Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 17

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp film freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægu Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari u uh m v pplýsingum um áh us s. kra.is. töku, Panodil Br fyrir notkun lyfsin Panodil H ga upplýsi ættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjas ot mixtúruduft, ngar á umbúðum lausn til inn og fylgiseðli úðaðar töflur, P erkjum. Hitalækka anodil Junior mixtúra, dreifa, ndi. Til inntöku. Lesið vandle Veldu Panodil sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hygðist grípa til refsiaðgerða gegn Kínverjum vegna meints stuldar þeirra á hugverkaréttindum bandarískra fyrirtækja. Stjórnvöld í Kína sögðust ætla að svara með refsiaðgerðum gegn bandarískum fyrirtækj- um og óttast er að deilan leiði til tollastríðs milli landanna. Daginn áður varaði seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, Jerome Powell, við því að efnahag landsins stafaði vaxandi hætta af ráðstöfunum sem gætu leitt til viðskiptastríðs. Trump ákvað að grípa til refsiaðgerðanna gegn Kínverjum eftir rannsókn á meintum stuldi þeirra á hugverkaréttindum. Robert Lighthizer, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórn- ar, hefur sagt að rannsóknin hafi m.a. leitt í ljós að stjórnvöld í Kína hafi þvingað banda- rísk fyrirtæki til að eiga samstarf við kínversk fyrirtæki og láta þeim í té upplýsingar um bandaríska tækni og viðskiptaleyndarmál. Það hafi verið það gjald sem þau hafi þurft að greiða fyrir að fá aðgang að kínverska mark- aðnum. Bandarískir embættismenn segja einnig að bandarísk fyrirtæki hafi ekki fengið sama rétt til einkaleyfa í Kína og kínversk fyr- irtæki. Kínverjar hafa ennfremur verið sakaðir um tölvu- og iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að stela viðskiptaleyndarmálum. Þá hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af því að Kínverjar sækist eftir bandarískri tækni sem hægt væri að beita í hernaðarlegum tilgangi. Þingið í Washington er að ræða lagafrumvarp um að auka vald stjórnarinnar til að endur- skoða erlenda viðskiptasamninga til að koma í veg fyrir kaup á bandarískum fyrirtækjum fyrir tilstilli erlends ríkis. Trump sagði að refsiaðgerðirnar gegn Kína myndu meðal annars fela í sér refsitolla á inn- flutning að andvirði allt að 60 milljarða dollara, sem svarar 6.000 milljörðum króna, auk að- gerða til að takmarka fjárfestingar Kínverja í tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum. Í fyrir- mælum sem forsetinn undirritaði í gær fól hann viðskiptafulltrúanum að leggja fram til- lögu að lista yfir kínverskan varning sem refsi- tollarnir ættu að ná til. Bitni á ríkjum sem studdu Trump Viðskiptaráðuneytið í Kína kvaðst ætla að svara refsiaðgerðunum með nýjum tollum á innfluttan varning frá Bandaríkjunum. „Kín- verjar ætla ekki að sitja aðgerðalausir hjá … og ætla vissulega að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda lögmæt réttindi og hagsmuni Kína,“ sagði ráðuneytið í yfirlýsingu í gær. The Wall Street Journal sagði að Kínverjar væru að undirbúa nýja tolla á bandarískar landbúnaðarvörur frá sambandsríkjum þar sem Trump naut mikils stuðnings í forseta- kosningunum 2016. Kínverjar gætu einnig svarað refsitollum Trumps með því að hætta við kaup á bandarískri framleiðslu, t.a.m. flug- vélum, og kaupa í staðinn af keppinautum bandarískra fyrirtækja. Vöruskiptahalli Bandaríkjanna í viðskiptum við Kína var meiri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr og nam 375 milljörðum dollara. Útflutn- ingur Bandaríkjanna til Kína var þó einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Áður hafði Trump ákveðið að leggja 25% verndartoll á innflutt stál og 10% á innflutt ál. Ákvörðunin varð til þess að aðalráðgjafi for- setans