Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Póstþjónusta á Ís-
landi er aldagömul.
Síðustu árin hefur
dregið jafnt og þétt
úr bréfapósti vegna
tæknibreytinga en á
móti kemur gríðarleg
aukning á bögglum
og annarri þjónustu
sem póstfyrirtækið
Íslandspóstur hefur
sinnt frá því Póst- og
símamálastofnun,
ríkisfyrirtækið, var lagt niður.
Þó svo ríkið hafi hætt að sinna
póstþjónustu með beinum hætti
með stofnun Íslandspósts ohf.
ber Alþingi og ráðuneyti ábyrgð
á þessari þjónustu við landsmenn
þó framkvæmd hennar sé síðan
falin Íslandspósti ohf. Íslands-
póstur er í eigu ríkissins og fjár-
málaráðuneytið passar hlutabréf-
ið. Samgönguráðuneytið ber
síðan ábyrgð á stefnumörkun.
Ísland er aðili að regluverki
ESB og er bundið samþykktum
Alþjóða póstsambandsins. Þar
eru langar og lærðar reglugerðir
um framkvæmd póstþjónustu í
löndum heimsins.
Íslenska ríkið ber ábyrgð á
rekstri póstþjónustu á Íslandi, en
áhugi þingmanna og ráðuneyta er
í skötulíki. Árum saman hefur
verið talað um að afnema einka-
rétt ríkisins á bréfi 0-50 gr.
Einkarétti þar sem af þeim þætti
átti að tryggja póstþjónustu á
landinu á jafnréttisgrundvelli.
Árum saman hafa tekjur af
einkaréttinum ekki dugað til að
uppfylla þau ákvæði. Því hefur
verið gripið til ýmissa úrræða til
að stemma stigu við taprekstri
Íslandspósts sem hefur verið við-
varandi síðustu ár. Undanfarin
tvö ár hefur smávægilegur hagn-
aður verið af rekstrinum.
Ástæður þess að Íslandspósti
tókst að draga úr tapi og skríða
upp fyrir núllið er að Póst- og
fjarskiptastofnun hefur heimilað
fyrirtækinu að draga úr þjónustu
til að lækka kostnað. Fyrir
tveimur árum var farið að bera
út bréfapóst annan hvern dag í
dreifbýli og nú er það sama uppi
á teningnum hvað varðar þétt-
býli. Heimilin fá
bréfapóst til sín
tvisvar í viku aðra
vikuna og þrisvar þá
næstu. Auk þess hafa
ýmsar aðrar hagræð-
ingaraðgerðir hafa
verið framkvæmdar,
en hafa í raun verið
án stefnumörkunar af
hálfu eigandans, ís-
lenska ríkisins. Í
reynd er bréfaþjón-
usta orðin annars
flokks í landinu. Ef
til vill eru það kröfur
samtímans að það dugi.
Framkvæmd Póst- og fjar-
skiptastofnunar hefur verið í
besta falli óeðlileg síðustu árin.
Stofnunin hefur gefið bein fyr-
irmæli í gjaldskrármálum en
samkvæmt lögum er hún síðan
eftirlitsstofnun, þá með sjálfri
sér. Það hefur verið komið í veg
fyrir það með afskiptum æðra
stjórnvalds.
Láglaunastétt óttast um
starfsöryggi sitt
Ljóst er að vegna þessa er
starfsöryggi félagsmanna í Póst-
mannafélagi Íslands ógnað. Veru-
leg fækkun starfsmanna er fyr-
irsjáanleg í bréfapósthlutanum
þó svo mikil aukning í annarri
þjónustu hafi dregið úr því höggi.
Eitthvað sem búast mátti við
þegar dregið er úr þjónustu til-
viljunarkennt. Póstmannastéttin
er láglaunastétt og kjör hennar
óásættanleg, það verður að
breytast. Póstmannafélagið sér
sívaxandi félagsmannaveltu og
óöryggi, sem óhjákvæmilega er
fylgifiskur þess sem er að gerast.
Stefnumörkun til framtíðar
verður að koma og það fljótt.
Ábyrgð Alþingis
Alþingi og alþingismenn hafa
að mestu leyti sýnt póstþjónust-
unni tómlæti. Þrátt fyrir margra
ára viðleitni til að fá þingmenn til
að gera sér grein fyrir alvarleika
málsins gerist ekki neitt. Frum-
varp til breytinga á póstlögum
liggur fyrir og enginn virðist
hafa áhuga á að koma því í far-
veg og umræðu. Kannski hafa tíð
ríkisstjórnaskipti spilað þar inn.
