Morgunblaðið - 06.03.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
✝ Guðríður ErnaHalldórsdóttir
fæddist í Hlíð-
arendakoti í Fljóts-
hlíð 16. janúar
1946. Hún varð
bráðkvödd á heim-
ili sínu 25. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ásdís Árna-
dóttir, Hlíðarenda-
koti, Fljótshlíð, f.
17.8. 1921, d. 30.8. 1949, og Hall-
dór Árnason, Reyðarvatni, f.
25.2. 1909, d. 5.6. 1986.
Alsystir Ernu er Ásdís Guð-
rún, f. 18. júlí 1948 í Hlíðar-
endakoti, Fljótshlíð, bróðir
Ernu samfeðra er Ómar Þór, f. í
Reykjavík 26. maí 1954.
Eftirlifandi eiginmaður Ernu
er Viðar Zophoníasson, f. 11.11.
1942 á Stokkseyri, og giftu þau
sig hinn 28. ágúst 1965. Börn
Ernu og Viðars eru: 1) Halldór
Kristinn, f. á Selfossi þann 19.
apríl 1965, eiginkona hans er
Anna Berglind, f. 28. ágúst
1968, börn þeirra eru Júlí Heið-
ar, Viktor Karl og
Auður Helga. 2) Ás-
dís Hrönn, f. 11.
mars 1967, börn
hennar eru Hólm-
fríður Erna, Viðar
Örn, Katrín Arna,
Teitur Ari og Tóm-
as Ari. 3) Atli Rafn,
f. 1. júní 1981, börn
hans eru Christian
Blær, Emily Björt,
Kári Rafn og Nína.
Erna og Viðar eiga tvö
langömmubörn; Ásdísi Ingu,
dóttur Hólmfríðar Ernu, og
Henning Thor, son Viðars Arn-
ar.
Erna missti móður sína ung
að árum og ólst upp í Hlíðar-
endakoti í Fljótshlíð hjá ömmu
sinni Guðríði. Hún flutti ung að
árum á Stokkseyri og bjó þar í
rúm 30 ár eða þar til þau hjón
fluttu á Selfoss. Hún vann ýmis
störf, aðallega tengd bókhalds-
og skrifstofuvinnu.
Útför Ernu fer fram í Selfoss-
kirkju í dag, 6. mars 2018, kl.
14.
Móðir okkar Erna varð bráð-
kvödd hinn 25. febrúar sl. langt
fyrir aldur fram. Í dag þykja 72
ár ekki hár aldur og er þetta fjöl-
skyldunni reiðarslag því mamma
kenndi sér aldrei meins. Veikindi
voru nokkuð sem hún hafði lítið
þurft að kljást við og var henni
meinilla við sjúkrahús. Kannski
var það í hennar anda að kveðja
á þennan hátt, með hvelli. En
eftir sitjum við aðstandendur í
söknuði, söknuði yfir að hafa
ekki fengið að kveðja og ekki átt
meiri tíma með henni. Við yljum
okkur við góðar minningar og
skemmtilegar því að mamma var
algerlega mögnuð kona.
Þegar við lítum til baka þá var
mamma að mörgu leyti á undan
sinni samtíð og afar fjölhæf. Hún
var nýjungagjörn og til í að prófa
hluti. Að keyra vikulega til
Reykjavíkur á þýskunámskeið,
taka meirapróf, keyra rútu um
hálendið, vera kokkur á sjónum
hjá pabba, sjá um fermingar-
veislur, búa til kransa fyrir jarð-
arfarir, postulínsmálun, semja
ljóð og gamanvísur er svona brot
af því sem hún tók sér fyrir
hendur og gerði allt listavel.
Hún var afar greiðvikin og
vildi allt fyrir fólk gera og skipti
þá ekki endilega máli hvort hún
þekkti viðkomandi. Það var
ósjaldan sem hún var að stússast
í að undirbúa fermingarveislur
og virtist það vera algert auka-
atriði fyrir hana hvort gestirnir
voru 50 eða 200, alltaf jafn lítið
mál. Og brauðterturnar og hum-
arsúpan voru á mörgum veislu-
borðunum.
En mamma var líka ansi
kúnstug, hafði miklar skoðanir
og stundum fannst okkur eins og
hún hefði gaman af því að vera
aðeins á móti annarra skoðunum.
Líklegast gerði hún það til að fá
fram rökræður, þótt á stundum
og þá sérstaklega þegar við vor-
um yngri færi þetta aðeins í
taugarnar á okkur. En máltækið:
„Þar sem tveir koma saman og
eru sammála þá er annar óþarf-
ur“ á líklega vel við þegar
mamma átti í hlut.
