Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
RíkharðurKrist-jánsson
verkfræðingur,
þrautreyndur
matsmaður og með-
dómari, skrifar eft-
irtektarverða grein
í blaðið í gær, sem
varðar ríka hagsmuni margra.
Ekki skal tekin afstaða nú til
sjónarmiða Ríkharðs né til til-
lagna sem fylgja. En augljóst er
að þarna er á ferð mál sem
nauðsynlegt er að taka til um-
ræðu. Það mættu félög dómara
og lögmanna gera og einnig
þingmenn og handhafar fram-
kvæmdavaldsins.
Ríkharður bendir á að sér-
hæfðir meðdómendur hafi áður
haft nokkurt svigrúm til að hafa
áhrif á matsgerðir hafi þeim
þótt vera rík nauðsyn þess, en
því hafi verið breytt: „Í dag er
oftast dæmt út frá fyrirliggj-
andi matsgerð, hversu vitlaus
sem hún kann að vera. Vitnað er
gjarnan í dómum til þess laga-
ákvæðis að matsþolar geti ósk-
að eftir yfirmati, telji þeir
fyrsta matið ekki sanngjarnt.
Þetta táknar að dómurinn
leggur í því tilfelli ekki faglegt
mat á viðfangsefnið heldur segir
einfaldlega: „undirmati hefur
ekki verið hrundið með yfirmati
og gildir það því óbreytt í máli
þessu“. Það táknar að úrlausn
dómsins hvað gallana áhrærir,
viðgerð þeirra og kostnað og
raunar bótafjárhæð færist að
mestu leyti yfir til matsmann-
anna.
Menn myndu því álykta að
sérstakar kröfur væru gerðar
til matsmanna hvað menntun,
reynslu, þekkingu, innsýn í
lagaumhverfi og réttsýni varð-
ar. Í raun er það hins vegar svo
að nær engar formlegar kröfur
eru gerðar til matsmannanna.
Höfundur hefur í áranna rás
séð ótrúlega margar illa unnar
matsgerðir, byggðar á vanþekk-
ingu á viðfangsefninu og greini-
legri hlutdrægni. Aleiga fólks er
oft undir og miklar kröfur eru
gerðar til dómaranna en engar
til þeirra sem í raun ráða oft
niðurstöðum dómsins að
minnsta kosti peningalegri en
það er hún sem skiptir aðila
mestu máli.
Þegar lögmaður í umboði
skjólstæðinga sinna óskar eftir
tilnefningu matsmanns hjá
dómstólum fer fram þinghald
þar sem málið er tekið fyrir.
Lögmönnum er yfirleitt gefinn
kostur á að koma sér saman um
matsmann eða matsmenn en
takist það ekki skipar dómari
matsmann. Það munu vera til
listar hjá dómstólum yfir mats-
menn en hvernig þeir listar hafa
orðið til eða líta út veit höfundur
ekki.
En það eru fleiri sem hafa
lista. Sumar lögfræðistofurnar
hafa komið sér upp lista þar sem
matsmenn hafa verið greindir
og skipt í flokka.
Þar má finna mats-
menn sem að mati
lögmannanna eru
„hliðhollir mats-
beiðendunum sem
borga þeim, vinna
mikið fyrir trygg-
ingafélög, telja
verktaka glæpamenn, hlusta
ekki á kerlingavæl, kosta lítið,
eru okkar menn“, o.s.frv.
Verra er að það eru komnir
fram matsmenn sem ýmist
þjóna lögfræðistofunum beint í
forvinnu í gallamálum eða vinna
fyrir dómskerfið sem mats-
menn. Þetta eru aðilar sem lög-
fræðingarnir kalla gjarnan
„sína menn“ og reyna að fá skip-
aða sem matsmenn. Það þarf
sterkan vilja til að bíta höndina
sem fóðrar.
