Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 ✝ Sverrir Her-mannsson fæddist á Svalbarði í Ögurvík við Ísa- fjarðardjúp 26. febrúar 1930. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Mörk 12. mars 2018. Foreldrar hans voru Hermann Her- mannsson útvegs- bóndi, f. 17.5. 1893, d. 26.11. 1981, og Salóme Rann- veig Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 24.4. 1895, d. 20.11. 1977. Systk- ini Sverris: 1) Gunnar Haraldur, f. 1922, d. 1977; 2) Þórður Guð- mundur, f. 1924, d. 1985; 3) Kristín Anna, f. 1918, d. 2002; 4) Þuríður, f. 1921, d. 2007; 5) Sig- ríður Ragna, f. 1926, d. 1999; 6) Karítas Kristín, f. 1927, d. 1994; 7) Gísli Jón, f. 1932, d. 2014; 8) Halldór, f. 1934; 9) Guðrún Dóra, f. 1937; 10) Birgir, f. 1939. Þann 27. desember 1953 kvæntist Sverrir Gretu Lind Kristjánsdóttur, f. 25.7. 1931, d. 20.11. 2009. Foreldrar hennar voru Kristján Tryggvason, klæðskeri og kaupmaður á Ísa- firði, og Margrét Finnbjörns- dóttir húsmóðir. Greta og Sverr- ir eignuðust fimm börn og eina fósturdóttur: 1) Hulda Bryndís, f. 6.2. 1953, safnafræðingur, maki Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Börn þeirra eru: Gunnhildur Margrét, maki Arnar Hart- til Ísafjarðar árið 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1951. Árið 1953 fluttu þau Greta suður til Reykjavíkur og bjuggu þar upp frá því, fyrst á Tómasarhaga, síðan í Granaskjóli og loks á Einimel. Sverrir lauk kandídatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Ís- lands 1955. Hann var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1954-1955, sat í stúd- entaráði HÍ 1954-1955 og var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1957-1958. Sverrir var starfsmaður Vinnuveitenda- sambands Íslands 1955-1956, skrifstofustjóri Verslunar- mannafélags Reykjavíkur 1956- 1960 og fulltrúi hjá Vísi hf. 1960- 1962. Hann var formaður og framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra verslunar- manna frá stofnun þess 1957 til 1972 og forstjóri Framkvæmda- stofnunar ríkisins 1975-1983. Hann var stjórnarformaður út- gerðarfélagsins Ögurvíkur 1970-1987 og sat í stjórn Sjó- minjasafns Íslands 1979-1983. Árin 1971 til 1988 var Sverrir alþingismaður Austurlands fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Hann átti sæti í Norðurlandaráði 1975- 1983 og 1987-1988 og var forseti neðri deildar Alþingis 1979- 1983. Sverrir var iðnaðarráð- herra 1983-1985 og mennta- málaráðherra 1985-1987. Bankastjóri Landsbanka Íslands 1988-1998. Hann var alþingis- maður Reykvíkinga 1999-2003 fyrir Frjálslynda flokkinn og formaður hans frá 1998-2003. Jarðsett verður frá Dóm- kirkjunni í dag, 23. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. mannsson, þeirra börn eru Kristín og Ívar; Sverrir Páll, dætur hans eru Salka og Sísí með Emelie Uggla og Blanka með Josefin Ljungman. 2) Krist- ján, f. 14.10. 1956, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, maki Erna Svala Ragnars- dóttir verkefnastjóri. Þeirra börn eru Tryggvi Páll, Ragnar Pétur og María Hrund. Dóttir Kristjáns og Valdísar Gunnars- dóttur er Greta Lind. 3) Margrét Kristjana, f. 8.9. 1958, sérfræð- ingur hjá Rannís, maki Pétur S. Hilmarsson viðskiptafræðingur. Þeirra börn eru Kristján Sævald og Edda. 4) Ragnhildur, f. 28.8. 