Þegar við systkinin lítum til
baka er þakklæti okkur efst í
huga. Þakklæti fyrir að hafa
treyst okkur eins vel og hún
gerði, þakklæti fyrir að hafa gert
kröfur til okkar, kennt okkur að
bjarga okkur, vera sjálfstæð og
kennt okkur góð gildi. Þakklæti
fyrir að sjá ekki hindranir heldur
tækifæri og vera eins og hún var
fjölhæf og nýjungagjörn sem
sannarlega hefur skilað sér til
okkar og barna okkar.
Mamma var ekki mikið fyrir
athygli og hefði ekki viljað langa
lofræðu frá okkur börnunum.
Eins og hún sagði eitt sinn sjálf:
Þeir sem þekkja mig vita hvern-
ig ég er, hinum kemur það bara
ekki við!
Minningin um stóran persónu-
leika, víðsýna og hlýja konu lifir í
hjörtum okkar og afkomenda.
Hvíl í friði elsku mamma, þín
verður sárt saknað.
Halldór, Ásdís og
fjölskyldur.
Elsku mamma mín. Skyndi-
legt fráfall þitt er bæði ótrúlegt
og sárt. Á örskotsstundu er ég
kominn í hóp þeirra fjölmörgu
sem hefðu svo gjarnan viljað fá
að hitta látinn ástvin bara einu
sinni, faðma hann innilega og
segja honum hvað þeir elskuðu
hann mikið. Ég hefði líka bætt
því við hvað ég væri þér þakk-
látur fyrir handleiðslu þína alla
tíð. Þú vafðir okkur systkinin svo
sem aldrei í bómull en kannski
var galdurinn þinn einmitt fólg-
inn í því að treysta okkur og um-
vefja í senn. Vera til staðar án
forsjárhyggju og prédikana.
Leiðbeina okkur án þess að
skipa.
Blandan af húmornum og
hjartahlýjunni var bæði gefandi
og notaleg. Mamma mátti ekkert
aumt sjá og var ekki einasta
ávallt reiðubúin til þess að að-
stoða fjölskyldu sína og vini
heldur að því er virtist vanda-
lausa hvenær sem þeir bönkuðu
upp á. Ég var síðbúin hugmynd í
stækkunarferli fjölskyldunnar
hjá mömmu og pabba og fékk
það eftirsóknarverða hlutverk að
vera örverpið í systkinahópnum.
Þegar systkini mín fluttu úr for-
eldrahúsum var ég aðeins
þriggja ára gamall og því mynd-
aðist náið samband milli mín og
mömmu á sama tíma og pabbi
sótti sjóinn sem skipstjóri á upp-
vaxtarárum mínum.
Samband ykkar pabba og lífs-
mynstur var í senn einfalt og
heilbrigt. Þegar hann var í landi
var hann hjá þér. Vildi hvergi
annars staðar vera. Og vill ekki
enn. Ykkur leið vel saman og
þurftuð ekki meir. Skyndilegt
fráfall þitt er því mikið reiðars-
lag og verkefni okkar systkin-
anna fyrst og síðast að hjálpa
föður okkar yfir þann mikla hjall
sem við honum blasir.
Það er líka verkefni okkar að
styðja ömmubörnin þín í gegnum
sorgina. Þú varst vakin og sofin
yfir velferð þeirra og sú ást var
óháð þeim tímabundu fjarlægð-
um og landamærum sem skildu
dagleg samskipti að.
Takk, elsku mamma mín, fyrir
að vera best af öllum en takk
mest fyrir að vera eins og þú
varst – góðmennskan í gegn en
aldrei með glassúr. Ég elska þig.
Þinn sonur
Atli Rafn.
Elsku amma mín. Ég á erfitt
með að trúa því að þú sért farin
frá okkur. Ég vildi óska þess að
ég gæti fengið eitt tækifæri enn
til þess að heimsækja ykkur afa í
Seftjörnina og borða með ykkur
góðu kjötsúpuna þína og spjalla
við eldhúsborðið eins og við
gerðum svo oft.
Amma Lú var litríkur og
skemmtilegur karakter með æð-
islegan húmor. Ég á ótal margar
minningar sem ég mun aldrei
gleyma: Ferðirnar til Fuerte-
ventura og Tenerife þar sem við
hittum Sólmund að ógleymdum
veiðiferðunum með ykkur afa
þar sem við hittum „Gogglar-
ann“.
Ég mun minnast þín svo lengi
sem ég lifi elsku amma mín.
Ég elska þig og sakna þín.
Þín
Katrín Arna Kjartansdóttir.
Amma Lú, eins og hún var
alltaf kölluð af okkur barnabörn-
unum, kvaddi okkur óvænt fyrir
viku. Amma sem alltaf var svo
hraust og kvartaði aldrei. Amma,
þessi mikla kjarnakona. Amma
sem ég sagði svo oft sögur af,
oftar en ég gerði mér grein fyrir,
svo oft að vinnufélagi minn hafði
orð á því um daginn að hafa aldr-
ei heyrt jafn margar sögur af
ömmu einhvers. En hún var ein-
stök, litríkur karakter og
skemmtileg.
