Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
M
ikill uppgangur hefur
verið hjá Arnarlaxi og
starfa nú um 120
manns hjá fyrirtæk-
inu. Á síðasta ári
slátraði Arnarlax 10.000 tonnum af
eldislaxi og segir Víkingur Gunn-
arsson framkvæmdastjóri að und-
anfarin tvö ár hafi gengið vel að
byggja upp lífmassa í sjó og efla
alla starfsemi í kringum eldið.
Í dag er Arnarlax með starfsemi
í fjórum sveitarfélögum: Vest-
urbyggð, Tálknafjarðarhreppi, Bol-
ungarvík og í Þorlákshöfn. Seiða-
eldisstöðvar fyrirtækisins eru í
Þorlákshöfn og Tálknafirði, og sjó-
kvíaeldið í Patreksfirði, Tálknafirði
og Arnarfirði. Sjálft sláturhúsið, og
flestir starfsmenn Arnarlax, er síð-
an á Bíldudal.
Heyra má á Víkingi að hann er
sérstaklega stoltur af því hve
margir vilja vinna hjá fyrirtækinu
og hve vel hefur gengið að ráða
gott fólk til starfa. „Starfsmenn
okkar eru að stærstum hluta Ís-
lendingar og mikið af þeim ungt
fólk sem er að eignast börn og
stækka samfélagið,“ segir Víkingur
en meðalaldur starfsmanna Arn-
arlax er rúmlega 37 ár. „Bæði kon-
ur og karlar sækja í að vinna hjá
okkur og þau sjá að góð tækifæri
eru fólgin í því að vinna við fiskeldi
og sækja sér menntun á þessu
sviði en margir starfsmenn okkar
stefna einmitt á það. Það hefur
lengi verið sagt að Íslendingar vilji
helst ekki vinna í fiski en fólk vill
greinilega vinna í laxinum og þeir
sem koma til starfa hjá okkur virð-
ast ekki hætta svo glatt. Hjálpar
eflaust til að þessi bransi hefur
tæknivæðst og sjá róbótar og vélar
um erfiðustu störfin, en greinin
hefur verið í mikilli framför og
tækniþróun verð hröð.“
Eins og fyrr er getið tók Arnar-
lax upp 10.000 tonn af laxi árið
2017 og er stefnt að því að slátra
12.000 tonnum á þessu ári. Á
næstu árum ætti eldið að halda
áfram að vaxa og gera áætlanir ráð
fyrir að Arnarlax og Arctic Sea
Farm, sem hafa framleiðsluheim-
ildir á sunnanverðum Vestfjörðum,
framleiði árlega 50.000 tonn af laxi
þegar búið verður að fullnýta tæki-
færin á svæðinu. Er það í samræmi
við áhættumat Hafrannsóknastofn-
unar sem segir óhætt að framleiða
allt að 71.000 tonn af eldislaxi á
landinu öllu, þar af allt að 50.000
tonn á sunnanverðum Vestfjörðum.