Víða erlendis hafa stjórnvöld
mótað sér skilvirka stefnu í póst-
málum og haft að leiðarljósi að
póstþjónusta er samfélagsleg
grunnþjónusta og hafa brugðist
við með það að leiðarljósi. Fyr-
irtækjum sem sjá um fram-
kvæmd póstþjónustu víða um
lönd eru tryggðar greiðslur í
samfélagslegum sjóðum til að all-
ir séu við sama borð hvað varðar
póstþjónustu. Sem dæmi fær
norski pósturinn háar upphæðir
frá ríkinu til að tryggja þjónustu
til allra á jafnréttisgrundvelli.
Noregur er eins og Ísland, erf-
iður yfirferðar og dreifing kostn-
aðarsöm og það skilja norskir
þingmenn.
Það er sannarlega kominn tími
til að þingmenn á löggjafar-
samkundunni vakni og fari að
sýna póstþjónustu á Íslandi þá
athygli sem þarf til að tryggja
hana til framtíðar. Það er vá fyr-
ir dyrum ef ekkert gerist næstu
misseri og mál látin reka á reið-
anum eins og síðustu árin. Fyr-
irtækið Íslandpóstur hefur ekki
ákvörðunarvald í þessum málum,
það liggur hjá Alþingi og ráðu-
neytum. Áhugaleysi þingmanna
er óskiljanlegt. Póstmenn lands-
ins hafa áhyggjur af starfsöryggi
sínu. Tómlæti þeirra sem eiga að
ráða þessum málum er sláandi.
Nú er nýtt þing mætt og mikil
endurnýjun þingmanna hefur átt
sér stað. Það er því einlæg áskor-
un mín til nýrra þingmanna að
kynna sér stöðu póstmála á Ís-
landi og í hvaða átt mál hafa
þróast, nánast stjórnlaust og án
faglegrar stefnumótunar stjórn-
valda.
Íslendingar eiga rétt á faglegri
stefnumörkun og aðgerðum og
póstþjónustu á jafnréttisgrund-
velli.
Það er á ábyrgð þingmanna að
það sé gert.
Pósturinn á krossgötum
Eftir Jón Inga
Cæsarsson » Íslenska ríkið berábyrgð á rekstri póst-
þjónustu á Íslandi, en
áhugi þingmanna og ráðu-
neyta er í skötulíki.
Jón Ingi
Cæsarsson
Höfundur er formaður
Póstmannafélags Íslands.
Í grein Eyjólfs
Árna Rafnssonar,
verkefnisstjóra við
undirbúning borg-
arlínu, í Morg-
unblaðinu í des. 2017
kom m.a. fram að
fyrirhugað
hraðvagnakerfi í
Stavanger væri fyr-
irmynd að skipulagi
borgarlínunnar. Íbúa-
fjöldi á Stav-
angersvæðinu (Norður-Jæren) er
242.000 (2015) og er reiknað með
fjölgun upp í 300.000 árið 2040.
Áætlað er að framkvæmdum við
hraðvagnakerfi í svipuðum dúr og
borgarlínan verði lokið 2023. Hrað-
vagnaleiðir verða samtals 50 km.
Um er að ræða dýra útfærslu á
meiri hluta leiðanna, 2 akreina sér-
götur fyrir strætó á milli akreina
fyrir almenna umferð. Áætlaður
stofnkostnaður kerfisins er ca. 10
milljarðar NOK eða 120-130 millj-
arðar ISK. Norska ríkið greiðir
50% en einnig er reiknað með að
setja veggjöld á umferðina á
Stavangersvæðinu til að fjármagna
hluta af stofnkostnaðinum. Veg-
gjöldin eru líka hugsuð til að
hvetja bíleigendur til að taka frek-
ar strætó.
Í dag er hlutur almenningsflutn-
inga 8% af öllum ferð-
um á Stavangersvæð-
inu. Reiknað er með að
farþegafjöldi í almenn-
ingsflutningakerfi
(strætó, lestir og ferj-
ur) svæðisins verði
250.000 árið 2040 og
hlutur almennings-
flutninga 15%. Mark-
miðið er að bílaumferð
2040 verði ekki meiri
en í dag. Í kynning-
unni „Superbuss i
Rogaland, like bra som
bybane?“ kemur fram
að áætlað er að erfitt ástand bíla-
umferðar, þétting byggðar, veg-
gjöld og bílastæðatakmarkanir
verði það sem aðallega stuðlar að
hækkun hlutdeildar ferða með
strætó úr 8% upp í 15% (sjá glæru
nr. 29 af 31). Þessi kynning er frá
2015 og kostnaðaráætlun upp á 6
milljarða NOK er úrelt.
