Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 23
keyrslurnar með góðri tónlist og
mamma að benda á staði sem hún
átti gamlar minningar frá.
Eina páskana fórum við mörg
saman þangað. Pabbi var nýbú-
inn að kaupa vélsleða og þótti það
skemmtilegt sport og þykir enn.
Við vorum með vélsleðann og
pabbi ætlaði að draga okkur upp
skíðabrekkuna á reipi sem hékk
aftan úr vélsleðanum. Það var
mjög skemmtilegt að hanga
þarna aftan í og renna sér svo
niður á skíðum. Pabbi vildi endi-
lega að afi prófaði vélsleðann. Afi
var alveg til í það og við krakk-
arnir gripum í reipið spennt að
fara aftur upp. En afi var mjög
varkár og gaf ekki mikið í heldur
skreið upp brekkuna eins og
snigill á sleðanum, sem gerði það
að verkum að sleðinn fór að
brenna úr sér kolsvörtum reyk.
Við reyndum að hrópa á afa, en
hann heyrði ekkert og neydd-
umst við eitt af öðru til að sleppa
reipinu, hóstandi vegna meng-
unar.
Afi leit við hissa þegar hann
var kominn upp á topp því enginn
krakki var eftir á reipinu. For-
eldrunum fannst þetta mjög
fyndið útsýni upp brekkuna. Afi
fór ekki aftur á sleðann eftir
þetta held ég. Þetta kenndi mér
að afi vildi fara eins varlega og
hann gat með öll barnabörnin aft-
an í sleðanum. Hann ætlaði ekki
að taka neina áhættu. Skiljanlega
þar sem fjölskyldan er dýrmæt-
ust af öllu.
Hvíldu í friði með ömmu, elsku
afi minn.
Þín
Matthildur Lind.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt
og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Takk fyrir allt, bezti afi Ís.
Elísabet og Margrét.
Afi Sverrir var einstaklega
góður afi og við áttum góða sam-
leið alla tíð. Mér þótti vænt um
þegar afi sagði að ég ætti „sér-
stakt hólf í hans hjarta“ eins og
hann orðaði það, og það var
vegna þess að þegar ég var rétt
rúmlega eins árs, þá passaði
hann mig einn síns liðs í um
sólarhring og var það í fyrsta
sinn sem hann passaði smábarn
hjálparlaust, kominn vel á sex-
tugsaldur. Ég grét víst ekkert
allan þann tíma og þótti honum
mikið til þess koma hvað ég var
þægt barn.
Úr bernsku man ég oftast eftir
afa mínum arkandi um á vöðlum
við Hrútafjarðará og á ófáar
minningar af þessum reynda
veiðimanni útí miðri á. En beztar
þóttu mér veizlurnar sem hann
framreiddi, hvort sem var heima
á Einimel, í veiðihúsinu í Hrúta-
firði eða í sumarhúsinu Grund
vestur á Ísafirði. Afi var lista-
kokkur og eldaði nánast einungis
það sem ég sem krakki kallaði
„þjóðlega rétti“, þ.e. lamb, hangi-
kjöt, fisk og margt fleira. Í sér-
stöku uppáhaldi hjá okkur barna-
börnunum var plokkfiskurinn
hans afa, hann notaði einungis
nýja fallega ýsu, lauk, rjóma,
engar kartöflur settar saman við
uppstúfið, heldur voru brúnaðar
kartöflur hafðar sem meðlæti og
úr varð hið mesta hnossgæti.
Þó að tíu manns eða fleiri sætu
við kvöldverðarborðið á Grund,
þá eldaði afi samt yfrið af mat og
þegar allir höfðu borðað fylli sína
sagði hann hátt og skýrt: „Krist-
ján, ég treysti á þig“, sem þýddi
að nú þurfti ég að taka á honum
stóra mínum og klára fiskinn af
fatinu, sem nóg var eftir af, takk
fyrir. Ég át það með beztu lyst
enda fyrirfannst ekki betri plokk-
fiskur á öllu landinu en sá sem afi
lagaði. Kvöldverður hjá afa var
þar að auki mikil skemmtidag-
skrá, því maðurinn var einstakur
sögumaður, þar sá ég hina ís-
lenzku munnmælahefð varð-
veitta.
