Morgunblaðið - 06.03.2018, Side 4

Morgunblaðið - 06.03.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju MYND ER MINNING Fermingarmyndir Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Enginn starfsmaður kjörstjórnar Eflingar kannast við atvik þar sem starfsmanni kjörstjórnar á skrif- stofu stéttarfélagsins er gefið að sök að hafa hvatt kjósanda til þess að kjósa A-lista frekar en B-lista í stjórnarkjöri félagsins. Gísli Tryggvason, lögfræðilegur ráðgjafi B-listans, sendi Magnúsi Norðdahl, formanni kjörstjórnar, bréf vegna málsins í gær þar sem tveir félagsmenn lýstu atvikinu, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kæra verði lögð fram. Sagðist Gísli í gær vonast til þess að kjör- stjórn hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Frambjóðenda að kæra Magnús sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri frambjóð- enda að kæra ef þeir teldu misbrest vera á framkvæmd kosninganna. Í yfirlýsingu hans vegna máls- ins sagði svo að hann hefði rætt við starfsfólk kjörstjórnarinnar en eng- inn hefði kannast við atvikið eða þá háttsemi sem ýjað hefði verið að. Spenna er í Eflingu vegna stjórnarkjörsins, en Þráinn Hall- grímsson, skrifstofustjóri Eflingar, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Sólveigar Önnu Jóns- dóttur, leiðtoga B-listans, í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Þar líkti hún tengslum sínum við Sósíalistaflokk Íslands við tengsl Þráins við Sam- fylkinguna, en þar hefur hann vermt sæti á framboðslistum. Þráinn sagði að ólíku væri sam- an að jafna m.a. því hann hefði verið aftarlega á lista Samfylkingarinnar. Sólveig Anna hefði hins vegar „svar- að kalli“ Sósíalistaflokksins þegar auglýst var eftir fólki í Eflingu til að fella stjórn félagsins. Kjósendur hefðu lokaorðið um hvort stjórn- málaafskiptin væru sambærileg. Engin kæra lögð fram enn  Enginn starfs- maður gengst við meintum áróðri Morgunblaðið/Eggert Efling Stjórnarkjör í stéttarfélag- inu hófst í gær og lýkur í dag. Algengt er að brotið sé á réttindum starfsmanna starfsmannaleiga. Að- ildarfélög ASÍ hafa fengið á sitt borð fjölda brota atvinnurekenda á er- lendum starfsmönnum íslenskra starfsmannaleiga, sem eru jað- arsettir í samfélaginu og leigja gjarnan húsnæði af atvinnurek- endum sínum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt ASÍ á vinnumarkaðinum. ,,Vísbendingar eru um að almennt vinni erlent launafólk lengri vinnu- daga en íslenskt launafólk, fái að meðaltali lægri laun, greiði meira fyrir leigu og þurfi frekar að þola réttindabrot á vinnumarkaði,“ segir þar. Þá segir að vitað sé um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótíma- bundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars að- ilans. ,,Í slíkum tilvikum er algengt að atvinnurekandi (leigusali) van- virði rétt leigjanda til uppsagn- arfrests í leigu.“ Áskilur sér rétt til að draga ým- is vangoldin gjöld frá launum Í skýrslunni er birt sýnishorn af ráðningarsamningi milli ónefndrar starfsmannaleigu og starfsmanns og bent er á að algengt sé að ýmis gjöld lendi á herðum starfsmannaleigu- starfsmanna, ,,t.d. hefur a.m.k. ein starfsmannaleigan í einhverjum til- vikum áskilið sér rétt til að rukka starfsmann um umsýslugjald ef hann segir upp innan ákveðins tíma, og draga af launum hans viðhalds- gjald fyrir endurnýjun á heim- ilisbúnaði, og ferðagjald fyrir ferð- um starfsmannsins til og frá vinnu. […] hefur sama starfsmannaleiga látið fylgja á ráðningarsamningi að ef starfsmaður skuldar leigu, fata- gjald, flugmiða, viðhaldsgjald, ferða- gjald, líkamsræktaráskrift, eða önn- ur gjöld áskili hún sér rétt á að draga gjöldin frá launum starfs- mannsins,“ segir í skýrslunni. Slík háttsemi starfsmannaleiga sé lög- brot og starfsfólki geti reynst vanda- samt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum. Víða er komið við í umfjölluninni um vinnumarkaðinn og bent m.a. á að með vexti og útbreiðslu ferða- mannaiðnaðar hafi fjölgað mjög tímabundið ráðnu starfsfólki. Eft- irspurn eftir hlutastarfsfólki hefur og farið vaxandi og rakin eru vanda- mál sem ungt fólk í hlutastörfum á vinnumarkaði glímir við. ,,Þó að staðan fari batnandi má teljast áhyggjuefni að árið 2016 hafi 10% starfandi einstaklinga á aldr- inum 16-24 ára verið utan stétt- arfélaga, og að auki hafi 6,8% þess hóps verið ómeðvituð um aðild sína að stéttarfélagi eða neitað að svara. Ungt fólk er því ekki aðeins hóp- urinn sem er líklegastur til að þurfa að þola brot á vinnumarkaði, heldur einnig sá hópur sem er líklegastur til að skorta möguleikann á stuðningi frá stéttarfélagi.