Er rétt að nota Stavanger
sem fyrirmynd?
Umferðarástand í Stavanger er
erfitt miðað við íbúafjölda. Ástand-
ið er næstum jafn erfitt og í Osló
og erfiðara en í Bergen og Þránd-
heimi. E39 liggur sem 4 akreina
mótorvegur í gegnum Stavanger
og Sandnes. Gróft séð þá mynda
Stavanger og Sandnes saman línu-
borg sem er á nesi. Miðborg Stav-
anger er utarlega á nesinu. Til að
geta byggt eitthvað að ráði meir í
Stavanger þarf að fara að byggja
upp í loftið. Áætlað er að þétta
byggð. Það er erfitt og dýrt að út-
víkka gatnakerfið í Stavanger. Í
fljótu bragði sýnist mér það mun
erfiðara en á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki er mögulegt að breikka E39 í
6 akreinar nema endurbyggja veg-
brýr. Í fljótu bragði tel ég að í
Stavanger séu aðstæður þannig, að
hagkvæmara sé að byggja hágæða
almenningsflutningakerfi þar en
hér á höfuðborgarsvæðinu. Síðast
en ekki síst, þá eru fjárveitingar
tryggðar! Að öllu samanlögðu
finnst mér hæpið að nota Stav-
anger sem fyrirmynd fyrir end-
urbætur á strætókerfi höfuð-
borgarsvæðisins.
Hvaða lærdóm má
draga af Stavanger?
Umferðarástandið í Stavanger er
miklu verra en hér á höfuðborg-
arsvæðinu. Eftir því sem ástand
bílaumferðar er erfiðara, þeim mun
auðveldara er fyrir almennings-
flutningakerfi (strætó og lestir) að
keppa við einkabílinn. Þess vegna
þyrftum við að setja á meira haml-
andi aðgerðir til að ná sambæri-
legri aukningu á farþegafjölda með
strætó. Vegtollar og takmarkanir á
bílastæðum þurfa því að vera meiri
hér en á Stavangersvæðinu. Eða
þá meiri þétting byggðar hjá okk-
ur, nema hvort tveggja sé. Hlutur
almenningsflutninga í Stavanger er
8% af ferðum og áætlað er að auka
hann í 15% árið 2040. Það eru 7
prósentustig og hlutfallsleg aukn-
ing er 88%. Í áætlunum um borg-
arlínu er áætlað að auka hlut
strætó úr 4% upp í 12% árið 2040,
eða um 8 prósentustig. Þetta er
200% hlutfallsleg aukning. Það er
því alveg ljóst að það verður mun
erfiðara og þungbærara fyrir íbúa
á höfuðborgarsvæðinu að ná mark-
miðinu um 12% hlut ferða með
strætó heldur en íbúa á Stav-
angersvæðinu að ná markmiðinu
um 15% hlut ferða í strætó.
Samanburður tveggja
möguleika
Til hvers að eyða 70 milljörðum
kr. í að auka gæði þjónustunnar,
fyrst að það eitt út af fyrir sig
skilar svo litlum hluta af heildar-
árangrinum? Er ekki miklu skyn-
samlegra að koma á miklu ódýr-
ara hraðvagnakerfi með
áframhaldandi gerð sérakreina
fyrir strætó hægra megin ak-
brautar? Slíkt kerfi kostar laus-
lega áætlað 10 – 20 milljarða,
segjum 15 milljarða. Ég tel að
slíkt kerfi gæti eitt og sér aukið
hlut strætó úr 4% upp í 5% af öll-
um ferðum, samanborið við að
borgarlínan ein og sér gæti aukið
hlut strætó upp í 6%. Þétting
byggðar meðfram samgönguásum
hraðvagnakerfanna myndi í báðum
tilvikum auka hlut strætó um 2
prósentustig til viðbótar. Óvinsæl-
ir vegtollar og bílastæðatakmark-
anir gætu svo í báðum tilvikum
aukið hlut strætó um 4 prósentu-
stig til viðbótar. Samanburðurinn
á þessum 2 möguleikum lítur þá
svona út: Möguleiki A, hrað-
vagnakerfi upp á 15 milljarða kr.,
skilar aukningu á farþegafjölda
upp á 7 prósentustig. Möguleiki B,
borgarlínan, sem kostar 70 millj-
arða, skilar aukningu á farþega-
fjölda upp á 8 prósentustig. Mögu-
leiki A yrði þá um 4 sinnum
hagkvæmari en möguleiki B í
þeim skilningi að fjölgun farþega
fyrir hvern milljarð í stofnkostn-
aði er um 4 sinnum meiri. Hvers
vegna í ósköpunum vilja sumir
eyða 55 milljörðum til viðbótar til
þess eins að fjölga farþegum um 1
prósentustig umfram farþegafjölg-
un í möguleika A?