í efnahagsmálum, Gary Cohn, sagði af sér og þingmenn úr röðum repúblikana í Bandaríkjunum gagnrýndu einnig verndartoll- ana. Kína boðar refsiaðgerðir vegna refsitolla Trumps  Varað við því að efnahag Bandaríkjanna geti stafað hætta af viðskiptastríði Undanþegin verndartollum » Aðildarríki Evrópusambandsins og sex önnur lönd fá a.m.k. tímabundna undan- þágu frá verndartollum sem Donald Trump lagði á innflutt stál og ál. » Robert Lighthizer, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, skýrði frá þessu á þingi landsins í gær. » Auk ESB-ríkjanna verða Argentína, Ástralía, Brasilía, Kanada, Mexíkó og Suður-Kórea undanþegin verndartoll- unum þar til annað verður ákveðið. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakk- lands, neitar ásökunum saksóknara um að hann hafi gerst sekur um spillingu, m.a. fengið milljónir evra frá einræðisstjórn Muammars Gaddafis í Líbíu til að fjármagna kosningabar- áttu sína árið 2007. Verði hann fundinn sekur á hann allt að tíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér, að sögn franskra saksóknara. Dómarar í París komust að þeirri niðurstöðu í fyrradag að grundvöllur væri fyrir ákærum á hendur Sarkozy eftir fimm ára rannsókn sak- sóknara og tveggja daga yfirheyrslur yfir hon- um fyrr í vikunni. Hann var ákærður fyrir spillingu, fyrir að hafa brotið lög um fjár- mögnun kosningabaráttu og að leyna greiðslum úr opinberum sjóðum í Líbíu. Sarkozy er 63 ára, var forsætisráðherra á árunum 2007 til 2012 og leiðtogi miðhægri- flokksins UMP sem fékk síðar nafnið Les Républicains. Ásakanirnar komu fyrst fram árið 2011 þegar stjórn Sarkozys undirbjó hernaðaríhlutun í Líbíu sem stuðlaði síðar að falli Gaddafis. Sonur einræðisherrans krafðist þá þess að Sarkozy skilaði „peningunum sem hann tók frá Líbíu til að fjármagna kosninga- baráttu sína“. Sarkozy beið ósigur í kosningum ári síðar þegar sósíalistinn Francois Mitterr- and varð forseti. Fúlgur fjár í ferðatöskum? Nokkrir fleiri fyrrverandi samstarfsmenn Gaddafis hafa sagt að Sarkozy hafi fengið fé frá einræðisstjórninni en hann hefur neitað því og lýst ásökuninni sem rógburði til að hefna hernaðaríhlutunarinnar. Sarkozy hefur einnig kært fréttavefinn Mediapart fyrir að birta skjal sem sagt er sýna að Gaddafi hafi sam- þykkt að láta Sarkozy í té 50 milljónir evra, jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Fransk- líbanski kaupsýslumaðurinn Ziad Takieddine segist hafa afhent Sarkozy og samstarfsmanni hans þrjár ferðatöskur á árunum 2006 til 2007 og í þeim hafi verið alls fimm milljónir evra, sem svarar rúmum 600 milljónum króna. Sar- kozy neitar þessu og segir að ákærurnar bygg- ist ekki á neinum „haldbærum sönnunum“. AFP Heimsókn Sarkozy tók á móti Muammar Gad- dafi í Elysee-höll í París 10. desember 2007. Neitar ásökunum um spillingu  Sarkozy sagður hafa þegið fjárfúlgur af Gaddafi Tugir þúsunda manna söfnuðust saman á göt- um franskra borga í gær til að mótmæla stefnu Emmanuels Macrons, forseta Frakk- lands, og verkföll röskuðu almennings- samgöngum og annarri opinberri þjónustu. Sjö stéttarfélög opinberra starfsmanna boðuðu til verkfallanna og um þriðjungur starfsmanna lestafyrirtækja lagði niður vinnu til að taka þátt í mótmælunum. Rúmur helmingur hraðlesta Frakklands stöðvaðist vegna verkfallsins. Um fjórðungur kennara landsins lagði nið- ur vinnu og fresta þurfti um þriðjungi flug- ferða frá þremur flugvöllum Parísar, Charles de Gaulle, Orly og Beauvais. Verkföllin rösk- uðu ferðum milljóna manna, að sögn frétta- veitunnar AFP. Stéttarfélögin mótmæla meðal annars áformum Macrons um að fækka opinberum störfum og frysta laun ríkisstarfsmanna og breytingum sem hann hefur boðað á opin- berri þjónustu, m.a. menntakerfinu. AFP Verkföll og götumótmæli gegn Macron

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.