Morgunblaðið - 06.03.2018, Page 22

Morgunblaðið - 06.03.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Landspítalanum 6. apríl 1918. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 20. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Ár- mann Benediktsson bóndi, ættaður frá Eystri-Reyni í Innri-Akraneshreppi, f. 16. des- ember 1898, d. 2. desember 1963, og Valdís Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, ættuð frá Leiti í Dýrafirði, f. 26. október 1892, d. 10. október 1962. Sig- ríður var næstelst af sex systr- um, eftirtaldar í aldursröð: Bergþóra Baldvinsdóttir, f. 27. desember 1913, d. 30. desember 1999, Margrét Ingunn Jónsdótt- ir, f. 13. október 1919, d. 18. september 1995, Matthildur 1944, fyrri maður Heinz Jensen (látinn) og eiga þau tvo syni. Seinni maður hennar er John Henriksen. 4) Jón Ármann, f. 1946, kvæntur Ingibjörgu Guð- jónsdóttur, búsett á Akranesi, þau eiga þrjú börn, sjö barna- börn og eitt langömmubarn. 5) Einar Ottó, f. 1957, kvæntur Önnu Guðfinnu Barðadóttur, búsett á Akranesi, þau eiga tvær dætur. Afkomendur Sig- ríðar eru alls 52. Sigríður ólst upp á Frakka- stíg 6 í Reykjavík, síðar Fögru- brekku við Langholtsveg. Hún var mikil hannyrðakona, saumakona og ræktaði blóm í garðinum sínum. Á miðjum aldri starfaði hún við afgreiðslu í fataverslun, blómabúð og þrif á sjúkrahúsinu. Sigríður er fædd frostaveturinn mikla, veiktist af spænsku veikinni og var ekki hugað líf. Hún náði þó þessum aldri og vantaði aðeins 44 daga í hundrað árin. Útför Sigríðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 6. mars 2018, klukkan 13. Jónsdóttir, f. 8. febrúar 1922, d. 13. maí 2000, Katrín Ruth Jónsdóttir, f.11. maí 1927, d. 4. október 2007 og Guðbjörg Svanhild- ur Jónsdóttir, f. 27. nóvember 1930. Sigríður giftist 25. júní 1937 Einari Ottó Jónssyni f. 27. október 1913, d. 11. apríl 2002. Þau bjuggu lengst af í Akurgerði 21 og í Akurprýði. Börn þeirra eru 1) Sævar, f. 1937, kvæntur Ólöfu Ragnheiði Angantýsdóttur og voru þau búsett í Svíþjóð en þau eru lát- in. Börn þeirra eru þrjú, eitt látið, og eiga þau fimm barna- börn. 2) Valdís, f. 1942, kvænt Helga Hannessyni (látinn), bú- sett á Akranesi, þau eiga tvo syni, tíu barnabörn og tíu langömmubörn. 3) Guðbjörg, f. Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Valdís. Mig langar að minnast Sigríð- ar, eða Siggu eins og hún var allt- af kölluð, með nokkrum orðum. Ég hitti Siggu fyrst fyrir u.þ.b. 27 árum þegar ég kynntist syni hennar, Sigga bjó þá á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Á þeim tíma var ég óörugg og feimin að hitta tilvonandi tengdamóður mína , ég var með ýmsar hug- myndir í kollinum , hélt t.d. að ég yrði nú ekki nógu góð tengda- dóttir. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur, Sigga tók mér opnum örmum og reyndist mér afar vel í gegnum árin. Mér er ofarlega í huga núna við leiðarlok , þegar ég flutti frá Reykjavík og upp á Akranes til að hefja sambúð með syni hennar . Ég var þá ófrísk að eldri dóttur okkar, ég þekkti eng- an á Skaganum nema tengdafólk- ið mitt. Eftir að ég flutti hafði Sigga samband við mig á hverj- um degi til að vita hvernig ég hefði það, hún annað hvort kom til mín eða hringdi, sama gerði hún eftir að dóttir mín fæddist. Ég hugsaði ekki mikið út í það á þeim tíma , en ég sé það núna hvað þetta var mér í raun mikils virði, hún sýndi mér mikla um- hyggju með þessu. Síðar eftir að yngri dóttir mín fæddist fann ég það að Sigga vildi vera til staðar fyrir okkur ef á þyrfti að halda. Hún var dætrum okkar góð amma og fylgdist grannt með þeim og hvað þær tóku sér fyrir hendur. Sigga var mjög ákveðin og stundum dálítið föst fyrir en hún var réttsýn kona og ákaflega hjálpsöm, það var gott að biðja hana um aðstoð ef á þurfti að halda. Ég held að Sigga hafi verið heimakær, samt ferðaðist hún mikið með manni sínum eftir að árin færðust yfir. Þau fóru t.d. í langa siglingu með skemmti- ferðaskipinu Baltica um Miðjarð- arhaf. Hún fór ófáar ferðirnar til Svíþjóðar og Danmerkur að heimsækja börnin sín og kom þá brún og sælleg til baka. Sigga var mikið fyrir fjölskylduna sína og sinnti henni af kostgæfni meðan krafta hennar naut við. Hún var ákaflega gestrisin og ég held að hún hafi notið þess að gera vel við sína gesti. Hún var listræn