Önnur áhætta er fólgin í því
að flestir matsmenn eru starf-
andi tæknimenn. Mikil hætta er
á því að slíkir matsmenn meti
ekki kerfisbundin atriði í hönn-
un eða framkvæmd sem galla
hafi þeir sjálfir beitt slíkum að-
ferðum í fortíðinni.
Þessi skortur á formlegum
kröfum til matsmanna verður til
þess að sami matsmaðurinn
fæst við sprungur í steyptu
húsi, myglu í þaki, svignun
gólfa, einangrun þaka, bætur í
bruna, alkalískemmdir í steypu,
áhrif jarðskjálfta á grundun
húsa, glerveggi, fasteignamöt,
bílslys o.fl. o.fl. Enginn er sér-
fræðingur í öllum þessum mál-
um og matsgerðirnar bera keim
af því. Almenningur sem á oft
allt sitt undir í ágreinings-
málum um galla á heimtingu á
meiri fagmennsku.
Höfundur telur að matsmenn
eigi að undirgangast próf og fá
formlega viðurkenningu sem
matsmenn á vissum sviðum og
undirgangast faggildingu á því
sviði og færast á þann hátt á
lista hjá dómstólum. Þeir ættu
að hafa menntun á sviðinu og
langa starfsreynslu. Þeir ættu
að fara á sérstök námskeið þar
sem m.a. ætti að kenna siðfræði
og grundvallaratriði réttarkerf-
isins auk matsfræða og Mats-
mannafélag Íslands hefur hald-
ið úti námskeiðum um
matsfræði. Þeir ættu helst ein-
göngu að fást við matsmál á sínu
sviði eftir að þeir öðlast faggild-
ingu til að varast hagsmuna-
árekstra en það getur þó orðið
bæði erfitt og raunar tvíeggjað.
Matsmenn mættu ekki vinna
á víxl fyrir lögfræðistofur og
dómskerfið og yrðu að velja á
milli og ættu að eiga á hættu að
missa réttindin við brot á þessu
atriði.
Alltaf ætti að skipa a.m.k. tvo
matsmenn. Það hefur jákvæð
áhrif á matsstörfin og dregur úr
líkum á spillingu.
Dómari ætti alltaf að skipa
matsmenn sjálfur eftir að hafa
fengið staðfestingu lögmanna á
því að ekki liggi fyrir vanhæfi.“
Ríkharður Krist-
jánsson verkfræð-
ingur hreyfir máli
sem kallar á við-
brögð}
Þörf umræða opnuð
M
enntun þjóðarinnar varðar okk-
ur öll. Hún varðar framtíð
okkar, hagsæld og hamingju.
Skólakerfið okkar annast svo
þessa menntun, ásamt sam-
félaginu, en í skólakerfinu koma einnig fjöl-
margir aðrir þættir inn sem verður að hugsa
um. Þar vil ég fyrst og síðast nefna líðan barna
og ungmenna en einnig líðan starfsfólks sem í
skólakerfinu starfar.
Ég fjallaði í pistli hér í Morgunblaðinu fyrir
skömmu um þá hugmynd mína að kalla til þjóð-
fundar um menntun. Ég tel að sú mikla um-
ræða sem skapaðist í liðinni viku í kjölfar mis-
taka er urðu við framkvæmd samræmdra prófa
grunnskólanema sýni að almenningi stendur
ekki á sama um hvernig við högum málum. Ég
er ekki að segja að okkur hafi staðið á sama áð-
ur en ég tel ákveðin tímamót vera í samfélaginu. Það virð-
ist vera meiri meðvitund um mikilvægi góðrar menntunar
og afbragðs skólastarfs meðal almennings en einnig meiri
krafa um að þeim sem í skólunum starfa, nemendum og
starfsfólki, líði vel í því umhverfi. Þeir sem tekið hafa þátt í
þessari umræðu að undanförnu eru vissulega kennarar og
skólastjórnendur sem og sérfræðingar í hinum ýmsu
fræðigreinum en einnig ungir og eldri nemendur sem og
foreldrar þeirra. Ég tel mikilvægt að við nýtum okkur
þessa vitundarvakningu sem ég tel mig finna í samfélag-
inu. Þennan áhuga á að gera breytingar til batnaðar á
skólakerfinu.