Vaxandi markaður
Laxinn er vinsæl vara um allan
heim og neytendahópurinn stækk-
ar ár frá ári. „Við sjáum vísbend-
ingar um að eftirspurnin muni
haldast sterk og nýir markaðir á
borð við Kína opnist enn betur. Ís-
lenskur eldislax er tiltölulega nýleg
vara en kaupendum þykir hann
spennandi og við sjáum góð tæki-
færi í að byggja upp íslenskt vöru-
merki í laxi enda gæðavara sem
fengin er úr hreinum, köldum og
ferskum íslenskum sjó,“ útskýrir
Víkingur. „Við erum ekki að fara
að sigra heiminn og bola öðrum út
af markaðnum – þetta er ekki
þannig framleiðsla – en ættum að
geta boðið upp á vöru sem ber af í
gæðum.“
Meðal þess sem íslenskt laxeldi
hefur umfram eldið í öðrum lönd-
um er að hlutfallslega er fram-
leiðslan smá í sniðum og sjórinn
kaldur svo að t.d. laxalús er ekki
sama vandamálið hér við land og í
norskum laxeldisstöðvum. Víkingur
bendir þó á að greinin þurfi að
vera undir það búin að aðstæður
geti breyst. „Við sjáum að sjórinn
hefur hlýnað og náttúran hegðar
sér með sama hætti hér og hún
gerir annars staðar. Ef laxalúsin
fer að láta á sér kræla höfum við
samt fleiri úrræði en að nota aflús-
unarefni, og við erum t.d. að nota
tegundir eins og grásleppu til að
halda lúsinni í skefjum. Grásleppan
lifir á lúsum, marflóm og öðrum
litlum dýrum í sjónum og hjálpar
okkur að hafa hemil á lúsinni.“
Slæmir vegir setja
strik í reikninginn
Meðal þess sem torveldar rekst-
urinn er að samgöngum á Vest-
fjörðum er ábótavant og hætta á
að slæmt ástand vega valdi því að
fiskur berist ekki á réttum tíma á
alþjóðaflugvöllinn eða útflutnings-
hafnirnar á SV-horninu. Víkingur
segir undarlegt hvað samgöngumál
Vestfjarða hafa fengið að velkjast
lengi um í kerfinu og ljóst að miklu
skipti fyrir atvinnulífið á svæðinu
að vegir verði lagaðir. „Þetta svæði
er farið að skapa miklar tekjur fyr-
ir þjóðarbúið og hvimleitt fyrir út-
flutningsfyrirtækin sem hér starfa
að vera alltaf með það hangandi yf-
ir sér að vörur komist hugsanlega
ekki í tíma um borð í skip eða flug-
vélar á leið út í heim. Í raun er
samkeppnisstaða okkar ekki boð-
leg í dag vegna þess hvernig sam-
göngurnar eru.“
Vandinn snýr ekki bara að flutn-
ingaleiðunum frá Vestfjörðum til
suðvesturhornsins, heldur líka að
samgöngum innan Vestfjarða. „Við
störfum á svæði sem samanstendur
af þremur litlum þorpum og halda
menn því fram að á góðum dögum
sé þetta eitt atvinnusvæði. Á vet-
urna kemur þó í ljós að það er ekki
svo einfalt að ferðast á milli bæj-
anna og liggur leiðin eftir fjall-
vegum sem ná upp í 500 metra
hæð. Það er ekki langt á milli í
kílómetrum talið en getur stundum
verið mikil áskorun fyrir starfs-
menn okkar að komast til og frá
vinnu,“ segir Víkingur og bætti við
að daginn sem viðtalið var tekið
væri útlit fyrir að allstór hópur
starfsmanna í sláturhúsinu myndi
þurfa að gista á Bíldudal því ekki
væri fært til nágrannabæjanna.
„Annað eins hefur nú verið gert
og heilu jarðgöngin verið grafin til
að hlúa betur að stóriðju. Hér er-
um við aftur á móti að skapa störf
og verðmæti með umhverfisvænni
matvælaframleiðslu og höfum
byggt upp reksturinn án þess að
ríkið hafi þurft að leggja til
krónu.“
Með verri samkeppnisstöðu
vegna erfiðra samgangna
Arnarlax heldur áfram
að vaxa hratt en stund-
um getur gengið erfið-
lega að flytja vöruna
suður. Markaðurinn fyrir
lax stækkar með hverju
árinu og góð tækifæri í
að þróa íslenskt vöru-
merki í laxi.
Sókn Framleiðslan mun aukast um 20% á árinu og halda áfram að vaxa.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Stórhuga Víkingur Gunnarsson við eitt af skipum Arnarlax á Bíldudal.
Verðmæti Starfsmaður Arnarlax gaumgæfir laxinn. Mynd úr safni.
Ískaldur Ofurkæling er notuð í sláturhúsi Arnarlax til að minnka ísnotkun.