Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 25
sinni. Hann kunni því vel að ég
var ekki með málalengingar né
skraf, hvorki í símtölum né þegar
ég bar upp við hann erindi á
skrifstofunni og vorum við yfir-
leit skjótir til niðurstöðu. Vorið
9́2 hringir Sverrir og spyr mig
umbúðalítið hvort ég sé til í að
fara aftur austur og taka við úti-
búinu í Neskaupstað, en þar séu
breytingar í undirbúningi. Ég
sagði honum þá að ég væri með
önnur plön og hygðist sækja um
eina af svæðisstjórastöðunum
sem fyrirhugað var að auglýsa þá
um vorið. „Já, gerðu það,“ var
svar Sverris og símtalinu lokið.
Það gekk svo eftir að ég varð
svæðisstjóri á Suðurnesjum og
tók ég við þar um haustið. Hann
fór svo með mér suður eftir rétt
eftir að ég var ráðinn til að undir-
rita og ganga frá nýjum styrktar-
samningi við Körfuna í Keflavík
og horfa á leik sem varð okkur
báðum töluverð upplifun.
Við höfum lítt hist síðan hann
hætti í bankanum en mér er
minnisstætt þétt handtak hans
þegar við hittumst við eitthvert
tækifæri fyrir nokkrum árum.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Sverri fyrir samleiðina og öll
okkar góðu og hreinskiptnu sam-
skipti og sendi aðstandendum
innilega samúðarkveðju. Minn-
ing hans mun lifa.
Hjörvar O. Jensson.
Þegar fyrrverandi ráðherra og
bankastjóri Sverrir Her-
mannsson kveður er genginn
vörpulegur og aðsópsmikill mað-
ur, sem kom víða við. Það var
einkum á sviði stjórnmálanna,
sem ég kynntist Sverri. Hann var
einn af athyglisverðari framá-
mönnum Sjálfstæðisflokksins á
níunda áratug liðinnar aldar. Svo
vildi til að hann var að ljúka sín-
um fyrri stjórnmálaferli, en ég að
búa mig undir að hefja minn, þeg-
ar leiðir okkar lágu saman.
Snertiflöturinn var stofnun Há-
skólans á Akureyri.
Það mál átti langan aðdrag-
anda. Þegar Sverrir kom að því
með mjög sérstökum hætti og af-
drifaríkum, var enn með öllu
óvíst hvort af stofnun háskólans
yrði. Jafnvel þótt ljóst væri að
málið nyti velvildar í öllum flokk-
um, var róðurinn engu að síður
þungur undir lokin og auk þess
nokkur ágreiningur um það
hvers konar stofnun háskólinn
yrði. Á hvorum tveggja fleti
málsins tók Sverrir Her-
mannsson með afdráttarlausum
hætti.
Ég þekkti Sverri ekki vel, þótt
við værum meira en málkunn-
ugir. Mér var ljóst að maðurinn
hafði öflugt tungutak, talaði jafn-
an tæpitungulaust og fældist
ekki ákvarðanir. Mér kom það þó
á óvart þegar hann opnaði form-
lega orkusýningu í Íþróttahöll
Akureyrar með því að lýsa yfir af
mikilli sannfæringu og festu að
auðvitað ætti að stofna háskóla á
Akureyri. Þetta var minnir mig
þann 8. júní 1985. Það var iðn-
aðarráðherra Íslands, sem talaði.
Um það bil fjórum mánuðum síð-
ar var hann orðinn menntamála-
ráðherra. Málið var þá í höfn, og
úrvinnslan hófst af fullum krafti.
Sverrir Hermannsson var
aldrei í vafa um að háskólinn ætti
að vera sjálfstæð stofnun. Þegar
Háskólinn á Akureyri hóf starf-
semi sína var það undir stjórn
Haralds Bessasonar. Þeir Sverr-
ir höfðu setið saman í Mennta-
skólanum á Akureyri og útskrif-
ast þaðan 1951. Milli þeirra var
mikil vinátta og traust, sem
stofnunin nýja naut góðs af. Har-
aldur, sem var afbragðsmaður og
merkur fræðimaður, reyndist
góður rektor háskólans.
