Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 27

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 arusargjöf, sem var mjög gam- an. Það var rosalega gaman að fá þig og afa til að vera hjá okk- ur um jólin, þið gerðuð öll jólin að betri minningum. Þú amma, stórkostlega, fallega, yndislega amma mín, þú bjóst til allar þessar minningar fyrir mig sem ég mun aldrei gleyma. Ég man að mig langaði svo mikið að vera alltaf svona glöð og jákvæð eins og þú. Ég mun ávallt hafa stóran stað fyrir þig í hjarta mínu. Ég elska þig innilega mikið. Takk fyrir allt. Þín Elfa. Takk fyrir allt, amma. Takk fyrir öll knúsin. Takk fyrir alla kossana. Takk fyrir alla vandræðalegu kossana fyrir framan vini mína. Takk fyrir að hafa alltaf pláss fyrir mig á milli þegar mig vantaði ömmu og afa kúr. Takk fyrir að lána mér afa ból og reka afa í bláa herbergið þegar ég var lasin. Takk fyrir allar kvöldkaffistundirnar sem við áttum saman, þú að sötra te og ég að borða afa kex með smjöri og osti og drekka mjólk. Takk fyrir allar ferðirnar sem þú nenntir að skutlast og sækja mig á Selfoss eftir að ég flutti frá fallega Byggðarhorninu okk- ar. Takk fyrir öll jólin og af- mælin sem þú varst hjá okkur. Takk fyrir allar gjafirnar sem þú gafst mér, mér þótti vænt um hverja eina og einustu, allt frá fimm hæða jólapakkaturni í afmælisgjafir frá útlöndum, og ekki má gleyma lasarusargjöf- unum sem maður gat alltaf treyst á þegar maður lá fárveik- ur heima. En gjöfin sem stend- ur mest upp úr af öllum er þús- und sokkapörin sem þú gafst mér þrjú ár í röð í hverja gjöf af því þegar ég var 15 sagði ég: „Maður á aldrei nóg af sokk- um.“ Takk fyrir að leyfa mér alltaf að koma til þín í bókasafn- ið að leika þegar ég var læstur úti eftir skóla og takk fyrir allar óvissuferðirnar í bæinn sem þú tókst okkur systkinin í. Elsku amma mín, þú munt alltaf eiga risastað í hjartanu mínu og ég mun aldrei gleyma þér og öllum minningunum okk- ar saman. Hvernig get ég nokk- urn tímann gleymt hvað þú hlóst mikið að atriðinu í „Find- ing Nemo“ þegar Dóra er að tala hvalatungumál við hvalinn, því það þurfti kona sem sat fyr- ir framan okkur í bíóinu að snúa sér við og sussa á okkur, við hlógum svo hátt. Og þú minntir mig örugglega á það í hvert ein- asta skipti sem við horfðum á mynd saman. Þegar fólk leitar að orðinu „amma“ í orðabók ætti bara að koma mynd af þér því þú varst hin fullkomna amma. Alltaf svo kær og góð við okkur öll. Ég elska þig og ég mun aldr- ei gleyma þér. Þinn Gísli Frank. Mig langar að kveðja þig á þessum vettvangi með nokkrum orðum, elsku Inga mín, en ein- hvern veginn koma ekki réttu orðin. Kannski af því að það er alls ekki raunverulegt að þú sért farin frá okkur. Þú, þessi glæsi- lega og skemmtilega kona sem átti svo margt eftir að gera og fram undan voru skemmtilegir tímar með Gísla þínum sem er nýlega hættur að vinna. En svona er þetta líf skrýtið, við erum minnt núna á hvað þetta getur allt verið fallvalt. Það er svo margs að minnast frá þessum næstum hálfrar ald- ar kynnum okkar. Ég man vel þegar ég sá í fyrsta sinn kær- ustuna hans Gísla, hvað mér fannst hún sæt og mikil skvísa með sína fallegu spékoppa og brosleita andlit. Við urðum strax miklar vinkonur enda á svipuðu reki og þegar krakk- arnir komu í heiminn skiptumst við á að passa fyrir hvor aðra. Á tímabili vorum við saman