Morgunblaðið - 06.03.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Richmmond frá Bellus
Mikið úrval af áklæðum
Böðvar Pálsson, bóndi
og fyrrverandi oddviti
á Búrfelli í Grímsnesi,
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands
á Selfossi síðastliðinn
laugardag, 81 árs að
aldri. Böðvar starfaði
mikið að félagsmálum
sveitar sinnar og
stéttar.
Böðvar var fæddur
á Búrfelli 11. janúar
1937, sonur hjónanna
Páls Diðrikssonar, bú-
fræðings og bónda
þar, og Laufeyjar
Böðvarsdóttur húsfreyju.
Hann stundaði nám í Íþrótta-
skólanum í Haukadal og lauk
landsprófi frá Héraðsskólanum að
Laugarvatni árið 1955. Eftir það
vann hann sem skurðgröfustjóri á
sumrin og við gripahirðingu að
vetrum. Stofnaði nýbýlið Búrfell 3
úr hálfri jörðinni Búrfelli 2 árið
1964 og hóf þar búskap. Hann bjó
á Búrfelli alla sína ævi.
Böðvar var virkur í fé-
lagsmálum. Hann var formaður
Ungmennafélagsins Hvatar og
framkvæmdastjóri fé-
lagsheimilisins Borg-
ar. Hann var kjörinn
í hreppsnefnd Gríms-
neshrepps á árinu
1972 og átti þar sæti
í 32 ár, þar af 14 ár
sem oddviti. Hann
var jafnframt sýslu-
nefndarmaður og átti
sæti í héraðsnefnd.
Þá var hann lengi
hreppstjóri. Böðvar
var formaður bún-
aðarfélagsins í sinni
sveit og fulltrúi á að-
alfundum Stétt-
arsambands bænda. Hann sat í
stjórn Stéttarsambandsins og sat
fyrir hönd þess í ýmsum nefndum
og ráðum, meðal annars í Öldr-
unarráði Íslands og stjórn sjúkra-
stofnunarinnar Skjóls þar sem
hann var formaður.
Eftirlifandi eiginkona Böðvars
er Lísa Thomsen, sem starfaði
lengst af sem hjúkrunarritari á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þau eignuðust fimm börn, Sigurð,
Laufeyju, Bryndísi Ástu, Önnu Ýri
og Láru.
Andlát
Böðvar Pálsson
Ævar Jóhannesson,
vísindamaður og
frumkvöðull, lést
laugardaginn 3.
mars, 87 ára að
aldri.
Ævar fæddist í
Fagranesi í Hörg-
árdal 3. mars 1931,
sonur Jóhannesar
Jónssonar, fræði-
manns og bónda, frá
Árnesi í Tungusveit í
Skagafirði og Sigríð-
ar Ágústsdóttir hús-
freyju frá Kjós í
Reykjarfirði á Ströndum.
Ævar nam við farskóla en ekki
varð af fyrirhuguðu mennta-
skólanámi sökum þess að hann
veiktist af berklum árið 1948 þá á
18. aldursári. Hann dvaldi ára-
langt á Kristneshæli og Reykja-
lundi. Þar las hann allan þann
fróðleik sem hann komst yfir,
sérstaklega það sem snéri að
flóknum tæknimálum og kenndi
sjálfum sér ensku, þýsku og
Norðurlandamálin.
Ævar rak ásamt Leifi Þor-
steinssyni fyrirtækið Myndiðn á
sjöunda áratug síðustu aldar.
Ævar fann upp nýja aðferð við
litmyndaframköllun og fékk
einkaleyfi fyrir þessari tækni.
Um leið og einkaleyfið rann út
tóku Kodak og Agfa upp þessa
tæki og er hún nýtt
enn í dag.
Ævar var einn af-
kastamesti ljósmynd-
ari síns tíma og liggja
eftir hann fjölmargar
af þekktustu nátt-
úrulífs- og eldgos-
amyndum síðustu ald-
ar.
Árið 1974 var Ævari
boðið starf hjá Raun-
vísindastofnun Há-
skóla Íslands, en þar
sem hann var ekki
með formlega mennt-
un, var búin til staðan tækjafræð-
ingur og var hann titlaður sem
slíkur upp frá því. Þar starfaði
hann við tækjasmíð, uppfinningar,
viðhald og viðgerðir. Þekktasta
uppfinning hans er íssjáin en með
hjálp hennar var loks hægt að
mæla þykkt jökla af nákvæmni.