Við afi urðum mjög nánir á
hans efri árum, fórum ósjaldan í
mat eða kaffi saman, og ég þá
sem bílstjóri hans. Afi var svo
stundvís alla ævi að sagt var að
þegar hann fór í morgungöngur
vestur í bæ hafi íbúar þar getað
stillt klukkuna eftir honum. Svo-
leiðis var það líka þegar ég var
orðinn bílstjórinn hans, þá mátti
ég ekki klikka á stundvísinni og
gerði heldur aldrei. Einhvern
tímann var afi spurður hvort ég
væri barnabarn hans. Hann svar-
aði því til að ég væri „stundvís-
asta barnabarnið hans“ og þótti
mér vænt um það.
Afi var kjarnyrtur maður og
hafði mikinn áhuga á málrækt og
fornmálinu. Hann sagði stundum
aðspurður um ferðir okkar sein-
ustu árin, að hann væri í bíltúr
með „frænda“ í merkingunni
„vinur“. Þetta þótti mér gaman
að heyra og lýsa afa vel. Þess
vegna vil ég enda þessa kveðju á
orðunum: Takk fyrir samfylgd-
ina, frændi.
Kristján Sævald Pétursson.
Í febrúar 1930 átti móðir okk-
ar von á sínu sjöunda barni. Til
var kölluð ljósmóðir, sem reynd-
ar var hætt störfum, Soffía
Bertelsen. Systir okkar Kristín
Anna, sem þarna var 12 ára
gömul, mundi vel eftir þessum at-
burði. Hún talaði um hvað Soffía
væri orðljót og tók ákaft í nefið,
en þrátt fyrir það var hún viss um
að fæðingin mundi ganga, en
fæðingin var mjög erfið og tók
langan tíma. Anna fór með
barnaskarann út á tún svo þau
heyrðu ekki hljóðin í móður sinni.
Loks fæddist drengur 26.
febrúar, mjög stór og sérstaklega
höfuðstór. Hann var alinn á Sval-
barði í Ögurvík í tvílyftu timb-
urhúsi sem faðir okkar lét
byggja. Þar bjuggu foreldrar
okkar og stundaði faðir okkar
trilluútgerð á báti sínum Her-
móði. Einnig var hann með 20
kindur og eina belju sem hann
keypti vegna ákafrar beiðni móð-
ur okkar til að hafa mjólk fyrir
börnin. Öflun heyja var mjög erf-
ið þar sem landrými var lítið og
þurfti að afla heyja vítt og breitt
um Djúpið þar sem hægt var að
fá slægjur. Síðan þurfti að flytja
heyið heim á sexæringi sem
dreginn var af Hermóði. Mamma
var alla tíð mjög sjóhrædd og má
líklega telja það vera afleiðingu
af sjóslysi sem varð á Ögurvík og
hún varð áhorfandi að. Það voru
kunningjar þeirra sem voru að
koma að landi er sviptivindur
kom og hvolfdi bátnum. Fjórir
menn voru um borð og fórust
þeir allir. Allir bátar voru á sjó og
ekkert hægt að gera en allir voru
mennirnir ósyndir.
Allir synirnir og dæturnar líka
aðstoðuðu við útgerð Hermanns.
Sverrir reyndist snemma mjög
bókhneigður og foreldrar hans
vildu koma honum til mennta þó
efnahagurinn væri ekki mikill.
Sverrir fór í Gagnfræðaskóla Ísa-
fjarðar og var hjá Önnu systur
sinni sem búsett var á Ísafirði.
Skólastjórinn við gagnfræðaskól-
ann var þá Hannibal Valdimars-
son. Þaðan fór hann svo í
Menntaskólann á Akureyri og
síðan í Háskóla Íslands í við-
skiptafræði. Sverrir var þing-
maður Austfirðinga í mörg ár
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sverrir
var menntamálaráðherra fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og þá vann
hann það þarfa verk að vinna að
stofnun Háskólans á Akureyri.