1960, upplýsingafulltrúi Nova- tors, maki Hanna Katrín Frið- riksson alþingismaður. Þeirra dætur eru Elísabet og Margrét. 5) Ásthildur Lind, f. 23.2. 1964, flugfreyja, maki Matthías Sveinsson framkvæmdastjóri. Þeirra börn eru Matthildur Lind, Marta Bryndís og Sverrir Karl. Dóttir Matthíasar er Þóra, gift Ragnari A. Guðmundssyni og eiga þau tvö börn. 6) Greta Lind, f. 1973, viðskiptaþróunar- stjóri hjá RB, er fósturdóttir Gretu og Sverris. Sonur hennar er Viktor Páll. Sverrir ólst upp á Svalbarði í Ögurvík þar til fjölskyldan flutti „Ásta mín ertu komin? Það er gott.“ Þessi setning hljómar ekki oftar. Pabbi hefur kvatt okkur eftir langt og gæfuríkt líf. Hugurinn reikar aftur í tímann og ótal margt verður ljóslifandi fyrir sjónum. Lítil stelpa heldur í trausta hönd pabba og við erum tvö sam- an á leiðinni í 1. maí göngu, það var gaman. Lítil stelpa laumast til að sitja og fylgjast með þegar spilafélag- ar komu til að spila lomber og öll hin spilin með skrýtnu nöfnun- um. Síðan hljómuðu orðin grand – gefið – pass og svo var mikið hlegið. Tíminn hélt áfram og verkefni lífsins komu eitt af öðru og við leystum mörg þeirra með eða án mömmu. Oftar en ekki spurðir þú: „Ásta mín, getum við ekki glatt mömmu eitthvað?“ og jú, það gátum við og gerðum. „Allt það besta fyrir hana,“ sagðir þú alltaf, hún var þér svo dýrmæt. Þakklæti fyrir hópinn minn sem þú barst svo mikla um- hyggju fyrir og kenndir svo margt, sóttir Matthildu þína í Ísaksskóla, gafst henni hafra- graut með súru slátri í morgun- mat eftir næturgistingu. Mörtu þína keyrðir þú í ballett bæinn á enda vetur eftir vetur, það var nú bara gaman og nafni þinn fékk ekki minna afadekur í bíltúrum út á Nes að fylgjast með álfta- parinu og kíkja niður á höfn á skipin. Vildir alltaf að öllum liði vel og enginn átti að hafa áhyggjur eða vanhaga um neitt. Allir áttu að fara gætilega og huga vel að veðri, þú undraðist yfir því ef veður var vont og ég á leið í vinn- una og spurðir iðulega: „Er flogið í þessu veðri?“ En bættir svo við „Hvernig læt ég, við eigum bestu flugmennina hér heima og tækn- in er ótrúleg.“ Oftar en ekki heyrðist spurningin: „Fer nafni minn nokkuð á sjó nema veður sé gott? Matthías verður að fara yfir þetta með honum!“ Jú, pabbi minn, hann gerir það, við förum gætilega og höldum áfram í verk- efnum lífsins. Takk fyrir allt ... rjúpurnar á jólunum ... sósan hans afa er best! Veiðiferðirnar ... Fyrir að segja aldrei nei, heldur við skul- um athuga það og leysa. Fyrir að hlusta alltaf þegar eitthvað bját- aði á. Ég er sannfærð um að þú sért komin í veiði með mömmu þér við hlið, það er gott. Góða ferð. Þín Ásthildur Lind. Elsku afi minn og uppeldis- faðir er látinn. Stærra skarð er vart hægt að höggva í fjölskyld- una okkar. Það voru einstök forréttindi að fá að alast upp hjá afa og ömmu og betri fyrirmyndir var ekki hægt að fá. Þó ég hafi alltaf kallað hann afa þá var hann svo miklu meira fyrir mér en það orð felur í sér. Ég veit fyrir víst að ég væri ekki sama manneskja og ég er í dag ef hans hefði ekki notið við. Hann hefur alla tíð verið ör- lagavaldur í mínu lífi og alltaf til hins betra. Ég vona að hann vaki yfir mér og mínum örlögum áfram. Hann