Ævar hóf á níunda áratug ald-
arinnar að sjóða lúpínuseyði úr ís-
lenskum jurtum en það þótti vinna
á hinum ýmsu kvillum og var sent
um allan heim. Hann fékk heið-
ursviðurkenningu Kópavogsbæjar
árið 2010 fyrir framlag sitt til um-
hverfis og samfélags.
Eiginkona Ævars var Krist-
björg Þórarinsdóttir en hún lést
2011. Þau eignuðust fjögur börn,
Jóhannes Örn, Sigríði, Þórarin
Hjört og Ólöfu.
Ævar Jóhannesson
Sigurgeir Guðjónsson sagnfræð-
ingur flytur erindi í geðvernd-
armiðstöðinni Grófinni í Hafn-
arstræti 95 á Akureyri í dag frá
klukkan 14.30 til 16.00.
Titill erindisins er „Aðbúnaður
geðveikra á fyrri tíð á Íslandi en þó
einkum á Akureyri“. Meðal þess
sem um verður fjallað er hlutverk
gamla spítalans á Akureyri í þessu
samhengi.
Viðburðurinn er opinn öllum og
aðgangur ókeypis.
Fjallar um aðbúnað
geðveikra á fyrri tíð
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umboðsmaður Alþingis telur tilefni
til að rannsaka frekar framgöngu
ríkisins fyrir dómstólum. M.a. gæti
þeirrar tilhneigingar að víkja frá
kröfum stjórn-
sýsluréttarins.
Tryggvi Gunn-
arsson, umboðs-
maður Alþingis,
fjallar um þetta í
bréfi til stjórn-
skipunar- og
eftirlitsnefndar
vegna Landsrétt-
armálsins.
Meginefni bréfs-
ins er að umboðs-
maður telur ekki tilefni til frum-
kvæðisathugunar vegna skipunar
dómsmálaráðherra á 15 dómurum í
Landsrétt. Umboðsmaður baðst
undan viðtali vegna málsins.
Fram kemur í samantekt bréfsins
að umboðsmaður hefur hins vegar
hugað að því að hefja frumkvæð-
isathugun á stigagjöf við mat á um-
sækjendum um opinber störf.
Fram kom í Morgunblaðinu 17.
febrúar að dómnefnd vegna umsagn-
ar um umsækjendur um stöðu dóm-
ara við Héraðsdóm Reykjavíkur not-
aði ekki „boxamerkingar“, svo vitnað
sé til formanns nefndarinnar. Slíkar
merkingar voru hins vegar notaðar
við niðurröðun dómnefndar á 15 hæf-
ustu umsækjendunum um embætti
dómara við Landsrétt.
Óskaði skýringa ráðherra
Umboðsmaður rekur í bréfinu
samskipti sín við Sigríði Á. Andersen
dómsmálaráðherra. Fyrirspurnir
hans hafi m.a. lotið að því „hvenær og
með hvaða hætti ráðherra eða ráðu-
neyti hans hefði farið yfir og tekið af-
stöðu til kröfugerðar, málsástæðna
og lagaraka sem sett voru fram af
hálfu lögmanns ríkisins í áðurnefnd-
um dómsmálum sem leidd voru til
lykta í tveimur dómum Hæstaréttar
19. desember sl.“.
Vísar hann þar til mála Ástráðs
Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars
Jóhannssonar, tveggja umsækjenda
um embætti dómara við Landsrétt,
sem dæmdar voru bætur í Hæsta-
rétti í málum 591 og 592/2017. Var
það niðurstaða Hæstaréttar að ráð-
herra hefði ekki sinnt rannsókn-
arskyldu.
Varðandi þennan þátt málsins
skrifar umboðsmaður að hann hafi
óskað gagna frá dómsmálaráðherra
um hverjir hefðu veitt ráðherra ráð-
gjöf við skipan dómara. Í svari ráð-
herra hefði komið fram hvaða starfs-
menn ráðuneytisins hefðu aðstoðað
hann. Þá hefði ráðherra og settur
ráðuneytisstjóri leitað til dósents við
lagadeild Íslands. Telur umboðs-
maður að ekki verði betur séð en að
starfsmenn ráðuneytisins hafi veitt
ráðgjöf „í samræmi við lagaskyldu
þeirra“. Með hliðsjón af áðurnefnd-
um dómum Hæstaréttar og þessarar
upplýsingagjafar telur umboðs-
maður ekki tilefni til sérstakrar at-
hugunar hvað þetta varðar.
