Morgunblaðið - 06.03.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 55. tölublað 106. árgangur
TÆKNI TIL
ÞESS AÐ NÁ
GÓÐRI SJÁLFU
GUJA SAND-
HOLT Í HAFN-
ARBORG
KOKKUR ÁRSINS
VINNUR Á DEPLUM
Í FLJÓTUM
TÓNLEIKAR 30 GARÐAR KÁRI GARÐARSSON 10RANNSÓKN 12
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skemmtiferðaskip Fram á Eskifirði.
Til Akureyrar koma 124
skemmtiferðaskip í sumar og hef-
ur þeim fjölgað mjög á undan-
förnum árum. Til Grímseyjar eru
væntanleg 38 skemmtiferðaskip
og Hrísey er í fyrsta skipti að
finna í áætlun skemmtiferðaskipa
með tvær heimsóknir bókaðar.
Veðurlag á Siglufirði réði því
að skemmtiferðaskipinu Fram
var beint til Hríseyjar sumarið
2016. Svo vel þótti heimsóknin
þangað takast að útgerðin hefur
nú bókað tvær ferðir til Hríseyjar
í sumar og fjórar sumarið 2019.
» 11
Hrísey í áætlun
skemmtiferðaskipa
Íbúðirnar verða stærri
» Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðaðar-
ins, segir þéttingu byggðar
hafa í för með sér stærri íbúðir.
» Byggðir séu margir
fermetrar en fáar íbúðir.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vegna lítil framboðs á ódýrari íbúð-
um kann eftirspurn eftir íbúðum á
höfuðborgarsvæðinu á næstu árum
að vera verulega ofmetin. Þá skortir
betri gögn til að meta eftirspurnina.
Þetta er mat Ara Skúlasonar, sér-
fræðings hjá Landsbankanum, sem
telur hátt hlutfall nýrra íbúða vera of
dýrt fyrir fyrstu kaupendur. Það sé
ekki verið að byggja íbúðir fyrir þá.
Gefst upp á leitinni
„Fólk sem væri hugsanlega í
íbúðaleit er því ekki að leita. Maður
hafði á tilfinningunni síðasta vor að
allir væru að elta síðustu íbúðina
sem kæmi á markað. Svo er eins og
fólk hafi fengið nóg. Það ætli ekki að
láta fara svona með sig heldur bíða
og sjá,“ segir Ari um verðþróunina.
Ólafur Heiðar Helgason, hagfræð-
ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að-
spurður ekki sjálfgefið að framboð
ódýrra íbúða muni aukast í takt við
eftirspurn á næstu árum. Fyrir vikið
sé hætt við að vissir hópar muni
áfram ekki hafa ráð á að kaupa íbúð.
Það muni aftur draga úr eftirspurn.
Eftirspurnin mjög ofmetin
Sérfræðingur telur skort á ódýrum íbúðum verðleggja tekjulága af markaði
Íbúðalánasjóður segir mikinn skort en ekki útlit fyrir fjölgun ódýrra íbúða
MErfitt að mæta … 2
Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig
Tónlist Bára fékk Léonie Sonning-verðlaunin.
Á unglingsárunum fór mestallur tími Báru Gísla-
dóttur, kontrabassaleikara og tónskálds, í að spila
fótbolta, enda var hún farin að spila með meist-
araflokki FH aðeins fjórtán ára gömul. Hún hafði
nánast lagt fiðluna, sem hún hafði lært á frá fimm
ára aldri, á hilluna, en þegar hún prófaði að spila á
kontrabassa vaknaði tónlistaráhuginn að nýju.
Síðan þá hefur hennar aðalstarf verið að leika á
kontrabassa og semja tónlist og í gær var tilkynnt
að hún væri einn handhafa dönsku Léonie Sonn-
ing-verðlaunanna, sem eru ein virtustu menning-
ar- og tónlistarverðlaun Danmerkur. Verðlaun-
unum sem Bára fékk er úthlutað í flokki sem er
undir heitinu „hæfileikar“, þau eru veitt ungu tón-
listarfólki og hún er fyrsti Íslendingurinn sem fær
þessi verðlaun.
Bára stundar nú framhaldsnám við Konunglegu
tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn, þaðan
sem hún hefur lokið meistaraprófi. Hún starfar
einnig að ýmsum verkefnum og er uppbókuð út
næsta ár. Hún segir verðlaunin vera mikinn heið-
ur. „Ég er að springa úr þakklæti og þetta er mik-
il hvatning fyrir mig til að halda áfram því sem ég
er að gera.“ »6
Fékk ein virtustu menn-
ingarverðlaun Danmerkur
Bára féll fyrir kontrabassanum við fyrstu sýn
Reykjavíkurskákmótinu sem hefst í dag var þjóf-
startað í gær með Fischer-slembiskákfjöltefli.
Undrabarnið Nihal Sarin tefldi við 11 andstæð-
inga, hann vann 9 skákir og gerði tvö jafntefli.
250 keppendur eru skráðir til leiks í skákmótinu
og er teflt til minningar um Bobby Fischer. »15
Morgunblaðið/Hanna
Þjófstartað
með slembiskák
Lítið gáma-
þorp verður reist
í Skeifunni í sum-
ar en innan þess
verður seldur
götumatur, pop
up-búðir verða
opnar, leikir á
HM verða sýndir
á stórum skjá og
tónlistarmenn
troða upp. Þetta
verkefni kallast BOX og verður op-
ið frá 1. júní til 29. júlí, á fimmtu-
dögum til sunnudaga. Skipuleggj-
andi er Róbert Aron Magnússon
sem segir að þessi menning hafi
verið að sækja í sig veðrið á Íslandi
og nú verði farið alla leið. Gáma-
þorpið verður þar sem nú er bíla-
stæði við hlið verslunar Rúmfata-
lagersins. »6
Matarmarkaður í
Skeifunni í sumar
Róbert Aron
Magnússon
Brot á réttindum starfsmanna
starfsmannaleiga eru algeng og vís-
bendingar um að erlent launafólk
vinni lengri vinnudaga en íslenskt
launafólk, fái að meðaltali lægri
laun, greiði meira fyrir leigu og
þurfi frekar að þola réttindabrot.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
hagdeildar ASÍ.
Vitað er um tilraunir atvinnurek-
enda til brota á starfsmönnum sem
jafnframt eru leigjendur þeirra þeg-
ar ótímabundnu ráðningarsambandi
hefur verið slitið með uppsögn ann-
ars aðilans. Einnig finnast dæmi
þess að atvinnurekendur áskilji sér
rétt til að draga ýmis vangoldin
gjöld frá launum. »4
Erlendir launþegar
sæti frekar brotum