tók mig að sér við fæð- ingu, hann kom mér til manns og brýndi fyrir mér menntun, hann rétti alltaf fram hjálparhönd fyrstur, hann leiðbeindi mér alla tíð og sérstaklega þegar ég hélt að ég þyrfti ekki á því að halda. Það var ótrúlega gott að leita til hans. Hann átti lausn við öllu. Hann var óvenju skemmti- legur og góður, hann afi minn. Einstakur sögumaður, snillingur íslenskrar tungu, ráðagóður með eindæmum og snillingur í eld- húsinu því betri kokk er varla hægt að finna þó víða væri leitað. Hann var ákveðinn, gjaf- mildur, réttsýnn, ljúfur, ósérhlíf- inn, vitur og síðast en ekki síst stundvís maður. Ég vona að eitt- hvað af þessu hafi honum tekist að kenna mér og ég held það reyndar. Ef eitthvað af þessum mannkostum prýðir mig er það alla vega honum að þakka. Ég mun sakna hans alla tíð og kveð nú yndislegan mann sem var mér allt. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þú varst og verður alltaf kletturinn minn. Þín dóttir, Greta Lind. Það er nú liðin næstum hálf öld frá því að ég fór að venja komur mínar með Bryndísi á heimili Sverris Hermannssonar og Gretu Lindar Kristjánsdóttur sem þá var í Granaskjóli. Hann var þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi en ég svona vinstrisinnaður hálf- hippi. Það höfðu margir orð á því við mig að samskipti okkar hlytu að vera mjög erfið. Reyndin varð hins vegar sú að þessi hálfa öld leið án þess að okkur sinnaðist nokkurn tímann. Heimilið var barnmargt og mikill gestagangur. Sverrir tók oftlega virkan þátt í heimilishald- inu, sérstaklega í kringum helgar og stórhátíðir, en hann var áhugamaður um mat og matar- gerð. Hann útbjó veglegar kjöt- máltíðir þar sem eina leiðin til þess að tjá velþóknun sína á mat- argerðinni var að fá sér þrisvar á diskinn, en svo í annan tíma sig- inn fisk með hnoðmör og fleira í þeim stíl. Hæstu hæðum náði matarstússið þegar blótaður var heilagur Þorlákur í aðdraganda jólahátíðarinnar. Sverrir hafði komið sér upp aðstöðu í bílskúrn- um á Einimel þar sem hann sauð skötu, bræddi hnoðmör og bjó til skötustöppu. Þar sauð hann líka hangikjöt af rosknum sauðum úr Húnavatnssýslu. Skötuveislan sjálf var karlasamkoma. Þar voru saman komnir helstu samherjar Sverris í pólitíkinni og vinir, þ.e.a.s. það hlutmengi úr þessum hópi sem hafði nógu þroskaða bragðlauka til þess að fá notið góðgerðanna. Þetta varð líka manndómsvígsla þeirra tengda- sona sem bættust við í fjölskyld- una. Sverrir gat gripið niður í Þórberg og lesið mergjaðan kafla, Eiríkur frá Dagverðar- gerði flutti frumorta drápu um landsmálin þannig að fram- sóknarmenn um allt land fengu hiksta og Barði Friðriksson fór með kvæði Frödings um skáldið Wennerbom eins og honum ein- um var lagið. Fjölskyldan hittist árlega í veiðihúsinu við Hrútafjarðará. Þar var Sverrir hæstráðandi, skipulagði vistir og matargerð og sendi menn til veiða með ná- kvæmum fyrirmælum um stað- setningu og aðferð á hverjum veiðistað. Þegar ég mætti á stað- inn með maðkastöng í bláum íþróttagalla var auðséð á svip hans að ég átti margt ólært. Sér- staklega gerði hann athugasemd- ir við þá aðferð mína að nota flot- holt við veiðarnar, sem hann jafnan kallaði dufl. Ég var mjög áhugasamur um að tileinka mér aðferðir fluguveiða en sjálfs- traustið vantaði. Þegar áin eitt sinn var mórauð og óveiðandi eft- ir stórrigningu sendi hann mig þangað sem Miklagilið mætir ánni. Þar átti ég að kasta Collie dog flugu á litaskilin í vatninu, því gilið hreinsar sig jafnan fyrr en áin. Þar kom minn fyrsti flugulax og ísinn var brotinn. