Morgunblaðið - 06.03.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,fyrrverandi ígildi formanns
Pírata og núverandi þingflokks-
formaður sama flokks, telur
„ágætar líkur“ á
samstöðu stjórn-
arandstöðunnar um
að leggja fram van-
traust á dóms-
málaráðherra.
Þetta kom fram ígær og þá kom
líka fram að Þórhildur Sunna telur
hafið yfir vafa að Mannréttinda-
dómstóll Evrópu dæmi dómara við
Landsrétt vanhæfa.
Ekkert bendir að vísu til aðnokkur muni telja dómarana
vanhæfa, það eina sem dæmt hefur
verið um hæfi þeirra er að Lands-
réttur hefur talið þá dómara, sem
hann hefur fjallað um, hæfa.
Þórhildur Sunna hefur látiðtöluvert til sín taka að und-
anförnu í umræðum um lagaleg
málefni og hélt því til dæmis fram
í liðinni viku að „rökstuddur grun-
ur“ væri uppi um að tiltekinn
þingmaður hefði dregið sér fé. Síð-
ar kom fram í umræðum að hún
hefði alls ekki átt við að rök-
studdur grunur væri um þennan
verknað, enda var fráleitt að halda
því fram. Hún hefði átt við eitt-
hvað allt annað en það sem hún
sagði.
Nú kann auðvitað að vera aðþingmaðurinn eigi alls ekki
við að hún telji að dómarar verði
dæmdir vanhæfir eða að líkur séu
á að fram komi vantraust á dóms-
málaráðherra.
Um það veit enginn fyrr enfenginn hefur verið túlkur til
að útskýra málflutninginn. Það
eina sem fyrir liggur er að þess
háttar gaspur á – réttilega – stór-
an þátt í að rýra traust almenn-
ings á Alþingi.
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Innantómt gaspur
STAKSTEINAR
Próf. Ólafur H.Wallevik 60 ára
40 ára ferill
Í tengslum við sýninguna
Verk og vit í Laugardalshöll
fimmtudaginn 8. mars 2018, kl 14.00
Dagskrá
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon
Opnun
Dr. Ólafur H.Wallevik
Ferillinn: Tekur timbrið við af steinsteypunni?
Dr. Ríkharður Kristjánsson, EFLA
Rakaskemmdir og„hystería“
Dr. Gísli Guðmundsson, Mannvit
Klórleiðni steinsteypu
Dr. Jón ElvarWallevik, Rb við NMÍ
Flotfræði
Jón Sigurjónsson, fyrrum yfirverkfræðingur Rb
Vatnsskaðar og votrými
WassimMansour, verkfræðingur RMAD
Outstanding Concrete Technology
Sunna Ó.Wallevik, verkfræðingur NMÍ og Gerosion
Umhverfisvænt sementslaust steinlím
Dr. Björn Marteinsson, Háskóli Íslands
Rakaþétting og sveppamyndun
Dr. Þórhildur Kristjánsdóttir, Vistbyggðarráð
Vistvæni bygginga
Umhverfisverðlaun Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Verk og vit opnar kl. 17.00 með léttum veitingum
Fundarstjóri er próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon,
forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Veður víða um heim 5.3., kl. 18.00
Reykjavík -3 léttskýjað
Bolungarvík -4 snjókoma
Akureyri -3 alskýjað
Nuuk -5 léttskýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló -4 skýjað
Kaupmannahöfn 0 þoka
Stokkhólmur -2 snjókoma
Helsinki -7 snjókoma
Lúxemborg 10 léttskýjað
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 3 þoka
Glasgow 4 þoka
London 7 rigning
París 12 léttskýjað
Amsterdam 9 léttskýjað
Hamborg 9 léttskýjað
Berlín 8 heiðskírt
Vín 0 skýjað
Moskva -7 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 7 skýjað
Barcelona 14 skýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 9 rigning
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -1 snjóél
Montreal 0 skúrir
New York 4 léttskýjað
Chicago 1 alskýjað
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:18 19:01
ÍSAFJÖRÐUR 8:26 19:02
SIGLUFJÖRÐUR 8:10 18:45
DJÚPIVOGUR 7:48 18:30
Herjólfur lagðist tvisvar að bryggju
í Landeyjahöfn í gærkvöldi. Eru
þetta fyrstu ferðir skipsins til hafn-
arinnar frá því um miðjan desem-
ber. Skipið hefur aldrei hafið sigl-
ingar þangað svo snemma árs.
„Þetta er ákaflega ánægjulegt,“
sagði Gunnlaugur Grettisson,
rekstrarstjóri Herjólfs, í gær eftir
að tilkynnt var um breytta áætlun.
Skipið sigldi síðast til Land-
eyjahafnar 16. desember og hefur
síðan notað höfnina í Þorlákshöfn
en þangað er margfalt lengri sigl-
ing.
Dýpkunarskip hefur verið að
dýpka á rifinu utan við höfnina og
dæla sandi úr innsiglingunni frá því
á föstudag. Hefur dælingin gengið
vel en verkinu er ekki lokið.
Í gær var gott veður og ákvað
Eimskip að láta Herjólf sigla tvær
ferðir í Landeyjahöfn í gærkvöldi en
þá var háflóð. Aðstæður voru því
sérlega góðar. Gunnlaugur átti þó
von á því að meiri alda yrði í dag og
því yrði væntanlega siglt til Þorláks-
hafnar. Hins vegar er gott útlit fyrir
morgundaginn og næstu daga og
því er gert ráð fyrir að skipið sigli til
Landeyjahafnar næstu daga. Gunn-
laugur sagði að í ljósi reynslunnar
mætti búast við því að ekki yrði fært
til Landeyja alla daga næstu vikur
en þá yrði siglt til Þorlákshafnar.
Á síðasta ári hófust siglingar í
Landeyjahöfn tveimur dögum
seinna en í ár, eða 7. mars, en lítið
var siglt næstu vikurnar, þar til
seint í apríl, vegna erfiðra að-
stæðna. Árið þar á undan hófust
siglingar í Landeyjahöfn 15. apríl.
helgi@mbl.is
Herjólfur
fór tvær
ferðir í gær
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herjólfur Reynt verður að sigla sem
mest í Landeyjahöfn næstu mánuði.
Viðskipti