í saumaklúbbi með öðrum konum í sveitinni sem voru á sama aldri og við og þá var nú aldeilis ekki verið að líta á klukkuna. Við vorum oft langt fram á nótt og ekki man ég hvort nokkurn tíma hafi verið tekin upp handa- vinna. Seinna vorum við saman í félagsskap sem kölluðu sig Mál- freyjur, þar lærðum við ýmsa skemmtilega hluti, t.d. að halda ræður. Þarna varstu aldeilis á heimavelli Það kom fljótt í ljós hvað þú varst hæfileikarík og áttir gott með að koma fyrir þig orði og hafðir skýra og áheyri- lega rödd. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig og fólk laðaðist að þér, að vera með þér á gleði- stundum var alveg dásamlegt, þú varst algjör stuðbomba og engin hafði eins smitandi hlátur. Ég ætla ekki að hafa þessi kveðjuorð lengri, Inga mín. Ég kveð þig með miklum söknuði og hafðu þökk fyrir allt, kæra mágkona. Brynhildur Geirsdóttir. Það var á björtum og fal- legum vordegi sem andláts- fregnin barst okkur Þórusystr- um. Það voru óvænt sorgartíðindi þrátt fyrir að við öllu væri að búast í erfiðum og skyndilegum veikindum Ingu okkar. Ingibjörg K. Ingadóttir vígð- ist inn í Rbst. nr. 9, Þóru þann 20. mars 1996. Það var mikill fengur fyrir okkur Þórusystur, hún var öflugur Oddfellowi með sitt jákvæða hugarfar og blíða bros. Leysti úr öllum þeim mál- um sem að henni voru rétt með mikilli ljúfmennsku og hlýju. Hennar verður sárt saknað af okkur Þórusystrum og skarð hennar verður vandfyllt. Við kveðjum fullar þakklætis. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til eiginmanns hennar, barna og fjölskyldu. Hvíl í friði, kæra systir, Guð blessi minningu þína. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Fh. Rbst. nr. 9, Þóru I.O.O.F. Margrét Halla Ragnarsdóttir Ym. Við svifum í vonanna vindi, um vangana ylurinn strauk en fjaðrirnar féllu í skyndi og flugi um alheiminn lauk. Nú vil ég að vængirnir þínir um veröld þér lyfti á ný svo fáir þú fegurstu sýnir og fljúgir um draumanna ský. Ég bið þess að blíða þín fái að breiða út vængi og stél að einhver þann sannleika sjái sem sálin þín geymir svo vel. (Kristján Hreinsson) Kær vinkona er fallin frá allt of fljótt. Minningarnar eru svo ótal margar frá skemmtilegum og notalegum samverustundum okkar – sauma-, prjóna-, spá- konu- og sumarbústaðaferðum þar sem Inga okkar var hrókur alls fagnaðar. Geislandi augu, ljósir lokkar, skellihlátur og spékopparnir dansandi í vöng- um. Alltaf var Inga klár í ferðir með dúkkulísunum sínum eins og hún kallaði hópinn okkar og það voru endalausar ferðir, ut- anlands sem innan, tónleikar, aðventuferðir, dömuferðir, búð- arferðir og bingóferðir þar sem oft þurfti að æfa bingóvöðvana og kitla hláturtaugarnar. Ein- staklega góð og ljúf vinkona og ferðafélagi sem við eigum eftir að sakna mjög. Fjölskyldan var hennar helgasta vé og hún sagði okkur fréttir af börnum sínum og barnabörnum og nú síðast af langömmubarninu Vöku Röfn sem hún var svo stolt af. Hún studdi við alla sína og vildi veg þeirra sem mestan á öllum svið- um. Vinátta Ingu hefur verið okk- ur ómetanleg og við kveðjum hana með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur, bæði í dúkkulísuklúbbnum og eins í Oddfellow-starfinu þar sem hún starfaði í mörg ár og var sannur Oddfellowi í fram- göngu sinni og mannkærleika. Aldrei hraut henni illt orð af vörum og umburðarlyndi henn- ar og kærleikur til