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að vera samferða Sverri og njóta einstakrar frá- sagnargáfu hans í næstum hálfa öld. Þrátt fyrir miklar annir var hann líka alltaf boðinn og búinn til þess að aðstoða og allt það sem hann gerði var gert strax. Ég held að ég hafi aldrei fengið bréf frá honum sem ekki var sent ex- press. Ég þakka Sverri tengdaföður mínum samfylgdina og minnist með hlýju allra þeirra góðu stunda sem við áttum með þeim hjónum. Börnin okkar Bryndís- ar, nú fullorðin, minnast afa síns með söknuði, en hann fylgdist grannt með námi þeirra og störf- um alla tíð. Guðni A. Jóhannesson. Það er mikil gæfa að hafa átt Sverri Hermannsson sem tengdaföður, félaga og vin. Við brottför hans er söknuður minn mikill, en minningarnar lifa um góðan mann og þakklæti fyrir að hafa átt svo mikilsverðan ferða- félaga á fjórða áratug. Sverrir var Vestfirðingur í báðar ættir, kvæntur Gretu Lind Kristjánsdóttur frá Ísafirði. Fað- ir hans var útvegsbóndi og sjó- sóknari sem gerði út bátinn Her- móð frá Svalbarði í Ögurvík. Sverrir kynntist því frá blautu barnsbeini öllum vinnubrögðum hvað varðar almenn bústörf, fisk- veiðar og verkun aflans. Síðar eignaðist hann bát föður síns og notaði hann til skemmtunar og veiðar fyrir sig og fjölskylduna á sumrin á Ísafirði – þegar hann og Greta dvöldu sumarlangt á Grund í Skutulsfirði. Það þurfti einbeittan vilja og þrek fyrir ungan sveitadreng úr Ögurvík við Ísafjarðardjúp að berjast til mennta og ljúka menntaskóla frá Akureyri og síð- an prófi sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Á þeim tíma voru hvorki námsstyrkir né lán í boði. Uppeldið fyrir vestan, við Djúp, og skólagangan hefur ef- laust mótað hann að mörgu leyti. Hann var einstaklega skemmti- lega máli farinn, framúrskarandi vel lesinn og sagði þannig frá að unun var að hlusta á hann segja sögur um menn og málefni. Þess- arar frásagnargáfu hans naut ég oft við matarborðið á Einimel, við veiðar í Hrútu og ekki má gleyma öllum stundunum fyrir vestan, á Grund og Kirkjubæ. Sverrir var mikill áhugamaður um fugla og þekkti þá alla. Hann gjörþekkti landið og öll kennileiti og sagði frá hverri þúfu þegar hann ók á löglegum hraða á sínu „cruise control“ – þótt ekki væru allir aðrir sáttir í umferðinni. Hann var ekki laghentur maður og ef Greta bað hann um að gera við eitthvað heima fyrir, sagði hann gjarnan: „Þá verð ég að fara í erfiðisbuxurnar“ – hjá venjulegu fólki kallast það vinnu- buxur. En svo gat hann hnýtt átt- una á augabragði þegar hann var að hnýta minnstu flugur við lax- veiðar. Takk fyrir mig og mína. Ég kveð höfðingjann við hylinn. Matthías Sveinsson. Í dag kveð ég kæran tengda- föður minn og vin, Sverri Her- mannsson. Í gegnum tíðina bröll- uðum við margt og kom það ekki síst til af því að Margrét var mjög náin föður sínum, auk þess sem þau unnu mikið saman. Sverrir var einstakur fugla- og náttúru- unnandi og hafði mikla ánægju