Árið 2004 fóru grunnskólakennarar í níu vikna verkfall
án þess að samfélagið færi á hliðina en ég er
ekki viss um að slíkt yrði raunin í dag. Nú,
tæplega fjórtán árum síðar hefur fjölmargt
verið gert til bóta, en sumt einnig til tjóns að
nokkurra mati og enn virðumst við vera í tölu-
verðum vanda á öllum skólastigum. Það er
okkur nauðsynlegt að taka ákvörðun um hvert
við viljum stefna. Ekki bara varðandi grunn-
skólastigið heldur einnig leik-, framhalds- og
háskólastigið. Iðnnám og tæknibylting, allt er
undir.
Af þeim sökum vil ég aftur bera fram hug-
myndina um að við köllum til þjóðfundar og
jafnframt hvetja Lilju Alfreðsdóttur mennta-
málaráðherra sem hefur sýnt að undanförnu
að henni virðist raunverulega umhugað um
þennan málaflokk, að hugleiða hvort það komi
til álita. Þjóðfund mætti halda með svipuðu
sniði og síðast er kallað var til þjóðfundar, með nokkurs
konar slembiúrtaki meðal þjóðarinnar. Einnig mætti hafa
slembiúrtak að hluta og að hluta fagfólk úr skólasamfélag-
inu og sérfræðinga í hvers kyns iðn, tækni og menning-
argreinum svo dæmi sé tekið, foreldra, ungt fólk, börn og
eldri borgara og loks tryggja fulltrúa minnihlutahópa sem
eins og aðrir búa yfir nauðsynlegri reynslu sem þarf að
komast til umræðu. Ég held að úr slíku samtali gæti komið
verulega áhugaverður gagnagrunnur af hugmyndum að
bættu skólakerfi okkur öllum til hagsbóta.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Meira um menntun
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
lega 1% í janúar og 0,7% í febrúar,
sem er töluvert. Það er í samræmi
við hækkunartakt upp á 8-10% á
ári,“ segir Ari sem telur fátt benda
til að eignir séu að koma á mark-
aðinn á höfuðborgarsvæðinu sem
muni hafa veruleg áhrif á verð-
myndun niður á við.
Hækkar fermetraverðið
„Það sem er að koma á mark-
aðinn mun ekki þrýsta verðinu
niður. Þegar nýjum íbúðum, til
dæmis í Bríetartúni og á RÚV-
reitnum, verður þinglýst mun það
hafa áhrif til hækkunar. Fermetra-
verðið er svo hátt og hærra en á
eldri íbúðum,“ segir Ari og útskýrir
svo að hlutfallsleg fjölgun dýrari
eigna hækki meðalverð á fermetra.
„Svo gerist það væntanlega ein-
hvern tímann að mælingin fer sjálf
að toga. Fólk verðleggur íbúðir út
frá þeirri þróun sem það heldur að
sé í gangi,“ segir Ari.
Hann telur aðspurður að sú
áhersla í aðalskipulagi Reykjavíkur
að byggja fyrst og fremst á þétting-
arreitum muni að óbreyttu þrýsta
fasteignaverði í borginni upp.
„Miðað við að byggja eitt stykki
Breiðholt einhvers staðar fyrir utan
bæinn hefur þetta áhrif til hækk-
unar. Það liggur í augum uppi. Síðan
er reynt að segja sem svo að þetta sé
ódýrara af því að þetta spari ferða-
lög. Ég hef hins vegar aldrei séð
áþreifanleg dæmi um hvernig sú
niðurstaða er fengin,“ segir Ari.
Morgunblaðið/Hari
Við Höfðatorg Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir hátt meðalverð á
fermetra í nýjum íbúðum, t.d. í Bríetartúni og Jaðarleiti, smita út frá sér.
