Morgunblaðið - 06.03.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 06.03.2018, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Sunna lömuð fyrir lífstíð 2. Ari fékk 5.000 fleiri atkvæði 3. Sjö handteknir eftir … 4. Mætti með 75 ára gömlu … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvartett portúgalska gítarleik- arans Filipes Duartes kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 en auk Duartes skipa hann Sigmar Þór Matthíasson á kontra- bassa, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og Scott McLemore á trommur. Kvartettinn mun að mestu flytja frumsamda tónlist eftir Duarte og Sigmar. Kvartett Filipes Duartes á djasskvöldi  Ásta Friðriks- dóttir listfræð- ingur heldur fyr- irlesturinn Menning í Múla- koti – gróðr- arstöð lista á fyrri hluta 20. aldar, í Safnahús- inu við Hverfis- götu á morgun, 7. mars, milli kl. 12 og 13. Ásta mun fjalla um bæinn og gistiheimilið Múlakot í Fljótshlíð sem var mikil menningarmiðstöð á fyrri hluta 20. aldar og tengist íslenskri listasögu því þangað lögðu margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar leið sína og dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Fjallar um Múlakot  Svartmálmshátíðin Oration verður haldin í þriðja sinn 7.-9. mars á skemmti- staðnum Húrra og í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi. 19 svartmálms- hljómsveitir koma fram að þessu sinni, innlendar sem erlendar. Svartmálmshátíð haldin í þriðja sinn Á miðvikudag Norðaustan 8-13 og dálítil él, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig. Á fimmtudag Áfram kalt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vindi, norðaustan 5-13 m/s síð- degis. Lítilsháttar él fyrir norðan og austan, en bjart syðra. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. VEÐUR ,,Við getum ekki verið ann- að en ánægðar með þessi úrslit. Við lögðum upp fyrir leikinn að einblína á varnar- leikinn og þetta er allt að koma hjá okkur. Ég er stolt af liðinu og hvernig við spil- uðum þennan leik,“ sagði Sif Atladóttir í samtali við Morgunblaðið eftir marka- laust jafntefli Íslands gegn Evrópumeisturum Hollands í Algarve-bikarnum í knatt- spyrnu. »1 og 4 Stolt af hvernig við spiluðum „Þetta tækifæri kom skyndilega upp eftir að Aron tilkynnti að hann myndi hætta. Ég þurfi auðvitað aðeins að hugsa mig um en fann fljótlega að þetta væri eitthvað sem ég væri al- gjörlega til í. Ég er búinn að fá mitt út úr ferlinum sem leikmaður og er rosalega ánægður með hann,“ segir Arnór Atlason, lands- liðsmaður í hand- knattleik, sem leggur skóna á hilluna í vor og gerist aðstoð- arþjálfari Aalborg í Danmörku. »1 Búinn að fá mitt út úr ferlinum sem leikmaður „Núna rúmri viku eftir leikina fæ ég ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um frammi- stöðu Martins Hermannssonar. Fyrir mér er Martin klárlega orðinn besti leikmað- urinn sem við eigum í dag. Ég get lofað ykkur því að strákurinn er að fara í eitt- hvert enn betra lið á næsta tímabili,“ seg- ir Benedikt Guðmundsson, körfubolta- sérfræðingur Morgunblaðsins, í ítarlegri umfjöllun í opnu íþróttablaðsins. » 2-3 Fæ enn gæsahúð viku eftir leikina ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég man svo ótrúlega vel eftir þeim mikla gleðidegi þegar það kom til mín fær talmeinafræðingur og færði mér röddina mína aftur þótt hún hefði engan hljóm og ég ætti engan vöðvakraft til að mynda öll orðin sem höfðu bara búið innra með mér síðustu sex vikurnar,“ skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir, 24 ára Flateyringur, sem heldur úti bloggsíðu um bataferli eftir að hún lamaðist við heilablóðfall. Færsluna setur hún inn á síðu sína, katr- inbjorkgudjons.com, í dag í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar. Mun aldrei gleyma deginum Hún rifar upp fyrstu kynni sín af talmeinafræðingi sem kenndi henni að nota stafaspjald til að tjá sig. „Ég mun aldrei gleyma þessum degi. Þarna gat ég bara hreyft aug- un og látið fólk skilja jáin og neiin mín með því að ég blikka einu sinni fyrir já og tvisvar fyrir nei, en seinna gat ég líka hrist höfuðið ef ég vildi segja nei og kinkað kolli fyrir já. Lungun voru alveg að fara að vakna og ég gat andað með að- stoð súrefnis. Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var. Ég gat stafað með augunum fyrir hvern þann sem hafði áhuga á því að lesa af spjaldinu,“ skrifar Katrín Björk. Hún stafaði með augunum í marga mánuði. Svo vaknaði vinstri höndin og nú tveimur árum seinna stafar hún með því að benda á staf- inn. „Ég lendi samt reglulega í fólki sem kann ekki að eiga sam- skipti við mig og þá forðar það sér fljótt og leyfir mér ekki að tala,“ skrifar hún. Katrín Björk lamaðist þegar hún fékk þrisvar heilablóðfall, það al- varlegasta fyrir tveimur og hálfu ári. Allir vöðvar líkama hennar misstu kraft og af þeim sökum nær hún ekki að mynda skiljanleg orð. Spjaldið uppi á vegg Katrín er í talþjálfum hjá tal- meinafræðingi tvisvar í viku. „Það er svo stórkostlegt að finna vöðv- ana vakna og fylgjast með þeim styrkjast,“ skrifar Katrín og nefnir einnig fjarþjálfun sem gerir henni mögulegt að búa með fjölskyldu sinni á Flateyri og vera þó í viku- legum samskiptum við talmeina- fræðing. „Í framtíðinni sé ég fyrir mér að þetta spjald verði bara uppi á vegg í ramma og ég labbandi og talandi svo allir geti skilið mig og allt hafi það verið þessum dásamlegu þjálf- urum að þakka!“ bloggar hún. Stafaspjaldið var frelsisgjöf  Katrín Björk bloggar um bata- ferli sitt og líf Heima Katrín Björk Guðjónsdóttir styrkist smám saman og gengur um þorpið með stafinn sér til stuðnings. Fram hefur komið í bloggfærslum Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur og viðtölum við hana hvað hún hefur jákvæða afstöðu til lífsins, þrátt fyrir veikindi sín. Hún lítur á veik- indin sem flækju sem hún ætlar að leysa, sama hvað það tekur langan tíma. Spurð að því nú hvernig henni finnist ganga svarar hún: „Mér finnst ganga ótrúlega vel og er rosalega ánægð með lífið í dag.“ Ánægð með lífið í dag ÆTLAR SÉR AÐ KOMAST Í GEGNUM VEIKINDIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.