af veiði. Um áratuga skeið hafði hann Hrútafjarðará á leigu og þegar ég kom þangað í fyrsta skipti var honum mikið kappsmál að ég tæki veiðibakteríuna. Þessa daga vildi þannig til að hann fékk fisk í hverju kasti svo þetta leit ekki út fyrir að vera mikil kúnst, en þá átti ég margt eftir ólært. Í huga Sverris var fluguveiði sport og þá var ekki sama hvað væri undir. Francis og aðrar slíkar kallaði hann ekki flugur og beitti aldrei, en oftast urðu Blue Charm og Hairy Mary fyrir valinu. Á haustin gekk hann til rjúpna ásamt vini sínum Barða Friðriks- syni, sem kallaði Sverri aldrei annað en fóstra sinn. Hvatti Sverrir okkur Margréti til að fá okkur byssuleyfi og slást í hópinn og um árabil fórum við í margar ógleymanlegar veiðiferðir með þeim félögum, oftast á Snæfells- nes þar sem Barði átti jörð, en einnig vestur í Djúp og í Húsafell. Á sumrin vorum við saman fyr- ir vestan, en þar áttu Greta og Bettý systir hennar sumarbú- staðinn Grund og við hjónin Kirkjubæ, þar rétt hjá. Þar hóf Sverrir útgerð á bátnum Her- móði sem faðir hans hafði átt. Við Margrét vorum að sjálfsögðu shanghæuð um borð sem hásetar, en útgerðin var aldrei stærri í sniðum en svo að aðeins var veitt í soðið. Ýmsar tilraunir gerðum við með verkun á aflanum og próf- uðum m.a. að salta þorsk og svo smíðaði ég lítinn flothjall til að hengja upp fisk. Við Grund er tjörn þar sem lómapar verpir og hafði Sverrir sérstaka ánægju af að fylgjast með því. Eitt sinn björguðum við hjónin særðum lómi og datt það snjallræði í hug að setja hann á lómatjörnina á meðan hann jafn- aði sig. Svo hringdum við í Sverri til að segja honum tíðindin. Það kom nokkuð löng þögn í símann, en loksins þegar hann hafði með- tekið fréttirnar voru öll símtæki óþörf: „Settuð þið lóminn í sjúkrabeð hjá hinum lómunum? Er frosið fyrir öll skilningarvit?!“ Hann vissi hvernig sú sambúð myndi enda og er þetta í eina skiptið sem ég man til að hann skipti skapi við okkur. Við upp- skárum þó nýtt orðatiltæki og göntumst oft með þetta. Yfirleitt ókum við í samfloti vestur og eftir að Sverrir tók að reskjast treysti hann sér illa til að aka svo langt og ók ég því fyrir hann. Þegar komið var í Djúpið færðist hann allur í aukana, enda var hann hafsjór af sögum af þessum slóðum. Benti manni á fá- þekkt kennileiti eins og Ensku sker, hvar lík skipstjóra Bask- anna rak upp, auk þess að kunna óendanlegar sögur af fólki og kynlegum kvistum við Djúp. Ég kveð góðan vin með sökn- uði og virðingu, en fyrst og fremst þakklæti og lýk þessum minningarorðum á sama hátt og Sverrir gerði gjarnan: Drottinn gefi dauðum ró og hinum líkn sem lifa. Pétur S. Hilmarsson. Það er gæfa mín að hafa í gegnum Ragnhildi eiginkonu mína verið náinn samferðamaður Sverris Hermannssonar í allt að aldarfjórðung. Meðal fastra punkta í tilverunni voru framan af góðar stundir á Einimelnum á heimili Sverris og Gretu, þar sem fullorðnir ræddu lífsins gagn og nauðsynjar í stofunni og börnin lögðu undir sig húsið að öðru leyti. Það kom heldur ekki sumar á Íslandi nema stórfjölskyldan hittist á Grundinni við Skutuls- fjörð. Þar stóð Sverrir vaktina í eldhúsinu og vissi fátt betra en að fá að elda ofan í allan barna- skarann. Hangikjötsveislan tryggði honum efsta