Það er engum gert rangt til
þótt fullyrt sé að engum öðrum
stjórnmálamanni eigi Háskólinn
á Akureyri eins mikið að þakka
og Sverri Hermannssyni.
Aðstandendum þessa eftir-
minnilega manns votta ég samúð
mína og þakklæti.
Tómas I. Olrich.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
✝ Helga SvanaBjörnsdóttir
fæddist að Bolla-
stöðum í A-
Húnavatnssýslu 8.
mars 1923. Hún
lést á Hrafnistu
Boðaþingi 11.
mars 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Björn Ei-
ríkur Geirmunds-
son frá Hóli í
N-Múlasýslu, f. 9.11. 1895, d.
7.2. 1965, og Guðrún Jónína
Þorfinnsdóttir frá Kag-
aðarhóli í A-Hún., f. 9.11.
1895, d. 1.12. 1994. Systkini
Svönu voru Jón Konráð, f.
3.12. 1918, d. 2012, Geir Aust-
mann, f. 20.2. 1920, d. 2010,
Garðar, f. 4.7. 1921, d. 2012,
Ari Björgvin, f. 29.5. 1924, d.
2001, Ingólfur Guðni, f. 6.1.
1930, og Hjördís Heiða, f. 2.4.
1938, d. 2007.
Árdís Hulda, Stefán Veigar og
Búi. 4) Hreinn, f. 1953, kvænt-
ur Guðrúnu Sverrisdóttur, f.
1955. Þeirra börn eru: Hall-
dór Vagn, Íris Ösp, Svana
Björk og Hermann Elí. 5)
Birgir, f. 1959, kvæntur Krist-
ínu Kristinsdóttur 1959.
Þeirra börn eru: Linda Rós,
Birgir Örn og Harpa Dögg. 6)
Gunnar, f. 1963, kvæntur El-
ísabetu Helgu Sigurbjörns-
dóttur, f. 1962. Þeirra börn
eru: Erna Guðrún, Sigurbjörn
Eðvald og Hreinn Fannar.
Barnabarnabörnin eru orðin
32.
Svana ólst upp á Hnjúkum
rétt við Blönduós og sótti
barnaskóla þar og síðar
Kvennaskólann á Blönduósi.
Svana og Vagn stofnuðu
heimili að Langholtsvegi 5 og
bjuggu þar uns þau fluttu í
Fellsmúla 14, þar sem þau
bjuggu í nær 45 ár. Árið 2010
fluttu þau inn á Hjúkrunar-
heimili Hrafnistu Boðaþingi,
þar sem þau bjuggu síðustu
æviárin.
Jarðarförin fer fram frá
Breiðholtskirkju í dag, 23.
mars 2018, klukkan 13.
Svana giftist
1945 Vagni Krist-
jánssyni, f. 4.11.
1921, d. 20.1.
2011. Foreldrar
hans voru Krist-
ján Ragnar Gísla-
son, f. 27.4. 1887,
d. 14.3. 1958,
bóndi á Minni-
Ökrum, og Aðal-
björg Vagns-
dóttir, f. 14.2.
1893, d. 16.8. 1951, frá Mið-
húsum og Djúpadal í Blöndu-
hlíð. Svana og Vagn eign-
uðust sex syni.
1) Kristján, f. 1946. d. 2015.
Kvæntur Hólmfríði Ingvars-
dóttur, f. 1950. Þeirra börn
eru: Álfheiður Svana, Rann-
veig, Vagn og Inga Jóna. 2)
Björn, f. 1949. d. 2015. 3)
Stefán, f. 1951, kvæntur Guð-
veigu Sigríði Búadóttur f.
