Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 27
Laufey var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ 1990- 2006, sat í bæjarráði, var forseti bæj- arstjórnar frá 1990 og lengst af síðan til 2006, var formaður félagsmála- nefndar, skipulagsnefndar og sat í ýmsum öðrum ráðum og nefndum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Laufey var framkvæmdastjóri Plúsferða frá stofnun, 1995-2008. Hún var sveitarstjóri Hvalfjarðar- sveitar 2008-2014, við góðan orðstír, en sveitarfélagið varð til við samein- ingu fjögurra hreppa 2006. Laufey var fararstjóri á Mallorca sumrin 2015 og 2016, hefur verið far- arstjóri í skemmtisiglingum og hefur sinnt leiðsögn hér á landi fyrir er- lenda ferðamenn frá 2016. Laufey var formaður svæðis- skipulagsráðs höfuðborgarsvæðisins, var í starfshópi sveitar- og bæjar- stjóra á Vesturlandi við endurskoðun á starfsemi SSV, stýrði stefnumótun við lagningu ljósleiðara í Hvalfjarðar- sveit og við hitaveituvæðingu Hval- fjarðarsveitar, sat í stjórn Eignar- haldsfélagsins Spalar, 2010-2014, sat í framkvæmdastjórn Kvennahlaups í Garðabæ 1882-2003 og lengst af for- maður og var formaður og stjórnar- maður Strætó bs. og Almennings- vagna 1994-2002. Laufey hefur starfaði í Lionshreyf- ingunni í rúm 30 ár, sinnt þar fjölda trúnaðarstarfa, m.a. verið umdæmis- stjóri og fjölumdæmisstjóri fyrst kvenna hér á landi 1996 og 1997 og var aðalhvatamaður og bakvörður Lionsverkefnisins Rauða fjöðrin. Á sama tíma stýrði hún samstarfi Lionshreyfinganna á Norðurlöndum, hefur starfað í Kvenfélaginu í Hrísey og Kvenfélagi Garðabæjar og verið gjaldkeri þess, sat í stjórn, var forseti og ritari Inner Wheel í Görðum 2004- 2017 og í sóknarnefnd Garðasóknar 2015-2017. Fjölskylda Eiginmaður Laufeyjar er Skúli Gunnar Böðvarsson, f. 7.10. 1948, sölumaður. Foreldrar hans voru hjónin Böðvar Sigurðsson, f. 1.8. 1916, d. 1.7. 1985, trésmíðameistari í Hafnarfirði og einn af stofnendum Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar, og Marta Jónsdóttir, f. 25.6. 1915, d. 4.12. 1988, hárgreiðslumeistari. Börn Laufeyjar og Skúla eru: 1) Marta María, f. 12.5. 1968, tækni- fræðingur, búsett í Garðabæ, gift Arnóri S. Árnasyni og eru börnin Margrét Laufey og Skúli Snær; 2) Hjördís Ýrr, f. 22.9. 1973, kennari, búsett í Hafnarfirði, gift Þórarni Þór- arinssyni og eru börn þeirra Úlfur, Breki og Rán, og 3) Jóhann Böðvar, f. 5.6. 1978, húsasmíðameistari, búsett- ur í Garðabæ, kvæntur Guðrúnu Hin- riksdóttur og eru börn þeirra Óskar Már og Laufey Katrín. Bræður Laufeyjar eru Árni for- stöðumaður, búsettur á Seltjarnar- nesi, og Kristján framkvæmdastjóri búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Laufeyjar voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir, f. 14.6. 1924, d. 2016, verslunarmaður, og Jóhann Kristján Árnason, f. 23.3. 