sæti vin- sældalistans hjá börnunum, enda fátt sem toppar jólamat á sumrin. Siglingar um fjörðinn á Hermóði, með afa við stýrið, eru þeim líka ógleymanlegar. Sverrir var ekki bara mikill fjölskyldumaður og traustur og hlýr vinur. Hann var eftirminni- legur stjórnmálamaður sem öðr- um fremur kunni orðsins list. Sem betur fer liggur eftir Sverri slíkur fjöldi ræða og skrifaðra greina að von er til að einstakt tungutak hans og orðfimi falli ekki í gleymsku. Það var enda fátt sem gladdi Sverri meira hin síðustu ár en að fá fréttir af góðri frammistöðu barnabarnanna í ís- lenskunámi. En svo stórbrotinn ræðumaður og ritari sem Sverrir var, þá var ein tegund samskipta- máta sem hann varði ekki mikl- um tíma í. Við máttum telja okk- ur nokkuð góð ef símtal við Sverri náði mínútulengd og þá skipti litlu hvert erindið var. Frekar var hringt tvisvar til að klára málið. Ein mynd kemur öðrum frem- ur ítrekað upp í hugann. Sverrir í hægindastólnum sínum með bækur og dagblöð í skipulagðri óreiðu allt um kring og umræðu- efnið er pólitík. Þar var ekki komið að tómum kofunum hjá tengdaföður mínum, frekar en við önnur tækifæri. En fram á síðustu stundu kom gamalkunn- ugt blik í augu þegar pólitíkina bar á góma. Aðeins örfáum dög- um fyrir andlát Sverris sátum við tvö yfir sveitastjórnarmálunum og skeggræddum helstu baráttu- aðferðir og vænlegustu útkom- una. Mjólkurpósturinn litli vestan úr Ögurvík, sem fylgdist spennt- ur með eldri bræðrum sínum snara rjúpur til að spara höglin, kynntist ástinni í lífi sínu fyrst á Ísafirði. Þau Greta Lind Krist- jánsdóttir felldu þó fyrst hugi saman á skólaárunum á Akureyri og höfuðbólið fyrir norðan átti því alla tíð sérstakan stað í hjarta þeirra beggja. Það var svo í Vesturbæ Reykjavíkur sem ungu hjónin bjuggu sér heimili og börnin bættust í hópinn eitt af öðru. Alls fimm og fósturdóttirin sú sjötta. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin orðin sex. Ólíkir einstaklingar með sameig- inlegan streng, er ofinn var af þeim heiðurshjónum Gretu Lind og Sverri, sem nú hafa bæði kvatt. Að leiðarlokum þakka ég hlýja og trausta vináttu Sverris Her- mannssonar. Hann var dóttur sinni góður faðir og ómetanlegur félagi og dætrum okkar Ragn- hildar dýrmætur afi. Hanna Katrín Friðriksson. Fyrsta minning mín um afa breytist aldrei. Vakna uppi í rúmi milli ömmu og afa á Einimel. Kannski búin að sparka afa úr rúminu einu sinni eða tvisvar um nóttina. Fer upp í eldhús og afi sækir súrt slátur í hvíta tunnu inn í matarbúr. Við fáum okkur hafragraut með slátrinu og auð- vitað lýsi og svo keyra þau mig í Ísaksskóla, ávallt tímanlega. Á yngri árum eyddi ég ófáum stundum á Ísafirði. Bæði á sumr- in og um páskana. Amma og afi ólust bæði upp á Vestfjörðum, amma á Ísafirði og afi á Svalbarði í Ögurvík. Háu fjöllin og djúpu firðirnir hlýja mér um hjartarætur. Löngu Sverrir Hermannsson HINSTA KVEÐJA Hér rotnar meðal rósa hold þess manns, er rík- mannlega dánarkransa fékk frá þeim, sem aldrei heyrðu ræðu hans. En hver? – Hér færðu fullnægjandi svar: Sá fram- liðni var raunar mörgum kunnur, þótt enginn þeirra vissi, hver hann var. (Ragnar Jändel) Far vel, gamli trygg- lyndi vinur. Ágúst Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.