Ég er svo heppin að vera elsta
barnabarnið í hópnum og fékk
því að upplifa alls kyns ævintýra-
ferðir með ömmu sem ég mun
ætíð minnast með þakklæti.
Það var ekkert sem hét „kyn-
hlutverk“ þegar hún var annars
vegar. Hún var með meirapróf,
keyrði rútu og það var hún sem
fór með okkur systkinin að veiða.
Nokkuð sem öðrum fannst vera
karlmannssport. Hún tók okkur
systkinin með í hjólhýsið þeirra
afa við Gluggafoss í Fljótshlíð
þar sem henni datt í hug einn
morguninn að hún skyldi ná
mynd af okkur við fossinn. Hún
stillti okkur upp við fossinn,
óþarflega glannalega að mínu
mati og ég tjáði fólki við heim-
komu að amma hefði reynt að
drepa okkur. Þetta þótti ömmu
fyndið og sagði reglulega frá
misheppnaðri „morðtilrauninni“.
Amma hafði áhuga á bókum
og íslenskri náttúru, hún fór með
okkur í gönguferðir í Þrasta-
skógi, við Ingólfsfjall og fleiri
staði, þar sagði hún gjarnan sög-
ur af skemmtilegum furðuverum
og gæddi gönguferðirnar þannig
lífi.
Hún var góð í gegn. Það skipti
ekki máli hvern vantaði aðstoð,
hún var alltaf boðin og búin að
aðstoða, hvort sem var ættingja,
vini eða ókunnuga og aldrei vildi
hún neitt í staðinn.
Á síðasta ári hlotnaðist mér sá
heiður að taka ömmu ásamt fríðu
föruneyti í ævintýraferð til Ísr-
aels í heimsókn til Viðars bróður
míns. Við heimsóttum Eiffelt-
urninn í París og Dauðahafið í
Ísrael, fyrir þennan tíma er ég
ótrúlega þakklát.
Amma gaf mér nýverið fyr-
irfram brúðkaupsgjöf, þrátt fyrir
engin áform um brúðkaup. Það
var púsl með mörg þúsund
púslum sem hún hafði dundað
sér við í þrjár vikur með flísa-
töng, ljós og stækkunargler að
vopni. Ég á engin orð yfir það
hvað mér þykir vænt um það í
dag.
Þrátt fyrir að hún hafi ekki
alltaf sýnt væntumþykju í koss-
um og faðmlögum vissi maður
alltaf að hjarta hennar var fullt
af væntumþykju til okkar. Ég
veit að ég er ekki sú eina sem
væri til í að hitta hana einu sinni
enn, gefa henni gott knús, sem
hún varð meira fyrir seinni árin,
eftir að við barnabörnin höfðum
verið með hana í stífum æfinga-
búðum.
Ég þakka fyrir allar góðu
stundirnar og það sem amma
kenndi mér: Að vera samkvæm
sjálfri mér og hafa engar áhyggj-
ur af því hvað öðrum finnst um
mig.
Ég lofa að passa upp á afa fyr-
ir þig. Takk fyrir allt.
Þín nafna,
Hólmfríður Erna.
Elsku amma Lú, takk fyrir
allt sem þú gerðir með mér.
Fórst með mig í bústað og í
veiði.
Þú skoðaðir með mér áhuga-
verða steina.
Þér fannst ég sniðug og mér
fannst þú vera sniðug.
Ég held að við höfum sett
heimsmet í fyrra, þegar ég fór í
Eiffelturninn með tveimur lang-
ömmum og tveimur langöfum.
Ég elska þig amma mín.
Þín langömmustelpa,
Ásdís Inga.
Fyrrverandi tengdamóðir,
Guðríður Erna Halldórsdóttir,
er látin langt um aldur fram og
ótímabært. Ég kynntist Ernu,
eins og hún var gjarnan kölluð,
sumarið 1984 og tókst með okk-
ur góð vinátta sem stóð allar göt-
ur síðan. Þótt Erna væri kannski
ekki mikið fyrir að sýna tilfinn-
ingar sínar þá sýndi hún á sinn
hátt væntumþykju sína og ást.