1952. Þeirra börn eru: Davíð,
Elsku mamma mín varð 95
ára þann 8. mars síðastliðinn og
aðeins rúmum tveimur dögum
seinna lést hún södd lífdaga. Það
er okkur sonum og tengdadætr-
um ómetanlegt að við gátum
haldið upp á afmælið með henni
ásamt Dúddu systur pabba og
Olla manni hennar ásamt heim-
ilis- og starfsfólki Spóalundar,
Boðaþingi. Í rauninni gátum við
varla fengið betri kveðjusund
með henni, á hennar heimili og
hún umvafin sínum nánustu.
Myndir sem voru teknar af
henni á þessum tímamótum
munu ylja okkur í framtíðinni og
lýsa mömmu vel, glöð, kát og
ánægð alla tíð og til hinstu
stundar. Það er auðvitað öllum
erfitt að eldast og veikjast og
geta ekki lengur búið heima hjá
sér en mamma og pabbi voru svo
lánsöm að fá inni á nýju hjúkr-
unarheimili Hrafnistu að Boða-
þingi í mars árið 2010 og gátu
búið þar saman á meðan pabbi
lifði og hún eftir það til síðasta
dags. Oft hafði mamma orð á því
hvað þau væru ánægð með
vistina þar og allan aðbúnað. Við
viljum nota þetta tækifæri hér
og þakka öllu starfsfólki fyrir
góða og persónulega umhyggju,
og veit ég reyndar að þau munu
sakna hennar, hún er jú búin að
vera partur af þeirra lífi í átta ár.
Á langri ævi verða áföll og það
var henni og okkur öllum erfitt
þegar pabbi lést 20. janúar árið
2011 og þá slokknaði ákveðinn
lífsneisti hjá henni og á aðeins
rúmum tveimur mánuðum haust-
ið 2015 missti hún tvo elstu syn-
ina, Björn 31. júlí og Kristján 19.
október.
Við synir hennar og tengda-
dætur, börn og barnabörn ásamt
fjölmörgum ættingjum og vinum
höfum verið nokkuð dugleg að
heimsækja hana og stytta henni
stundir á undanförnum árum og
kunni hún vel að meta allar
heimsóknirnar.
Að lokum. Takk fyrir allar
skemmtilegu samverustundirn-
ar. Takk fyrir ferðalögin innan-
lands og utanlands. Og umfram
allt, takk fyrir að vera frábær og
yndisleg mamma, tengdamamma
og amma alla tíð.
Stefán og Gígja.
Hún hlaut nöfnin Helga Svana
en var ætíð kölluð Svana. Eins
og allar ungar stúlkur dreymdi
Svönu stóra drauma um framtíð
sína enda hafði hún hlotið marg-
ar yndislegar vöggugjafir. Svana
hafði mikla og fallega söngrödd
og var farin að koma fram. Sam-
hliða söngþjálfun vann hún á
Landakoti og íhugaði að læra
hjúkrun en þá hitti hún hann
Vagga sinn, sem dreif í að festa
sig meira. Þau hófu búskap sinn
að Langholtsvegi 5.
Fljótlega stækkaði fjölskyld-
an, hver sonurinn eftir annan
fæddist uns komnir voru sex.
Verkefni húsmóður á stóru
heimili voru ærin og nú söng
Svana mest fyrir synina yfir
húsverkum.
Tengdamóður minni kynntist
ég 1972. Þá bjó hún ásamt fjöl-
skyldu sinni að Fellsmúla 14.
Fallegt heimili þeirra hjóna
prýddi fleiri vöggugjafir Svönu.
Hún var listræn og málaði fal-
legar myndir og saumaði mikil
listaverk. Þar sem Vagn vann
mikið kom það í Svönu hlut að
annast heimili og synina sex.
Stóri hópurinn var hennar stolt
og aðal ríkidæmi. Eldhúskrók-
urinn var oftast þéttsetinn því
gott var að koma í Fellsmúlann.
Svana var náttúrubarn í
hjarta sínu og naut þess að
ferðast. Það þurfti ekki að fara
langt til að hægt væri að njóta.