Síðar skildu leiðir Sverris og
Sjálfstæðisflokksins vegna
kvótalaganna sem sett voru 1990.
Sverrir taldi eins og ég og fleiri
að þessi kvótalög myndu sundra
þjóðinni eins og síðar hefur kom-
ið á daginn. Eftir að hann yfirgaf
Sjálfstæðisflokkinn stofnaði
hann nýjan flokk, Frjálslynda
flokkinn, og gekk ég til liðs við
þann flokk og fór í framboð í
Norðausturkjördæmi, mér líkaði
vel við Akureyringa þó ég fengi
ekki mörg atkvæði eins og vænta
mátti. Sverrir sat á þingi fyrir
Frjálslynda flokkinn eitt kjör-
tímabil.
Sverrir var hygginn og hrein-
skiptinn maður. Eiginkona hans
var Greta Lind Kristjánsdóttir
og eignuðust þau fimm mann-
vænleg börn og ólu einnig upp
sonardóttur sína.
Halldór Hermannsson.
Það fækkar í röðum norðan-
stúdenta sem útskrifuðust frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1951. Sverrir Hermannsson var
einn þeirra. Hann kom að vestan,
fæddur á Svalbarði í Ögurvík við
Ísafjarðardjúp. Hann var í
stærðfræðideildinni en hún var
til húsa í Beitarhúsunum við
Hrafnagilsstræti, nokkrum
skrefum frá skólanum. Hann
vakti ungur athygli vegna skoð-
ana sinna og málflutnings. Hann
talaði tæpitungulaust og var
skoðanafastur.
Málfar hans var kjarnyrt og
vestfirskt þar sem áhersla er á
granna sérhljóða fremur en
breiða sérhljóða í framburði, en
þessi framburður er að mestu lið-
in tíð. Þá má einnig nefna að hann
barðist fyrir því að viðhalda bók-
stafnum z í tungumálinu, en eins
og allir vita var sá bókstafur
felldur burt.
Við bekkjarsystkinin höfum
komið saman nokkrum sinnum á
Akureyri til að fagna stúdents-
afmælum, síðast þegar við áttum
60 ára stúdentsafmæli fyrir
nokkrum árum. Þessir endur-
fundir hafa styrkt og viðhaldið
vináttu okkar frá skólaárunum.
Þar að auki koma þau oftar sam-
an sem búsett eru í Reykjavík.
Þegar farið var að ræða um
stofnun háskóla á Akureyri var
við ramman reip að draga.
Mörgum þótti það fjarstæða, það
væri nóg að hafa einn háskóla í
landinu og hann í Reykjavík. Nú
eru 30 ár liðin frá stofnun
háskólans á Akureyri. Það var í
ráðherratíð Sverris sem það
gerðist. Starfsemi skólans hefur
eflst og dafnað og haft mikil áhrif
til góðs á menningar- og atvinnu-
líf í landinu og stutt við uppbygg-
ingu Akureyrar sem skólabæjar.
Hugheilar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar frá bekkjarsyst-
kinum í MA.
Þórunn Sigurbjörnsdóttir.
Sverrir Hermannsson fékk
mörgu áorkað um ævina. Eitt af
því besta sem hann gerði sem
menntamálaráðherra var að
viðurkenna stofnun Tölvuskóla
Verslunarskóla Íslands og þátt-
töku ríkissjóðs í greiðslu
rekstrarkostnaðar hans.
Hann lét ekki nægja að senda
skólastjóra bréf þar um heldur
fylgdi því eftir með símtali svo
ekki færi á milli mála hvernig
málið stæði og hvað þyrfti að
gera til þess að ljúka því.
Skólanefnd ákvað á næsta
fundi sínum að skólinn skyldi
heita Tölvuháskóli VÍ „til þess að
skólastjóri gleymdi ekki hvert
hann ætti að stefna“ eins og for-
maður skólanefndar orðaði það.
