Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 13
Ghana, þó með hléum, og hefur
hún ferðast töluvert milli Ghana og
Englands og tekið þátt í ýmsum
hönnunarverkefnum sem tengjast
fátækrahverfum og flóðavörnum.
„Þegar ég fór fyrst til Ghana
sem sjálfboðaliði til að starfa með
Arkitektum án landamæra, þá
vann ég við hönnun skóla og
barnaheimilis. Ég fór svo aftur til
Ghana tveimur árum síðar og að-
stoðaði við að setja upp start-up
hönnunarstofu þar sem við teikn-
uðum bæði íbúðar- og atvinnu-
húsnæði og gerðum byggingar-
fræðilegar rannsóknir. Meðfram
þeirri vinnu var ég í sjálfboðavinnu
í skipulagningu flóðaaðgerða í
mjög þéttbýlum fátækrahverfum
þar sem húsin hreinlega hrynja of-
an á fólk þegar rignir mikið. Sú
vinna var mjög gefandi og við leit-
uðumst við að vinna náið með íbú-
um til að skilja aðstæður þeirra
eins vel og við gátum.“
Eftir um það bil tvö ár í
Ghana þótti Steinunni Eik vera
kominn tími á að vera nær fólkinu
sínu á Íslandi, og tók hún því þá
ákvörðun að snúa aftur til Eng-
lands. Þar hóf hún störf við að
hanna sveitasetur.
„Í raun er nokkuð góð tenging
milli sérnámsins míns í Oxford og
þess sem ég fæst við í dag. Bretar
eru mun minna í því að rífa gamlar
byggingar heldur en Íslendingar.
Það hefur færst í aukana seinustu
ár að endurnýta þessar gömlu
byggingar með því að breyta þeim
í heimili. Ég bý t.d. sjálf í gömlu
nautgripahúsi. Ég er mikið í því að
hanna og endurgera það sem hér
úti kallast helgarheimili fyrir fjár-
sterkar Lundúna-fjölskyldur sem
vilja komast út í sveit um helgar
og hlaða batteríin. Ég er til dæmis
núna að teikna 900 fermetra villu
með sundlaug, bátaskýli, fjórföld-
um bílskúr og tennisvelli fyrir
fimm manna fjölskyldu.“
Snýst um að skilja þarfir
fólks og lifnaðarhætti
Að sögn Steinunnar Eikar
voru mikil viðbrigði að flytja frá
þróunarríkinu Ghana og yfir til
West Sussex í London, en mikill
og oft öfgafullur munur er á lifn-
aðarháttum fólks í þessum tveimur
ríkjum.
„Ég hef unnið fyrir fólk sem á
ekkert og fólk sem er mjög auð-
ugt, hvort tveggja er mjög krefj-
andi og áhugavert. Því þótt verk-
efnin milli þessara mismunandi
landa hafi verið ólík, þá snúast þau
í grunninn um það sama: að skilja
þarfir fólks, lifnaðarhætti og að
skapa fólki betra umhverfi.“
Steinunn Eik segir þó starf
sitt mun fjölbreyttara en bara að
teikna og hanna byggingar.
„Mikið af mínum núverandi
verkefnum er staðsett innan South
Downs National Park, sem er einn
stærsti og nýjasti þjóðgarður Eng-
lands. Einnig þarf ég að vera í
góðum samskiptum við vistfræð-
inga sem sérhæfa sig í að kanna
mögulegt dýralíf á svæðum sem
ætluð eru til bygginga. Eins og er
starfa ég sem verkefnisstjóri í
byggingarframkvæmdum við
stækkun á fallegu friðuðu stein-
hlöðnu sveitaheimili. Ég er því
reglulega á verkstað við eftirlit, sé
til þess að verksamningi sé fram-
fylgt, tímaáætlun standist, teikn-
ingum fylgt, hef eftirlit með öryggi
á verkstað og er milliliður milli
eigenda hússins og yfirverktaka.
Ég vinn líka við gerð útboðsgagna
og samninga, skrifa greinargerðir
fyrir skipulagstillögur, sit fundi
með fjárfestum og byggingar-
félögum og fleira. Það er fjöl-
breytnin sem gerir hvern dag
spennandi og engir tveir dagar eru
eins.“
Krefst skipulags að sam-
ræma krefjandi vinnu og nám
Steinunn Eik hefur þar að
auki varið hluta af frítíma sínum
sem ráðgjafi hjá litlum hópi
breskra hugsjónakvenna sem hafa
staðið í uppbyggingarstarfi í Afr-
íkuríkinu Malawi og hefur ástríða
hennar fyrir arkitektúr og hjálp-
arstarfi komið þar að góðum not-
um.
„Við höfum verið að þróa hug-
myndir fyrir byggingu nýs
stúlknaskóla á mjög strjálbýlu og
vanþróuðu svæði í Malawi og er
fjármögnun vel á veg komin.“
Steinunn Eik segir það þó
vissulega vera krefjandi að vera í
fullri vinnu við suðurströnd lands-
ins og þurfa svo að taka lest til
London eftir vinnu til þess að fara
á fyrirlestra en hún stundar nám í
verkefnastjórnun og samninga-
lögfræði við University of West-
minster.