Erna var með sínum hætti hrjúf
á yfirborðinu og sagði sínar
skoðanir umbúðalaust ef svo bar
undir og tókumst við stundum á
um þjóðmálin. Við Ásdís dóttir
hennar slitum samvistir árið
2002 en þó bar engan skugga á
okkar vináttu og áfram kom ég
til þeirra Ernu og Viðars að fá
fyrst rótsterkan gulan Braga og
eitthvað mildara seinni árin og
létt spjall. Ég minnist þess eitt
sinn er Erna skipulagði rútuferð
inn á hálendið, sem mig minnir
að hún hafi gert nokkrum sinn-
um, er hún kom inn til okkar Ás-
dísar og spurði hvort við kæmum
ekki með Fjallabaksleið syðri,
hún vissi að ég væri ekki mikið
fyrir slíkt þar sem enski boltinn
væri á laugardögum og ég vildi
ekki missa af honum. Hún plat-
aði okkur til þess að koma með í
ferðina með því loforði að við
kæmum heim sama dag en í
ferðalaginu kom í ljós að gist var
á leiðinni og ekki stóð til að
koma heim fyrr en síðdegis á
sunnudegi. Henni fannst þetta
mjög fyndið og hló sig máttlausa
og hafði þetta ferðalag lengi í
minnum, en þess má geta að ég
fór ekki í margar hálendisferðir
eftir þetta. Ekki er hægt að
minnast Ernu án þess að geta
hennar einstöku hæfni í gerð
brauðtertna, bæði skonsutertur
og hennar einstöku humarbrauð-
tertur, hún var líka einstaklega
hjálpsöm við margt fólk þegar
gera þurfti kökur og tertur við
ýmis tilefni.
Erna og Viðar fengu sérstök
uppnefni hjá barnabörnunum,
amma Lú og afi Safi, og fólk var
nú margt mjög hissa á þessum
nöfnum en þau festust algjörlega
við þau. Erna og Viðar sýndu
börnum okkar Ingunnar
væntumþykju með gjöfum bæði
á afmælum og jólum og fyrir
þetta erum við þakklát. Ég fór
viku fyrir andlát frú Guðríðar,
eins og ég gjarnan kallaði hana,
með Rannveigu dóttur mína og
afabörnin mín, Ásdísi Ingu og
Henning Thor, og langömmu-
börn ömmu Lú í heimsókn í Sef-
tjörnina og dreif Erna fram ís og
meðlæti og Viðar myndaði í bak
og fyrir, þetta var dýrmæt heim-
sókn.
Elsku Viðar vinur minn, Hall-
dór, Ásdís, Atli og fjölskyldur og
elsku börnin mín, Hólmfríður
Erna, Viðar Örn og Katrín Arna,
við Ingunn, Guðrún Birna og
Rannveig Helga vottum innilega
samúð við fráfall elsku Ernu.
Kjartan Björnsson.
G. Erna
Halldórsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HÖRN SIGURÐARDÓTTIR,
lést að morgni sunnudagsins 4. mars á
hjúkrunarheimilinu Mörk við Suðurlands-
braut.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar A. Finnsson Jóhanna Ragnarsdóttir
Sigurður Kr. Finnsson
Stefán Agnar Finnsson Ingibjörg M. Pálsdóttir
Guðmundur Eggert Finnsson Guðrún Þorvaldsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HRAFN ÞÓRHALLSSON,
Víkurbakka 18,
lést á heimili sínu 17. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Jóna Guðlaugsdóttir
Þórhallur I. Hrafnsson Heba Bogadóttir
María G. Hrafnsdóttir
Hrafnhildur J. Hrafnsdóttir
barnabörn og langafabörn
Okkar kæri bróðir, mágur og frændi,
JÓN STEINAR TRAUSTASON
frá Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Árskógum í
Reykjavík laugardaginn 24. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Ágústa Traustadóttir Guðmundur B. Sigurgeirsson
Brynja Traustadóttir Sigurður Hafsteinsson
Óli Ísfeld Traustason Bonny Harvey
Steinunn Traustadóttir
Ásta Traustadóttir Sigurður Stefánsson
og systkinabörnin
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG VILMUNDARDÓTTIR,
Sólhlíð 19,
Vestmannaeyjum,
lést föstudaginn 2. mars.
Marta Bergþórsdóttir Ásgeir Sverrisson
Böðvar Vignir Bergþórsson Bryndís Guðjónsdóttir
Ólafía Bergþórsdóttir
Vildís Bergþórsdóttir Birgir Tómas Arnar
barnabörn og langömmubörn
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR SNORRASON,
Gnoðarvogi 76,
104 Reykjavík,
lést miðvikudaginn 28. febrúar.
Jarðarför auglýst síðar.
Aðstandendur hins látna
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HAUKUR JÓHANNSSON
húsasmíðameistari,
lést á Landspítalanum 18. febrúar. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðbjörg Helgadóttir
Helga Hauksdóttir Þorkell Jónsson
Sólveig Hauksdóttir Guðmundur Halldórsson
Jóhann Hauksson Sigrún Magnúsdóttir
Kristján Hauksson
Kristrún Hauksdóttir Hjalti Þór Ragnarsson
Guðrún Hauksdóttir Steingrímur Ásgrímsson
og barnabörn