Morgunblaðið - 06.03.2018, Side 18

Morgunblaðið - 06.03.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áhugamennum stjórn-mál horfðu með eftirvæntingu til 4. mars. Ekki síst þeir sem láta ESB-mál til sín taka. Þóf hafði staðið yfir um myndun stjórnar í Þýskalandi í næstum hálft ár. Forysta þýskra krata endaði með því að mæla með því, sem nauðungarkosti, að aftur yrði farið í stjórn undir forsæti Mer- kel. Sú vending varð dropinn sem sprengdi mælinn þar sem leiðtogahæfileikar Schulz for- manns voru skráðir. Hann fauk fyrir borð. Samkvæmt reglum þýskra krata varð að bera nýjan stjórn- arsáttmála undir alla flokks- bundna krata hinn 4. mars. Flokksbundnir kratar eru um 470.000 og kemur nokkuð á óvart að þeir skuli svo fáir í svo fjölmennu landi. Af 470.000 kusu 363.000 eða tæplega 78% og af þeim samþykktu 66% stjórnarsáttmálann. Þegar stjórnarsáttmáli sömu flokka var borinn undir atkvæði árið 2013 var hann samþykktur af 76% þeirra sem greiddu at- kvæði. En nú gat Merkel kansl- ari dregið andann léttar, þótt vafalaust sé að staða hennar hefur veikst mjög síðustu miss- erin. Hinn atburðurinn, sem dró athygli að 4. mars, var enn stærri í sniðum. Það voru kosn- ingar á Ítalíu. Þar var tíðinda að vænta og þau urðu mun meiri en margur spáði. Miðju- og vinstrabandalagið sem farið hefur með forsætið í ríkisstjórn á Ítalíu síðastliðið kjörtímabil hrökklaðist úr ríkisstjórn við illan leik. Það hafði haft 322 þingmenn í neðri deild ítalska þingsins (630 þingmenn). Nú fékk Mið- og vinstrabandalagið aðeins 22,99% fylgi í kosning- unum og þar af flokkur demó- krata aðeins 18,13%. Þeir flokkar sem skipuðu stjórnarandstöðuna fengu nú samtals 68% atkvæðanna. Það er ekki algeng sveifla í evrópsk- um kosningum. Þar af fékk Mið- og hægrabandalagið 36-37% at- kvæða (þar eru 4 flokkar og stærstir þeirra er (Norður-) Bandalagið sem fékk um 17,64% og Afl Ítalíu, flokkur Silvio Berlusconi, sem fékk 14,4%. Bandalagið vann veru- lega á frá seinustu kosningum en flokkur Berlusconi dalaði. Þó kom útkoma hins síðarnefnda verulega á óvart því hans fylgi hafði hríðfallið í könnunum frá síðustu kosningum, En fyrir svo sem einu ári tók „sá gamli“ að sækja verulega í sig veðrið á ný. Berlusconi virðist vera sá sem umheimurinn (fréttamenn) kannast best við í ítölskum stjórnmálum og hafa einnig mestan ímugust á, ekki síst hin- ir „hlutlausu“ í hópnum. Skrítið var að heyra frétta- menn frá „virtum“ stöðvum í ýmsum löndum lýsa Ber- lusconi á kosn- inganótt sem ein- dregnum andstæð- ingi ESB. Hann hefur vissulega ekki verið glórulaus aðdáandi sambands- ins og viðraði hugmyndir um að taka upp líru á ný samsíða evr- unni. ESB sá um að bola honum úr embætti fyrir gamlan komm- issar frá því, rétt eins og það gerði í Grikklandi. En í kosn- ingabaráttunni nú birtist Ber- lusconi sem sáttfúsasti leiðtogi hægri-samsteypunnar. Hann orðaði það þannig að forseti Evrópuþingsins, Ítalinn Anton- io Tajani, gæti orðið góður næsti forsætisráðherra Ítalíu. Hin nýja ímynd Berlusconi í kosningunum varð til þess að (Norður-) Bandalagið náði for- ystu innan mið-hægriblokk- arinnar. Krataflokkur Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráð- herra, er auðsveipur stuðnings- maður ESB. Og flokkur hans beið afhroð eins og aðrir flokkar þeirra í Evrópu. Fimm stjörnu bandalagið, nú langstærsti einstaki flokkur Ítalíu, hefur þótt ákafur efa- semdaflokkur um evru og ESB. Málatilbúnaður flokksins í kosningunum snerist að því leyti um tvennt. Í fyrsta lagi ætti að hverfa frá evru og taka upp líru á nýjan leik. Og í öðru lagi að fylgja fordæmi Breta og halda þjóðaratkvæði um veruna í ESB. Núverandi reglur ESB eru þannig að yrði hið fyrra ákveðið væri atkvæðagreiðsla um veru í ESB óþörf, því þjóð- um sem hafa tekið upp evru er skylt að halda henni og nýjum aðildarþjóðum er skylt að taka upp evru. Stærsta flokk mið- og hægri- flokkanna, Bandalagið, leiðir Matteo Salvini, sem verður 45 ára á laugardaginn kemur. Hann virðist miklu harðskeytt- ari málafylgjumaður gegn ESB en t.d. Berlusconi. En hvað sem öllu