Það var ekki aðeins að þessi
viðurkenning ráðherrans væri
meðal seinustu bréfa sem út úr
hans ráðuneyti fóru heldur varð
sjálf fjárveitingin meðal síðustu
færslna sem fóru inn á fjárlög
rétt fyrir áramót sama ár. Þar að
komu mætir alþingismenn og
minnist ég sérstaklega þeirra
Jóns Sigurðssonar og Sighvats
Björgvinssonar í því sambandi.
Sverrir Hermannsson á miklar
þakkir skildar fyrir sinn þátt í til-
urð Tölvuháskólans. Það var ekki
ofmælt sem framkvæmdastjóri
Verslunarráðs sagði eitt sinn að
Tölvuháskólinn hefði bjargað ís-
lensku atvinnulífi með því að út-
vega því menntað tölvufólk um
mörg fyrstu ár tölvuvæðingar
fyrirtækjanna heldur er ljóst að
ef Tölvuháskólinn hefði ekki
orðið til þá væri Háskólinn í
Reykjavík heldur ekki til því
Tölvuháskólinn er forveri HR.
Það má því segja að Sverrir
hafi reist sér veglegan bautastein
og hljóti að eiga inni þakklæti
margra nemenda sem þar hafa
hlotið menntun sína.
Blessuð sé minning hans.
Þorvarður Elíasson.
Þau bjuggu í næsta nágrenni
við foreldra mína og mig á barns-
og unglingsárum mínum – Ögur-
víkingurinn Hermann Her-
mannsson og eiginkona hans,
Salome, ásamt barnahópnum.
Þar eru mér minnisstæðastir og
næstir í aldri þeir Halldór og
Birgir auk eldri systur þeirra,
móður Hermanns Ásgeirssonar,
leikfélaga míns. Eldri börnin, þ. á
m. Sverrir, voru farin burt úr
heimahúsum til náms og starfa.
Var þeirra þó oft getið á Ísafirði,
ekki síst Sverris, sem haslaði sér
völl í verkalýðsmálum og síðan í
stjórnmálum. Mætti ég honum
þar á fyrsta vetri mínum sem al-
þingismaður, vorið 1974. Strax
tókst með okkur Sverri góður
kunningsskapur. Við ræddum oft
saman og höfðum líkar skoðanir
á mörgu þó ekki stæðum við sam-
an í stjórnmálaflokki. Sverrir var
manna orðsnjallastur, lét oft að
sér kveða í ræðustóli og var ávallt
vel á hann hlustað. Meinhæðinn
gat hann verið þó ég minnist þess
aldrei að Sverrir hafi með orðum
sínum sært nokkurn mann. Hann
var af þessum gamla skóla sjálf-
stæðismanna þar sem saman
fóru stuðningur við einkarekstur
og ábyrgð þeirra, sem fyrir slík-
um rekstri fóru, ásamt djúpri
samúð með þeim, sem voru minni
máttar. Það var því í fyllsta sam-
ræmi við skoðanir hans, sem
hann tjáði sig vera algerlega and-
vígan þeim meginstraumi, sem
fyrst gætti í „leiftursóknartillög-
um“ Sjálfstæðisflokksins í kosn-
ingunum 1979 og kom honum og
fleirum gersamlega á óvart – tók
svo völdin og var kenndur við ný-
frjálshyggju. Það kom því þeim,
sem vel þekktu skaplyndi Sverris
ekki á óvart, þegar hann tók þá
ákvörðun að kveðja flokkinn, sem
hann hafði stutt nánast allt frá
unglingsárum og stofnaði til
nýrra samtaka. Þann flokk
nefndi Sverrir „Frjálslynda
flokkinn“ og segir sú nafngift allt
um í hvaða áttir hugur hans hafði
beinst allt frá unglingsárum eins
og sú ákvörðun hans bar vitni um
að gerast ungur meðal öflugustu
forystumanna íslenskrar verka-
lýðshreyfingar sem félagsmaður
VR, stofnandi Landssambands
verslunarmanna og forystu-
maður þar á bæ. Þessir gömlu
sjálfstæðismenn voru margir
eins og Sverrir, ásamt stuðningi
við sjálfstæðisstefnuna eins og
hún var þá túlkuð, jafnframt öfl-
ugir liðsmenn í baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar og forystu-
menn þar. Alþingismenn eins og
Pétur Sigurðsson, Guðmundur
H. Garðarsson – og Sverrir Her-
mannsson. Slíkir menn sjást þar
nú ekki lengur. Þeir hurfu með
nýjum áherslum flokksins,
áherslum, sem Sverrir var ekki
sáttur við.