samferða- manna var einstakur. Elsku Gísli og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð á þessum erfiðu stundum. Hvíl í friði, elsku Inga. Þín verður sárt saknað en þú verður áfram með okkur og við sjáumst svo síðar og tökum upp þráðinn. Þínar vinkonur og systur, Anna, Gróa, Halla, Ingunn, Lísa, Lovísa, Þórunn. Það er með miklum söknuði sem við, félagar hennar og vinir í hjónahópnum, kveðjum Ingu á Byggðarhorni. Þó að hópurinn hafi orðið fyrir miklum missi áð- ur áttum við alls ekki von á að Inga yrði næst frá okkur tekin og fjölskyldu sinni, svo lífsglöð og kát sem hún var fyrir aðeins rúmum mánuði. Það var einmitt glaðværðin og hláturinn sem var svo ein- kennandi og smitandi í fari hennar. Hún hafði einstaklega gott lag á að sjá það spaugilega í hlutunum og segja frá þannig að allir hlutu að hrífast með. Inga var mikil fjölskyldu- manneskja, sem fylgdist afar vel með sístækkandi afkom- endahópi þeirra Gísla og bar hag þeirra allra og fjölskyld- unnar mjög fyrir brjósti. Hún var svo heppin að hafa mikið af börnum sínum og barnabörnum nálægt sér og þeim þótti gott að koma á öllum tímum til ömmu og afa. Fjölskyldan var orðin mjög stór, þannig að oft var fjölmennt í fjölskylduboðum og þar var vel tekið á móti öllum. Inga var mikil handavinnu- kona sem lengi vel bjó til flestar jólagjafir og hafði yndi af því að föndra með barnabörnunum og kenna þeim. Þau hjónin voru samtaka í að gera heimilið fal- legt og smekklegt. Hún var mjög félagslynd og naut þess að taka þátt í starfi þeirra félaga sem hún var í. Við minnumst margra heim- sókna til þeirra hjóna, sem allt- af voru mjög ánægjulegar. Einnig minnumst við sumarbú- staðaferða og ferða innanlands ásamt tveggja utanlandsferða sem allar eiga það sammerkt að hafa verið sérlega skemmtileg- ar. Árleg jólaganga kvennanna í hópnum var ómissandi þáttur aðventunnar. Í öllu þessu var þáttur Ingu ekki minnstur. Nú er orðin mikil breyting í Byggðarhorni þar sem gleði- gjafinn Inga er ekki lengur til staðar. Við þökkum henni órofa vináttu og samfylgd og sendum Gísla vini okkar og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Þorbjörg og Jón, Sigurbjörg, Aðalheiður, Þórunn og Stefán. Lyklakippa með fullt af hjálparsveitarköllum á borðinu mín, og Inga kemur umsvifa- laust upp í hugann. Inga notaði þessa lykla aldrei, bætti bara nýjum björgunarsveitarkalli á kippuna á hverju ári. Ég man fyrst eftir Ingu þeg- ar ég var lánþegi á safninu sjálf og setti mig í færi við að láta hana afgreiða mig af því hún gaf alltaf svo mikið af sér, alltaf brosandi og til í að hjálpa og spjalla og ráðleggja mér. Svo fór ég að vinna þarna sjálf, fyrst sem starfsmaður, svo sem yf- irmaður, og alltaf var jafn gott að eiga hana að. Ég held að Ingu hafi aldrei dottið í hug að það væri eitthvað í þessari ver- öld sem hún gæti ekki, þ.e. ef það þurfti að ganga í verk þá gerði hún það bara einhvern veginn svo áhyggjulaust. Hún trúði því alltaf að ef við tækj- umst á við það saman myndi það örugglega ganga. Og auð- vitað gekk það alltaf! Hún fór sannarlega ekki varhluta af erf- iðleikum en hún tókst á við ver- öldina með meiri bjartsýni og fleiri brosum en við flest. Hún kom inn með gusti, snar- stansaði í dyrunum og sagði fagnandi Hæ! Og brosti í allar áttir. Fór svo inn á kaffistofu og lagaði sig til af því að hún hafði yfirleitt farið