Er Stavanger góð fyrirmynd fyrir Strætó?
Eftir Þórarin
Hjaltason » Að öllu samanlögðu
finnst mér hæpið að
nota Stavanger sem fyr-
irmynd fyrir end-
urbætur á strætókerfi
höfuðborgarsvæðisins
Þórarinn
Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og MBA.
thjaltason@gmail.com
Íslenskar þjóðsögur
segja frá því að fyr-
irbæri sem nefndust
uppvakningar væfl-
uðust um landið fram
undir lok nítjándu ald-
ar og jafnvel lengur.
Þetta voru fremur
ókræsilegar verur
sem vafagemlingar
ýmsir höfðu dregið
upp úr kirkjugörðum
með formælingum og
særingum. Þeir gátu síðan sent
þessa þokkapilta hvert á land sem
var og skipað þeim að fremja hvers
kyns óhæfu- og ódæðisverk. Nú er
líklega rúm öld síðan þeir síðustu
voru sendir til miður fallegra verka
en þá ber svo við að nýir uppvakn-
ingar birtast sjónum manna á sjálfu
Alþingi og hvorki fleiri né færri en
ellefu talsins.
Ekki er ljóst hver hefir sært
þennan slæðing fram. Ýmsa grunar
að þar séu að verki þeir sem telja
sig fyrirsvarsmenn þess fólks sem
ætlar sér að hagnast á að selja og
auglýsa alkóhól. Þó að einhverjir í
þyrpingunni séu síbernskir og viti
allt best, hvað sem rannsóknum og
niðurstöðum heilbrigðisvísinda líð-
ur, mættu þeir gera sér ljóst að þeir
eru ekki á málfundi í framhalds-
skóla og firrurnar geta verið hættu-
legar ef þeim er fylgt fram á sjálfu
Alþingi.
Fyrir ekki alllöngu var lagt fram
á Alþingi frumvarp um að auka að-
gengi að alkóhóli, leyfa kaup-
mönnum að græða á að selja það og
frameiðendum og fjölmiðlum að
auglýsa það og fá þá að sjálfsögðu
eitthvað fyrir sinn snúð. Frum-
varpið mætti mikilli andstöðu. Sam-
tök, sem báru hag barna fyrir
brjósti, andmæltu því. Lýðheilsu-
fræðingar og heilbrigðisstarfsfólk
með landlækni í fararbroddi gerðu
grein fyrir afleiðingunum ef frum-
varpið yrði samþykkt.
Bent var á samþykktir
Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar.
Og nú hélt almenningur
að allir alþingismenn
hefðu skilið hvað um
var að tefla. En svo var
raunar ekki. Nokkrir
höfðu ekki losnað við
illkynja rang-
hugmyndir sínar og
stóðu á þeim eins og
glorsoltnir hundar á
roði.
Hvað veldur þessari fyrirmunun?
Flestir gera sér ljóst að neysla
þessa vímuefnis veldur ómældu
tjóni. Kostnaðinn við að leitast við
að bæta úr því ber ríkið með sjúkra-
húsum, meðferðarstofnunum og fé-
lagslegri aðstoð. Þar koma þeir sem
vilja hlut í áfengisgróðanum eða
jafnvel hann allan í eigin hít hvergi
nærri. En græðgi þeirra sem hafa
geð í sér til að græða á sölu vímu-
efnisins alkóhóls er óstöðvandi. Í
djúpa vasa sína vilja þeir æ meira
og kannski eru leynigöng þaðan til
þægilegra geymslustaða erlendis.
Erinda þessa fólks ganga uppvakn-
ingarnir. En sómakærir og heið-
arlegir kaupmenn, svo sem til að
mynda þeir í Fjarðarkaupum, eru
andvígir þessari græðgi. Og al-
menningur er ánægður með fyr-
irkomulagið eins og það er, engin
nauðsyn að færa gróðapungunum
eina matarholuna enn.
Kominn er tími til að hinir vitrari
alþingismenn kveði niður þessa
óværu. Megi hún hvergi þrífast.
Uppvakningar
á Alþingi
Eftir Ólaf Hauk
Árnason
Ólafur Haukur
Árnason
»En græðgi þeirra
sem hafa geð í sér til
að græða á sölu vímu-
efnisins alkóhóls er
óstöðvandi.
Höfundur er öldungur.
Atvinna