Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 45

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 45
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 45 Tennurnar á heflinum voru hvassar, úr grjóthörðu stáli, og þær suðu þeir utan á skutinn. „Það var eiginlega hægt að raka sig á þessu,“ hefur einn úr áhöfninni sagt mér.“ Með þetta að vopni olli Baldur gíf- urlegum skemmdum á freigátunum. Boxari með bundnar hendur „Það er ljóst að menn hugðust nýta sér þetta ef tækifæri gæfist. Á hinn bóginn gekk Baldur ekki nema 15 til 17 sjómílur þegar best lét og því má hugsa það þannig að það hafi verið freigáturnar sem komu sér í hættu- lega stöðu með því að vera of nálægt Baldri. En í viðureignum sínum sneri áhöfnin skipinu þannig að þessi horn lentu í freigátunum, sem voru sjálfar ekki sérstaklega sterkbyggðar. Fyrst og fremst voru þær ætlaðar sem kafbátaleitarskip, en sterk- byggðar voru þær ekki,“ segir Flosi. „Freigátan Diomede lenti til dæm- is illa í Baldri, en hann risti með skutnum um fimm til sex metra langa rifu á síðu skipsins. Enda sýna skjöl að skipherrann á Diomede, Ro- bert McQueen – harður nagli sem seinna fékk mikið lof fyrir fram- göngu sína í Falklandseyjastríðinu, kallaði Baldur The Tin Opener, eða dósaopnarann.“ Eftir að Baldur hafði valdið stór- skemmdum á tveimur freigátum fékk breski flotinn skýr skilaboð: „Avoid damage to frigates“, eða „forðist skemmdir á freigátum“, seg- ir Flosi. „Þeir máttu ekki gera neitt annað, eða eins og Guðmundur Kjærnested lýsti því, þetta var eins og að senda boxara í hringinn með aðra hönd eða jafnvel báðar bundnar fyrir aftan bak. Þetta var því mjög erfið aðstaða fyrir bresku skipherr- ana, og þeir voru ekki hrifnir af þess- um átökum. Margir hverjir höfðu farið í foringjaskóla í þeirri trú að þeir myndu sigla um heimsins höf og vernda hag Breska heimsveldisins. Í staðinn voru þeir sendir norður í Atl- antshaf að fylgjast með einhverjum togurum, og máttu í þokkabót ekkert gera.“ Fer að koma tími á nýja bók Hann segir að gera megi þorska- stríðunum réttilega hærra undir höfði. Margt áhugavert felist í þeim sem einstakt geti talist í sögu Ís- lands, og jafnvel þótt víðar væri leit- að. „Við riftum til að mynda stjórn- málasambandi við Bretland, í febr- úar 1976. Það er í eina skiptið sem NATO-ríki hefur gert það við annað ríki innan bandalagsins,“ segir Flosi og bætir við að alltaf sé áhugi fyrir sögum frá þorskastríðunum. „Ég hélt fyrirlestur um þetta efni í nóvember fyrir Félag skipa- og báta- áhugamanna. Þar voru mjög margir fyrrverandi liðsmenn Landhelg- isgæslunnar, sem meira að segja fannst ég vera að koma fram með nýjar upplýsingar. En svo heyrir maður alltaf eitthvað nýtt frá þeim líka. Það er von mín, og ég hef verið hvattur til þess af kennurum mínum, að skrifa bók um þetta. Það fer að koma tími á nýtt rit um þennan tíma, sem tekur fyrir efnið frá a til ö,“ segir hann. Nú sé komin ágætis fjarlægð á þessa atburði. „Það hentar oft best þegar það er komin ákveðin fjarlægð og maður getur horft yfir þetta í heild. Ég hef verið að taka viðtöl við marga af þeim mönnum sem stóðu fremst í víglín- unni þessi ár og þeir fara því miður bráðum að falla frá. Það er sömuleið- is mikilvægt að ná frásögnum þeirra og því er þetta kannski hárréttur tímapunktur.“ Nálægð Varðskipið Þór siglir hjá breskri freigátu. • Inn á skjávegginn má tengja upplýsingar frá öðrum kerfum skipsins eins og myndavélakerfi, vélgæslukerfi, brunaviðvörunarkerfi o.fl. • Skjáveggurinn gerir hefðbundna skjái sem tengjast siglinga- og fiskleitartækjum óþarfa. • Notendur, skipstjóri og stýrimenn geta búið til sínar eigin skjámynda samsetningar og vistað í kerfið, t.d. Siglingu, Flottroll, Botntroll, Nótaveiði o.s.frv. Þessar samsetningar er svo hægt að kalla fram eftir þörfum. Fyrirfram vistaðar skjámynda samsetningar geta verið eins margar og hentar hverjum og einum. • Valið er á milli vistaðra skjámynda samsetninga með snertiskjá eða lyklaborði á mjög einfaldan hátt. • Skjáveggur tekur minna pláss í skipsbrúnni en hefðbundin uppsetning á skjáum við allan þann fjölda af tækjum sem hann tengist. Með því að klæðskerasníða skjámyndirnar þá hámarkast nýtingin á skjásvæðinu. Þannig er hægt að setja saman skjámyndir sem eingöngu innihalda þær upplýsingar sem verið er að vinna með hverju sinni. Sjónsvið notandans verður mun þrengra og þægilegra þar sem minna skjásvæði er fyrir framan hann og með meiri upplýsingum. • Skjáveggjalausnin byggir á því að öll merki frá öllum tækjum eru yfirfærð á tölvutækt form (ip-straum). Þar með er í raun engin takmörk fyrir því hvað settar eru upp margar vinnu- stöðvar eða eftirlitsskjáir. Hægt er að vera með vinnustöðvar í vélarúmi, við spilstjórnun o.fl. Með góðu netsambandi til sjós býður þessi lausn upp á möguleika á að vera með tengingu inn á eftirlitskerfi í landi og þegar skipin eru í höfn. Skjáveggur Vélstjóri – VélaVörður Óskum eftir yfirvélstjóra með lágmark VS.III réttindi og vélaverði með lágmark VV réttindi á Kristrúnu RE 177. Skipið er gert út á Grálúðunet og aflinn er frystur um borð. Áhugasamir sendi umsóknir á ragnar@fiskkaup.is og helgi@fiskkaup.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.