Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 VINNINGASKRÁ 47. útdráttur 22. mars 2018 13 12643 22801 30782 39127 50395 61986 71399 492 12726 22965 31032 39271 51786 62315 71457 956 13224 23279 31145 39281 52015 62459 71469 1223 13886 23323 31319 39377 52131 63331 71850 1463 13968 23616 31526 39894 52439 63817 71935 1524 14002 23649 32030 39981 52534 64037 72454 2368 14108 23734 32111 41004 52701 64077 72657 2521 14459 23900 32686 41084 52710 64088 73123 2608 14560 24032 32984 41270 52774 64305 73454 2926 15493 24238 33096 41847 52778 64403 73871 3028 15539 24579 33205 42157 53069 64497 73936 3079 15674 25105 34053 42245 53263 64789 73993 3214 15761 25325 34284 42624 53483 65995 74450 4074 15902 25845 34390 43123 53697 66040 75077 4158 15941 25947 34691 43690 53794 66362 75180 5555 16484 26230 35084 44473 54434 66466 75352 6149 16869 26398 35142 44753 54708 67626 75631 6602 16906 26776 35276 44803 54945 67721 75826 6692 17740 26828 35606 45047 55048 68320 75832 7455 17903 26907 35677 45248 55339 68395 76421 7883 18008 27141 36545 45447 55469 68727 76637 7969 18369 27400 36579 46179 56020 68845 76725 8301 18926 27482 36687 46575 56241 69120 76987 8353 19015 27896 37134 47024 56244 69356 77321 8733 19060 27937 37140 47178 56389 69467 77837 9206 19331 28787 37395 47285 56553 69728 77876 9446 19770 28891 37418 47625 56606 70270 78192 9539 20165 29222 37627 47865 56750 70319 78634 9772 20285 29227 37679 47909 57217 70639 79404 10938 20453 29275 38067 47987 57881 70779 79535 11013 20722 29459 38241 48185 58036 70843 79755 11230 21319 29625 38281 48679 58096 71012 11715 22034 29936 38512 49099 58403 71061 11751 22160 30045 38638 49533 58419 71077 11789 22403 30055 38666 49602 59578 71280 12166 22559 30066 38683 49727 60466 71287 12599 22659 30481 38968 50167 61816 71391 234 8686 19658 29356 40773 52660 59062 72496 793 8909 20706 32287 41013 52840 60332 73628 935 9952 21831 33423 42868 54277 60473 74101 1117 10823 22615 36358 43100 54688 62287 74996 2534 11763 23289 36866 43815 54876 62841 75775 2881 12512 23377 37106 47422 55594 64059 77899 5031 12756 24633 37772 48063 56532 64946 78182 5279 14176 25398 38039 48793 57062 67780 79004 7019 16032 26238 38163 49312 57692 67885 79014 7842 16762 27091 38798 49964 57821 68941 7863 17387 28248 39279 51357 58258 70534 8530 19205 28834 39572 52022 58427 70773 8561 19422 28998 39626 52260 58690 70872 Næsti útdráttur fer fram 28. mars Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 1360 15978 59909 62108 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3065 12897 25771 41666 59008 62100 11251 14526 29231 45965 60628 66188 11620 17543 30253 47833 61148 72950 12094 20067 39517 54224 61717 74339 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 4 7 2 Hinn 27. apríl 2016 undirrituðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins reglugerð nr. 2016/679 um vernd ein- staklinga í tengslum við vinnslu persónu- upplýsinga og frjálsa miðlun slíkra upplýs- inga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB. Reglugerðin öðlaðist gildi í ESB í maí 2016 og kemur til framkvæmda þar frá og með 25. maí 2018. Tafir hafa hins vegar orðið á upptöku reglugerðarinnar í EES-samning- inn, en auk þess hefur íslenska ríkið ekki staðið að innleiðingunni með nægilega skilvirkum hætti. Noregur er líkt og Ísland í innleiðingarferli regluverksins á grundvelli aðildar að EES-samningnum, en þar voru lögð fram drög að löggjöf til innleið- ingar í júlí 2017. Á Íslandi var það fyrst í seinni hluta nóvember sl. sem skipaður var starfshópur til að