„Samræming krefjandi vinnu
og náms krefst mikillar skipulagn-
ingar og maður þjálfast vel í tíma-
stjórnun. Í mörgum löndum er
nám arkitekta mestmegnis falið í
hugmyndafræði og sköpun, en í
Englandi hefur verið lögð áhersla
á að eftir meistaragráðu í arkitekt-
úr fari fólk útí atvinnulífið en svo í
frekara nám sem geri fólk að betri
stjórnendum. Ég hlakka til að nota
þetta góða nám í mínum störfum.“
Látbragðsleikur til að
útskýra teikningar
Að sögn Steinunnar Eikar
hafa tækifærin aldrei bankað uppá
hjá henni heldur hefur hún skapað
þau sér sjálf, einfaldlega með því
að stökkva beint ofan í djúpu laug-
ina.
„Þegar ég flutti út til Oxford í
nám árið 2012 var ekki á stefnu-
skránni að koma strax aftur heim.
Ég hef lagt hart að mér við að
kynnast mismunandi leiðum til að
byggja mannvirki við alls konar
veðurskilyrði og í ólíkum menning-
arlegum skilyrðum þar sem að-
gangur að efnivið hefur oft verið
takmarkaður og þá reynir á að
vera hugmyndaríkur. Eins og þeg-
ar ég sá um verkstjórn á byggingu
lítils hótels í Ghana þar sem ekki
einn einasti iðnaðarmaður talaði
orð í ensku og við þurftum að not-
ast við látbragðsleik við útskýringu
á teikningum. Eða þegar ég sá um
skipulagningu hönnunarráðstefnu í
Nígeríu í samstarfi við Kofi Annan.
Hugmyndin var alltaf að þegar ég
myndi flytja aftur heim til Íslands,
kæmi ég með góða og fjölbreytta
reynslu í farteskinu. Það er því
farið að hvarfla að mér að nú sé
farteskið orðið nokkuð þungt og
kominn tími til að halda heim á
leið. Ég hlakka til að sjá hvað tek-
ur við á næstu misserum.“
Glæsilegt Steinunn Eik vann að þessari landareign í Vestur-Sussex. Unnið
var með náttúruleg efni þar sem mikil virðing er borin fyrir umhverfinu.
Afríka Steinunn Eik að störfum með verkfræðingum og iðnaðarmönnum að útskýra teikningar í Vestur-Afríku.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Ég hugsa stundum til þesshvað ég myndi gera ef öllsamtöl mín á veraldar-vefnum yrðu gerð opin-
ber. Allt frá viðreynslum yfir í einka-
húmor milli vina. Ég hef ekki ákveðið
hver viðbrögð mín yrðu en ég held að
líklegast væri mín eina von að róa af
landi brott á árabát, án aðstoðar. Þeg-
ar Vodefone-lekinn kom upp þá var
veraldarvefurinn fljótur að gramsa í
gegnum gögnin og finna faldar ger-
semar. Meðal þeirra var t.d. óprútt-
inn aðili sem samhliða því að sann-
færa maka sinn um að hann væri ekki
að halda framhjá í sms-um, var að
senda öðru símanúmeri sms um að
hann væri laus í hitting í kvöld, ásamt
hjörtum.
Ég óttast þó ekkert þvílíkt en þrátt
fyrir óttann um einkasamtöl hef ég
ekki sama ótta um aðrar ómerkilegri
persónuuplýsingar, s.s þær upplýs-
ingar sem er að finna á Facebook-
prófílnum mínum. Ég hugsa um þetta
nú vegna uppljóstrana um gagna-
söfnun Cambridge
Analytica (CA) af
Facebook. Ég
komst hins
vegar að því
í vikunni að
þetta snýst alls
ekki um þær upplýs-
ingar sem ég gef sjálfur.
Matthew Rosenberg, sem
hefur fjallað um CA fyrir
The New York Times, fór
léttilega yfir hvaða gögn
CA tók og hvað þeir gerðu með þau í
hlaðvarpi Times. Hugmyndin um per-
sónuleikagröf á rætur að rekja til
Cambridge-háskóla. Nemandi þar
vann gröf byggð á Facebook-smellum
(eins og CA). Út frá 68 smellum gat
forritið sagt, með 95% nákvæmni,
kynþátt viðkomandi og með 85% ná-
kvæmni kynhneigð. Rosenberg segir
að forritið virki þannig að með 70
smellum gætu þeir þekkt þig betur en
vinir þínir, 150 smellum betur en for-
eldrar þínir og 300 smellum betur en
maki þinn. Sem dæmi var nefnt að ef
þér líkar við Hello Kitty á Facebook
ertu opinn persónuleiki en ekkert of
samviskusamur. Ef þú hlustar á Wu
Tang Clan ertu líklegast gagn-
kynhneigður karlmaður. Þetta
er ógnvekjandi tilhugsun og þó
að ég óttist ekki persónuleika-
sniðnar kosningaauglýsingar þá
ætla ég klárlega að hugsa
betur um hvaða upplýs-
ingar ég læt frá mér á
samfélagsmiðlum héðan
í frá. Nú eða bara kaupa
mér árabát.
Heimur Magnúsar Heimis
Magnús H. Jónasson
mhj@mbl.is
»Með 70 smellum gætuþeir þekkt þig betur en
vinir þínir, 150 smellum
betur en foreldrar þínir og
300 smellum betur en maki