Morgunblaðið - 06.03.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.03.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Stríðsglæpamaður fer hulduhöfði í stórborg. Hann ereftirlýstur, en nýturverndar og skjóls í heima- landi sínu. Hann á erfitt með að láta lítið fyrir sér fara, finnst að gamall herforingi, sem hefur staðið vaktina fyrir málstaðinn, eigi ekki að vera hafður í felum eins og menn skammist sín fyrir hann. Það er ekkert langsótt við sögu- þráðinn í myndinni Venjulegur maður. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag, sem stofnaður var til að fjalla um stríðsglæpi í gömlu Júgó- slavíu var leystur upp í desember eftir að hafa starfað í 24 ár. 161 kæra var lögð fram í réttinum. Meðal hinna ákærðu voru kunn- ugleg nöfn á borð við Slobodan Milosevic, Radovan Karadic og Ratko Mladic. Tveir þeir síðast- nefndu fóru einmitt lengi vel huldu höfði í Serbíu. Karadzic starfaði við einhvers konar náttúrulækningar í klínik í Serbíu undir fölsku nafni allt til 2008 að hann var handtek- inn. Því var haldið fram að hann hefði ferðast til Feneyja og sótt leiki í ítölsku knattspyrnunni á meðan hann var eftirlýstur. Mladic naut verndar serbneskra stuðningsmanna allt frá 1997 þegar aðgerðir voru hertar til að hafa uppi á stríðsglæpamönnum. Hann sást á fótboltaleikjum og veit- ingastöðum í Belgrað. Það var ekki fyrr en 2011 að serbnesk stjórn- völd lýstu yfir því að hann hefði verið handtekinn, að sögn eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu. Þá var utanaðkomandi þrýstingur um að hafa hendur í hári hans orð- inn mikill. Herforinginn í myndinni er í svipaðri stöðu. Það er ljóst þegar hann fer um borgina að hann er þekktur. Vegfarendur ýmist fölna upp eða fyllast lotningu þegar þeir verða á vegi hans. Í eitt skipti blas- ir við mynd af honum eftir veggja- krotara þegar hann er á ferð um borgina, sem væntanlega er Belgr- að þar sem myndin var tekin. Myndin hefst þar sem herforing- inn hefur enn einu sinni óhlýðnast og látið sjá sig á almannafæri þannig að flytja þarf hann á nýjan felustað. Hann hefur vart komið sér fyrir í íverustað þegar lykli er snúið í skránni og inn kemur kona, sem segist heita Tanja og vera ráðskona fyrri íbúa. Myndin hverfist um samband herforingjans og Tönju. Fyrsta at- riðið í samskiptum þeirra vekur reyndar furðu. Hann lætur hana afklæðast með öllu, væntanlega til þess að fullvissa sig um að hún sé sú sem hún segist vera, en erfitt er að sjá hvers hann eigi að verða vís- ari með því að sjá hana án klæða og kannski óhætt að taka fram án þess að gefa of mikið upp að þetta er ekki forsmekkur að ástar- eða ofbeldissambandi. Nær væri að segja að myndin fjallaði um stríðs- glæpamann og barnapíuna hans. Hera Hilmarsdóttir leikur Tönju og gerir það af mikilli list. Sam- leikur hennar og Kingsleys í hlut- verki herforingjans er á köflum magnaður. Hún er hikandi og var- kár, furðu áhugalaus um afdrif fyrrverandi vinnuveitanda síns, en fellst þó á að gerast ráðskona her- foringjans, sem er augljóst að hún veit hver er. Hann er agaður að hermanna sið, en er það vanur að gefa skip- anir að hann á erfitt með að hlýða. Honum finnst Tanja hafa ein- angrað sig í skel sinni og á erfitt með að skilja að unga kynslóðin í landinu kæri sig kollótta um verk hans kynslóðar. Honum finnst að hún eigi að hafa meiri metnað, en áttar sig kannski ekki á að kynslóð hennar er undir fargi þeirrar kynslóðar, sem splundraði gömlu Júgóslavíu og ber ábyrgð á óhæfuverkum borgarastyrjaldarinnar á Balk- anskaga. Magnað tvíeyki Kingsley er orðinn 73 ára gamall og leikferill hans spannar hálfa öld og rúmlega það. Hann er fjölhæfur leikari og hefur aldrei fest í ákveðnum rullum, hvorki