þessu líður binda ýmsir fróðleiksmenn um ítölsk stjórn- mál vonir við merki um það, að þrátt fyrir þennan mikla sigur þá muni jafnvel harðskeyttir leiðtogar „þroskast“ hratt þeg- ar þeir eru sestir í sessur valds- ins. Það tók Vinstri græna eina kosninganótt að ná fullum þroska. Enginn flokkur minnir jafnmikið á tómat og þeir. Grænir og svo rauðir þegar þeir þroskast. En 2009 voru þeir grænir fram á kjördagsmorgun, roðnuðu mjög á kjördag en ör- fáum klukkutímum eftir að kjörstöðum var lokað urðu þeir ofþroskaðir, sprungu margir og hefðu verið óætir sem tómatar. Vonandi draga sigurvegarar ítölsku kosninganna ekki dám af þessu. Nú er 4. mars allur en eftirleikurinn getur orðið spennu- þrungnari en biðin eftir honum} Boðar 4. mars nýja tíð? B únaðarþing var sett í gær við há- tíðlega athöfn. Í setningarræðu sinni lýsti formaður samtakanna yfir þungum áhyggjum yfir tolla- samningi íslenskra stjórnvalda og ESB um landbúnaðarvörur, sem tekur gildi 1. maí nk. Samningurinn er mjög óhag- stæður bændum, hann var gerður án samráðs við hagsmunaaðila. Samningurinn var gerður af þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, og svo virðist sem ráð- herrann hafi gert hann upp á eigin spýtur. Þá- verandi forsætisráðherra frétti t.d. af und- irritun samningsins í útvarpi. Samningsgerðinni var stýrt af landbún- aðarráðuneytinu en ekki utanríkisráðuneyt- inu, sem hefur alla þá þekkingu og reynslu sem þarf í svo mikilvæga samningsgerð. Samningurinn kom bændum í opna skjöldu og nú blasir veruleikinn við þegar innflutningur á kjöti og ostum frá ESB hefst af fullum krafti. Ef litið er á samninginn sést hversu óhagstæður hann er Íslandi. Samningurinn endurspeglar ekki gífurlegan stærðarmun markaðanna. Evrópa telur rúmar 500 millj- óna manna markað en Ísland 340 þúsund. Ekki er tekið tillit til gengisbreytinga og samkeppnisfærni íslensk landbúnaðar í ESB þegar kemur að kjötvörum. Það er mjög ólíklegt að allur kvóti okkar fyrir lambakjöt verði nýttur vegna lélegs verðs fyrir vöruna. Verulega hallar á okkur í ostum en ESB fær að flytja til Íslands 610 tonn en við til ESB 50 tonn. Það lýsir ágætlega vinnubrögðunum við samninginn að hann var kláraður á einum sólarhring, eins og kom fram í sjóvarpsviðtali við þáverandi landbún- aðarráðherra. Engin úttekt fór fram á afleið- ingum samningsins fyrir íslenskan land- búnað. Þolinmæði bænda gagnvart Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í þessu máli er einkennileg. Framsóknarflokk- urinn hefur gefið sig út fyrir að vera sér- staklega hliðhollur bændum. Í þessu stóra máli eru það hrein öfugmæli. Eigum við ekki bara að fagna ef verð á landbúnaðarvörum lækkar við niðurfellingu tolla? Því er til að svara að öll ríki vernda sinn landbúnað. Það er ekki séríslenskt fyrirbæri. Landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein á Ís- landi, framleiðir hágæðavöru og veitir fjölda fólks atvinnu um allt land. Bændur vilja samkeppni en hún á að vera á jafnræðisgrunni. Tollasamningurinn á að færa íslenskum bændum sömu möguleika í Evrópu og ESB fær hér á landi. Það gerir samningurinn ekki. Það er grundvallarregla í samningagerð að aðilar samnings fari báðir sáttir frá borði. Því er ekki fyrir að fara í þess- um samningi. Ríkisstjórnin á að segja tollasamningnum við ESB upp og semja upp á nýtt. Það mætti rökstyðja með því að Bretar eru að ganga úr ESB og okkar stærsta og besta markaðssvæði því horfið úr samningnum. Birgir Þórarinsson Pistill Búnaðarþing í skugga tollasamnings Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mjög andstæðar skoðanireru á frumvarpi Þor-steins Víglundssonar ogfimm annarra þing- manna um breytingar á lögunum um mannanöfn í þeim umsögnum sem sendar hafa verið til Alþingis. Mannanafnanefnd leggst gegn því að frumvarpið verði samþykkt í nýrri umsögn og gerir margar og ít- arlegar athugasemdir við efni þess. Segja nefndarmenn að fyrirliggjandi frumvarp sé ekki til bóta og beinlínis skaðlegt íslenskri tungu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði í Háskóla Ís- lands, er á