“ omfr@mbl.is Margir þurfa að þola brot á vinnumarkaði  Miklar breytingar á vinnumarkaði skv. nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ Morgunblaðið/Ásdís Uppsveifla Á 2. ársfjórðungi í fyrra voru 16.400 fleiri starfandi en á sama ársfjórðungi árið 2007. Vinnumarkaðurinn » Nú er talið að erlent launa- fólk sé um 13% launafólks hér. Hlutfall atvinnuleysisbóta af lágmarkslaunum er í sögulegu lágmarki. » Hámarksgreiðslur úr Fæð- ingarorlofssjóði sem hlutfall af meðallaunum hafa dregist saman um helming á síðustu 10 árum. » Kaupmáttur hámarks- ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa er rúmlega 24% lægri en á árinu 2007. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Reykjavíkurborg auglýsti nýverið eftir nýjum dagforeldrum, en það er ekki að skila sér – bara ein- hverjir örfáir. Ég á því ekki von á öðru en að sú fækkun sem hefur átt sér stað undanfarin ár haldi áfram,“ segir Dagný Ólafsdóttir hjá Barna- vistun, félagi dagforeldra, í samtali við Morgunblaðið. Á árunum 2011 til 2017 fækkaði dagforeldrum í Reykjavík um 34%, úr 204 í 135. Á sama tímabili fækk- aði börnum hjá dagforeldrum um 29%, eða úr 781 í 551. „Mest var fækkunin í fyrra og hittifyrra, þá hættu á bilinu 20 til 30 á ári. Þótt einhverjir starfsmenn innan borgarinnar séu farnir að átta sig á því að borgin verður að leggja meira í þennan málaflokk eru það borgaryfirvöld á endanum sem stjórna peningunum,“ segir Dagný. Hætta vegna húsnæðisskorts Hjá Reykjavíkurborg er nú í skoðun að bjóða nýjum og eldri dagforeldrum húsnæðisaðstöðu á lóðum gæsluvalla í borginni sem lið í að hvetja dagforeldra til að starfa saman sem tvíeyki. Dagný segir brýnt að hugað verði að húsnæðis- málum fyrir dagforeldra í Reykja- vík. „Ég veit um sex dagforeldra sem ætla að hætta á næstu vikum og mánuðum vegna húsnæðisleysis. Ef borgin stendur ekki við þetta þá hættir þessi hópur og það er grát- legt að missa fólk vegna þessa,“ segir Dagný og heldur áfram: „Þannig hef ég t.a.m. rætt við tvær sem leigja í heimahúsi og þær eru að missa húsnæði sitt í síðasta lagi 1. maí næstkomandi. Þær eru ekki komnar með nein úrræði, en það er ekki hver sem er sem vill leigja dagforeldrum húsnæði.“ Foreldrar vilja teymi Þá segir Dagný aðspurð æ al- gengara að foreldrar vilji að tveir dagforeldrar starfi saman í eins konar teymi. „Þetta er krafa frá foreldrum, en kannanir undanfarinna ára benda til þess að fólki finnist meira öryggi vera í þessu fyrirkomulagi,“ segir hún. Morgunblaðið/Golli Krakkar Dagforeldrum í Reykjavík hefur fækkað mjög undanfarin ár og illa hefur gengið að bregðast við. Nú er reynt að bæta úr þeim vanda. Fleiri dagforeldrar hætta á næstu vikum  Húsnæðisvandi ein ástæða þess að fólk hættir störfum Auglýst hefur verið eftir nýjum dagforeldrum samhliða vinnu starfshóps um endurskoðun og úr- bætur á dagforeldrakerfinu þar sem markmiðið er að auka gæði og öryggi þjónustunnar. Kemur þetta fram í bókun meirihluta borg- arstjórnar sem nýverið var lögð fram á fundi skóla- og frí- stundaráðs. „Hækkun á nið- urgreiðslum vegna barna hjá dag- foreldrum er sömuleiðis til skoðunar í starfshópnum,“ segir þar einnig. Í bókun Sjálfstæðisflokksins er fækkun dagforeldra og barna hjá dagforeldrum hins vegar sögð „bein afleiðing af fjandsamlegri stefnu meirihluta borgarstjórnar gagnvart starfsemi dagforeldra“ og vill flokkurinn tryggja daggæslu í öllum hverfum borgarinnar. Reynt að auka gæði og öryggi FUNDUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐI REYKJAVÍKURBORGAR Ríkisskattstjóri opnaði fyrir skil á skattframtölum einstaklinga að- faranótt fimmtudagsins 1. mars sl. Framtölin eru mörg hver tilbúin eða því sem næst og fjöldi framtelj- enda þarf ekki að gera annað en að yfirfara framtalsupplýsingarnar og staðfesta þær síðan. Inn á framtölin er búið að færa launaupplýsingar, upplýsingar innstæður, skuldir, fasteignir, tryggingabætur, bif- reiðaeign og ýmsar aðrar upplýs- ingar. Framtalsskilin hafa farið vel af stað og hafa nú þegar rétt um 40 þúsund framteljendur lokið skilum á skattframtölum sínum, sam- kvæmt upplýsingum Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Þar af hafa 51,2% framteljenda valið að skila einföldu skattframtali en þeir sem það gera þurfa í flestum til- vikum engu að bæta inn í framtalið. Miklar annir eru nú á öllum af- greiðslum RSK þar sem fjöldi fólks leitar aðstoðar við að ljúka fram- talsskilum, að sögn Skúla Eggerts. Þegar flestir koma eru það á annað þúsund manns sem koma á dag. Margir hringja einnig í þjónustuver RSK og fá liðsinni á þann hátt. Er- lendir einstaklingar sem starfa hér á landi tímabundið koma margir hverjir í afgreiðslur RSK til að fá hjálp til að ljúka framtalsskilum. Álagning þeirra sem starfa tíma- bundið hérlendis er flóknari en annarra, segir Skúli Eggert. Framtalsfrestur rennur út 13. mars en hægt er að sækja um fram- lengingu, lengst til 16. mars. sisi@mbl.is Búið að skila 40 þúsund framtölum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.