í flýti. En ekki skilja mig þannig að það hafi verið læti í Ingu, bara líf, svo mikið líf! Og hlátur. Og bros. Og svo liggja lyklarnir hennar hér og við söknum hlát- ursins. Á baráttudegi kvenna kvaddi hún og föstudagurinn varð okk- ar baráttudagur við tárin, við kökkinn í hálsinum, barátta við grátinn og sorgina, barátta við að reyna að hugsa ekki um Ingu og geta ekki hugsað um neitt nema Ingu. Við trúðum því aldrei að þetta gæti virkilega farið á þennan veg. En mitt í sorginni fyllist samt allt af svo mikilli hlýju og kærleika og það er gott að eiga mikið af góðum minn- ingum þegar kemur að kveðju- stundinni. Við erum þakklátar henni fyrir samveruna og fé- lagsskapinn öll þessi ár og vott- um fólkinu hennar okkar inni- legustu samúð. Heiðrún Eyvindardóttir og vinnufélagar Bókasafni Árborgar. Þegar ég byrjaði búskap í Sandvíkurhreppi, ungur maður- inn á áttunda áratug síðustu aldar, voru nágrannar mínir og æskuvinir þegar teknir við bú- um á nálægum bæjum. Það var hugur í mönnum að byggja upp, breyta og bæta. Nú skyldi blásið nýju lífi í búin sem þeir gömlu höfðu skilað af sér inn í nýja tíma sem blöstu við með tækninýjungum og breytt- um vinnubrögðum. Og það gekk eftir. Í Sandvíkurhreppi risu upp ný mannvirki, fjós, hlöður og íbúðarhús og móar og mýrar urðu að túnum. Það var á þessum tímapunkti sem hún Inga kom inn í þetta umhverfi. Reykjavíkurstelpan sem fór á vit ævintýranna og fékk sér vinnu í Hótel Tryggva- skála á Selfossi. Á þessum tíma voru mikil umsvif á Skálanum og nóg að starfa í sjoppu og ferðaþjónustu auk þess sem fjöldi kostgangara var þar í föstu fæði. Þarna unnu því að staðaldri allmargar starfsstúlk- ur. Skálinn hafði þess vegna auðvitað aðdráttarafl fyrir ná- læga sveitapilta. Þannig spilaðist svo úr að Inga og tvær starfssystur henn- ar úr Skálanum urðu húsfreyjur og nágrannakonur mínar í Sandvíkurhreppi. Það má með sanni segja að það hafi verið mér mikill stuðningur og hvatn- ing að búa í nágrenni við mína gömlu vini og þeirra ágætu kon- ur. Margs er að minnast frá þeim dögum þegar sífellt var verið að byggja upp á bæjunum og skipst var á vinnu við að hræra steypu og/eða leggja lið við eitt og annað. Eftir erfiðið var síðan sest að veisluborði sem aldrei brást. Það var ætíð mikill samgang- ur milli bændanna sem á þess- um tíma voru á svipuðu stigi að koma sér fyrir. Þetta var á ár- um óðaverðbólgunnar og þá gilti að hafa hraðann á og breyta hverri krónu sem barst í hendur sem fyrst í steinsteypu eða kaupa einhverja vél helst á „gamla verðinu“. Í Byggðarhorni komu Gísli og Inga sér fljótlega upp litlu húsi til bráðabirgða sem Inga kallaði af sinni frægu hug- myndaauðgi Kleinukot. Eins og nánast allar byggingar í Byggð- arhorni var þetta að mestu leyti smíð bóndans sjálfs og útbúið af útsjónarsemi og smekkvísi hjónanna. Þetta var lítið og þröngt en þarna komust börnin á legg. Síðan byggðu þau Inga og Gísli vandað og gott hús sem Inga lagði mikla rækt við að gera að glæsilegu híbýli. Inga var fagurkeri og bar heimilið þess glöggt merki. Á þessum sorglegu tímamót- um vil ég þakka fyrir allar þær ánægju- og gleðistundir þegar við María nutum gestrisni Ingu og Gísla í Byggðarhorni. Ég þakka fyrir allt það sem við átt- um saman að sælda þegar æskuþrótturinn var hvað mest- ur og sveitungarnir komu sam- an í merkisafmælum, búnaðar- félagsferðum, áramótaböllum