og eft- ir hana liggja falleg handverk. Sigga hafði gaman af að búa til góðan mat og hún var dugleg að prófa hina ýmsu rétti í eldhúsinu. Sigga og Einar maður hennar komu sér upp sumarhúsi inn við Miðvogslæk rétt utan við Akra- nes. Þar dvöldu þau frá því snemma að vori og til hausts. Ár- ið 1989 fóru þau út í að byggja sér einbýlishús á landareigninni, þar voru þau með mikla trjárækt og blómarækt, Sigga var aðallega í blómaræktinni og var með gróð- urhús, þar döfnuðu blómin vel í hennar umsjá. Árið 1987 fengu þau hjónin svo viðurkenningu fyrir vel snyrtan og fallegan garð. Sigga dvaldi á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þegar hún dó, hún var þá búin að vera þar í 22 ár. Það var afar vel hugsað um Siggu á dvalarheimilinu og á starfsfólkið þar bestu þakkir skildar fyrir hlýju og góða umönnun. Það verða margir sem sakna Siggu og hennar skarð verður ekki fyllt, en við skulum ylja okkur við ljúfar minningar um góða konu. Ég vil að leiðar- lokum þakka Siggu samfylgdina og votta börnum hennar, tengda- börnum og öðrum ástvinum sam- úð mína. Blessuð sé minning góðrar konu. Anna G. Barðadóttir Elsku amma mín, mikið er erf- itt að kveðja þig. Þó að þú hafir verið orðin 99 ára, alveg að verða 100 bara eftir einn mánuð, þetta er búið að vera langt og gott ferðalag hjá þér. Ég lít upp til þín, flotta kona. Glæsileg, góð og með góðan húmor. Ég man svo vel eftir því þegar ég kom til þín og afa upp á Stykki í fallega garð- inn ykkar og heita pottinn. Þegar þið fluttuð inn í nýja húsið sem var byggt rétt fyrir ofan gamla húsið, það var sem draumi líkast að koma í sveitina þar sem þú og afi voruð að sýslast í garðinum ykkar og gleymi ég aldrei fallegu sólstofunni sem var stútfull af blómum og fallegum plöntum. Mikið var um veislur og við krakkarnir sátum í kássu inní sjónvarpsherbergi að horfa á VHS-spólur sem þú hafðir tekið upp barnaefni á fyrir okkur, þú hugsaðir fyrir öllu. Skemmtileg- asta og eftirminnilegasta barna- efnið var Klaufabárðarnir. Leið þín lá frekar snemma uppá Dval- arheimilið Höfða en þú fylgdir þínum manni sem var orðinn veikur og þurfti góða umönnun. Þegar afi fór varstu mjög sorg- mædd en svo sterk, þú elskaðir hann svo mikið og hefur alltaf haldið áfram að tala um hann og haldið minningunni hans lifandi með því að segja mér sögur um ykkur. Hvernig þið kynntust á ballinu sem þú og systir þín fóru á og margt fleira sem þú sagðir mér frá. Mér fannst gaman að hlusta á þig og fræðast um ykkur. Alltaf varstu svo fín, fallegu lökk- uðu neglurnar þínar og þú með mikið glingur, man svo vel að ég ætlaði alltaf að vera svona fín eins og þú. Við vorum vinkonur, þú hringdir oft í mig stökum sinnum rukkaðir þú mig um heimsókn ef ég var ekki búin að láta sjá mig lengi. Við fórum margoft rúnt saman og einkenndist oft sá rúnt- ur af því að koma við í sjoppu og fá okkur pylsu og appelsín í gleri. Svo fékkstu þér nesti með þér í leiðinni, samloku með hangikjöti og baunasalati. 27. október 2009, sem er einnig afmælisdagurinn hans afa, eignaðist ég drenginn minn, hann Daníel, sem lifði að- eins í klukkustund, eftir fulla meðgöngu. Þú vildir að hann yrði jarðaður hjá afa Einari sem myndi passa hann fyrir mig og svo þegar þinn tími kæmi færir þú þá til þeirra beggja. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þú takir þetta hlutverk að þér þangað til minn tími kemur. Ég á ekki orð sem lýsa því hversu þakklát ég er að hafa þekkt þig og þú hefur allt- af hugsað svo vel um mig. Þú hjálpaðir mér í gegnum mína sorg og spurðir oft þegar ég kom til þín hvort ég væri ekki búin að heimsækja þá upp í kirkjugarð, þú lést þá skipta máli og þeir voru okkar. Það hlýjar mér svo þegar ég og mamma komum til þín um daginn og þú ljómaðir öll við að sjá okkur og hlóst með okkur mæðgum þrátt fyrir að hafa verið mikið veik. Þér þótti vænt um okkur báðar, við fundum það og þú fékkst alltaf stjörnur í augun þegar mamma mín kom til þín. Þér fannst svo gaman að tala við hana og hún skipti þig máli og mér þykir mjög vænt um hvað þú sýndir okkur mikla athygli. Ég veit þú hefur það gott hjá öllu frá- bæra fólkinu okkar og nóg að gera með lítið barn í fangi núna, mér þykir vænt um þig. Þín Bryndís. Elsku amma. