta afkvæmanna. Einar Árnason á rannsóknarstofu sinni. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.