og þorrablótum eða þegar við nágrannar sátum saman nætur- langt og ræddum hin ýmsu mál. Það er huggun harmi gegn að þótt Inga hafi nú kvatt langt fyrir aldur fram geta hennar nánustu búið áfram að því sem hún lætur eftir sig, sem er fríð- ur og mannvænlegur hópur barna, fósturbarna og afkom- enda þeirra sem mun halda á lofti minningu um góða konu sem skilur eftir sig kærar minn- ingar hjá öllum sem hana þekktu. Ólafur Kristjánsson, Geirakoti. Ingibjörg Ingadóttir á Byggðarhorni er fallin frá. Það er sárt að sakna, en mikið er gott að eiga allar þessar fallegu minningar um hana Ingu. Við vorum saman í sauma- klúbbi – eða matarklúbbi, allt eftir því hvað maður kallar þessar góðu stundir. Matar- veislur, hannyrðir – en fyrst og fremst vinafundur. Sögur sagð- ar, líðan rædd og málin krufin. Margir nutu hannyrða Ingu og nú um jólin gaf hún Ljósheim- um og Fossheimum á Selfossi fallegt handverk sem prýðir nú þessi heimili. Ég minnist ferðarinnar okkar til Danmerkur um árið, þar voru nokkrar hressar konur á ferð, þræddu antíkmarkaðina og áttu viðburðaríka og skemmtilega daga. Inga var falleg kona og hafði marga góða kosti; hún var glað- sinna, umhyggjusöm og skemmtileg. Þegar ég eignaðist nýtt heimili var hún með þeim fyrstu á staðinn til að samfagna mér, kom brunandi yfir heiðina. Hún sýndi líka bæði í orði og verki samhygð þegar ég missti minn kæra mág af slysförum. Það er ómetanlegt að eiga slíka vináttu og hana þakka ég af heilum hug. Kæri Gísli og fjölskyldan öll, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Það sem Inga var stolt af ykkur öllum og talaði fallega um ykkur. Megi kærar minn- ingar um yndislega og ástríka konu ylja og gefa ykkur styrk í sorginni. Ég bið góðan Guð að blessa Ingu í Byggðarhorni og ástvini hennar alla. Leyfðu sorginni að hafa sinn tíma og fara í sinn eðlilega farveg. Svo mun það gerast, smátt og smátt, að þú gefst upp fyrir henni og minningarnar björtu og góðu komast að, taka við og búa með þér. Ómetanlegar minningar sem enginn getur frá þér tekið. Að harðasta vetrinum loknum fer svo aftur að vora og yljandi vindar taka aftur um þig að leika og litskrúðug ólýsanlega fögur blóm gera vart við sig, hvert af öðru. Þau taka að spretta umhverfis lind minninganna. Blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn bara með því að faðma og vera. (Sigurbjörn Þorkelsson) Laufey Böðvarsdóttir. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ELÍN INGA JÓNASDÓTTIR frá Helluvaði, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri sunnudaginn 18. mars og fer útför hennar fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 27. mars klukkan 13.30. Bryndís Arna Reynisdóttir Garðar Ægisson Hinrik Már Jónsson Kolbrún María Sæmundsdóttir Friðrik Þór Jónsson Sigríður Skarphéðinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON, skipstjóri og fv. alþingismaður, sem lést laugardaginn 17. mars, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 5. apríl klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Krabbameinsfélag Íslands. Marianna Barbara Kristjánsson Guðrún Ásta Guðjónsdóttir Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir Kristján Andri Guðjónsson Kolbeinn Már Guðjónsson Arnar Bergur Guðjónsson Margrét María Guðjónsdóttir Jerzy Brjánn Guðjónsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.