Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Þvotturinn verður barnaleikur. Sápuskömmtun er sjálfvirk. TwinDos með tveimur fösum. Fyrir hvítan og litaðan fatnað. Treystu Miele W1 þvottavélum með TwinDos fyrir því sem skiptir þig mestu máli. Þú verður sannarlega í góðum höndum. Innbyggða og sjálfvirka skömmtunarkerfið auk þvottaefnafasanna tveggja vinna fullkomlega saman. Þetta tryggir að rétt magn af réttri tegund þvottaefnis er skammtað inn á réttum tímapunkti – fyrir fullkominn þvottaárangur og án þess að nota of mikið þvottaefni. Fyrir allt sem þér þykir virkilega vænt um. Miele. ImmerBesser. **þegar keypt er Miele W1 með TwinDos þangað til 8. mars 2019 Fríar hálfs árs birgðir af þvottaefni** Íslenskar leiðbeiningar Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Útlit er fyrir langar og strangar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar á Ítalíu eftir mikinn kosningasigur tveggja lýð- hyggjuflokka sem hafa deilt hart á ráðandi öfl í landinu. Talið er að við- ræðurnar taki margar vikur eða mánuði og hugsanlegt er að kjósa þurfi aftur síðar á árinu, jafnvel oftar en einu sinni næstu misserin. Tveir lýðhyggjuflokkar, Hreyfing- in fimm stjörnur (Movimento 5 Stelle) og Bandalagið (Lega), fengu um helming greiddra atkvæða samanlagt og gerðu báðir tilkall til embættis forsætisráðherra í gær. Flokkarnir tveir eru að mörgu leyti ólíkir en hafa báðir haft efasemdir um evruna og pólitískan samruna að- ildarríkja Evrópusambandsins. Hreyfingin fimm stjörnur fékk mest fylgi í kosningunum, um 32% atkvæðanna, og mun meira en hon- um hafði verið spáð. Forsætisráðherraefni hreyfingar- innar, Luigi Di Maio, sagði að hún hefði unnið mikinn sigur í kosning- unum og ætti því að axla þá ábyrgð að mynda næstu ríkisstjórn. Hann kvaðst vera tilbúinn að hefja viðræð- ur við alla stjórnmálaflokkana um myndun meirihlutastjórnar. Berlusconi beið ósigur Bandalag þriggja hægriflokka varð stærsta fylkingin á þinginu og fékk 37% atkvæðanna. Gert hafði verið ráð fyrir því að bandalagið yrði undir forystu Forza Italia, flokks Silvios Berlusconis, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu. Flokkurinn fékk hins vegar mun minna fylgi en spáð hafði verið, eða um 14% at- kvæðanna. Bandalagið, sem var áður nefnt Norðurbandalagið, fékk mest fylgi hægriflokkanna þriggja, tæp 18%. Þriðji flokkurinn, Bræður Ítal- íu, fékk rúm 4% atkvæða, en hann er þjóðernissinnaður íhaldsflokkur og á meðal annars rætur að rekja til ítölsku fasistahreyfingarinnar. Lýðræðisflokkurinn (PD), sem er vinstrimiðflokkur, galt afhroð, fékk tæp 19% atkvæðanna og missti rúm- lega sex prósentustiga fylgi. Berlusconi getur ekki farið fyrir næstu ríkisstjórn þar sem hann má ekki gegna opinberu embætti fyrr en á næsta ári vegna dóms sem hann fékk fyrir skattaundanskot. Hann hefur verið hlynntur því að gamall bandamaður hans í stjórnmálunum, Antonio Tajani, forseti Evrópu- þingsins, verði næsti forsætisráð- herra Ítalíu. Mikil fylgisaukning Bandalagsins eykur hins vegar líkurnar á því að forsætisráðherraefni þess, Matteo Salvini, verði falið að mynda ríkis- stjórn. Salvini sagði á blaðamanna- fundi í gær að hægriflokkarnir þrír hefðu fengið rétt til að mynda næstu ríkisstjórn og þeim bæri skylda til að stjórna landinu næstu árin. Hann tók fram að samkvæmt samkomu- lagi flokkanna þriggja fyrir kosning- arnar ætti sá þeirra sem fengi mest fylgi að velja næsta forsætisráð- herra fengju þeir umboð til að mynda ríkisstjórn. Nýja þingið á að koma saman 23. mars til að kjósa forseta þingdeild- anna tveggja. Gert er ráð fyrir að forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, hefji þá formlegar viðræður við leið- toga flokkanna til að kanna mögu- leikana á að mynda meirihlutstjórn. Venja hefur verið að stjórnarmynd- unarumboðið fari fyrst til stærsta flokksins sem hefur yfirleitt verið í stærstu kosningabandalaginu. Ekki er víst að forsetinn fylgi þessari venju núna þar sem stærsti flokk- urinn, Fimm stjörnur, er með minna fylgi en kosningabandalag hægri- flokkanna. Samkvæmt kjörtölum sem birtar voru í gær gætu Fimm stjörnur myndað tveggja flokka meirihluta- stjórn með Bandalaginu, Forza Italia eða Lýðræðisflokknum. Talið er mjög ólíklegt að Fimm stjörnur gangi til samstarfs við Forza Italia eða Lýðræðisflokkinn. Stjórnmálaskýrendur