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin. Það var eins og þú yrðir alltaf hjá okkur. Þrátt fyrir háan aldur hristir þú af þér flest veikindi og náðir alltaf heilsu á ný. Enda varstu lífsglöð og hlakkaðir mikið til aldarafmælis- ins. Það er ekki sjálfgefið að eiga ömmu sem nær þessum aldri og fyrir það er ég mjög þakklát. Við áttum ótal margar góðar stundir. Jólin sem við eyddum saman í Akurprýði, fjöldinn allur af föstudagskvöldum þar sem við pabbi komum til þín og horfðum á Idolið, stundirnar sem við eydd- um í garðinum á góðviðrisdögum og í heita pottinum og þegar við ræddum naglalakk hvor annarrar svo fátt eitt sé nefnt. Þú varst alltaf með naglalakk og vel til fara, með skartið þitt og gjarnan nýkomin úr lagningu. Ég hef það frá þér að vilja alltaf vera með naglalakk og þú bentir mér gjarnan á að naglalakkið mitt væri fallegt, ef þér fannst svo og líka ef þér fannst það ekkert sér- stakt, en það var nú oftar á hinn veginn. Eitt sumarið þegar ég var í unglingavinnunni fékk ég það verkefni ásamt fleirum að fara upp á Höfða og fara í gönguferð með gamla fólkinu. Þú varst ekki vön að fara með í þessar göngu- ferðir en komst með af því að ég var þarna og ég keyrði þig í hjóla- stólnum meðfram Langasandi á meðan við spjölluðum og nutum útsýnisins. Það var alltaf gott að koma til þín. Lengi vel bauðstu okkur gjarnan upp á namm og kókó. Þér fannst mikilvægt að eiga eitthvað til þegar gesti bar að garði og minntir okkur á að fara í ísskáp- inn og jafnvel að fá okkur ábót eða taka með í nesti. Það var af- skaplega notalegt að sitja hjá þér, umvafinn myndum af stórfjöl- skyldunni sem var þér mjög kær og tala um daginn og veginn. Þú talaðir þó ekki um sjálfa þig en Sigríður Jónsdóttir Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞÓR KARLSSON skipstjóri, Breiðuvík 16, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 9. mars klukkan 13. Helga Ólafsdóttir Karl Þorvaldur Jónsson Lilja Jónsdóttir Þórdís María Jónsdóttir Ólafur Páll Jónsson Birna Sigurðardóttir Ágúst Sturla Jónsson Oddný Hróbjartsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Móðir okkar, RAGNHEIÐUR ESTER GUÐMUNDSDÓTTIR, Þröm, Laugarvatni, er látin. Útför verður frá Skálholtskirkju laugardaginn 17. mars klukkan 14. Börnin Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, ALDA MARKÚSDÓTTIR, lést laugardaginn 3. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Margrét Eggertsdóttir Guðbjörn Sigurmundsson Hildur Guðbjörnsdóttir Árni Guðbjörnsson Alda Kristín Guðbjörnsdóttir Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS Á. GUÐMUNDSSON, dvalarheimilinu Höfða, áður Grundartúni 8, Akranesi, lést 24. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 8. mars, klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða. Sigríður H. Magnúsdóttir Jón Magni Ólafsson Skúli Magnússon Sigríður O. Jónsdóttir barnabörn og langafabörn Okkar ástkæri BÖÐVAR PÁLSSON, Búrfelli, Grímsnesi, lést laugardaginn 3. mars. Útförin fer fram í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 10. mars klukkan 14. Lísa Thomsen Sigurður Böðvarsson Guðrún Bragadóttir Laufey Böðvarsdóttir Bryndís Á. Böðvarsdóttir Pétur Ingi Haraldsson Anna Ýr Böðvarsdóttir Sigurður Benediktsson Lára Böðvarsdóttir Sturla Jónsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Strandgötu 41, Akureyri, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. mars klukkan 15. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styðja starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Kristín Kristjánsdóttir Helga Kristjánsdóttir Marteinn Kristjánsson Elskuleg eiginkonan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma BETA EINARSDÓTTIR hjúkrunarkona, Langholtsvegi 39 lést föstudaginn 2. mars á Skjóli. Útför fer fram þriðjudaginn 13. mars klukkan 15. í Áskirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Fjalarr Sigurjónsson Anna Fjalarsdóttir Gísli Skúlason Máni Fjalarsson Anna Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri HJÖRLEIFUR BERGSTEINSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, þriðjudaginn 20. febrúar. Útför hans verður í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur vilja sérstaklega þakka starfsfólki á Eiri fyrir frábæra umönnun. Aðalheiður Bergsteinsdóttir Guðný Bergsteinsdóttir Ísleifur Marz Bergsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.