1923, d. 2013, skipasmíðameistari.. Þau voru frumbyggjar í Vogahverfinu og bjuggu nær allan sinn búskap í Njörvasundi í Reykjavík. Jóhanna Laufey Jóhannsdóttir Ingibjörg Steinun Eyjólfsdóttir húsfr. í Sandgerði Jóhann Kristján Árnason sjóm. í Sandgerði Árni Jóhannsson skipasmíðam. í Rvík Jóhanna Laufey Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Jóhann Kristján Árnason skipasmíðameistari í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Hrísey Guðmundur Erlendsson útvegsm. í Hrísey Birgir Blöndal fyrrverandi sviðsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga Svava Árnadóttir húsfr. í Rvík igríður Johnson gjaldkeri í Rvík SÁgústa Karlotta Sigrún Johnson deildarstjóri í Seðlabanka Sigríður Jóhannsdóttir húsfr. í Rvík Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi Jóhannes Sigurðsson húsasmiður Sigurður Helgi Jóhannesson kjötiðnaðarm. Sigurður Helgi Jóhannsson sjóm. og vaktm. í Rvík Sigurjón Sigurðsson skrifstofum. í Rvík Kristján Sigurjónsson fréttam. á RÚV Árni Jóhannsson fyrrv. formaður Útivistar Kristján Jóhannsson framkvæmdastj. LS Retail Elías Þórarinn Magnússon form. í Bolungarvík Guðmunda Elíasdóttir söngkona Jóna Magnúsdóttir húsfr. í Bolungarvík Sumarliði Magnússon sjóm. í Bolungarvík Guðbjörg Sumarliðadóttir húsfr. á Ísafirði og í Rvík Ragna Magnúsdóttir lengi bókhaldari við Morgunblaðið Magnús Skaftason Guðjónsson sjóm. á Ísafirði og í Rvík Sigríður Halldórsdóttir húsfr. á Ísafiði Guðjón Magnússon verkam. á Ísafirði Úr frændgarði Jóhönnu Laufeyjar Jóhannsdóttur Sigríður Magnúsdóttir verslunarm. í Rvík Afmælisbarnið Jóhanna Laufey. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Agnar Guðmundson fæddist íKaupmannahöfn 6.3. 1914.Foreldrar hans voru Júlíus Guðmundsson stórkaupmaður og k.h., Elín Stephensen húsfreyja. Júlíus var sonur Stefáns Guð- mundssonar verslunarstjóra og Andreu Nielsdóttur Weywadt, en Elín var dóttir Magnúsar Stephen- sens landshöfðingja og Elínar Jón- asardóttur Thorstensen. Eiginkona Agnars var Birna Pet- ersen húsfreyja sem lést 1969, dóttir Hans Petersen stórkaupmanns og Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Agnars og Birnu: Guðrún, læknir og fyrrv. alþm. og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands; Hans, fyrrv. framkvæmdastjóri; Elín, fyrrv. sölustjóri, og Júlíus fram- kvæmdastjóri sem lést 2013. Agnar lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík 1929, verslunarskólaprófi í Englandi 1933 og stýrimannaprófi í Reykjavík 1939. Agnar fór ungur til sjós, var á síldveiðibátum, varðskipinu Óðni og norskum og dönskum skipum, háseti og stýrimaður á togurum 1939-44, sigldi þá margar ferðir með fisk til Bretlands á skipum er lentu í svað- ilförum, var t.d. stýrimaður á Arin- birni hersi er skipið varð fyrir vél- byssu- og sprengjuárás þýskrar flugvélar við Englandsstrendur. Agnar var verkstjóri í Bretavinn- unni, vann hjá Fiskimálanefnd, Jarðborunum ríkisins, kynnti sér bortækni í Bandaríkjunum og var bormeistari ríkisins 1947-51 og vann með Gunnari Böðvarssyni verkfræð- ingi að jarðborunum eftir heitu vatni, gufu og neysluvatni víðs vegar um landið. Hann var stýrimaður, skipstjóri og fyrsta íslenska hvalskyttan, á hvalbátum Hvals, hafði umsjón með viðhaldi og viðgerðum skipanna og sinnti jafnhliða öðrum störfum 1954- 70, var skoðunarmaður sjótjóna hjá Sjóvá 1956-68, skoðunarmaður hjá Könnun ehf., Lloyds umboðinu á Ís- landi 1968-71 og framkvæmdastjóri þess 1971-79. Agnar lést 31.1. 