inn- leiða umrædda reglugerð. Drög að nýju lagafrumvarpi voru kynnt hagsmunaaðilum í febrúar sl. og gerð opinber núna í mars. Þrátt fyr- ir tafirnar er lagt upp með að reglu- gerðin komi til framkvæmda hér á landi á sama tíma og innan ESB, þ.e. 25. maí nk. Lítið breyst Hinn 21. desember 2017 rituðu undirritaðar grein í Morgunblaðið sem bar yfirskriftina „Umfangs- miklar breytingar á persónuvernd- arlöggjöfinni fram undan“. Í grein- inni var farið yfir helstu ástæður þess að erfiðlega gengur hjá fyrir- tækjum og stofnunum í landinu að innleiða regluverkið og voru stjórn- völd hvött til að láta málið til sín taka. Sérstaklega var á það bent að ekki hefði verið gert ráð fyrir við- bótarkostnaði vegna innleiðing- arvinnunnar við fjárveitingar rík- isins fyrir árið 2017. Núna, þremur mánuðum síðar, hefur lítið breyst hvað varðar fjármögnun verkefn- isins. Í fjárlögum ársins 2018 var ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna persónuverndarmála til þjón- ustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Nú hafa verið birt drög að frum- varpi til innleiðingar á reglugerðinni hér á landi en enga umsögn varð- andi kostnaðarmat er þar að finna enn sem komið er. Umtalsverður kostnaður Þetta veldur mörgum rekstrarað- ilum áhyggjum þar sem það liggur fyrir að innleiðing reglugerðarinnar hefur í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir stjórnvöld, opinberar stofnanir og fyrirtækin í landinu. Sem dæmi má taka að samkvæmt reglugerðinni er ábyrgðaraðila og vinnsluaðila skylt að tilnefna per- sónuverndarfulltrúa í sérhverju til- viki þar sem vinnsla er í höndum op- inbers yfirvalds eða stofnunar (e. public authority or body), að und- anskildum dómstólum. Skyldan til tilnefningar persónuverndarfulltrúa hvílir einnig á fyrirtækjum sem hafa það að meginstarfsemi að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar eða viðhafa umfangsmikið, reglubundið og kerfisbundið eftirlit með skráð- um einstaklingum. Undir þetta falla fjölmörg fyrirtæki sem starfa á grundvelli þjónustusamninga við hið opinbera. Þessum fyrirtækjum er sniðinn þröngur stakkur með fjár- framlögum ríkisins og verkefnin sem fjármunir eru ætlaðir í eru ít- arlega skilgreindir í samningum. Verður að koma til fjármagn Nú þegar hefur skapast töluverð- ur kostnaður af verkefninu. Fyrir- tæki hafa þurft að ráðast í umfangs- mikla vinnu við kortlagningu á vinnslu persónuupplýsinga og gerð vinnsluskráa. Í því skyni hafa þau þurft að leita ráðgjafar utanaðkom- andi sérfræðinga auk þess sem mikil aukavinna hefur skapast hjá starfs- mönnum fyrirtækjanna. Þá eru fjöl- margir kostnaðarsamir óvissuþættir fram undan, m.a. varðandi hugsan- legar breytingar á tölvukerfum og vinnuaðstöðu. Þetta setur þessa að- ila í erfiða stöðu enda geta þeir ekki stofnað til þessa nauðsynlega kostn- aðar nema fyrir liggi að hann verði greiddur. Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu gera þá kröfu að stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana og auki fjárframlög til veitenda heil- brigðisþjónustu til að mæta þessum auknu og íþyngjandi kröfum. Stjórnvöld geta ekki ýtt þessu leng- ur á undan sér, tíminn er að renna út. Ný persónuverndarlöggjöf: Tíminn er að renna út Eftir Eybjörgu Hauksdóttur og Gunnhildi E. Kristjánsdóttur Eybjörg Hauksdóttir Eybjörg er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðar- þjónustu og Gunnhildur er sér- fræðingur í persónurétti hjá SFV. Gunnhildur E. Kristjánsdóttir » Stjórnvöld geta ekki ýtt þessu lengur á undan sér, tíminn er að renna út. Í kjölfar síðustu kjarasamninga