annarri skoðum. Hann segir fyrirliggjandi frumvarp veru- lega réttarbót og það afnemi þá mis- munun sem felist í gildandi lögum og sé í raun mannréttindabrot. „Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir“ Í frumvarpinu eru eins og fram hefur komið hér í Morgunblaðinu, lagðar til verulegar breytingar, að einstaklingar fái rétt til að bera nafn eða nöfn sem þeir kjósa og manna- nafnanefnd verði lögð niður. Mikill styrr hefur staðið um manna- nafnalögin og úrskurði mannanafna- nefndar í gegnum árin. „Mannanafnanefnd hefur árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur feng- ið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst,“ segir í nýrri umsögn sem Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku og for- maður Íslenskrar málnefndar, sendir allsherjar- og menntamálanefnd frá Singapúr. Guðrún átti lengi sæti í manna- nafnanefnd og er málinu vel kunnug. „Ég var formaður fyrstu manna- nafnanefndar þegar lögin voru mun strangari en þau urðu síðar,“ segir í umsögn hennar. „Nefndin reyndi af fremsta megni að fylgja lögunum þar til þáverandi dómsmálaráðherra boð- aði mig á sinn fund, þar sem einnig voru staddir ráðuneytistjórinn og skrifstofustjóri ráðuneytisins, og var erindið að tilkynna mér að Manna- nafnanefnd yrði að gera undanþágu fyrir ákveðinn bankastjóra. Eftir nokkur orðaskipti neitaði ég þessari kröfu og gekk út en nefndin sagði af sér samdægurs. Fáeinum árum síðar var ég aftur beðin um að setjast í nefndina sem ég féllst á ef ég þyrfti ekki að vera formaður. Aftur kom upp svipað atvik en nú var það menntamálaráðherra sem vildi að nefndin gerði undanþágu fyrir skjól- stæðing hans. Aftur hafnaði nefndin ósk ráðherra og sagði af sér. Eftir þetta hafa ráðherrar ekki reynt að hafa áhrif á störf nefndarinnar að ég best veit,“ segir Guðrún. Hún leggur til að frumvarpið verði lagt til hliðar og Alþingi feli nefnd sérfræðinga að fara yfir núgildandi lög og laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó m.t.t. til varðveislu íslenskrar tungu. Geti gripið inn í nafngiftir Heiða Björg Pálmadóttir, starf- andi forstjóri Barnaverndarstofu, lýsir stuðningi við það markmið frum- varpsins að auka frjálsræði á þessu sviði en varar þó við afleiðingum taumlausra nafngifta fyrir börnin í umsögn sinni. Mikilvægt sé að hægt sé að grípa inn í nafngiftir barna í þeim tilvikum þar sem nafnið getur orðið barninu til ama. Hún segir að nafn einstaklings, hvort sem um er að ræða eiginafn eða kenninafn, sé nátengt sjálfsmynd og sjálfsvitund viðkomandi. „Þess vegna skiptir miklu máli að börnum séu ekki gefin nöfn sem ætla má að hafi slæm áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfsvitund um aldur og ævi.“ Leggur hún til að löggjafinn feli einhverjum opinberum aðila það hlut- verk að tryggja að börnin njóti vernd- ar og geti stigið inn í áður en nafn barns er farið að valda því skaða. Ráðherrar vildu undan- þágu frá nafnalögum Morgunblaðið/Eggert Nöfn Guðrún Kvaran bendir á að nafnaval Íslendinga sýni að fólk er al- mennt fastheldið á nöfn. Um 80% nafngifta byggjast á rúmlega 200 nöfnum. Mannréttindaskrifstofa Íslands styður frumvarpið um breyt- ingu á mannanafnalögum, enda „ætti fólk almennt að fá að kalla sig því nafni sem það helst kýs. Rýmkun á núgild- andi reglum er til dæmis til þess fallin að auðvelda trans- fólki lífið, sem ætti þá að geta notað það nafn sem þau hafa valið sér“, segir í umsögn hennar. Ármann Jakobsson, prófess- or í íslensku, segir á hinn bóg- inn að ekki verði séð ,,að sú krafa til foreldra að þeir velji barni sínu íslenskt nafn sé meira íþyngjandi en ýmsar aðrar kröfur sem samfélagið gerir til foreldra um að mennta börnin, næra og sinna heilsufari þeirra. Margrét Guðmundsdóttir málfræðingur gagnrýnir frum- varpið og bendir meðal annars á að ekki sé sett að skilyrði í frumvarpinu að eiginnafn sé ritað með latneska stafrófinu. Til greina kæmi t.a.m. kín- verskt myndletur, rúnir eða tákn með myndum. Kínverskt letur, tákn og rúnir SKIPTAR SKOÐANIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.