telja lík- legra að Fimm stjörnur geti myndað meirihlutastjórn með Bandalaginu en taka fram að það yrði mjög erfitt vegna þess að flokkarnir tveir eru mjög ólíkir. Þegar Salvini var spurð- ur í gær hvort Bandalagið kynni að snúa baki við samstarfsflokkunum tveimur og mynda meirihlutastjórn með Fimm stjörnum svaraði hann að það kæmi ekki til greina. „Nei, undirstrikað þrisvar,“ hafði frétta- veitan AFP eftir honum. Grínistinn Beppe Grillo stofnaði Fimm stjörnur árið 2009 og hreyf- ingin hefur gagnrýnt stjórnmála- menn landsins fyrir spillingu. Hreyf- ingin styður aðild Ítalíu að Evrópusambandinu en hefur boðað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ítalía eigi að leggja niður evruna. Forystumenn flokksins drógu þó úr andstöðu sinni við evr- una fyrir kosningarnar en sögðu að til greina kæmi að Ítalía gengi úr Atlantshafsbandalaginu. Hreyfingin er meðal annars hlynnt borgaralaun- um, þ.e. reglubundnum greiðslum frá hinu opinbera til allra Ítala, og vill nokkrir bankar landsins verði í eigu ríkisins. Andvígur evrunni Eins og Fimm stjörnur er Banda- lagið hlynnt aðild að Evrópusam- bandinu en andvígt pólitískum sam- runa aðildarríkjanna og vill að völd þjóðþinganna verði aukin. Salvini hefur sagt að hann sé andvígur evr- unni. Fylgi Bandalagsins jókst í kosn- ingabaráttunni eftir að Salvini lofaði að loka tjaldbúðum rómafólks, eða sígauna, flytja hundruð þúsunda flótta- og farandmanna úr landi og takast á við hættuna sem hann telur að Ítalíu stafi af íslam. Matteo Salvini er 44 ára að aldri, fyrrverandi blaðamaður og átti um tíma sæti á Evrópuþinginu. Hann varð leiðtogi Norðurbandalagsins í desember 2013. Flokkurinn var áður undir forystu Umbertos Bossi sem sagði af sér í ágúst 2012. Bandalagið hefur notið mikils stuðnings á Norður-Ítalíu og barðist lengi fyrir aðskilnaði norðurhlutans frá Ítalíu. Forystumenn flokksins áttu það til að móðga Suður-Ítali með því að lýsa þeim sem letingjum og „afætum“ en Salvini hefur lagt áherslu á að auka fylgi flokksins í suðurhéruðunum. Í stað þess að gagnrýna Suður-Ítali hefur hann beint spjótum sínum að hælisleitend- um og frekar en að krefjast aðskiln- aðar norðurhéraðanna frá Ítalíu hef- ur hann lagt áherslu á að gagnrýna Evrópusambandið. Fimm stjörnur fengu mikið fylgi í suðurhéruðunum og margir kjós- enda hreyfingarinnar studdu áður vinstriflokka. Talið er að þá hrylli við tilhugsuninni um stjórnarsamstarf við flokk Salvinis. Ráðandi öflum refsað á Ítalíu  Langar og strangar samningaviðræður framundan eftir að tveir lýðhyggjuflokkar juku mjög fylgi sitt í þingkosningum  Gera báðir tilkall til embættis forsætisráðherra  Eru mjög ólíkir flokkar 32,2% 23% 37,3% 3,4% 13,9 17,8 4,4 18,9 4,1 Heimild: Innanríkisráðuneyti Ítalíu Úrslitin skv. síðustu kjörtölum í gær Kosningarnar á Ítalíu Vinstrimiðflokkar Frjáls og jöfn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) Hreyfingin fimm stjörnur Lýðræðis- flokkurinn (PD) Aðrir Aðrir Forza Italia (hægrimiðfl.) Bandalagið (Liga) Vinstrifl. Lýðhyggjufl. Hægriflokkar AFP Ungur leiðtogi Luigi Di Maio, leiðtogi Fimm stjarna, á kjörstað í Napólí. Di Maio er 31 árs og þykir mjög ólíkur stofnanda flokksins, Beppe Grillo. AFP Gamall leiðtogi Silvio Berlusconi, leiðtogi Forza Italia, í bifreið sinni í Míl- anó eftir að hafa kosið á sunnudaginn var. Berlusconi er orðinn 81 árs. AFP Nýr Bossi Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, á kjörstað í Mílanó. „Óstýranleg“ var fyrirsögnin á for- síðu dagblaðs á Ítalíu eftir þing- kosningar þar í febrúar 2013 og það orð á ekki síður við um landið núna eftir kosningarnar á sunnu- daginn var. Óstöðugleiki hefur ein- kennt stjórnmál landsins frá því að ítalska lýðveldið var stofnað árið 1946. Fyrir kosningarnar árið 2013 hafði 61 ríkisstjórn verið mynduð á 67 árum og að meðaltali var hver þeirra við völd í rúmt ár. Einnig er mjög algengt að þing- menn skipti um flokk eftir að hafa verið kjörnir. Á síðasta kjörtímabili skipti rúmur þriðjungur þingsins um flokk að minnsta kosti einu sinni og einn þingmannanna gerði það alls níu sinnum. Til að mynda misstu Fimm stjörnur 39 þingmenn á kjörtímabilinu. Það tók rúma tvo mánuði að mynda fráfarandi ríkisstjórn árið 2013. Stöðugur óstöðugleiki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.