Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Ínáminu sérmenntaði ég migí endurnýtingu gamallastrúktúra og borgarhluta.Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á hönnun, byggingum og skipulagi, en aðallega hef ég áhuga á að vinna með fólki og upplifa hvernig góðar byggingar geta breytt lífi fólks, bókstaflega,“ segir Steinunn Eik Egilsdóttir sem stundar nám í arkitektúr í Oxford. Í lok ársins 2013 fór Steinunn Eik út til Palestínu ásamt tveimur prófessorum og nokkrum sam- nemendum sínum, en þar vann hún lokaverkefni sitt í náminu. Verkefnið vann hún með samnem- endum sínum í litlum bæ sem ber heitið Beit Iksa, en með byggingu fyrirhugaðs múrs munu íbúarnir þar hafa takmarkaðan aðgang að ræktarlandi sínu og vatnsbólum. „Markmiðið með ferðinni okkar út var að vinna með bæjar- búum við að setja upp einfaldar vatnshreinsistöðvar þar sem vatn frá heimilum væri hreinsað og svo notað til vökvunar á ræktarlandi. Þetta tókst vel og náðum við að miðla þekkingu til fólks á svæðinu svo verkefnið yrði sjálfbært og þau gætu haldið áfram þessari vinnu.“ Steinunn vann einnig verk- efni með konum í bænum og hennar persónulega lokaverkefni var að hanna staði þar sem konur gætu komið saman og gert sér dagamun, dansað, eldað, styrkt hvor aðra og glaðst. „Palestínskar konur eru mjög sterkar konur og hefur barátta Palestínumanna gegn landráni og kúgun frá Ísrael eflt sjálfstæði kvenna.“ Starfaði í Ghana með Arkitektum án landamæra Frá árinu 2013 hefur Steinunn Eik búið og unnið í Afríkuríkinu Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Hún hefur unnið og bú- ið í Ghana og segist vilja koma heim með góða og fjölbreytta reynslu í farteskinu. Arkitekt Steinunn Eik býr í fyrrverandi nautgripahúsi í Englandi. Borgarbókasafnið hefur undanfarið boðið upp á tækniverkstæði í sam- starfi við Kóder, samtök sem vilja kynna forritun fyrir ungmennum á aldrinum 6-16 ára í sínu hverfi. Ein- kunnarorð Kóders er forritun fyrir alla, og hjálpast er að við að gera for- ritun aðgengilega fyrir börn og ung- linga úr öllum þjóðfélagsstigum. Á morgun, laugardag 24. mars kl. 12- 14, verður Kóder með tækni- og tilraunaverkstæði í Borgarbókasafn- inu Sólheimum í Reykjavík sem er ætlað fjölskyldum með börn á aldr- inum 6-12 ára, til að kynnast forritun, skapandi tækni og leikjum. Þar munu börnin m.a. kynnast Rasperry Pi og Scratch. Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram í síma 411-6161 eða í tölvupósti, sigrun.jona.kristjans- dottir@reykjavik.is. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Thinkstock Tækni nútímans Forritun er skemmtileg og hentar krökkum á öllum aldri. Forritun er fyrir börn og ung- linga úr öllum þjóðfélagsstigum Tónleikar Karlakórsins Hreims, Ég veit þú kemur, verða haldnir í Eldborg í Hörpu kl. 16 á morgun, laugardaginn 24. mars. Dagsetning tónleikanna var röng í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting Hreimur í Hörpu á morgun Ljósmynd/Atli Vigfússon Hreimur Kórfélagar eru á öllum aldri. Nú þegar birtir æ meira með hverjum deginum og vorilmur liggur í loftinu skreyttur fuglasöng, fara aðrir vor- fuglar á kreik, karlakórar landsins fagna ævinlega vorkomunni með söng sínum. Karlakór Kjalnesinga er þar engin undantekning og voru fyrri vortónleikar þeirra í gær en þeir seinni verða á morgun, laugardag, í Langholtskirkju kl. 16. Þeir skarta þetta vorið einsöngvara í úrvals- flokki, Þóra Einarsdóttir sópran syng- ur með þeim inn vorið. Á efniskránni er blanda af dægurlagaperlum og klassískum lögum sem verða flutt bæði með og án undirleiks hljóðfæra- leikara. Hljómsveitina skipa Agnar Már Magnússon á píanó, Benedikt Brynleifsson á trommum, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Einnig er strengjakvartett með kórnum þar sem Zbignew Dubik og Bryndís Pálsdóttir leika á fiðlu, Herdís Anna Jónsdóttir á víólu og Sigurður Halldórsson á selló. Þetta verður því mikil tónaveisla sem eng- inn ætti að láta framhjá sér fara, en stjórnandi kórsins er Marton Wirth. Vor í lofti hjá Karlakór Kjalnesinga Þóra ætlar að syngja inn vorið með körlunum frá Kjalarnesi Morgunblaðið/Eggert Söngkona Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er þekkt fyrir rödd og túlkun. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Þýsk gæða felliborð frá A2S Tilboð Hægt að velja um 4 liti á plötu. RAL litir á stelli og laserlímdir kantar. 140 x 80 cm – Tilboðsverð: 51.400 kr. 160 x 80 cm – Tilboðsverð: 72.500 kr. Vagnar - Tilboðsverð: 69.000 kr. 5 ára ábyrg ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.