Ríkið gæti ekki að hlutlægni
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir
málatilbúnað ríkisins. Landsrétt-
armálið sé þó ekki einsdæmi.
„Tilefni þessarar spurningar af
minni hálfu var tilhneiging sem ég
hef orðið var við í eftirliti mínu með
starfsháttum í stjórnsýslunni þegar
stjórnvöld bregðast við í dómsmálum
sem borgararnir höfða gegn ríki og
sveitarfélögum. Ég hef að vissu
marki einnig séð áþekka tilhneigingu
í viðbrögðum stjórnvalda vegna mála
sem borgararnir bera undir sjálf-
stæðar úrskurðarnefndir. Sú til-
hneiging sem ég vísa hér til er að
stjórnvöld gæti ekki nægjanlega að
sérstöðu sinni í þessu efni og skyldu
til hlutlægni.“
Umboðsmaður rifjar svo upp að
stjórnvöld séu í störfum sínum og at-
höfnum bundin af lögmætisreglunni.
„Í stjórnsýsluréttinum hefur verið
byggt á því að lögmætisreglan geti
skipt máli við framgöngu stjórnvalds
sem er í stöðu aðila í dómsmáli við
mótun og framsetningu á kröfum og
málsástæðum. Stjórnvald hafi með
öðrum orðum ekki sama frelsi og
einkaaðili til að setja fram kröfur og
málsástæður heldur verði það að
gæta þess við mótun þeirra að virða
gildandi rétt … Á það hefur líka
verið bent að stjórnvald þurfi sem
aðili að dómsmáli að gæta að hlut-
lægni í málatilbúnaði sínum og sé þar
í áþekkri stöðu og ákæruvald í saka-
málum,“ skrifar hann m.a.
Um lögmætisregluna segir í
skýrslu umboðsmanns Alþingis 1995:
„Reglan er í meginatriðum tvíþætt.
Annars vegar verða ákvarðanir
stjórnvalda að vera í samræmi við
lög. Hins vegar verða ákvarðanir
stjórnvalda að eiga sér viðhlítandi
stoð í lögum.“
Dómnefnd krafin skýringa
Umboðsmaður skrifar að vegna
þeirrar tilhneigingar að víkja frá
kröfum stjórnsýsluréttar í málsvörn
stjórnvalda fyrir dómstólum hafi
hann „gert [sér] far um að safna sam-
an upplýsingum um mál sem kunna
að vera til marks um þessa starfs-
hætti stjórnvalda“.
Umboðsmaður kunni að skoða
málið síðar: „Ég tek fram að komi til
þess að ég muni … fjallar frekar um
þau atriði í málsvörn lögmanns rík-
isins sem vöktu athygli mína að
þessu leyti verður það ekki afmarkað
við þau ein og sér … Ákvörðun um
hvort og þá hvenær ráðist verður í
slíka athugun ræðst af upplýsinga-
öflun sem ég vinn að og þar hefur
líka áhrif í hvaða farveg athugun á
tiltekinni kvörtun sem ég hef til með-
ferðar verður lögð.“
Umboðsmaður vildi ekki tjá sig
um hver bar upp þessa kvörtun.
Á öðrum stað í bréfinu upplýsir
hann að sér hafi borist kvörtun
vegna starfa dómnefndar um um-
sækjendur um stöðu dómara. Málið
varði ekki Landsrétt. Hann bíði
skýringa dómnefndar og muni í
framhaldinu taka ákvörðun um hvort
tilefni sé til frumkvæðisathugunar.
Umboðsmaður boðar
frekari rannsóknir
Gagnrýnir málsvörn lögmanns ríkis í Landsréttarmálinu
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Nýtt millidómstig á Íslandi tók til starfa í byrjun ársins.
Tryggvi
Gunnarsson
Félag nýrnasjúkra verður með opið
hús í dag í Hátúni 10, Setrinu,
kl. 17 til 19. Gestur fundarins er
Silja Dögg Gunnarsdóttir alþing-
ismaður og mun hún ræða um
frumvarp til laga sem liggur fyrir
Alþingi núna og fjallar um ætlað
samþykki til líffæragjafar.
Rætt um líffæragjöf