Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 39

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 39
Gellurnar eru hreinsaðar og síðan eru rjómaosturinn og sítrónudýfan löguð. Orly-deigið er gert seinast. Best er að velta gellunum uppúr hveiti áður en þeim er dýft í deigið, til að það festist betur á. Rjómaostur með hvítlauk og sérrí 500 g mjúkur rjómaostur 10 stk. hvítlauksgeirar 1 dl sérrí Hvítlaukur settur í pott og brúnaður í olíu. Sérrí hellt út á og soðið niður. Þegar sérríið hefur soðið niður um helming er blandan sett í blandara þar til slétt. Þá er rjómaostur settur í skál og hvítlaukspaste hellt út í. Unnið þar til verður ein heild. Kryddað með salti. Sítrónu-hunangssafi Safi úr 2 sítrónum, kryddað með hun- angi, cayenne og paprikum Orly 8 kg hveiti 360 g lyftiduft 1l olía 180 g salt 10l vatn eggjahvítur – eftir á Öllu blandað saman nema eggja- hvítum sem er bætt við í restina. Steikt í ca. 180-190°C heitri olíu. Djúpsteiktar gellur með sérrí- rjómaosti og sítrónudýfu FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 39 hefur upp á að bjóða, vilja eyða hér heilu kvöldi og gera vel við sig. Fólk í fyrrnefnda hópnum pantar sér einn góðan rétt og kannski vínglas og er oft farið inn og út af veitingastaðnum á klukkustund, á meðan seinni hóp- urinn prufar t.d. níu rétta seðilinn og fær sér alls kyns drykki með.“ Þótt þeir panti svipaða rétti get- ur verið verulegur munur á hvern- ig erlendu og innlendu gestirnir hegða sér og segir Ylfa að ferða- mönnunum sé oft mjög í mun að þakka fyrir matinn. „Ameríkaninn stendur upp úr fyrir að vilja hrósa því sem vel er gert,“ segir hún. „Meðal þess sem við fáum oft að heyra frá erlendu gestunum er að fiskurinn sé sá besti sem þeir hafa smakkað og lambakjötið okkar betra en nokkurs staðar annars staðar.“ Morgunblaðið/Eggert Kröfur „Maður finnur það fljótt hve mikilvægt það er að sú manneskja sem sér um að útvega fiskinn sé tilbúin að leggja nógu mikið á sig,“ segir Ylfa. Eftirspurn Í annasömum mánuði fóru um 1,5 tonn af fiski í gegnum eldhúsið. Upplifun Á veröndinni má, þegar veður leyfir, snæða fiskinn með útsýni yfir höfnina. Steinbítur Fyrir 4-6 manns 1,5 kg steinbítur 100 g salt 100 g sykur 50 g smjör 1 msk. olía Aðferð: Salti og sykri blandað saman. Steinbítur skorinn í ca. 100 g bita. Salti og sykri stráð yfir og leyft að standa í 60 mín. Síðan skolað. Panna hituð – olía sett á pönnu og svo salti stráð yfir pönnuna. Fiskurinn settur á þeg- ar pannan er heit. Steikt í smá- stund án þess að fikta í fiskinum og síðan er smjörið sett út á. Pannan hrist og bitarnir ættu að losna auðveldlega frá. Pistasíuhjúpur 50 g smjör 50 g pistasíur 50 g brauðraspur 1 tsk. salt Aðferð: Allt sett í blandara og blandað þar til það verður þykkni. Sett ofan á fiskinn og stungið örstutt inn í ofninn Humarkampavínssósa 2 stk. laukur 3 geirar hvítlaukur 1 flaska kampavín 750 ml rjómi 450 ml humarsoð Aðferð: Laukur og hvítlaukur eru steikt- ir í potti og kampavíni hellt yfir. Humarsoði hellt yfir og soðið niður. Rjóma hellt út á og soðið meira niður þangað til sósan er orðin hæfilega þykk. Blómkálsmauk 1 blómkálshaus 200 ml rjómi 200 g smjör 2 tsk. salt safi úr ½ sítrónu Aðferð: Blómkál skorið í bita og steikt í potti vel og vandlega. Þegar blómkálið hefur fengið á sig ljósbrúnan lit má hella rjóman- um út á. Leyfa rjómanum að karmellast aðeins. Þá er blómkálið maukað í blen- der með smjörinu. Smáklípa í hverja blöndu. Síðan er salti og sí- trónusafa blandað út í. Steinbítur með pistasíum og blómkálsmauki Nánar um verð og tækniupplýsingar í sima 551 3000 eða hermann@ledlysing.is Hlíðasmára 11 (neðanverðu) | 201 Kópavogur | Sími 551-3000 | hermann@ledlysing.is IP67 Rétti tíminn fyrir Rightlux um borð? Hágæða LED kastarar frá aðeins kr. 89.900 + vsk Dæmi kastari: RL1A 180W 60° RL1A 270W 60° RL2A 400W 60° RL2P 400W 20° XRL2P 1000W 20° Aflnotkun 180W 270W 400W 400W 1000W Ljósmagn 21600 lm 32400 lm 44000 lm 48000 lm 105000 lm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.