Heiðmörkin, Hvalfjörðurinn,
Þingvellir, að setjast niður og
drekka kaffisopa við fuglasöng
og ilmandi jörð. Telja gróður-
tegundir í næstu þúfu, þetta
smáa í heildarmyndinni, þess
kunni hún að njóta. Á efri árum
fengu þau hjón sér gamlan hús-
bíl sem þau nutu að dvelja í. Oft
var lagt við lækjarbakka og
sofnað við fuglasöng
Í Fellsmúlanum var haft í
fyrirrúmi að enginn færi svang-
ur frá borði. Svana var góður
kokkur og oftast var daglega
bakað með kaffinu, jólakökur,
vöfflur og fleira góðgæti.
Frændgarður Svönu og Vagns
var stór og allir velkomnir í
Fellsmúlann. Oft var margt um
manninn á heimilinu og mikið
fjör. Þau hjónin nutu þess að
spila og var gjarnan tekið í spil
að kveldi.
Svana og Vagn voru lengst af
við góða heilsu. En kringum
aldamótin kom hvert veikinda-
áfallið á fætur öðru. Þá launuðu
synirnir þeim dekrið og báru
þau á höndum sér. Árið 2008
komust þau til heimilis að hjúkr-
unarheimilinu í Boðaþingi. Leið
varla sá dagur sem þau blessuðu
ekki þá gæfu sína og einstakt
starfsfólk heimilisins. Niðjar
Svönu og Vagns telja nú 56. Öll
voru barnabörnin dugleg að
heimsækja ömmu sína og þau og
aðrir ástvinir afar hjálpsamir. Á
móti öllum tók hlýlegt bros og
þakklát var hún hverri heim-
sókn. Lífsgleði og dugur Svönu
dvínaði mikið er hún þurfti að
fylgja sonum sínum, þeim Krist-
jáni og Birni, til grafar. Með ást
og virðingu kveð ég þessa ein-
stöku móður.
Eftir langferð ljúft er sig að hátta,
Loka augum, halda í draumabandið.
Sælust fá að lokum sig að nátta.
Í siglinguna fyrir sumarlandið.
Guðrún Sverrisdóttir.
Viltu segja mér söguna um
beljuna, elsku amma mín, bara
einu sinni enn. Sem lítil hnáta lá
ég oft í faðmi ömmu minnar með-
an hún sagði mér söguna af Bú-
kollu. Mikið sem þessi minning er
mér dýrmæt nú þegar ég kveð
yndislega konu eftir 38 ára sam-
fylgd. Ég var nokkrum árum
eldri þegar amma kenndi mér að
drekka kaffi með því að dýfa syk-
urmola í svarta vökvann. Það var
ekki aftur snúið og kaffibollarnir
voru ófáir sem ég drakk með
þeim afa og Bjössa í Fellsmúl-
anum.
Ég var nær daglegur gestur
hjá ömmu og afa enda bjuggum
við fjölskyldan í næsta hverfi.
Það var freistandi að hoppa yfir
Miklubrautina í nýbakaða jóla-
köku, vöfflur og kókómjólk. Í
þessum heimsóknum hitti ég oft-
ar en ekki ég einn af bræðrunum,
konur þeirra eða börn. Bros,
faðmlög, gleði og gaman voru ein-
kennandi fyrir þessar dýrmætu
samverustundir.
Við amma Svana gátum talað
saman um heima og geima. Hún
fylgdist vel með fréttum og hafði
sérstaklega gaman af félagslífi
Íslendinga og norræns konungs-
fólks. Amma var líka áhugasöm
um lifnaðarhætti unga fólksins og
sagðist öfunda okkar kynslóð af
tækifærum nútímans.
Ég fæ enn kökk í hálsinn þeg-
ar ég keyri fram hjá Fellsmúl-
anum. Ljúfsárar minningar lið-
inna jólaboða og æskuspreka í
blokkinni endalausu.
Ég er þakklát elsku ömmu
minni fyrir nafnið mitt, öll hlýju
faðmlögin og fyrir fallegar og
góðar minningar.
Svana Björk Hreinsdóttir.