sem skúrkur né hetja, og þjóðerni þvælast ekki fyrir honum. Hann fékk Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Gandhi, frelsishetju Ind- verja, og lék gyðinginn Itzhak Stern í Lista Schindlers eftir Ste- ven Spielberg. Leikaraferill Heru er öllu styttri, en hún stendur fyllilega jafnfætis Kingsley á hvíta tjaldinu. Hera hefur oft sýnt hvers hún er megnuð og má þar nefna frammi- stöðu hennar í kvikmyndinni Von- arstræti og leikritinu Andaðu, sem sýnt var í Iðnó fyrir tveimur árum, og staðfestir hér hversu góður leik- ari hún er. Það segir líka sitt að Kingsley, sem skráður er framleið- andi myndarinnar, vildi fá Heru til að leika á móti sér í myndinni eftir að hafa leikið með henni í mynd- inni The Ottoman Lieutenant. Heimspekingurinn Hannah Arendt skrifaði á sínum tíma um hversdagsleika illskunnar þegar hún fjallaði um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem. Það er þægilegast fyrir okkur að ill- menni séu ómannleg, handan ein- hverra marka, sem útilokað sé að venjulegt fólk geti stigið yfir. Venjulegur maður vekur margar spurningar. Er herforinginn skrímsli? Illskan holdi klædd? Hvernig á að umgangast slíkan mann? Getur slíkur maður kennt öðrum að meta gildi hlutanna? Er réttlætanlegt að elda mat ofan í slíkan mann? Og hvað á maður að gera ef hann réttir manni flug- beittan rakhníf og biður um hjálp við raksturinn? Er hægt að gleyma ódæðisverkum hans eða horfa framhjá þeim? Í Serbíu er sú tilfinning sterk að Serbar hafi verið fórnarlömb, en ekki gerendur, og hinir eftirlýstu hafi ekki verið stríðsglæpamenn, heldur frelsishetjur. Í Belgrað voru rústir stjórnarbygginga, sem bandamenn vörpuðu á sprengjum til að stöðva þjóðernishreins- anirnar í Kosovo, látnar standa óhreyfðar til að undirstrika að Serbar hefðu verið órétti beittir. Serbía er ekkert einsdæmi í þessum efnum. Í Rúanda hafa ódæðismenn starfað áfram í emb- ættismannakerfinu og sömu sögu var að segja í Vestur-Þýskalandi eftir fall nasismans og Rússlandi eftir hrun kommúnismans. Í Búda- pest í Ungverjalandi er hryllings- safn um fasismann og komm- únismann. Þar er kvikmynd af gjörningi þar sem ódæðismenn koma inn, skipta um búning og arka síðan út tilbúnir til að halda áfram undir nýjum merkjum. Í Bosníu Hersegóvínu búa and- stæðingar úr borgarastríðinu hlið við hlið. Það er hversdagslegur at- burður að rekast á banamenn bræðra og sona, vina og ættingja. Skilin á milli fylkinga skerpast, frekar en hitt og sumir telja að enda muni með ósköpum takist ekki að snúa þróuninni við. Hér er rætt um hvenær menn hafi afplánað refsingu fyrir glæpi sína og hvort sumir glæpir séu þess eðlis að það muni aldrei ger- ast. Venjulegur maður er ekki galla- laus mynd, en góður leikur heldur henni uppi og hún vekur ágengar og þarfar spurningar. Venjulegur maður? Stríðsglæpamaðurinn réttir ráðskonunni rakhníf. Ben Kingsley og Hera Hilmarsdóttir í hlut- verkum sínum í kvikmyndinni Venjulegur maður sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni Stockfish. Barnapía stríðs- glæpamanns óskast Kvikmyndahátíðin Stockfish – Bíóparadís Venjulegur maður (An Ordinary Man) bbbmn Leikstjóri: Brad Silberling. Leikarar: Ben Kingsley, Hera Hilmarsdóttir, Peter Se- rafinowicz. Bandaríkin. Enska. 90 mín. 2017. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 60. s Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Sun 11/3 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 Auka Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 11/3 kl. 13:00 14.sýn Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Oddur og Siggi (Stóra sviðið) Þri 6/3 kl. 11:00 Mið 7/3 kl. 11:00 Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.