Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 26

Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Skúli Halldórsson sh@mbl.is H álf öld er um þessar mundir liðin frá því að mikið illviðri gekk yfir landið, með miklu frosti og roki. Reyndist það mannskaðaveður. Mótorbáturinn Heiðrún II frá Bolungarvík fórst þá með sex manna áhöfn, þar af föður og tveimur sonum, sem og breski togarinn Ross Cleveland með 19 menn innanborðs. Skipstjóri Ross Cleveland bað fyrir ástarkveðjur til eiginkvenna og barna í síðasta kall- inu sem barst frá togaranum. „Ég hef aldrei lent í öðru eins veðri og þessa daga,“ segir Sigurður Þ. Árnason, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar, en hann stýrði áhöfn Óðins í gegnum veð- urofsann og til bjargar skipverjum breska togarans Notts County, sem strandað hafði á Snæfjallaströnd. „Ég er að verða níræður núna, og maður hefur aldrei starfað við neitt nema sjó og aftur sjó. Samt hef ég ekki séð nokkuð þessu líkt.“ Blaðamaður heimsótti Sigurð og konu hans, Halldóru Eddu Jóns- dóttur, á heimili þeirra í Laug- ardalnum. Hann segist leiða hugann oft að atburðum þessarar fyrstu helgar í febrúar 1968. Þótti ekki treystandi á ratsjá „Við vorum að koma sunnan að, þeg- ar þetta byrjaði. Ég vissi að það væri að ganga í brælu og ég ætlaði að bíða hana af mér við akkeri inni á Önund- arfirði,“ segir Sigurður. Þar dvaldi áhöfnin um nokkra stund, eða þang- að til klukkan tíu þetta laugardags- kvöld þegar breski togarinn Nort- hern Prince kallaði í varðskipið og tilkynnti að leki væri kominn að öðr- um breskum togara, Wyre Mariner, sem staddur væri 5,8 sjómílum suð- vestur af Rit. Varðskipið lagði þegar af stað í átt til togarans og var áætlað að það yrði á staðnum eftir tvær klukku- stundir. „Þegar við komum norður í Djúp um miðnætti, þá kemur í ljós að lek- inn er ekki svo mikill að hann treysti sér ekki til að sigla til Ísafjarðar.“ Óðinn lagðist þá í var undir Grænuhlíð, eins og enn tíðkast. Voru þar þá einir 22 togarar. Um nóttina versnaði veðrið til muna og ekki þótti treystandi á ratsjá Óðins vegna ísingar. Til að forðast árekstra við önnur skip hélt varðskipið inn í Jök- ulfirði. „Vissi maður ekki þá að það væru þessi ósköp á ferðinni, sem síðar um nóttina komu í ljós.“ Notts County strandar Breski togarinn Notts County var í mynni Ísafjarðardjúps þegar óveðr- ið skall á. Var hann þá búinn að vera á Íslandsmiðum í nokkra daga, að því er fram kemur í bókum Steinars J. Lúðvíkssonar og Óttars Sveins- sonar um hamfarirnar. „Aldrei lent í öðru eins veðri“ Fyrrverandi skipherra á varðskipinu Óðni segir frá baráttunni við ísingu og ofsaveður í Ísafjarðardjúpi fyrir réttum fimmtíu árum, þegar tvö skip sukku í Djúpið og einn togari strandaði á Snæfjallaströnd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Litið til baka Sigurður segir undraverða hluti hafa átt sér stað í Djúpinu þessa nótt. Fyrir björgun skipverjanna af Notts County var Sigurður sæmdur bresku OBE-orðunni, sem stendur fyrir Officer of the Most Excellent Or- der of the British Empire. Fyrsti stýrimaður Óð- ins, Sigurjón Hannesson og annar stýrimaður, Pálmi Hlöðversson, hlutu þá hvor um sig orðuna The Sea Gallantry Medal of Gold. Hann segist síðan þá hafa farið til Bretlands og hitt nokkra þeirra skipverja sem áhöfn Óðins bjargaði þessa nótt. „Þeir hömpuðu mér eins og glóandi gulli. En ég hef einhvern veginn viljað hafa þetta fyrir mig og verð að segja eins og er, að þú ert eiginlega sá fyrsti sem ég ræði þetta við fyrir alvöru.“ Uppi á vegg hjá Sigurði hangir á vegg sér- stakt plagg um veitingu orðunnar, undirritað af Elísabetu Bretadrottningu. „Þessu hefur verið lítið haldið á lofti, enda var ég í stríði við Bret- ana á þorskastríðsárunum,“ segir Sigurður kím- inn í bragði. Hægra megin við plaggið hangir annað til við- bótar, um orðuveitingu frá Ólafi Noregskonungi. „Ég gerðist svo frægur að sigla Óðni með síldarflotanum,“ útskýrir Sigurður, „þegar hann var gerður upp til að vera þjónustuskip fyrir flotann, sem þá fór til veiða austur við Bjarna- rey norður af Noregi. Þá hafði eitthvert norskt herskip fengið í skrúfuna. Þeir kölluðu í okkur og við gátum sent froskkafara niður til að hreinsa úr skrúfunni. Þessa orðu fékk ég í kjöl- farið.“ Vinstra megin við plagg drottningarinnar er svo á veggnum skjal um veitingu fálkaorðunnar, en hana fékk Sigurður auk fleiri skipherra Land- helgisgæslunnar við lok Þorskastríðsins, árið 1976. Ég sé að skjalið frá drottningunni er í miðið, kanntu ef til vill mest að meta það? „Nei, nei, nei, það er nú ekki svo. Konan mín hefur raðað þessu svona,“ svarar hann og hlær um leið. Fengu orður frá bresku krúnunni Skipherra Sigurður í stýrishúsi Óðins á sjöunda áratugnum. Hildarleikur í Djúpinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.