Þakklæti er mér efst í huga nú
þegar ég kveð ömmu Svönu. And-
rúmsloftið í Fellsmúlanum var
einstakt þar sem amma var með
smurt á borðum, endalausa jóla-
köku og gerði við hátíðleg tæki-
færi alvöru rjómatertu með syk-
urskrauti. Ég var þeirrar gæfu
aðnjótandi að alast upp í Fells-
múlanum fyrstu fjögur ár lífs
míns og var þar dekruð líklega
meira en góðu hófu gegnir. Risa
sleikjó frá kóngsins Köbenhavn,
leikfangakaffikanna með alvöru
uppáhelltu kaffi með miklum
sykri og svo síðar þegar ég flutti
til Akureyrar falleg bréf sem
gaman er að glugga í.
Ég starfaði síðar tvö sumur í
Reykjavík í dagvistun fyrir fötluð
börn og brutum við stundum upp
daginn og kíktum í kaffi til ömmu
og afa – móttökurnar við vini
mína voru dásamlegar.
Amma var listræn. Hún söng
með Heiðu vinkonu sinni á
skemmtunum og málaði falleg
málverk. Hún kynntist svo
draumaprinsi úr Skagafirði, eign-
aðist sex uppátækjasama og
hjartgóða syni og tengdadætur.
Ég hef stundum nefnt við
Jobba minn hvað ég er glöð að
hann kynntist ömmu og afa vel
og bræðrunum sex því það er
ekki hægt að lýsa fyrir þeim sem
ekki þekkir sambandi bræðr-
anna og hlýja andrúmsloftinu í
Fellsmúlanum og stemmingunni
í Hjólbarðahöllinni.
Brosmilda, káta amma mín er
nú komin í faðm afa, pabba og
Bjössa. Ég hræðist ekki Sum-
arlandið vitandi af slíkri mót-
tökunefnd. Nú er ákveðnum
kafla lokið en við elskulegu búum
að öllu því fallega sem okkur var
kennt og samheldin höldum við
áfram saman í gegnum lífið.
Ykkar
Álfheiður Svana.
Okkur langar að minnast
ömmu okkar.
Elsku amma, það sem við eig-
um eftir að sakna þín. Við eigum
erfitt með að trúa því að þú,
elsku amma okkar, sért farin frá
okkur. Við vitum að þú ert hvíld-
inni fegin enda eru 95 ár langur
tími en við vildum samt að við
gætum fengið að hafa þig hjá
okkur það sem eftir er. Hlýju og
umhyggjusömu knúsin sem við
fengum í hvert skipti sem við
hittum þig eru nokkuð sem við
eigum eftir að sakna mikið og
vonandi aldrei gleyma. Eins
minningarnar um það þegar við
fengum að gista í Fellsmúlanum
og þú lagðist upp í rúm til okkar
til að segja okkur sögur. Oftast
voru sögurnar um dýr og að okk-
ur sótti alltaf mikill hlátur þegar
þú framkvæmdir dýrahljóðin svo
vel og raunverulega. Alltaf var
passað upp á að við værum vel
nærð og miklu meira en það, og
að alltaf væri nóg af leik og gleði.
Því var engin furða að við fögn-
uðum alltaf mikið þegar okkur
var tilkynnt að við værum á leið í
pössun til þín og afa.
Elsku amma, þakka þér fyrir
allt og guð blessi þig og geymi.
Minning þín lifir ávallt hjá okk-
ur.
Lánsöm ég var þér að kynnast,
og kærleiks þíns mun ég ávallt
minnast.
Þótt að söknuður sé um þessar
mundir,
hlýlega man ég okkar bestu stundir.
(Linda Rós Birgisdóttir)
Linda Rós, Birgir Örn
og Harpa Dögg.
Elsku hjartans móðursystir
okkar er nú látin, eftir farsælt 95
ára líf. Það sem einkenndi hana
og Vagn eiginmann hennar og
lífsförunaut var glaðværð og
gestrisni. Á heimili þeirra var
alltaf líf og fjör með synina sex
og var alltaf tekið vel á móti
gestum og enginn fór svangur
frá þeim hjónum.