Sjúkraliðafélags Ís- lands sem undirritaðir voru á árinu 2015 fór af stað tilraunaverk- efni um styttingu vinnuviku úr 40 klukkustundum á viku niður í 36 stundir. Markmið verkefnisins er að kanna hvort styttingin leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og stofnunar. Vinnuálag í heilbrigðisþjónustu hefur aukist síðustu árin, meðal annars vegna skorts á sjúkraliðum, veikari sjúklinga og styttri legu- tíma þeirra. Mikið álag og undir- mönnun eykur hættu á að mistök eigi sér stað. Einnig getur langvar- andi vinnuálag leitt til alvarlegs heilsufarsvanda og dæmi eru um að sjúkraliðar glími við langvarandi veikindi vegna vinnuálags. Á það var reyndar bent þegar hlutfall starfsstétta á vinnumarkaði sem höfðu verið í starfsendurhæfingu hjá Virk var reiknað. Þá kom í ljós að marktækur munur er á örorku sjúkraliða og annarra starfsstétta. Vegna eðlis starfanna sem sjúkraliðar sinna geta þeir sjaldan eða aldrei stjórnað vinnuálagi í starfi sínu. Það er því mikilvægt að mönnun á hverjum vinnustað taki mið af raunverulegri umönnunar- og hjúkrunarþyngd. Annars er hætta á veikindum til lengri eða skemmri tíma og örorku sjúkra- liða. Eða að þeir hverfi til annarra starfa þegar starfsá- lagið verður of mikið. Almennt séð gildir sú regla að heilbrigð- isstofnanir setja sér sjálfar mönnunarvið- mið, því opinber við- mið til að styðjast við eru fá. Þau viðmið sem sett hafa verið má lesa í riti landlæknis „Viðmið um mönnun á hjúkrunar- heimilum“ sem gefið var út árið 2015. En þessum viðmiðum er ætl- að að styrkja þjónustu hjúkrunar- heimila og tryggja öryggi heim- ilismanna. Hins vegar hafa viðmiðin einungis faglegt gildi en ekki lagalegt, og er hjúkrunarheim- ilum ekki skylt að fara eftir þeim. Landspítalinn styðst við hjúkr- unarþyngdarmælingar varðandi mönnun en engin viðurkennd við- mið eru í raun til um lágmarks- mönnun eða æskilegt hlutfall sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum landsins. Núna, þegar fyrir liggja upplýs- ingar um að marktækur munur er á örorku sjúkraliða og annarra starfsstétta sem verður vegna vinnuálags, er brýnt að bregðast við með markvissum hætti. Mögu- lega getur það tekið tíma og reynst erfitt að ná fram almennum hlut- lægum viðmiðum um mönnun sjúkraliða þar sem heilbrigðisstofn- anir og deildir innan þeirra eru margvíslegar og ólíkar. Hins vegar er það í sjálfu sér ekki flókið að minnka álagið með því að fækka vinnustundum sjúkraliða. Ég hef trú á því að samfélags- legur ávinningur felist í því að breyta vinnutíma sjúkraliða þannig að vinnuvika þeirra verði 36 klukkustundir í stað 40 stundir. Einnig að vinnuvika vakta- vinnufólks verði stytt þannig að full vinnuvika verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks. Því ekkert er eins kostnaðarsamt fyrir samfélagið og missa fagmenntaða og vel þjálfaða sjúkraliða á besta aldri út af vinnu- markaði vegna langvarandi veik- inda og ótímabærrar örorku, sem hlýst af óviðunnandi vinnuálagi. Því tel ég æskilegt að gerð verði kostn- aðar- og ábatagreining á styttri vinnutíma fyrir sjúkraliða. Sér- staklega til þess að átta sig á fjár- hagslegu umfangi þessara þátta og til að meta ávinninginn með hlut- lægum hætti. Styttri vinnuvika fyrir sjúkraliða Eftir Söndru Bryn- dísardóttur Franks » Vinnuálag í heil- brigðisþjónustu hef- ur aukist síðustu árin, meðal annars vegna skorts á sjúkraliðum, veikari sjúklinga og styttri legutíma þeirra. Sandra Bryndísardóttir Franks Höfundur er frambjóðandi í formannskjöri Sjúkraliða- félags Íslands. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.