Þétting byggðar sögð
toga upp íbúðaverðið
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áfram er útlit fyrir skort álitlum og ódýrum íbúðumá höfuðborgarsvæðinu. Þáeru vísbendingar um að
fasteignamarkaðurinn sé orðinn tví-
skiptur hvað kaupgetu snertir.
Þetta segir Ari Skúlason, sér-
fræðingur hjá Landsbankanum, sem
telur að framboð af litlum og ódýr-
um eignum muni ekki aukast mark-
vert næstu tvö ár. Vandinn sé ekki
bundinn við höfuðborgarsvæðið.
„Ég hef heyrt um staði úti á
landi þar sem erfitt var að koma
blokkum eingöngu með litlum íbúð-
um í gegnum skipulag. Ástæðan var
krafa um að samhliða yrðu byggðar
stærri íbúðir. Ef haldið er áfram á
þessari braut er hætt við offramboði
af stærri íbúðum. Hins vegar er
þessi markaður skrýtinn. Hann er
greinilega orðinn svolítið tvískiptur.
Margir einstaklingar og félög geta
keypt dýrt og þurfa ekki að hafa
mikið fyrir því. Aðrir hópar eiga hins
vegar erfitt með að komast inn á
markaðinn,“ segir Ari.
Milljón á fermetrann
Verktaki sem ræddi við
Morgunblaðið í trausti nafnleyndar
reiknar með að fermetraverð nýrra
smáíbúða í miðborginni verði í
kringum milljón. Nýjar kynslóðir
sætti sig við færri fermetra ef íbúð-
irnar eru vel staðsettar.
Hann benti á að smærri íbúðir
séu hlutfallslega dýrari vegna
krafna um eldhús og bað.
Spáð er frekari verðhækkunum.
Hagfræðideild Landsbankans
spáði því í nóvember að íbúðaverð á
höfuðborgarsvæðinu mundi hækka
um 8,5% í ár. Hækkunin yrði þó
töluvert minni en framan af ári í
fyrra. Þá fór árshækkunin á tímabili
vel yfir 20% og hækkunin milli ára
2016 og 2017 var 19%.
Ari Skúlason bendir á að síð-
ustu 20 ár hafi nafnverð fasteigna á
höfuðborgarsvæðinu hækkað um
rúmlega 9% á ári að meðaltali.
„Þróunin virðist vera að nálgast það
aftur. Árshækkunin fór langt yfir
20% á tímabili en er að koma niður
undir 10% núna. Síðustu tvo mánuði
hefur verð á fjölbýli hækkað tölu-
vert. Hækkunin í fjölbýli var rúm-
Ásgeir Jónsson, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands, segir
fasteignamarkaðinn hafa tekið
grundvallarbreytingum. Hærri
laun og lægri vextir hafi knúið
áfram hækkanir en skuldsetn-
ing hafi minnkað.
Vegna þessa sé orðið erf-
iðara að komast inn á mark-
aðinn.
„Áður fyrr var verðið miklu
lægra en vextir miklu hærri og
veðkröfur rýmri. Þá var hægt að
komast inn á markaðinn með
lítið eigið fé en greiðslubyrðin
var hlutfallslega meiri. Þá
keypti ungt fólk kjallaraíbúð og
stækkaði smátt og smátt við
sig. Nú vantar lægstu þrepin í
verðstigann og það eigið fé sem
þarf að lágmarki til að kaupa er
mun hærra,“ segir Ásgeir.
Hann telur ekki merki um
bólu á markaðnum. Fyrir hrun
hafi mikið verið um ný hverfi.
Nú sé byggðin þétt. „Sú stefna
í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur
að byggja fyrst og fremst innan
núverandi borgarmarka er að
þrýsta verðinu upp og hefur að
einhverju leyti tafið fyrir nýju
framboði “ segir Ásgeir.
Þrep vantar
VERÐSTIGI FASTEIGNA