Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 24
Segja má að það hafi verið hamfar-
ir fyrir réttum fimmtíu árum, þeg-
ar fjöldi sjómanna fórst í Ísafjarð-
ardjúpi í byrjun febrúar árið 1968.
Var af þessu tilefni haldin athöfn á
mánudag, um borð í varðskipinu
Óðni, til minningar um þá sem
týndu lífi þennan örlagaríka sólar-
hring og jafnframt til að minnast
þess björgunarafreks sem áhöfnin
á Óðni vann.
Sex manna áhöfn Heiðrúnar II
frá Bolungarvík var á meðal þeirra
sem fórust, auk 19 manna áhafnar
breska togarans Ross Cleveland,
en einn skipverja togarans, Harry
Eddom, bjargaðist við illan leik.
Sama dag strandaði breski tog-
arinn Notts County á Snæ-
fjallaströnd, en áhöfn Óðins vann
hetjudáð þegar hún bjargaði skip-
verjum hans. Einn þeirra var þegar
látinn er Óðinn komst á slysstað.
Minningarathöfnin fór fram í
þyrluskýli Óðins og fór sr. Sveinn
Valgeirsson dómkirkjuprestur með
minningarorð um þá sem fórust.
Michael Nevin, sendiherra Breta á
Íslandi, ávarpaði í kjölfarið þann
fjölda sem þarna kom saman og
heiðraði um leið Sigurð Þ. Árnason,
sem var skipherra Óðins í þessari
ferð. Fyrir tilstilli áhafnar hans var
18 mannslífum bjargað þennan dag.
Í kjölfarið var boðið upp á kaffi-
veitingar í messa skipsins en þar
fjallaði Gylfi Geirsson, formaður
öldungaráðs Landhelgisgæslunnar
og fyrrverandi starfsmaður hennar,
um björgunarafrekið sem áhöfn
Óðins vann. Nánar er fjallað um
hamfarirnar á næstu síðum blaðs-
ins.
Sögufrægur Óðinn liggur
við festar við Sjóminja-
safnið í Reykjavík
Ávarp Michael Nevin, sendiherra Bret-
lands á Íslandi, ávarpaði viðstadda.
Minntust
hamfaranna
fyrir hálfri öld
Hildarleikur í Djúpinu
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Þrautseigja og þor í 115 ár
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
R
T