Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 13

Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 13
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 13 Áhöfnin á Geir ÞH-150 var að leggja lokahönd á und- irbúning fyrir netaveiðar í Breiðafirði þegar fréttaritari kom við á bryggjunni, en þangað er um 36 tíma sigling frá Þórshöfn. Áætlað er að vera þar í mánuð og veiða 500 tonn, segir Jónas Jóhannsson útgerðarmaður sem telur það til marks um breytta tíma, að áður fyrr hafi það tekið alla vertíðina að ná þessu aflamagni, en Jónas á rúm 40 ár að baki í sjómennsku. Átta menn eru á netunum á Geir, allt heimamenn á Þórshöfn og flestir með langan starfsaldur. Vertíðarfiskurinn úr Breiðafirði er mun holdmeiri en fiskurinn fyrir Norðausturlandi, þar munar um 2-3 pró- sentum á nýtingu. Veiðigjöldin koma illa við Geir er auk netaveiða líka gerður út á dragnót í 7 mánuði á ári og segir Jónas að fækkun í flota dragnótarbáta sé gífurleg. „Árið 1997 voru þeir u.þ.b. 140 talsins, en eru 38 í dag. Það er sífellt að verða erfiðara að gera út báta af þessari stærð, því veiðigjöld eru orðin allt of há og koma mjög misjafnlega við hverja útgerð eftir því hvar hún er á landinu. Flutningsgjöld vega þar þungt, það kostar t.d. 27 krónur á kg að flytja fisk frá Þórshöfn til Reykjavíkur og það tekur tíma, sem kemur niður á gæðum hráefnis. Þar af leiðandi fáum við 35-40 krónum lægra verð fyrir fisk sem fer á markað hér, heldur en fisk sem landað er nær kaupendum, en kaupendur eru aðallega á suðvest- urhorninu.“ Veiðigjöldin miðast við fasta krónutölu af kílói í dag, en þyrftu að miðast við prósentu af fiskverði á markaði, að áliti Jónasar, og telur hann brýna þörf á endurskoðun veiðigjalda. „Ef engin breyting verður gerð á þessu, sýnist mér allt stefna í að þeir sem landa á markað færi sig nær kaupendum. Síðan mætti líka alveg íhuga hvort þrepa- skipt veiðigjald sé réttasti kosturinn til að halda útgerð smærri og meðalstórra báta gangandi. Eftir því sem afl- inn eykst hjá hverjum og einum, batnar afkoman og þar með eykst getan til að greiða hærra veiðigjald.“ Stefna á 500 tonn á einum mánuði Búnir undir siglingu Átta menn eru á netunum á Geir, allt heimamenn á Þórshöfn og flestir með langan starfsaldur. Einn línubátur rær um þessar mundir frá Þórshöfn en það er 14 tonna báturinn Dagur NS. Tveir eru í áhöfn Dags, þeir Jó- hann Ægir Hall- dórsson og Guð- mundur Jóhannsson, gamalreyndir sjó- menn sem eru ekki kátir með gæftir síð- ustu mánaða. „Við komumst bara í einn róður í desem- ber og fjóra í janúar, það eru stöðugir umhleypingar,“ sagði Jóhann, þar sem þeir félagar voru í óðaönn að stokka upp línuna, sem beitt er með smokkfiski og voru langt komnir með sína 30 bala. „Við róum mest út við Langanes- röst og Skoruvík, þar er mesta fiskiríið um þessar mundir þegar á annað borð gefur á sjó,“ sögðu þeir félagar, sem landa aflanum á Fisk- markað Þórshafnar, aðallega þorski en steinbítur og ýsa eru meðafli. Verðið hefur verið að sveiflast nokkuð og er í lægri kantinum telja þeir. Í mars tekur svo grásleppan við og munu þeir sinna grásleppu- vertíðinni á öðrum bátum. Sækja út að Langanes- röst og Skoruvík Reyndir Jóhann Ægir og Guðmundur stokka upp línuna. Nú fer að styttast í grásleppuvertíð á norðausturhorni landsins en und- anfarin ár hafa bátarnir byrjað um 20. mars á grásleppuveiðum frá Þórshöfn og Bakkafirði. Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn hefur tekið á móti grásleppu frá bát- um á svæðinu og hafa grá- sleppuhrognin verið söltuð en búk- urinn hreinsaður og frystur fyrir Kína. ORA hefur tekið öll grá- sleppuhrognin og unnið úr þeim há- gæðavöru fyrir markaði í Evrópu. Grásleppuvertíð fram undan Hrogn Styttist í grásleppuvertíð. Vöktun alla leið með Vodafone IoT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.