Við Sverrir Hermannsson vor-
um lengi samferða á Alþingi.
Ræddum þar oft saman þótt
skoðanir gætu verið skiptar. Þeg-
ar ég, flestum á óvart, datt út af
Alþingi í kosningunum 1983 og
átti í fá hús að venda hvað at-
vinnu og afkomu snerti kom
Sverrir Hermannsson mér til að-
stoðar og veitti mér sitt liðsinni í
nokkra mánuði uns úr rættist.
Það gerði hann þótt um svokall-
aðan „pólitískan andstæðing“
væri að ræða. Og án þess að vera
beðinn. Þannig maður var
Sverrir.
Ég kveð hann með eftirsjá og
votta börnum hans og öðrum af-
komendum innilega samúð mína.
Sighvatur Björgvinsson,
fyrrv. alþm. og formaður
Alþýðuflokksins.
Með Sverri Hermannssyni er
fallinn frá eftirminnilegur sam-
ferðamaður. Þótt fimm ár skildu
okkur að og við værum hvor frá
sínu landshorni áttu leiðir okkar
eftir að liggja saman um langt
skeið. Við vorum samtímis í
Menntaskólanum á Akureyri
fyrrihluta árs 1951, ég nýkominn
að austan í landsprófsdeild en
hann að útskrifast stúdent þá um
vorið. Fyrstu karlnemendur
fluttu inn á neðsta gang í nýrri
heimavist MA þá í ársbyrjun og
við Gunnar, tvíburar nýkomnir
að austan, fengum þar inni ásamt
með sjöttubekkingum sem urðu
okkur eðlilega eftirminnilegir.
Sverrir var einn í þeim hópi,
deildi þar herbergi með Haraldi
Bessasyni sem hann löngu seinna
átti eftir að kalla í frá Vestur-
heimi til að taka við forstöðu ný-
stofnaðs háskóla á Akureyri.
Næst áttum við Sverrir sam-
fylgd í framboðsleiðangri til Al-
þingis vorið 1967, en hann var þá
um skeið varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Austurlands-
kjördæmi. Þetta var kalt vor og
gekk á ýmsu um farkosti þar sem
keppinautar um fylgi deildu
plássi í snjóbílum og varðskipum.
Mælskumaðurinn Sverrir vakti
eðlilega athygli á fundum, vest-
firskt tungutak hans um margt
ólíkt austfirskunni. Vorið 1971
erfði síðan Sverrir þingsætið eft-
ir Jónas Pétursson, en þeir voru
ólíkir menn um margt til orðs og
æðis.
Sverrir sat samfellt á Alþingi
1971-1987 og eftir að ég kom inn
á þann vettvang 1978 lágu leiðir
okkar saman jafnt í fundarsölum
og á vettvangi þingmanna Aust-
urlandskjördæmis. Auk þingset-
unnar gegndi hann í tvö kjör-
tímabil forstjórastarfi hjá
Framkvæmdastofnun ríkisins,
sem að vonum var umdeilt. Í tíð
ríkisstjórnar Gunnars Thorodd-
sens var Sverrir sem stjórnar-
andstæðingur í hlutverki forseta
neðri deildar sem ekki var auð-
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Sverrir Hermannsson leggur lokahönd á lengsta trefil í heimi á Álafossdögum árið 1985 þegar
hann var iðnaðarráðherra. Um 300 manns prjónuðu trefilinn og var hann tæpir 30 m á lengd.
SJÁ SÍÐU 24
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018