2002. Merkir Íslendingar Agnar Guðmundsson 95 ára Málfríður A. Sigurðardóttir 90 ára Elín Eggerz Stefánsson Elvira Christel Einvarðsson Guðný Gunnlaugsdóttir 85 ára Hörður Gíslason 80 ára Aðalsteinn Hallsson Gíslína Erla Eyþórsdóttir Jóhannes G. Haraldsson Jóhann H. Haraldsson Sigurður Kristinsson Steinunn Sigurmundsdóttir 75 ára Kristján Jón Guðnason Lúðvík Lúðvíksson Ragnhildur Antonsdóttir 70 ára Árni Hjaltason Ester Hansen Gunnar Kjartansson Herdís J. Skarphéðinsdóttir Ingi Þór Reyndal Laufey Jóhannsdóttir Lára J. Einarsdóttir Sigríður Guðbj. Guðmundsdóttir Sigrún Guðnadóttir Sævar Stefánsson 60 ára Andris Grietens Erling Guðnason Fannar Eyfjörð Skjaldarson Guðmundur Magnússon Gunnar Valur Gíslason Halldór Lárus Pétursson Helga Hallbjörg Vigfúsdóttir Ragnar Guðni Axelsson Sigurveig Björk Árnadóttir Sigurvin Jónsson Þorleifur Óskarsson Þórir Ingvarsson 50 ára Andrés Erlingsson Ásta S. Benediktsdóttir Ívar Hlíðdal Sveinsson Jakob Pálsson Jóhanna M. Kristjánsdóttir Kolbrún Björk Snorradóttir Linda Sörensen Malgorzata Kozlowska Sigríður V. Jóhannesdóttir Virgilijus Arulis Ægir Örn Sveinsson 40 ára Alina Dorota Gmur Árni Már Kjartansson Björgvin Björgvinsson Jón Freyr Benediktsson Jón Sigtryggsson Kristjana B. Arnbjörnsdóttir Michael Höffding Dyrhauge Ragnheiður Ásgeirsdóttir Sárka Bartusková Theodóra S. Sigurðardóttir Tómas Guðmundsson Vilhelmína Vilhjálmsdóttir 30 ára Aðalbjörg Þ. Hjartardóttir Auður Rakel Georgsdóttir Baohui Li Berglind Björk Bjarkadóttir Guðmundur Kjartansson Helga Sif Grétarsdóttir Jenný Lind S. Herlufsen Lukasz Tekien Maria Natale E. Alvarez Pétur Þór Elíasson Rúnar Már Þráinsson Sigurgeir Snævar Árnason Sveinn Ævar Sveinsson Til hamingju með daginn 30 ára Sveinn ólst upp í Garðabæ, býr í Kópavogi, lauk sveinsprófi í múr- verki, er með BA-próf í lögfræði, er að ljúka ML- ritgerðinni frá HR, og er lögfræðingur hjá Lög- mönnum Sundagörðum. Maki: Eydís María Ólafs- dóttir, f. 1994, nemi. Foreldrar: Dagný Helga- dóttir, f. 1948, búsett í Reykjavík, og Sveinn Kristóson, f. 1944, d. 2000, bakarameistari. Sveinn Ævar Sveinsson 30 ára Berglind ólst upp á Drangsnesi, býr í Kópa- vogi, lauk MSc-prófi í markaðsfræði og alþjóða viðskiptum frá HÍ og er flugfreyja hjá Icelandair. Maki: Ari Már Arason, f. 1981, sjómaður. Börn: Kolbrún Lilja, f. 2009, og Almar Ari, f. 2016. Foreldrar: Linda Guð- brandsdóttir, f. 1959, d. 2013, og Bjarki Péturs- son, f. 1959. Berglind Björk Bjarkadóttir 30 ára Auður ólst upp í Lúxemborg, er nýflutt í Mosfellsbæ og stundar nám í sálfræði við HA. Maki: Agnar Friðrik Agn- arsson, f. 1985, krana- maður og kennari. Börn: Alma Hlökk, f. 2011, og Myrkvi Hrafn, f. 2013. Foreldrar: Elísabet Iðunn Einarsdóttir, f. 1968, mat- ráður, og Georg Þorkels- son, f. 1965, flugvirki. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Auður Rakel Georgsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.