Við systkinin viljum kveðja
Svönu með ljóði sem var ort til
mömmu hennar, en á ekki síður
við um hana:
Húnvetningsins höfðings svip,
hefur frúin.
Gædd er flestum gæðum sönnum,
sem gefin eru bestu mönnum.
Höfundurinn er ókunnur en
það var samstarfskona ömmu
Guðrúnar sem orti þetta um
hana.
Blessuð sé minning hennar.
Edda, Sigrún og Ásgeir
Lögst er til hinstu hvíldar
heiðurskonan Helga Svana
Björnsdóttir. Hún andaðist
nokkrum dögum eftir 95 ára af-
mælið sitt.
Okkar kynni hafa staðið yfir
frá árinu 1945 þegar hún giftist
bróður mínum, Vagni. Það var
gott að koma til þeirra og vera
hjá þeim hvort heldur var á
Langholtsveginum, í Barmahlíð-
inni eða Fellsmúlanum. Þau
hjónin voru miklir höfðingjar og
þrátt fyrir stóran barnahóp og
lítil húsakynni fyrstu árin, var
tekið á móti öllum með sömu
hjartahlýjunni og rausninni.
Það reyndi mikið á hana Svönu
mína á þessum árum, heimilisfað-
irinn oftar en ekki fjarverandi við
akstur og hún heima með stóran
barnahóp og mikinn gestagang.
En Svana var að eðlisfari dugleg,
glaðlynd og umfram allt raungóð.
Vinir og vandamenn sem komu
utan af landi og þurftu að leita
sér lækninga í Reykjavík áttu
jafnan vísan samastað hjá þeim
hjónum ef á þurfti að halda.
Þegar ég rifja upp allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman minnist ég þess
þegar við smöluðum unglingun-
um okkar saman og fórum í úti-
legu upp í Borgarfjörð til að
forða þeim frá solli verslunar-
mannahelgarinnar. Þá eru einnig
eftirminnilegar ferðir okkar vest-
ur á firði, þegar veiddur var sjó-
birtingur, hann soðinn og snædd-
ur á meðan sólin hné og reis um
miðnætti.
Svana var ákaflega söngvin og
hafði fallega rödd. Nýlega gróf
Ólöf Kolbrún Harðardóttir upp
löngu gleymda upptöku þar sem
móðir hennar, Aðalheiður, og
Svana syngja tvíraddað. Þetta
gladdi Svönu mikið.
Eftir að um fór að hægjast, fór
hún að sinna handavinnu sem áð-
ur hafði verið lítill tími til. Hún
málaði myndir og saumaði teppi,
eitt þeirra gaf hún deildinni sinni
í Boðaþingi, þar sem hún dvaldi
síðastliðin átta ár.
Vagn andaðist 2010 og tveir
elstu synirnir, Kristján og Björn,
létust báðir árið 2015. Öllum
þessum áföllum tók Svana með
miklum hetjuskap studd af sinni
frábæru fjölskyldu, sem stóð við
bakið á henni hverja stund. Ég
held að fáir dagar hafi liðið án
þess að einhver úr fjölskyldunni
væri ekki hjá henni í heimsókn.
Svana hélt reisn sinni og minni
lengi vel en síðan fór að halla
undan fæti. Sjónin tók að daprast
og sárt þótti henni að geta ekkert
lesið. Glaðlyndi sínu hélt hún þó
fram á síðasta dag og brosti þeg-
ar hún var mynduð í síðustu af-
mælisveislunni.
Nú er komið að leiðarlokum,
elsku Svana mín. Þið hjónin hafið
skilað góðu dagsverki og megið
vera stolt af stórum og mynd-
arlegum hópi afkomenda sem
mun halda merki ykkar á lofti,
merki samheldni, tryggðar og
manngæsku.
En gott er þreyttum að sofna í
sátt við allt og alla. Guð blessi þig
og við Olli þökkum þér samfylgd-
ina.
Geirþrúður Kristjánsdóttir.
Helga Svana
Björnsdóttir